Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 45 MINNINGAR ✝ Benedikt Kristinn GröndalKjartansson fæddist 16. mars 1929 í Hafnarfirði. Hann lést 5. desember 2005 á Landspítalan- um í Fossvogi. For- eldrar hans voru Kjartan Guðjóns- son matsveinn frá Ísafirði, f. 1907, d. 1953, og Sigríður Ingibjörg Marjóns- dóttir verkakona frá Hafnarfirði, f. 1909, d. 1939. Syst- ur Benedikts sam- feðra eru: Pálína, f. 1931, Rannveig Edda, f. 1936, Sjöfn, f. 1938 og Hrönn, f. 1940. Benedikt ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu í Hafnarfirði, þeim Marjóni Pétri Benedikts- syni, f. 1884, d. 1972, og Jóhönnu Símonardóttur, f. 1888, d. 1953. 1991. 4) Viðar, f. 1959. Börn hans eru Elísa Fanney, f. 1981, og Daníel, f. 1989. Sambýliskona Viðars er Eva Guttesen. 5) Birna, f. 1964. Maki Örn Orri Ingvars- son. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Mikael, f. 1985, og Soffía Lena, f. 1989. Barnabarnabörn Benedikts eru Bergdís Lea, f. 1996, Elín Birta, f. 2000, Elín Rós, f. 2001, Emilía Karen, f. 2004, og Estefan Leó, f. 2005. Þau Benedikt og Soffía bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Benedikt var lærður málara- meistari og starfaði við húsamál- un til ársins 1985. Síðustu 15 starfsár sín vann Benedikt sem leigubílstjóri hjá BSH. Síðustu æviárin dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Benedikt verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Benedikt kvæntist 28. júní 1949 Soffíu Haralds Haraldsdóttur, f. 1930, d. 1984. Þau skildu 1982. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 1949. Maki Sig- mundur Sigfússon. Þau skildu. Börn þeirra eru Marjón Pétur, f. 1969, Sig- fús Þór, f. 1973, Benedikt, f. 1980, og Haraldur, f. 1980. Sambýlismaður Ingibjargar er Fransisco Santana. 2) Haraldur Þór, f. 1952. Maki Elín Jak- obsdóttir. Börn þeirra eru Helga Lucia, f. 1982, og Hlynur Þór, f. 1985. 3) Benedikt Benediktsson, f. 1958. Maki Elín Kristín Björnsdóttir. Börn þeirra eru Anna Lísa, f. 1977, Sigurjón Atli, f. 1981, og Marjón Pétur, f. Elsku pabbi, nú ert þú farinn til æðri heima. Ég var alltaf svo mikil pabba- stelpa. Þegar ég var lítil var það mér mikið kappsmál að ná að ganga sem lengst til móts við þig þegar þú komst heim í hádegismat. Á sunnu- dögum þegar þú leiddir mig niður að höfn fannst mér ég eiga falleg- asta og besta pabba í bænum. Þá var ég stolt af þér. Þú kenndir mér snemma að það væri betra að þegja en segja of mik- ið. Þú varst einstaklega dagfars- prúður maður og mikið snyrti- menni. Oft varstu kominn með málningarfötuna óbeðinn og lag- færðir það sem þér fannst betur mega fara á heimilinu. Þær eru ófá- ar stundirnar sem þú lagðir á þig við að mála fyrir okkur krakkana þegar við vorum flutt að heiman. Oft komstu norður þegar ég átti heima þar og þá var bílskúrinn tek- inn í gegn og allt lagfært sem þurfti að laga. Þetta fannst þú bara upp hjá sjálfum þér. Ófáar voru veiðiferðirnar sem þú fórst með okkur systkinin í og fékk ég að hafa vinkonu mína með mér í þær. Þú gafst mér mikla ást og hlýju í uppeldinu og fyrir það er ég mjög þakklát. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt. Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir, innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Pabbi átti góðan tíma á Hrafnistu í Hafnarfirði sín síðustu ár og á starfsfólkið þar þakkir skildar fyrir góða umönnun. Ingibjörg Benediktsdóttir. Elsku pabbi minn, nú ert þú far- inn, búinn að kveðja. Margar minningar sækja á huga minn. Ég er þakklát fyrir svo margt, margar góðar stundir úr æsku. Við fórum iðulega í ferðalög á sumrin þrjú saman, ég, mamma og þú. Oft var líka erfitt, þú veist hvað ég er að tala um, en tilhlökkun var alltaf í mínum huga eftir ferðalög- um okkar um landið og veiðiferðum