Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ HEFUR maður fengið nýjustu spekina um flugvallarmálið frá einum aðalspekingnum. Einn þekktasti flug- maður og flugrekstrarstjóri landsins hefur látið ljós sitt skína í sjónvarpinu og það mætti ætla að þar væri mikið vit og þekking á ferðinni. Ekki satt! Svo furðulega vill þó til, eins og svo oft vill verða, þegar flugmenn opna sig um Reykjavíkurflugvöll, að hann virðist bundinn af einhverjum þröng- um persónulegum hagsmunum, sem loka honum algjörlega sýn á allar helstu staðreyndir. Það furðulega er líka, að sé farið yfir það, sem skrifað og talað hefur verið um þetta mál að undanförnu, þá er eins og enginn sjái það raunverulega eina, sem skiptir máli hér. Kannski vilja þeir, sem sjá það, alls ekki tala um það af einhverri pólitískri bábilju eða hræðslu! Það eina, sem í dag skiptir máli varðandi Reykjavíkurflugvöll og framhaldandi líf hans, er sú staðreynd að Bandaríkjamenn eru að undirbúa brottför af Keflavíkurflugvelli. Hvort sem mönnum líkar það vel eða illa verður ekki komist hjá því að við- urkenna þá staðreynd. Þeir gætu vilj- að skilja eftir nokkra tugi hermanna svona til málamynda og til þess að halda hér einhverjum réttindum til framtíðar, en flugrekstri þeirra hér er að verða lokið, það hljóta allir að sjá, og það má bæta við – guði sé lof! Í þessu sambandi ætti það einnig að vera sjálfgefið, að Bandaríkjamenn fái ekki að vera hér áfram. Þeir verði að pilla sig heim með allt sitt haf- urtask! Íslenskum stjórnvöldum ber því strax í dag að segja upp öllum samningum við Bandaríkin og senda þá heim! Það er orðið sjálfgefið, að við verð- um nú að yfirtaka Keflavíkurflugvöll að öllu leyti og reka hann sjálfir á eig- in kostnað, sem við getum mæta vel! En það er auðvitað líka sjálfgefið, að við getum ekki rekið tvo stóra flug- velli hlið við hlið með nokkurra kíló- metra millibili. Öll starfsemi Reykja- víkurflugvallar hlýtur að flytjast til Keflavíkurflugvallar! Vilji menn ekki viðurkenna þessa staðreynd er eitt- hvað annað en hagsmunir þjóðarinnar látið ráða. Við ættum, sem öflug og sjálfstæð þjóð, að sjá sóma okkar í því að sýna heiminum hvers við erum megnug og að við þurfum ekki lengur að lifa á Bandaríkjunum. En þá þurf- um við líka að viðurkenna staðreyndir og þar með þá, að Reykjavíkur- flugvöllur er þar með úr sögunni! Og bábilja eins og sú, sem kom fram í sjónvarpinu í fyrradag, að við þyrft- um að reka flugvöll í Reykjavík vegna kennsluflugs er hlægileg fjarstæða. ODDUR C. S. THORARENSEN, Klapparstíg 3, Reykjavík. Ruglið um Reykjavíkurflugvöll Frá Oddi C. S. Thorarensen: ÞAÐ hefur vakið undrun mína, sem dyggs lesanda Morgunblaðsins, hversu gríðarlegan áhuga blaðið hef- ur á stríðinu í Írak. Einn allra fjöl- miðla studdi „blað allra lands- manna“, með oddi og egg, að Íslendingar væru settir á lista yfir „staðfastar og viljugar þjóðir“ þó 80% þjóðarinnar væru því mótfallin. Vissulega voru sumir staðfastir og viljugir í góðri trú. Í upphafi stríðsins birti Morgunblaðið myndir og frá- sagnir af „almenningi“ sem fagnaði innrásarhernum ógurlega sem frels- ishetjum. Þessum myndbirtingum var sjálfhætt þegar glöggir menn greindu sömu andlitin fagna í hinum ýmsu borgum Íraks. Ekki var síður sérkennilegt að lesa á forsíðu