Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Til sölu VW Passat station, árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur, nýjar bremsur, sk. '06. Glæsilegur bíl. Verð 750 þús. Áhv. 700 þús. Uppl. í síma 669 1195. MMC Lancer Sedan, árg. '95, ekinn 190 þús., sjálfsk., sk. '06, sumar- og vetrardekk. Verð 175 þúsund. Ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 690 1433. Mercedes Benz Sprinter 213 CDI Nýr, sendibíl eða 8 sæta ESP, ASR, ABS, forhitari með klukku, samlæsingar, hraðastillir, rafmagnsspeglar upphitaðir, dráttarbeisli, útihitamælir. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333 og 820 1071. MB 190E árgerð '85, ek. 280 þús. km, sk. '06, vetrardekk og auka álfelgur fylgja. Sjálfsk. Verð 160 þús. kr. Upplýsingar í símum 511 3100 og 695 0495. Laguna, árgerð 1997 Ekinn 94 þús. Nýskoðaður. Nýleg dekk. Ásett verð 495 þús. Upplýsingar í síma 864 2378. Glæsilegur BMW X5, árg. 2001, til sölu. Gulllitaður. Hlaðinn aukahlutum. Uppl. í s. 898 1141. Frábært eintak af Murano SL - Dekurbíll Nissan Muraon SL 2003.Ek.50þ. Sannkallaður lúxúsj- epplingur á frábæru verði. Hiti í sætum, ljóst leður,s.lúga, 260 hö, 3, 5L, bose græj, o. m. fl. V. 3.490 þ. S. 899 9090. Ford F350 King Ranch árg. '05 til sölu. Nýr með leðursætum og öllum hugsanlegum aukabúnaði, sérsmíðuðu álloki á palli sem þolir 6x6 hjól eða 2 4x4 hjól. Litur Satin grænn. S. 892 4163. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dodge Ram 3500 Dually Diesel '05. Til sölu Dodge Ram 3500 dually cummins diesel 330 hp. 73% hljóðlátari, silfurgrár (nýr), leður, cd, ryðfr. stigbretti o.m.fl. Upplýsingar í síma 892 4163 og ansa@internet.is TILBOÐ 290.000.- Nissan Micra LX árg 1997 ekinn 119 þ. álfelgur - geislaspilari - spoiler - sumar og vetrardekk fylgja - ný skoðað- ur - gott eintak í toppstandi og eyðir litlu. Upplýsingar í síma 897 7166 ✝ Friðrik Th. Ing-þórsson var fæddur á Óspaks- stöðum í Hrútafirði 1. september 1918. Hann lést á blóð- lækningadeild LSH við Hringbraut 16. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Hall- bera Þórðardóttir húsfreyja, f. 1.1. 1882, d. 12.10. 1971, og Ingþór Björns- son, bóndi á Óspaks- stöðum, f. 9.5. 1878, d. 18.11. 1934. Systkini Friðriks er upp komust voru: Hjörtur Georg, f. 22.3. 1901, d. 8.4. 1962; Þórður, f. 5.2. 1904, d. 24.3. 1995; Ólafur Valdimar, f. 26.10. 1906, d. 31.12. 1976; Bjarn- heiður, f. 18.6. 1908, d. 19.10. 1987; Sigríður, f. 24.2. 1910, d. 26.12. 1997; Björg, f. 4.7. 1914, d. 25.12. 1994. Eftirlifandi er Sigur- rós, f. 31.8. 1917. Uppeldisbræður Friðriks eru Stefán Jónsson, f. 14.1. 1923, d. 3.4. 2003, og Hallfreður Örn Eiríksson, f. 28.12. 1932, d. 17.7. 2005. Eftirlifandi maki Friðriks er Lára V. Vilhelmsdóttir, f. 27.7. 1919. Börn þeirra eru Ingþór, kvæntur Margréti Tryggvadóttur og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn, og Hallbera, gift Ágústi Á. Þórhalls- syni og eiga þau þrjú börn og fjög- ur barnabörn. Friðrik lærði klæðskeraiðn og vann við sitt fag á ýmsum stöðum til ársins 1978. Þá tók hann við starfi húsvarðar í íbúðum aldr- aðra í Lönguhlíð 3 og vann hann þar til ársins 1989 er hann lét af störfum. Útför Friðriks var gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. september. Mig langar til að minnast tengda- föður míns Friðriks Ingþórssonar sem lést 16. september og var jarð- settur 29. september síðastliðinn. Það var árið 1972 sem fundum okk- ar bar fyrst saman. Það var þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili Friðriks og Láru í fylgd Höllu, dóttur þeirra. Mér var