Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEGINTEKJUSTOFNAR sveit- arfélaga eru tveir: útsvar og fast- eignaskattur. Lögheimili ræður því hvaða sveitarfélag fær tekjur af út- svari fólks. Fasteignaskattur er lagð- ur á fasteignir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Sveitarfélögum er skylt að byggja upp lögboðna og venjubundna þjónustu í eigin sveitarfélagi fyrir íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati ekki í takt við þjóð- félagsbreytingar sem orðið hafa síðustu misseri. Ég hef vakið máls á því að und- anförnu að nauðsyn- legt sé að finna annað form til að skipta út- svarstekjum milli sveitarfélaga heldur en útfrá lögheimili út- svarsgreiðenda. Gagnvirkir þjónustusamningar Tilefni þessara hug- leiðinga er grein sem Eyrún Björg Magn- úsdóttir ritar í Morg- unblaðið. Greinin hreyfir við þessu mik- ilvæga máli út frá per- sónulegri reynslu. Nokkrar alhæfingar í greininni draga þó að mínu mati úr rökrænu gildi hennar. Ég leyfi mér að bregðast beint við nokkrum atriðum í greininni. Eftir upplýsingum sem ég hef aflað mér er ekki til gagnvirkur samningur milli sveit- arfélaga almennt um greiðslur vegna dvalar barna á leikskólum ut- an lögheimilissveitar- félaga. Af því að fram kom að Eyrún Björg stundar nám á Bifröst hef ég fengið staðfest að gerður var samn- ingur milli Reykjavíkur og Borgar- byggðar árið 2000 um gagnkvæma nýtingu leikskólaplássa. Sveitarfélög sem greitt hafa með börnum í leik- skólanum á Bifröst hafa tekið mið af þeim samningi. Það er því ofmælt „að flestöll sveitarfélög landsins séu hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál“. Háskólanám í Árborg Í grein Eyrúnar Bjargar kemur fram að „nám á háskólastigi sé ekki í boði í Árborg“. Eigi að síður eru all- nokkrir möguleikar til háskólanáms í Árborg. Þeir eru hinsvegar allir í formi fjarnáms og hefur Fræðslunet Suðurlands umsjón með því í sam- starfi við Háskólann á Akureyri, Há- skóla Íslands og Háskólann í Reykja- vík. Auk þess leggur Fræðslunetið próf fyrir nemendur úr mun fleiri skólum. Um 100 nemendur stunda nú háskólanám á vegum Fræðslunets- ins. Upplýsingagjöf og rökræða Hjá Eyrúnu Björgu kemur fram að „henni hafi gengið illa að fá almenni- leg svör“ hjá sveitarfélaginu og að um samantekin ráð hafi verið að ræða til þess að komast hjá rökræðum. Ég harma þetta mjög, við reynum að leggja okkur fram um að svara fljótt og svara skýrt. Eins er heimasíða sveitarfélagsins ágætlega uppfærð og þar á að vera einfalt aðgengi að hvers konar upplýsingum um starfsemi sveitarfélagsins. Ég fékk sjálfur tölvupóst frá Eyrúnu að kvöldi 28.09.05. Föstudaginn 30.09.05 áttum við langt og gott símtal og rökræður um málið. Af hálfu sveitarfélagsins Árborgar færumst við síður en svo undan rökræðum heldur tökum þeim fagnandi. Í símtalinu mun ég hafa lát- ið orð falla, sem Eyrún er líklega að vitna til í grein sinni, um að hún ætti að senda bréf til bæjarráðs þannig að málið yrði tekið upp til umræðu. Þetta bendir heldur ekki til þess að við óttumst umræðu. Eyrún hefur tekið mig á orðinu, hent boltann á lofti og sent hann áfram. Þetta svar mitt er innlegg í rökræðuna. Þjónustu í báðum sveitarfélögunum? En víkjum aftur að hugtakinu lög- heimili. Fólksflutningar eru miklir milli sveitarfélaga. Fjár- hagur fólks er að batna þannig að nokkur