Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Franskur almenningur erfelmtri sleginn yfir óeirð-um sem hófust í París fyrirtæpum hálfum mánuði en hafa í millitíðinni breiðst út og náð til alls um 300 bæja og borga í landinu. Þótt skemmdarfýsn hafi fengið útrás í aðgerðunum þykir ofbeldið fyrst og síðast til marks um félagslega upp- reisn. Fyrir því stendur nær ein- vörðungu ungt fólk úr röðum minni- hlutahópa sem ósátt er við eigið hlutskipti og óhlýðnast hefur for- eldrum sínum, trúarleiðtogum og lögreglu. Í augum þess eru hin helgu orð frönsku byltingarinnar frá 1789 um jafnrétti, frelsi og bræðralag ekkert annað en blekking – raun- veruleikinn sé allt annar. Brennandi bílflök í hverfum innflytjenda séu til marks um að blekkingin sé að víkja og raunveruleikinn að opinberast. Kjarni þess veruleika samanstandi af bælingu, mismunun og einangrun. Atvinnuleysi ungs fólks úr röðum innflytjenda og útskúfun eru sögð meginástæður óeirðanna. Atvinnu- leysi mælist 9,2% um þessar mundir í Frakklandi en sé staðan greind nánar kemur í ljós að meðal fólks af erlendu bergi brotins er það 14%. Mismunun á vinnumarkaði þykir einna mest í smásöluverslun og fyr- irtækjum og stofnunum á sviði heil- brigðisþjónustu, en einnig í öðrum starfsgreinum þar sem ekki reynir neitt á samskipti við almenning. Gjaldþrota hugmyndafræði? Óeirðir hófust eftir dauða tveggja táninga af norður-afrískum ættum 27. október. Klifruðu þeir inn í spennistöð er þeir töldu lögreglu vera á hælum sér í kjölfar innbrots hóps ungmenna í nýbyggingu í Clichy og hlutu raflost. Hér í Frakklandi er að finna urm- ul opinberra stofnana sem hafa þann eina tilgang að aðstoða innflytjend- ur. Þrátt fyrir það komst sérstök eft- irlitsstofnun ríkisins að þeirri niður- stöðu í fyrra að frönskum stjórnvöldum hefði mistekist að upp- ræta kynþáttaaðgreiningu og tryggja ólíkum samfélagshópum jafnan aðgang til atvinnu og hvers kyns þjónustu. Varaði eftirlitsstofn- unin þá þegar við stöðu mála og sagði ástandið geta átt eftir að leiða til „alvarlegrar félagslegrar og kyn- þáttalegrar spennu“. Við því vill hið opinbera ekki gang- ast en þær raddir gerast háværari í Frakklandi að óeirðirnar – sem eru hinar mestu frá stúdentauppreisn- inni 1968 og eyðileggingin meiri en nokkru sinni eftir seinna stríð – end- urspegli gjaldþrot hugmyndarinnar um aðlögun innflytjenda að frönsku samfélagi. Um sé að ræða kerfisgalla sem hvorki ríkisstjórnir hægri manna né vinstri hafi tekið á í ald- arfjórðung. „Hrun hugmyndarinnar er al- gjört, það þarf að hugsa fyrirkomu- lagið upp á nýtt, alveg frá grunni. Frakkland getur ekki glímt við kerf- isgallana,“ sagði málsmetandi fé- lagsfræðingur, Michel Wievorka, í frönsku sjónvarpi í gær. Aðlögunar- módelið er byggt á því helga viðmiði að allir séu jafnir og ósundurgrein- anlegir í augum ríkisins. Alveg burt- séð frá því hvaðan þeir komi séu allir franskir borgarar jafn franskir. Sumum þykir hugmyndin um að- lögun í sjálfu sér gölluð þar sem hún gengur út á að laga þurfi minnihluta- hópa að frönsku samfélagi. Ungling- arnir séu hins vegar franskir og „hvers vegna skyldu þeir þurfa að aðlagast?“, spyr Samia Amara sem starfar að æskulýðsmálum í ná- grenni Parísar. Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar hafa í rúma tvo áratugi varað yfir- völd við því að spenna kraumaði í út- hverfum fátækra og upp úr kynni að sjóða með ofbeldi. Frá því segir Jean-Marie Lustiger kardináli, erki- biskup í París á árunum 1981 þar til í febrúar sl., en hann hefur nýlega lát- ið af störfum. Lustiger segist hafa sjálfur tekið málið upp við Francois Mitterrand þáverandi forseta og aðra háttsetta leiðtoga. „Ég held þeir hafi raun- verulega ekki hugleitt það sem ég sagði,“ sagði hann við sjónvarpsstöð- ina SIC. Allt þar til hann greip til útgöngu- banns á mánudag hefur Dominique de Villepin forsætisráðherra hvatt til hóflegra viðbragða gegn óeirðunum. Innanríkisráðherra hans, Nicolas Sarkozy, lýsti óeirðaseggjum hins vegar sem „úrþvættum“ og