strax tekið vel og varð Há- túnið mitt annað heimili næstu árin á eftir. Friðrik var vandaður maður. Hann var mikill bókamaður og lagði metn- að sinn í að eiga gott safn bóka og stunda lestur góðra bóka. Hann eyddi mörgum stundum við að skrá þær og merkja. Þá batt hann margar þeirra inn sjálfur. Ættfræði sýndi Friðrik einnig mikinn áhuga. Sat hann mörgum stundum á Landsbókasafninu, og viðaði að sér upplýsingum, aðallega um forfeður og ættingja úr kirkju- bókum. Þetta varð til þess að hann réðst í útgáfu á ættartali um afkom- endur langafa síns Gunnlaugs Björnssonar. Mér er minnisstætt í þessu sambandi þegar Friðrik til- kynnti mér, stuttu eftir að ég og Halla kynntumst að við værum skyld. Hafði maður á þeim árum lítinn áhuga á slíku, og þótti alger óþarfi að vera að grufla í ættartölum og slíku. Síðar vaknaði þó áhuginn og eftir að „Íslendingabók“ varð aðgengileg á netinu fyrir almenning, kom það oft fyrir að við vorum að athuga skyld- leika, fæðingardaga og dánardaga ættmenna okkar. Friðrik hafði einnig mikinn áhuga á hannyrðum svo sem útsaumi. Ég minnist enn þegar ég rak augun í fal- legan sófa sem var þar á heimili þeirra Friðriks og Láru, og var með útsaumsáklæði. Ekki varð undrunin minni þegar mér var sagt að Friðrik hefði sjálfur saumað út sófann. En þannig var Friðrik, hagur til handa, hvort sem um var að ræða útsaum eða bókband. Friðrik var einstaklega barngóður maður og reyndist börnum okkar hinn besti afi. Lestur sagna, ævin- týra, ljóða og þulna stytti marga stundina þegar börnin dvöldu hjá afa og ömmu, sem var ósjaldan. Hann lagði einnig mikið upp úr að börnin lærðu og fengju skilning á því sem hann fræddi þau um. Þegar svo lang- afabörnin litu dagsins ljós hvert af öðru, var alltaf gott að setjast á hné langafa og hlusta á sögur eða ljóð. Gjafmildi var einn af mögum góð- um kostum Friðriks. Hann lagði lítið upp úr að safna veraldlegum auði. Væri þröngt í búi hjá hans fólki var hann ætíð boðinn og búinn að hjálpa og gerði það með mikilli gleði. Friðrik lærði klæðskeraiðn og starfaði við ýmis fataframleiðslufyr- irtæki fyrri hluta ævi sinnar, en 1978 skipti hann um starfsvettvang og gerðist forstöðumaður/húsvörður á heimili aldraðra við Lönguhlíð þegar það var stofnað. Þetta starf hentaði honum mjög vel, og var samvisku- semi í hávegum höfð. Var hann alltaf boðinn og búinn að sinna íbúunum, hvort um var að ræða að nóttu eða degi. Hann átti góð ár í Lönguhlíð og átti gott samband bæði við íbúa húss- ins og starfsmenn heimilisins. Börnin okkar urðu heimagangar í Löngu- hlíðinni og nutu þau vinsælda afa og ömmu því íbúar hússins voru þeim mjög góð alla tíð. Þegar Friðrik lét af störfum, báru hann og Lára gæfu til að vera við góða heilsu. Þau notuðu því tækifær- ið og ferðuðust mikið næstu árin. Fóru þau m.a. til Kína, Rússlands, allt austur að Kyrrahafi og Ástralíu. Höfðu þau mikla ánægju af þessum ferðum, sáu margt og kynntust mörgu fólki í þeim sem þau hafa hald- ið sambandi við. Fyrir þrem árum greindist Friðrik með illkynjaðan sjúkdóm. Í fyrstu og lengi vel virtist hann lítil áhrif hafa á heilsu hans, en sl. sumar ágerðist sjúkdómurinn, þar til yfir lauk. Ég kveð tengdaföður minn Friðrik og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig, Höllu, börn og barnabörn í gegnum tíðina. Hann bar gæfu til að eiga góða eig- inkonu, samhenta fjölskyldu og ánægjulegt líf. Er það ekki það sem flestir sækjast eftir? Megi minningin um Friðrik Ing- þórsson lifa. Ágúst H. Þórhallsson. