Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 304. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Keppt í fegurð í Sanya í Kína Unnur Birna heldur dagbók um keppnina og ferðalagið á mbl.is | 42 Úr verinu | Súpa úr hákarlauggum  Laxaslátrun á Djúpavogi  Tekjur sjómanna lækka mikið Íþróttir | Handboltakonur í erfiða keppni á Ítalíu Hörður hugsanlega til Danmerkur Miami. AP. | Áhöfn á bandarísku skemmti- ferðaskipi fældi í vikunni burt sjóræn- ingja, sem réðust á það undan ströndum Sómalíu, með því að beita gegn þeim svo- kölluðu hljóðvopni. Sendir það frá sér eins konar hljóðgeisla, sem getur gert hvern mann brjálaðan, sem fyrir verður. Skemmtiferðaskipið Seabourn Spirit var á Indlandshafi, um 160 km undan Sóm- alíuströnd, þegar sjóræningjarnir skutu á það úr sprengjuvörpu og með vélbyssum um leið og þeir gerðu sig líklega til að ráð- ast um borð. Um borð í skipinu var hins vegar LRAD, langdrægt hljóðtæki eða -vopn, sem Bandaríkjaher lét smíða eftir árásina á herskipið Cole árið 2000. Tækið er um 20 kílóa þungt, disklaga og gefur frá sér geysilega háan og ærandi hljóðgeisla. Hávaðinn getur farið í 150 desíbel sem er mun hærra en hljóð í hreyflum farþegaþotu. Lætur geislinn í friði þá, sem nota tækið, og aðra, sem hljóðgeislanum er ekki beint að. Hljóðvopn gegn sjóræningjum Fort Myers. AP. | Kona í Flórída, Jill Knispel, hefur verið handtekin fyrir að stela sjald- gæfum og verðmætum páfagauk og leyna honum í brjósta- haldaranum. Gaukurinn er af tegundinni Green- wing og hugðist Knispel skipta á honum og sport- legum fornbíl frá 1964 af gerðinni Volkswagen Kar- mann Ghia. Knispel vann í gæludýraverslun og þar stal hún fuglinum sem metinn er á 2.000 dollara eða liðlega 120 þúsund krónur. Hún stóðst hins vegar ekki mátið og sagði bíleigandanum frá páfagauksráninu. Svo vildi til að maðurinn var vinur eiganda gæludýrabúðarinnar. „Málavextir eru þeir skringilegustu sem ég hef nokkru sinni komist í tæri við,“ sagði Lenny Barshinger, starfsmaður er sér um rannsóknir fyrir ráð sem hefur umsjón með vernd villtra dýra og fiska í Flórída. Stolinn páfagaukur á mjúkum felustað ARNALDUR Indriðason hlaut í gær Gullna rýt- inginn í Bretlandi fyrir skáldsögu sína Graf- arþögn en þessi virtu verðlaun voru afhent í 50. sinn við hátíðlega athöfn í London í gær. Það eru Samtök breskra glæpasagnahöfunda sem veita verðlaunin og hlaut Barbara Nadel Silfurrýting- inn við sama tækifæri og Henry Porter hlaut Stálrýtinginn sem Ian Fleming stofnunin veitir. „Ég er feikilega ánægður með þetta,“ sagði Arnaldur og kvað úrslitin hafa komið sér verulega á óvart. „Ég bjóst ekki við að höfundur frá Íslandi hlyti þennan heiður í bráð.“ Tvær af bókum Arn- aldar, Grafarþögn og Mýrin, hafa komið út í Eng- landi en Arnaldur kveðst mjög ánægður með að Grafarþögn hafi orðið fyrir valinu. „Þetta er saga sem stendur mér nærri og fjallar um heimilis- ofbeldi sem er einhver viðurstyggilegasti glæpur sem til er, leyndur glæpur, og ef verðlaunin yrðu til þess að draga fleiri lesendur að bókinni þá þætti mér það hið besta mál þess vegna.“ Arnaldur sagði að athöfnin hefði verið mjög skemmtileg. „Þetta er hádegisverður, ákaflega fjörlegur, eins og fuglabjarg og eftir hann, þegar allir eru orðnir léttir og glaðir þá er byrjað að út- býta verðlaunum. Mér skilst að óvenju mikið hafi verið viðhaft vegna 50 ára afmælis verð- launanna.