fjöldi fólks á tvö heimili, oftast hvort í sínu sveitarfélagi. Krafa þess fólks er að geta fengið þjónustu í báðum sveitarfélög- unum en ekki bara í því sveitarfélagi þar sem lögheimilið er. Fólk fer tímabundið til náms yfir í annað sveitarfélag og þarf á þjónustu að halda. Tökum sem dæmi leik- skólapláss. Með tilvísun til þess sem að framan segir er rekstraraðili leikskóla í skólasveit- arfélaginu ekki bundinn af því að taka barn frá öðru sveitarfélagi inn í skólann vegna þess að leikskólinn er niður- greiddur af skattfé. Barnið fær því ekki pláss á leikskólanum nema foreldri skipti um lögheimili eða lögheim- ilissveitarfélag taki þátt í rekstrarkostnaði leik- skóla í skólasveitarfélag- inu. Annað nýlegt dæmi um árekstra af þessu tagi er þegar Reykjavík- urborg, með fullum rétti, ákvað að framlög til tón- listarskóla skyldu aðeins miðast við nemendur með lögheimili í Reykjavík. Lögheimilisgirðingin snertir marga fleiri málaflokka hjá sveitarfélögum, s.s. rekstur grunn- skóla, snjómokstur, brunavarnir, sorphirðu. Þó er rétt að fram komi að til eru leiðbeinandi reglur um greiðslur milli sveitarfélaga hvað varðar grunnskóla. En þær reglur eru takmarkaðar og taka ekki á sér- úrræðum sem oftar en ekki eru nauð- synleg í slíkum tilvikum. Lokaorð Mín skoðun er sú að það standi uppá okkur sem störfum á vettvangi sveitarfélaganna, undir forystu Sam- bands ísl. sveitarfélaga, að taka þessi mál upp og leita heildarlausna á grundvelli samstarfssáttmála við rík- ið, lausna sem tryggja sveitarfélögum skilvirkara svigrúm til þess að þjóna íbúum þvert á sveitarfélagamörk og eðlilegt tekjuflæði til að standa straum af þeirri þjónustu. Lögheimili – girðing eða gæðastimpill Einar Njálsson fjallar um málefni sveitarfélaga Einar Njálsson ’Ég hef vakiðmáls á því að undanförnu að nauðsynlegt sé að finna annað form til að skipta útsvars- tekjum milli sveitarfélaga heldur en út frá lögheimili út- svarsgreið- enda.‘ Höfundur er bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. NÝLEGA stóð Rannsóknamið- stöð Íslands (Rannís) fyrir ráð- stefnu um doktorsnám á Íslandi með yfirskriftinni Fyrirheit og fall- gryfjur (www.rann- is.is/rannis/haust- thing-rannis/). Ráðstefna um þetta efni var löngu tíma- bær, enda nú þegar talsverður fjöldi dokt- orsnema við allflesta eða kannski alla há- skóla hérlendis og ljóst að fyrirheitin eru mörg, ekki síður en fallgryfjurnar. Þótt einhver spurn- ingamerki verði að setja við gæði þess náms sem nú er boðið upp á með tilliti til fjármögnunar, tækja- kosts, bókasafnsmála, aðgengis að framhaldsnámskeiðum, ferðir á ráð- stefnur erlendis o.fl. er hér greini- lega um helsta vaxtarbrodd í æðra skólastarfi hérlendis að ræða. Er það vel og vonandi að stóraukin en loks eðlileg framlög til háskólanna og í samkeppnissjóði fáist, svo hægt sé að tryggja næg gæði framhalds- námsins og því alls starfs á há- skólastigi í landinu. En í upphafi skal einnig endinn skoða. Með því að bjóða upp á dokt- orsnám hérlendis eru íslensku skól- arnir í raun að fara í samkeppni við erlenda háskóla um okkar bestu nemendur og vonandi hafa skólarnir yfir að búa nægri sjálfsgagnrýni og aga til að mikla ekki ágæti sitt um of er þeir biðla til væntanlegra nem- enda. Á það sérstaklega við um minni skólana en einnig um HÍ. Gæði íslensks fræða- og