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með örfáum orðum, orðleng- ingar voru honum ekki að skapi. Hann var um marga hluti sérstak- ur maður; staðfastur, ákveðinn en samt svo blíður og næmur á tilfinn- ingar annarra. Hann var klæðskeri og helgaði þeirri iðn stærstan hluta ævi sinnar. Fyrstu kynni mín af honum voru að sjá hann sitja löngum stundum við útsaum. Ég hafði aldrei kynnst karl- manni sem saumaði út og þótti þetta æði undarleg árátta því mér virtist hann leggja alla sál sína í þessa iðju. Við nánari kynni og að sjá afrakst- urinn öðlaðist ég skilning á listaverk- um hans. Hann saumaði meðal ann- ars krosssaumsáklæði á húsgögn sem munu um ókomna tíð bera vitni um smekkvísi hans og elju. Hann lagði metnað í að velja sínar eigin lita- samsetningar í mynstrunum og þar kom fram sú listfengi sem honum var í blóð borin. Hann var staðfastur vinstri maður og umræður um stjórnmál gátu held- ur betur komið blóði hans á hreyf- ingu. Þessi umræðuhiti vakti mér furðu allt þar til ég fór að gera mér grein fyrir að þetta var okkar sam- eiginlega baráttumál. Við Ingþór stofnuðum fjölskyldu á námsárunum og til að létta okkur róðurinn buðu tengdaforeldra mínir okkur að búa á heimili sínu. Með ár- unum hef ég gert mér grein fyrir því langlundargeði sem þau sýndu í sam- skiptum við okkur unga fólkið. Þetta sambýli varð uppaf að vináttu okkar á milli sem dauðinn einn gat rofið. Blessuð sé minning tengdaföður míns. Margrét Tryggvadóttir. Með örfáum fátæklegum orðum langar mig til að kveðja hann afa minn, Friðrik. Friðrik afa. Það var mjög erfið og sár kveðjustund sem við afi deildum í sumar. Ég var á leið út í nám og við gerðum okkur báðir grein fyrir því að þetta yrði okkar síð- asta stund saman. Okkar stund til að kveðja hvor annan. Þetta var fallegt síðsumarkvöld í Reykjavík, eins fal- legt og hægt er að hugsa sér. Við sát- um lengi og spjölluðum. Ég man hins vegar ekki hvað okkur fór á milli. Get bara ekki munað það. En ég man eft- ir kveðjustundinni. Svo vel. Hann gaf mér hringinn sinn, ég kyssti hann, faðmaði hann að mér og gekk út. Og þannig var það. Ég var farinn. Afi fór stuttu seinna. Fyrst um sinn fékk ég reglulega fréttir af því að heilsu hans færi hrakandi. Þetta var eitthvað sem var fyrirséð. Afa hafði hrakað mikið síðustu ár og svo virtist sem baráttu- þrekið væri að dvína. Tilhugsunin um hið óumflýjanlega gerði sársaukann engu minni. Afi var að deyja. Það var síðan hlýjan haustdag í Danmörku, rúmum mánuði eftir að við kvödd- umst, sem ég fékk fréttirnar að afi hefði loksins látið staðar numið. Eftir stutta spítalalegu ákvað afi að halda á aðra braut. Skyndilega varð kveðju- stund okkar ennþá dýrmætari. Það á að taka strákaling stinga honum ofan í kolabing. Loka hann úti í landsynning og láta hann hlaupa allt um kring. Þessa þulu fór afi með fyrir mig sem lítið barn og þetta er ein hlýjasta minning mín úr æsku. Fyndið. Bara við að rifja upp þessa óhugnanlegu smáþulu lifna við ljóslifandi atburðir, staðir og fólk sem tengjast afa á einn eða annan hátt. Upp í hugann kemur Langahlíð 3, fullsmíðaður, stórkost- legur leikvöllur, ævintýrahús fyrir börn á öllum aldri. Langir gangar, endalausir krókar og kimar, gróður- hús með suðrænum plöntum, í stuttu máli endalaus uppspretta skemmti- legra uppátækja og leikja. Langahlíð 3 gegndi jafnframt í hjáverkum því hlutverki að vera dvalarheimili aldr- aðra. Þar réð afi ríkjum. Hann var forstöðumaður og ég veit fyrir víst að hann var ákaflega vel liðinn af öllum í húsinu. Skemmdar tennur og stút- fullur sparibaukur lítils drengs var nægileg staðfesting þess. Ástæðan var einfaldlega sú að það var ansi erf- itt að