Morg- unblaðsins haft eftir Halldóri Ás- grímssyni að það væri „heimssögu- legur atburður“ að Íslendingar hefðu fundið gereyðingarvopn Íraka. Stundum mátti greina sérstakt mál- far í fréttum Morgunblaðsins. Það sem flestir nefndu hernað og innrás- arlið nefndi Morgunblaðið frið- argæslu og fiðargæsluliða, a.m.k. stundum. Það gat því vissulega verið afkára- legt að hlusta á þá sem höfðu alla sína vitneskju um Íraksstríðið úr Morgunblaðinu. Eitt skýrasta dæmið um það er núverandi seðla- bankastjóri, sem gegndi starfi for- sætisráðherra ári eftir að „frið- argæslan“ hófst, taldi þá að friður hefði þá löngu komist á. Einungis væru smávægilegar róstur í 5 hér- uðum af 800, í hinum 795 ríkti friður og velsæld. Ekki eru allir jafn áhuga- samir um stríðið í Írak svo sem furst- inn í Mónakó sem vill heldur beina sjónum sínum að verndun náttúrunn- ar og loftslagsbreytingum í norður- höfum, enda gagnrýnir Morg- unblaðið forseta Íslands fyrir að hitta slíkan mann. Nú eru teikn á lofti um að Morg- unblaðið sé að mildast og muni breyta afstöðu sinni. Fram til þessa hefur Bush og hans lið þvertekið fyr- ir að fara fyrr en fullur sigur hefur unnist á hryðjuverkamönnunum. Þar sem andstaðan hefur styrkst hafa Bandaríkjamenn, í samræmi við þetta, fjölgað um 20.000 í liði sínu á undanförnum mánuðum. Morgunblaðið hefur endurómað þetta sjónarmið en umorðað það þannig að „friðargæsluliðið“ megi ekki hverfa fyrr en ástandið er orðið öruggt. Nú bendir margt til þess að hugarfarsbreyting sé að verða hjá bandarísku þjóðinni sem muni leiða til stjórnarskipta. Þetta knýr á um breytta stefnu Morgunblaðsins. Varla vill Morgunblaðið lenda í þeirri stöðu að verða kaþólskara en páfinn? Síðast en ekki síst vil ég nefna að það vakti athygli mína að lesa í leið- ara Morgunblaðsins nýlega að þeim þætti erfitt að kyngja mannréttinda- brotum Bandaríkjamanna. Við vini mína vil ég segja þetta: Ekki kyngja. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, kaupmaður og velunnari Morgunblaðsins. Ekki kyngja Frá Sigurði Þórðarsyni: GREINARKORN sem birtist á for- síðu Morgunblaðsins 4. des., Engin miskunn hjá Magnúsi – um mann sem fékk sektarmiða í Washington DC meðan hann lá mikið slasaður á götunni – vakti athygli mína vegna þess að nafngreindi maðurinn var skólabróðir minn. Síðan hef ég lesið tvær langar greinar um málið í The Washington Post og haft samband við annan skólabróður, sem býr í Washington. Þó að það stæði ekki í Moggagreininni, var Charles Ather- ton vel þekktur í Washington (þess vegna var slysið og sektarmiðinn blaðaefni), sem aðalmaður í Lista- ráði Washingtonborgar (Commission of Fine Arts), þar sem hann vann í 40 ár. Hann var sérlega hlynntur verndun sögulegra minja og ber mikla ábyrgð á útliti borgarinnar í dag – byggingum, skipulagningu, höggmyndum, gosbrunnum o.s.frv. Einn hápunkur í lífi hans var minn- isvarðinn um seinni heimsstyrjöld og Charles barðist ötullega fyrir stað- setningu hans, jafnvel fyrir hæsta- réttadómi. Það er Charles að þakka að þessi minnisvarði stendur núna á milli minnisvarðanna um George Washington og um Abraham Lin- coln. Charles fór á eftirlaun í fyrra, sama dag og heimstyrjaldarminn- isvarðinn var vígður, og mætti nokkrum dögum seinna á bekkjar- fund okkar. Slysið, sem