rannsókna- starfs eru talin mikil eða þokkaleg í ýmsum skýrslum en líklega mætti með öðrum mælistokkum sýna fram á mun minni gæði, ástæðan enda öll- um löngu augljós, fjárskortur og að- stöðuleysi. Allar fyrirætlanir um viðhald og eflingu á doktorsnámi á Íslandi verða því að byggjast á því að treysta grunn innlends fræða- og rannsóknastarfs. Fundarstjóri á ráðstefnu Rannís hafði nokkru sinni að orði að enginn væri eyland. Var tilgangur þess lík- lega að benda á að hvorki starfi há- skólarnir í einangrun né fyrirtækin og fræðimennirnir, og er það satt og rétt. Hinsvegar er Ís- land eyland og ein helsta ástæða þess að íslenskt háskólastarf stendur þó í þeim blóma sem það er í, sem eitt ódýrasta/ fátækasta háskólakerfi í vestrænum heimi, er sú að Íslendingar hafa einmitt gert sér grein fyrir því að þeir eru staddir á eylandi í margvíslegum skilningi og því sótt menntun sína erlendis. Þrátt fyr- ir kröfur um það að innlendir dokt- orsnemar fari um tíma til útlanda, mun það líklega oft verða í skötulíki og þá á þær rannsóknastofnanir er- lendis þar sem leiðbeinendur þeirra voru fyrr við störf. Helsta forsenda þess að hér á landi verði fjölmennt doktorsnám er að það hindri ekki að stór hluti nemenda fari áfram utan í framhaldsnám eða verði ekki aft- urkvæmt á kostnað heimalninganna. Meðal annars verður að gera þá kröfu að allar stöður innan há- skólakerfisins séu auglýstar. Það að Íslendingar fari utan í nám er í raun gullhæna háskólastarfsins og þjóð- lífsins og sem fyrr ógáfulegt að farga henni með skammtímasjón- armið að vegaljósi. Annað áhyggjuefni þegar kemur að uppbyggingu doktorsnáms hér- lendis er hve skart á að fjölga nem- endum, enda erfitt að sjá fyrir hver þörfin fyrir innlenda doktorsnema mun í raun verða að námi loknu. Vonandi verður hún sem mest en þó kom fram á ráðstefnunni að umtals- verður fjöldi doktorsmenntaðs fólks fær nú þegar ekki vinnu við hæfi. Er það hugsanlega hlutverk háskól- anna að taka tillit til atvinnumögu- leika þess fólks sem þeir innrita eða gefa sem nákvæmastar upplýsingar um það? Eða er það frekar hlutverk stjórnvalda að stjórna því hve marg- ir eru styrktir til námsins af skatt- peningum? Hvort er betra að styðja marga lítið eða færri betur? Erlend- is taka háskólar oft virkan þátt í að aðstoða fólk við að leita sér vinnu að loknu námi, mun sú einnig verða raunin hérlendis? Kannski er það þá líka hlutverk háskólanna að taka þátt í að mennta atvinnulífið um ágæti afurða sinna enda dokt- orsnám oft gagnlegt og býður upp á ýmsa þjálfun sem nútímaþekking- arþjóðfélag þarfnast. Liggur ábyrgð á eigin lífi kannski algerlega hjá einstaklingnum og munu lögmál framboðs og eft- irspurnar og önnur misblíð öfl markaðsins móta íslenskt háskóla- samfélag því til framdráttar eða ei? Íslendingar hafa hafnað frjáls- hyggju á ýmsum sviðum t.d. miðar íslensk fiskveiðistefna að því að halda veiðistofnum stöðugum. Væntanlega er samskonar jafnvægi ákjósanlegt þegar kemur að ís- lensku rannsóknarstarfi og vonandi sveiflast ekki atvinnumöguleikar doktora eins og rjúpustofninn eða snarminnka eins og grálúðustofn- inn, svo ekki sé nú minnst á geir- fuglsstofninn. Þegar íslenskt há- skólasamfélag stendur á tímamótum er að ýmsu að huga, ef vel á að tak- ast til. Rannís hefur staðið sig stór- vel í að styðja og styrkja íslenskar