líka illa við afa. Hann hafði ein- staka nærveru, manni leið vel í návist hans. Þannig er sumt fólk, hlýjan streymir að innan og það eitt að um- gangast veitir manni vellíðan. Þannig var Friðrik afi og við barnabörnin nutum góðs af því. Afi var bókaormur, mikill lestrar- hestur og eyddi miklum tíma við lest- ur, og þegar hann las ekki bækur þá dyttaði hann að þeim, batt þær inn, lagaði, setti í nýjan búning. Eina bók áttum við sem uppáhald sameigin- lega. Við ströndina. Afi, þú sagðir mér að langamma Hallbera hefði ótt- ast að heimurinn myndi enda á þann hátt sem lýst var í þeirri bók. Nú 30 árum seinna vona ég að hún hafi haft rangt fyrir sér, en mikið afskaplega fannst mér gaman að tala við þig um bókina. Í mörg ár töluðum við saman um þessa bók, hvort þetta gæti gerst, hvort við værum öll á leið til glötunar. Og þú lást ekki á skoðun þinni varð- andi það. Viðhorf afa til þessarar bók- ar, sem greinir frá lífi og dauða síð- ustu mannvera á jörðinni eftir kjarnorkustyrjöld, lýstu honum vel. Hann taldi að við stæðum á barmi hengiflugsins og gættum lítið að því hvert stefndi. Tiltölulega svartsýnn á að mannveran væri á góðri leið með að tortíma sjálfri sér í gegndarlausri gróðafíkn, þar sem mammonsdýrk- unin og kapítalismi sætu við stýrið, en jafnframt svo sannfærður um hið góða í öllu og öllum. Og þrátt fyrir þessi viðhorf gaf hann alltaf í skyn að hann hefði miklu meiri trú á kynslóð- unum sem kæmu til með að taka við. Það væri í þeirra valdi að breyta því sem aflaga færi hjá þeim sem ráða í dag. Dæmigerð lífsskoðun hjá afa, samofin svartsýni og bjartsýni með pólitísku ívafi.Og það sem við gátum rætt um pólitík. Endalausar samræð- ur um sósíalisma, kommúnisma og ágæti Ráðstjórnarríkjanna. Friðrik afi var nokk viss í sinni sök þar. Ég var ekki alveg jafn sannfærður. En þrátt fyrir róttækar skoðanir hans, þá var aldrei neitt offors þegar hann tjáði sig um þær. Hann var tilbúinn að hlusta á viðhorf annarra, en það var ekki þar með sagt að hann væri sammála þeim. Þvert á móti. En mik- ið ofboðslega var gaman að tala við afa um pólitík. Mikið ofboðslega var gaman að tala við afa um allt milli himins og jarðar. Nema íþróttir, því í hvert einasta skipti sem ég reyndi að koma afa í skilning um hvað íþróttir gengju út á, kom upp púkinn í hon- um. Hann hafði agalega gaman af því að stríða mér á því. „Bíddu nú við, er staðan 0-0 eða tvö núll (0-0)?“ var vin- sæl spurning hjá honum auk þess sem hann undraðist alltaf jafn mikið á því hvað menn væru að eyða tím- anum í þessu endalausa tuðrusparki, í algjöru tilgangsleysi, bara einfald- lega skildi það ekki. Og ég unni hon- um þess. Ég unni honum þess svo innilega og gat jafnvel hlegið að því þegar vel stóð á. Það er erfitt að sitja hér einn í út- löndum, vitandi það að afi sé borinn til grafar og ég geti ekki verið við- staddur. En tilhugsunin um okkar síðustu samverustund linar sársauk- ann. Kæri afi, ég er viss um að þar sem þú ert núna eru pönnukökurnar jafn góðar, bækurnar jafnskemmti- legar, margar og fjölbreyttar, sam- ferðamenn þínir jafn áhugaverðir, spilastokkarnir jafn margir, pólitíkin jafn spennandi og íþróttirnar jafn hundleiðinlegar og hérna megin. Ég vona bara að þú hafir örlítið meiri trú á yfirvaldinu þarna megin, en þeim sem hérna ráða. Elsku afi, hvíldu í friði. Þórhallur. FRIÐRIK INGÞÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Friðrik Ingþórsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Tinna; Jason; Atli, Petra, Tjörvi, Embla, Ari og Íris; Lára Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.