“ Í tilefni afmælisins var Rýtingur rýtinganna af- hentur í fyrsta sinni og féll hann í skaut John le Carré fyrir Njósnarann sem kom inn úr kuld- anum. Auk Arnaldar voru Karin Fossum, Fried- rich Glauser, Carl Hiaasen, Barbara Nadel og Fred Vargas tilnefnd til verðlaunanna. Verð- launaféð nemur þremur þúsundum punda. Samtök glæpasagnahöfunda hafa bækistöð sína í Bretlandi og eru þau þekktustu í heiminum í dag. Einungis eru tilnefndar bækur sem komið hafa út á ensku, en meðlimir samtakanna eru vel á fimmta hundrað glæpasagnahöfunda víða um heim. Arnaldur Indriðason með Gullna rýting- inn en verðlaunin voru afhent í gær. Arnaldur Indriðason hlaut viðurkenningu breskra glæpasagnahöfunda Kom verulega á óvart Úr verinu og Íþróttir í dag MJÖG algengt er að ekklar vitji reglulega leiða látinna eiginkvenna sinna, þeir tala til þeirra og flesta karlmenn dreymir eigin- konur sínar. Ekklar breyta litlu innanhúss eftir makamissi, allt verður að vera á sínum stað. Þetta kemur fram í meistaraprófs- rannsókn sem séra Bragi Skúlason sjúkra- húsprestur gerði á högum íslenskra ekkla. Fáir ekklar höfðu farið í nýja sambúð einu til þremur og hálfu ári eftir lát kon- unnar. Það er að sögn Braga í svolítilli þver- sögn við þá goðsögn að karlar séu fljótir til að fara í annað samband. Ekklar hafa sjaldan frumkvæði að því að sækja sér stuðning úti í bæ og þeir senda frá sér skilaboð um að þeir ráði við aðstæð- ur sínar. Þeir sækja ekki svokallaða stuðn- ingsfundi en mæta frekar séu þeir kallaðir upplýsingafundir. Ekklar tala til látinna eiginkvenna  Ekkla dreymir | 20 FRÖNSK yfirvöld lýstu í gær yfir neyðarástandi í borgarhverfum þar sem óeirðir hafa nú geisað hátt í tvær vikur. Ríkisstjórnin í París hélt í gærmorgun fund undir for- sæti Jacques Chirac forseta og var þar ákveðið að grípa til 50 ára gam- alla laga sem heimila margvíslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi borgaranna. Amiens varð fyrst til að nýta sér heimildirnar í gær, sett var útgöngubann um nóttina fyrir unglinga undir 16 ára aldri væru þeir ekki í fylgd með fullorðnum. Umrædd lög voru sett 1955 þeg- ar uppreisn var nýhafin í Alsír sem þá var frönsk nýlenda en þeim hef- ur ekki fyrr verið beitt í Frakk- landi sjálfu. Veita þau m.a. heimild til að lýsa yfir neyðarástandi í hluta landsins eða öllu Frakklandi í allt að 12 daga, leita þarf samþykkis þingsins til að framlengja það. Yf- irvöld í borgum og bæjum mega banna fjöldafundi og setja á út- göngubann og getur fólk fengið allt að tveggja mánaða fangelsi fyrir að brjóta bannið. Einnig hefur lög- reglan leyfi til að gera skyndileit í húsum hvenær sem er sólarhrings- ins. Stjórnvöld mega einnig hefta frelsi fjölmiðla. Dominique de Villepin forsætis- ráðherra kynnti í gær ýmsar ráð- stafanir sem gripið verður til í því skyni að lægja ólguna. „Stund sannleikans er runnin upp í lýð- veldinu,“ sagði hann. „Spurt er hvort stefna okkar varðandi aðlög- un [innflytjenda] hafi reynst ár- angursrík“. Búin verður til stofnun sem á að berjast gegn misrétti, um 20.000 manns í fátækum úthverf- um fá störf á vegum ríkisins, ýmis samtök sem starfa í hverfunum fá aukið fé sem svarar rúmlega sjö milljörðum króna. Yfir 1.500 handteknir Flestir unglinganna sem taka þátt í óeirðunum eru innflytjendur frá arabalöndum og Afríku eða börn innflytjenda frá þessum svæðum og þorri þeirra íslamstrú- ar. Alls hafa um 1500 manns verið handteknir og yfirheyrðir vegna óeirðanna og fá mál þeirra flýti- meðferð fyrir dómstólum. Tugir manna hafa þegar hlotið dóma. Mannréttindahópar vara við því að flýtimeðferðin muni auka á tor- tryggni og andúð á yfirvöldum í röðum unglinganna. Mjög dró úr átökum í París að- faranótt þriðjudags en óljóst var hvort aðeins væri um stutt hlé að ræða. Ekkert lát var á ofbeldi í mörgum öðrum borgum og bæjum, þ. á m. Toulouse og var kveikt í meira en þúsund bílum. Kveikt var í tveim skólum norðan við París. Reuters Brunnin bílflök í Strassborg. Enn kom til átaka í einu af úthverfum Toulouse í gærkvöldi milli unglinga og lögreglu, kveikt var í nokkrum bílum. Neyðarlög í Frakklandi De Villepin segir „stund sannleikans“ runna upp og menn spyrji hvort inn- flytjendastefna Frakka hafi brugðist Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Opinberun mismununar | 24 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.