fyrir- skipaði lögreglunni að taka hart á þeim. Þykja óeirðirnar hafa að nokkru kristallað togstreitu og skoð- anamun Villepin og Sarkozy. Sá þeirra sem betur þykir hafa staðið sig í glímunni við óeirðirnar er talinn munu styrkja stórlega stöðu sína fyrir forsetakjör í Frakklandi árið 2007 en um það starf þykja ráðherr- arnir keppinautar. Óeirðirnar þykja geta skaðað franska ferðaþjónustu þótt Leon Bertrand ferðamálaráðherra sé ekki á sama máli, a.m.k. enn sem komið er. Hann segir eðli þeirra ekki munu breyta ímynd Frakklands eða minnka aðdráttarafl landsins fyrir ferðamenn. Eldar á götum úti og manntjón þykja þó ekki koma heim og saman við heillandi yfirbragð hinnar rómantísku borgar ljósanna. Um grafalvarlegt mál er að ræða, segja hagfræðingar, því framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúskap- arsins nemur um 7% af vergri lands- framleiðslu Frakklands. eða óbeint hafa tvær manna framfæri af henni. Á komu 75 milljónir ferðam Frakklands og munar l glímir við tæp 10% atvinn lítinn hagvöxt um minna. „Ég velti ástandinu m mér áður en ég lagði af s haft eftir belgískri konu, Su urieux, er hún steig um bor til Parísar í Brussel í fyrrad ég er ekkert hrædd og lét standa,“ bætti hún við. Ógnvekjandi – og jafn drifnar – fyrirsagnir erlen miðla af óeirðunum vekja svarsmönnum franskra f ugg. Eins og risafyrirsög þýðuuppreisn“ á forsíðu t blaðsins Sabah og fyrirsögn brennur, fólk varað við ferð að“ í breska blaðinu Metro. Bertrand ferðamálaráðh ir að alþjóðlegir fjölmiðlar ýktar fréttir af óeirðunum fær á tilfinninguna að F standi í björtu báli og blóð sem er fjarri lagi. Það er e að afneita ljósmyndunum e fleiri andlit og ásjónur,“ seg and. Óeirðirnar séu það stað að fæstir upplifi þær af ei Fjölmiðlar eru á hinn bóg irlagðir af umfjöllun um þæ Þannig segist námsm Nikulás Ágústsson sem bý inu Levallois-Perret í að kílómetra fjarlægð frá vög anna, Clichy-sous-Bois, al orðið neins ófriðar eða spe „Maður les aðallega um þe inu og þá einna mest á mbl hann. „Fólk er yfirspenn Mikið mæðir á frönskum um vegna óeirðanna og spj ast að þeim. Gríðarleg spen til dæmis ríkt í hverfinu L leine í Evreux í Normand haldi af því að kveikt var í v miðstöð og lögreglukona alvarlega í óeirðum þar um Þar greinir hvíta menn og um orsakir ofbeldisverk óvinur þeirra síðarnefndu n er hinn opinskái innanríkis Nicolas Sarkozy sem sagði um að þeir sem stæðu fyr og eyðileggingu í úthverfu Opinberun mis unar og einang Dominique de VillepinJacques Chirac Nicolas Sarko Reykur stígur upp af brennandi strætisvagni í Reynerie, einu úth Óeirðunum í Frakk- landi er líkt við fé- lagslega uppreisn. Almenningur er ugg- andi en hávær umræða fer nú fram um gjald- þrot hugmyndafræði og þá útskúfun sem sé hlutskipti ungs fólks úr röðum innflytjenda. Ágúst Ásgeirsson skrifar frá Frakklandi. MIKILVÆG ÁKVÖRÐUN Á ársfundi Fjármálaeftirlitsinsí fyrradag skýrði Jónas Fr.Jónsson, forstjóri þess frá því, að framvegis mundi stofnunin nafngreina þá sem hún beitir stjórn- valdssektum vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti og jafnframt birta upplýsingar um helztu efnis- atriði hvers máls. Í þeim tilvikum sem Fjármálaeftirlitið telur ástæðu til að vísa málum til lögreglu verður ekki greint frá nöfnum en hins veg- ar frá efnisatriðum almennt. Þetta eru ákaflega mikilvægar að- gerðir af hálfu Fjármálaeftirlits en rétt að vekja athygli á að þær byggjast á nýjum lagaheimildum, sem tóku gildi hinn 1. júlí sl. Áður hafði Fjármálaeftirlitið ekki heimild til slíkra aðgerða og verður því ekki gagnrýnt fyrir þá þögn, sem ríkti um starfsemi þess. Hins vegar er ljóst, að þögnin gerði það að verk- um, að almenningur hafði ekki hug- mynd um hvað stofnunin var að gera. Sú upplýsingagjöf, sem nú er áformuð, mun eiga sinn þátt í að tryggja að þeir sem stunda verð- bréfaviðskipti haldi sig innan ramma settra reglna um slík við- skipti. Upplýsingagjöfin sem slík er því líkleg til að stuðla að því að verð- bréfaviðskipti fari fram á heilbrigð- um grundvelli. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins kom fram, að á síðasta ári hefði stofnunin tekið til athugunar hvort brotið hefði verið gegn tilkynninga- skyldu vegna innherjaviðskipta í 30 málum. Í 14 tilvikum hefði sú athug- un leitt til þess að stofnunin beitti stjórnvaldssektum, sem námu frá 20 þúsundum og upp í 750 þúsund krónur. Í 8 tilvikum var fruminn- herji brotlegur en útgefandi í 6 til- vikum. Sektir voru felldar niður í tveimur málum samkvæmt úrskurði kærunefndar. Athugasemdir Jónasar Fr. Jóns- sonar um þátttöku fjármálafyrir- tækja í atvinnurekstri og upplýs- ingaskyldu þeirra gagnvart Fjármálaeftirliti þar um vekja at- hygli. Forstjóri stofnunarinnar sagði: „Það verður að segjast að nokkur misbrestur hefur verið á að fjár- málafyrirtækin hafi sinnt upplýs- ingagjöf til Fjármálaeftirlitsins á fullnægjandi hátt. Einnig virðist vera einhver túlkunarágreiningur um það hversu víðtækar heimildir fjármálafyrirtækin hafa til slíkrar hliðar- eða tímabundinnar starfsemi og eru nokkur tilvik nú til skoðunar af hálfu eftirlitsins. Á næstu mán- uðum mun Fjármálaeftirlitið leggja áherzlu á að bæta framkvæmd þessa, afgreiða ágreiningsmál og hugsanlega endurskoða tilmæli sín og vænti ég góðs samstarfs við fjár- málafyrirtækin í þessu efni.“ Það vekur óneitanlega undrun, að fjármálafyrirtækin gefi tilefni til svona athugasemda af hálfu Fjár- málaeftirlits á ársfundi. Þær eftirlitsstofnanir, sem Al- þingi hefur sett upp með löggjöf, gegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar. Með lagabreyt- ingu, sem tryggir gagnsærri upplýs- ingagjöf af hálfu Fjármálaeftirlits- ins, er stórt skref stigið í átt til þess að efla þá stofnun. Það þarf að gera ráðstafanir til að efla aðrar eftirlits- stofnanir hins opinbera. VIÐKVÆM STAÐA Íslenskt efnahagslíf er á viðkvæmustigi um þessar mundir. Gengi krónunnar er hátt spennt og margir atvinnuvegir eiga í erfiðleikum. Sem dæmi um afleiðingar af háu gengi krónunnar má taka að laun togara- áhafna hafa lækkað verulega á und- anförnum tveimur árum. Á öðrum sviðum efnahagslífsins ríkir gósent- íð og reksturinn blómstrar eins og uppgangur banka og fjármagns- stofnana og gríðarlegar fram- kvæmdir víða um land bera vitni. Al- þýðusamband Íslands hefur farið fram með háværum kröfum upp á síðkastið og segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri þess, í Morgunblaðinu í gær að líklegra sé en ekki að samningum verði sagt upp á næstunni. Rök Gylfa eru þau að launahækk- anir félagsmanna hafi ekki fylgt verðbólgu auk þess sem viðamikið launaskrið með vaxandi kaupmætti nái ekki til félagsmanna sinna nema að hluta. Í þessum efnum verður að fara fram með mikilli varúð. Þrátt fyrir þenslu í efnahagslífinu eru mörg fyr- irtæki í þeirri stöðu að lítið má út af bera. Í þeirra rekstri geta meiri launahækkanir en ráð hefur verið fyrir gert haft alvarlegar afleiðingar og jafnvel leitt til uppsagna. Fyrir þá launþega, sem uppsagnir bitnuðu á, væri verr af stað farið en heima setið. Það hlýtur að vera kappsmál launþegahreyfingar að hugsa um heildarhagsmuni umbjóðenda sinna, sem best er þjónað með því að tryggja stöðugt efnahagsumhverfi fremur en að ýta undir þróun, sem gæti hleypt af stað vítahring launa- hækkana og verðbólgu. Það hefur áður gerst að mikill uppgangur hefur verið í ákveðnum geirum atvinnulífsins á meðan aðrir hafa staðið í stað og nægir þar að vísa til síldaráranna. Það er hins vegar ekki raunhæft að yfirfæra breytingar á kjörum á einum vett- vangi yfir á annan þar sem allt aðrar aðstæður ríkja. Meiri bjartsýnistón gefur að líta í málflutningi ASÍ eftir fund með rík- isstjórninni í gær þar sem meðal annars var rætt um þátttöku hins opinbera í útgjöldum lífeyrissjóða vegna örorku og tekjutengingu at- vinnuleysisbóta. Samkvæmt kjara- samningum á niðurstaða launa- nefndar, þar sem fulltrúar launþega og atvinnulífs ræðast við, að liggja fyrir eftir viku. Ríður mikið á að nefndinni takist að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.