rannsóknir m.a. með því að hvetja til gagnrýninnar umræðu. Vonandi mun áframhaldandi raunsæi Rann- ís, í takt við krafta og hugsjónir gamalla og nýrra háskóla og vænt- anlega loksins með eðlilegu framlagi ríkisins, tryggja skynsamlega og ár- angursríka uppbyggingu íslensks rannsóknarnáms. Íslenskt doktorsnám, fyrirheit og fallgryfjur Pétur H. Petersen fjallar um rannsóknir á Íslandi, doktorsnám og ráðstefnu RANNÍS ’Rannís hefur staðið sigstórvel í að styðja og styrkja íslenskar rann- sóknir m.a. með því að hvetja til gagnrýninnar umræðu.‘ Pétur H. Petersen Höfundur er vísindamaður. VEIGAMIKLAR breytingar hafa orðið í samfélaginu á síðustu áratugum. Konur sóttu út á vinnnumarkaðinn og börnin fóru í leik- skóla. Víða hallar á hlut kvenna á vinnu- markaði. Nærtækt er að benda á að fáar konur eru á meðal 100 launahæstu manna og fáar konur eru á meðal æðstu stjórnenda stórfyr- irtækja landsins. Get- ur verið að skýr- inguna sé að finna í forsjár- og umönn- unarmálum barna? Á Íslandi, eins og í hinum vestræna heimi, er tíðni skiln- aða há og algengt að blóðforeldrar barns búi ekki saman. Á Ís- landi eru ríflega 12.000 meðlagsgreið- endur. Af þeim eru 96% karlar en aðeins um 3% konur. Börn búa í yfir 90% tilfella hjá móður eftir skilnað. Hvergi í okkar samfélagi er kynbundinn munur meiri. Enn þann dag í dag er staðal- ímynd samfélagsins sú að barn skuli að öllu jöfnu búa hjá móður eftir skilnað. Ef barn býr hjá föður eftir skilnað, þá er spurt, hvort heldur upphátt eða í hljóði: „Hvað var að hjá móður?“ Konur gátu lent í því að karlar væru frekar ráðnir í störf, vegna þess að þær hygðu á barneignir. Með lögum um fæðingarorlof var körlum tryggður sambærilegur réttur og konum til orlofstöku vegna barneigna. Í dag taka bæði kynin fæðingarorlof og standa þannig jafnt gagnvart vinnuveit- anda að þessu leyti. Hér bætti auk- inn réttur karla stöðu kvenna á vinnumarkaði. Foreldraábyrgð rýrir sveigj- anleika og veikir því miður stöðu einstaklings á vinnumarkaði. Í dag hvílir foreldraábyrgð meira á mæðrum, sérstaklega ef kynfor- eldrar búa ekki saman. Vísasta leiðin til að halda áfram að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er að jafna stöðu kynjanna í uppeldis- og umönnunarhlutverkum barna sinna. Það þarf að tryggja að for- eldrar beri ávallt sem jafnasta ábyrgð á börnum sínum allan upp- vöxtinn, óháð hjúskaparstöðu for- eldra. Þegar fullkomnu foreldra- jafnrétti er náð, þá munu konur ná launajafnrétti á vinnumarkaði. Ekki fyrr. Foreldrajafnrétti er for- senda fyrir launajafnrétti Gísli Gíslason fjallar um foreldraábyrgð ’Það þarf að tryggja aðforeldrar beri ávallt sem jafnasta ábyrgð á börn- um sínum allan upp- vöxtinn, óháð hjúskap- arstöðu foreldra.‘ Gísli Gíslason Höfundur er markaðsstjóri og formaður Félags ábyrgra feðra. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsl- uskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun hel- vítis. „Álvinnsla á Íslandi dreg- ur úr losun koltvísýrings í heim- inum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella fram- leitt með raforku úr eldsneyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og aug- lýsingu um hana, sem hann tel- ur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerð- in hafnar hagstæðasta tilboði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.