Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. aprfl 1970. TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Kona nokkur spurðj Salva- dor Dali, hvort hann tryði kenn ingtwn Darwins. — Já, statt og stöðugt, svar- «ði hanr,. — Þá trúið þér því, að við *éum komin af öpum? — Ekki aðeins það. kæra frú, ég held, að við séum a@ verða áð öpum aftur. Tvær mannætur mætast og önnur stynur um leið: — Ég veit ekki hvað ég á að gera við konuna mína. Þá spyr hin hughreystandi: — Á ég að lána þér mat- reiðslubókina mína? Það var heitt og flugmaður- inn flaug með eldri konu, sem aldrei hafði flogið áður. Er þau höföu veríð stutta stund á fluginu, hallaði konan sér fram í sætinu, klappaði flug- manninum á öxlina, benti á hreyfilinn og hrópaði: — Allt í lagi ungi maður, þú getur stoppað hann. Nú er mér mun kaldara. Þetta er alveg sérstök taska. Þcgar hún er orðin yfirfull, kviknar rautt ljós, en ef þér takið ekki eftir því, fer sírena í gang. Það var ekkert sæti laust í strætisvagninum, en ungi mað- urinn, sem hafði tryggt sér sæti, lokaði augunum og lézt sofa, þegar eldri kona kom inn í vagninn. Konan klappaði á öxl unga mannsins og sagði: — Ungi maðut, á hvaða stöð viljið þér, að ég veki yður? — Hvað ætlar þú að gera þegar þú ert orðin eins stór og mamma þín, spurði gesturinn litlu stúlkuna. — Megra mig, svaraði litla stúlkan. í dag lærði ég 2svar sinnum töfluna, að bregða fæti fyrir strákana og toga í hárið á stelp unum- Rithöfundurinn Jens August Schade sat dag einn í kaffihúsi, og þegar maður nokkur spurði hann að því, hvort hann hefði tíma til þess, svaraði hann: — Hvers' vegna skyldi ég ekki hafa það, maður á ekki að gera það í dag, sem aðrir gera fyrir mann á morgun. Andartak stóðu þau sem berg numin. Hvað er nú þetta, lista- verk? Nei, þetta er tré, út- skýrði kennarinn fyrir þeim. Og allur hópurinn æddi af stað. Þau voru nefnilega að sjá tré í fyrsta skipti í lífinu, en f’’am til þessa höfðu þau aðeins þekkt tré sem byggingarefni. Raunar munu þessi græn- lenzku börn frá Angmagssalik hafa undrazt margt af því sem fyrir augun bar, er þau höfðu verið flutt til Danmerk- ur eftir náttúruhamfarirnar sem yfdr heimabyggð þeirra gengu fyrr í vetur. En börn að lagast alla jafna mjög fljótt nýju umhverfi og framandi að- stæðum, og því tóku þau fljót- lega að una sér vel á Laugs- gárden í Frsdensborg, en þar voru þau látin dveljast um tíma áður en þau voru send í ýmsar áttir á skóla eða á einkaheim- ili. Börnin verða í Danmörku unz heimili þeirra hafa verið endurreist, eða foreldrar þeirra hafa fundið annan stað að búa á. ★ ★ ★ DENNI DÆMALAUSI Dettur þér aldrei ■ hug, að ef þú værir ekki með allt þetta grænmeti, þyrftirðu ekki að þvo svona marga diska! /2 S Speki: Enginn ætti að reyna að þekkja sjálfan sig, því lang- flestir verða fyrir vonbrigðum með kynnin. * Fyrir einu ári gerðist það í Kaupmannahöfn, að list- málarinn Björn Nörgaard og sambýliskona hans, Lene Adler Patersen leigðu sér bíl og fengu í för með sér tvo ljósmyndara. Síðan var ekið að dyrum Kaup- hallarinnar, en þar fékk bíl- stjórinn skipun um að bíða. Síðan gekk Lene upp tröppurn- ar að hinum heilaga sal verð- bréfasalanna, einmitt á þeim tíma dagsins, þegar annríki var þar mest og flest fólk saman komið. Þegar inn í salinn kom, fór Lene úr skónum og frakk- anum sínum, og var þá allsnak in undir. Hún hélt á hvítum krossi, merki kristinna manna, í hendinni. og síðan gekk hún inn milli raða verðbréfasal- anna. sem störðu á nakta kon- una eins og sæju þeir myrkra höfðingjann sjálfan. Stúlkan breytti ekki um svip meðan hún spókaði sig milli kaupsýslu mannanna, en var tilbúin að nota krossinn til að verja sig með, réðist einhver á hana. Þessi atburður varð frægur í Danmörku, en listmálarinn og Lene sögðu, að þetta væri gert til að minna á, að siðgæðishug- myndir manna á Vesturlöndum grundvailist á kenningum krist inna manna og að kristnir menn hundsi og kúgi konuna ekki síður en annarrar trúar menn. Þá vilja þau skötuhjú minna á, að Kristur hafi alveg eins get- að .verið kona, og hafi svo ver- ið, kæmum við öðruvísi fram við það kyn. Þessi atburður rifjast nú upp fyrir mönnum við það, að nokkrir ungir menn hafa tekið sig til og kvikmynd- að hann, en í myndinni leikur Lene Adler aftur hlutverk nöktu konunnar í Kauphöllinni. Auk þess atburðar kemur ým- islegt fleira fram í myndinni sem allt snertir stöðd konunn- ar í þjóðfélaginu. ★ Mikil gleði greip um «':> meðal kúreka og kúrek? ' enda í kvikmyndaborgirin bandarísku, Hollywood,. þegar fréttist að Óskarsverðlaun- in scm leikurum finnst svo eft- irsóknarverð, höfðu í ár fallið í hlut Johns Waine, fyrir leik sinn í ,,True Grit“. John Waine hefir leikið í ótölulegum fjölda kvikmynda um ævina, og lang oftast hefir hann leikið ein- hverju kúrekahetju. Má því segja að mál hafi verið komið að hann fengi einhverja viður- kenningar, greyið, fyrir sitt ára langa strit á hestbaki og með fingurinn'á byssugikknum. ★ Þótt Frank Sinatra standi nú nokkuð völtum fótum gagnvart aðdáendum sínum, vegna tengsla sinna við Mafíuna bandarísku eða La Cosa Nostra, heldur hann ótrauður áfram brauðstriti sínu, kvikmynda leiknum, enda fýsir hann ef- laust að eiga eitthvað í hand- raðanum, fari illa fyrir honum í yfirvofandi réittarrannsókn. Hann hefur nú gengizt inná að leika aðalhlutverk í kvikmynd er nefnast á „The Ballad of Bingus Magee“. Burt Kennedy mun stjórna myndinni og hamd- ritið er eftir hann sjálfan, unn- ið uppúr sögu eftir David Markson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.