fjallað er um í Morgunblaðsgreininni, varð 1. desember. Charles dó 3. desember, og hann er jarðsunginn í dag (þetta er skrifað 8. des.) í þjóðardómkirkj- unni (National Cathedral). Sorglegt er þegar góður maður deyr – sorg- legt fyrir fjölskylduna og vinahóp- inn. En í svona tilfellum hlýtur það að vera ekki bara sorglegt, heldur ævilöng sektarkennd, fyrir bílstjór- ann sem olli slysinu. Greinin sem þið prentuðuð, frá Associated Press, leggur áherslu á miskunnarleysi löggunnar, en það er önnur hlið á þessu máli, þó að hún uppfylli ekki skemmtunar- kröfur blaðamennskunnar. Sam- kvæmt upplýsingum vitnis varð konan sem keyrði bílinn alveg frá- vita, var hágrátandi á staðnum í 45 mínútur. Löggan gerði sitt besta til að hughreysta hana: það var orðið dimmt þegar slysið varð, og Charles var ekki þar sem hann átti að vera á götunni. Til að sýna konunni fram á sakleysi sitt – og ég efast um að það hafi verið „fyrsta verk“ lögg- unnar, eins og stendur í grein- arkorninu – skrifaði lögreglumaður á staðnum sektarmiða og stakk honum í vasa Charles. Að mínu mati var þetta tillitssemi en ekki miskunnarleysi. ROBERT COOK, Fossagötu 5, Reykjavík. Miskunnarleysi eða tillitssemi? Frá Róbert Cook: ÞEGAR ákveðnum aðila eða aðilum eru færð aukin mannréttindi með lög- um er þess oft ekki gætt að í lögunum felist ekki skert réttindi annarra sem tengjast aðilanum eða hópnum. Mannréttindi byggjast á jafngild- isreglu til ákveðinna réttinda, sé út fyrir þann ramma farið verður laga- setningin valdbeiting sem stangast á við mannréttindi og því ógild. Nýlega voru sett lög á alþingi um réttindi sérstöðuhópa til ættleiðingar og tæknifrjóvgunar. Í þessum lögum var ekki, fremur en í eldri lögum, minnst einu orði á rétt tilvonandi ein- staklinga. Ættleidd börn hafa ekki haft þau mannréttindi að mega þekkja til uppruna síns, þó eru þessi lög sett af mönnum sem sjálfir hafa þau mannréttindi sem þeir taka af þessum einstaklingum með valdbeit- ingu. Ástæðan er sérhagsmunir ann- arra en barnsins. Börn, getin með tæknifrjóvgun, hafa heldur ekki haft rétt til að þekkja föðurinn. Þó svo að sæðisgjaf- inn sé leystur frá framfærsluskyldu hefur hvorki hann né alþingismenn heimild til að afnema mannréttindi sem lífsneistinn hefur. Hann er ekki dauður hlutur eða gæludýr heldur lífsneisti manns. Þó að barninu líði vel í uppeldinu og elski sína uppalendur býr þráin eftir tengslum við upprunann í sálinni og sú taug hefur teygjanleika fyrir óendanlegar fjarlægðir. Þeir ein- staklingar sem búa við þessa leynd á uppruna sínum ættu að fá leyndinni aflétt gagnvart sér persónulega er þeir hafa náð lögaldri og gætu þá ákveðið sjálfir hvort þeir leituðu eftir tengslum eða ekki. Kona sem átti foreldra úti í Banda- ríkjunum og þekkti þau aðeins af mynd þráði að geta heimsótt þau. Það gerðist svo þegar hún var komin á fimmtugsaldur. Er hún kom til baka var hún spurð um ferðalagið. Svar hennar var. „Ég fékk að faðma mömmu.“ Annað í ferðalaginu skipti ekki máli. Þetta er innsta þrá allra þeirra sem ekki geta notið tengsl- anna. Við státum okkur af að virða mannréttindi. Oft er það aðeins í orði. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Mannréttindi Frá Guðvarði Jónssyni: Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.