sem voru fastir liðir hjá okkur. Þú studdir mig eins vel og þú megnaðir. Varst hjálpsamur og barst umhyggju fyrir mér, gerðir eins og þú gast. Þú gladdir mig oft fyrir jól, gaukaðir einhverju að mér til að létta á fyrir mér, Mikael og Soffíu. Ég er þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman síð- ustu tvö árin eftir að þú fluttir á Hrafnistu. Þar leið þér vel. Við fór- um oftast nær um helgar í bíltúra eitthvað um bæinn, settumst inn á kaffihús og spjölluðum. Kaffivagn- inn á Granda við höfnina í Reykja- vík var í nokkru uppáhaldi hjá þér og þangað fórum við oft. Eins keyrðum við stundum út úr bænum og ekki er langt síðan við lögðum af stað fyrir hádegi og komum ekki heim fyrr en eftir kvöldmat. Þá átt- um við heilan dag saman í fallegu veðri og fórum meðal annars á Þingvelli þar sem Haraldur bróðir er að smíða bústað. Ég veit að það var þér erfitt að missa mömmu og þú saknaðir henn- ar mikið. Þú settir nokkrar línur inn í Biblíuna þína fyrir þremur vikum síðan við mynd af mömmu. Ég tek því þannig að þú hafir með þessu viljað þakka henni. Að þessi orð hafi verið til hennar og eins til okkar hinna: Er nálgast ævikvöldið hljóða ég vil þakka lífið góða. Það er lán að lifa sáttur lífsglaður þó dvíni máttur. Þessi orð segja mér að þú varst sjálfur tilbúinn að kveðja, og varst sáttur við það. Takk fyrir allt, pabbi minn. Ég veit að nú er friður hjá þér og þú kominn á góðan stað. Þú verður samt alltaf hjá mér, það veit ég. Kærleikur og söknuður er í mínu hjarta, til þín. Þín Birna. Þegar ég hugsa um Benna afa, þá leitar hugur minn ósjálfrátt til Hafnarfjarðar þar sem hann ól manninn meginhluta ævi sinnar. Ef einhver getur talist „Gaflari“ þá er það hann Benni afi. Hann elskaði Hafnarfjörð og vildi helst hvergi annars staðar vera. Ég á margar góðar minningar sem tengjast afa og Hafnarfirði. Ég bjó sjálfur í Firðinum frá fimm til ellefu ára aldurs og dvaldi þá oft á tíðum í Mjósundinu hjá afa og ömmu. Þar var gott að vera, afi var með dúfur í bílskúrnum og kenndi mér að umgangast þær. Heimilið var fallegt og hlýlegt og þau afi og amma voru mér mikils virði. Eftir góð ár í Hafnarfirðinum fluttum við fjölskyldan norður til Akureyrar þar sem ég átti heima til tuttugu ára aldurs. Má segja að samband okkar afa hafi veikst í kjölfar þessara flutninga og nú þeg- ar hann hefur yfirgefið þennan heim finn ég til ákveðins trega vegna þess hversu litlum tíma ég hef náð að verja með honum und- anfarin ár. Það er mér þó ákveðin huggun að ég veit að mamma, systkini hennar og fjölskyldur þeirra voru dugleg að heimsækja hann og gáfu sér tíma með honum. Það er mér einnig mikils virði að afi náði að koma í brúðkaup okkar Ernu sem haldið var í maí á þessu ári. Það var mikil gleðistund í lífi mínu og ég er ákaflega ánægður með að hafa náð að deila þeirri stund með afa. Afi var góður maður og ég veit að hann er nú farinn á stað þar sem honum á eftir að líða mjög vel. Blessuð sé minning hans. Sigfús. Benni afi. Þá ertu farinn elsku besti afi minn. Þetta gerðist allt of snöggt finnst manni. Ég á alltaf eftir að muna eftir þér, því persóna þín býr í hjarta mínu. Þú varst grallari af guðs náð og hafðir oft skemmtilega sýn á líf- ið. Þessi grallari verður alltaf til staðar í mínu hjarta og er orðinn hluti af mér. Ég hefði viljað kynnast þér vel og eyða fleiri stundum með þér afi minn. En við hittumst aftur. Þinn dóttursonur og nafni, Benedikt Sigmundsson. Elsku afi. Nú er þú kveður okkur þá rifjast upp ótal góðar minningar sem við áttum með þér í gegnum tíðina. Þær eru svo margar skemmtilegar en þær eftirminnilegustu eru án efa öll jólin sem þú eyddir með okkur fjölskyldunni. Við munum sérstak- lega minnast þess hvað þú hafðir einstaklega góðan húmor. Það var ósjaldan sem við lágum öll í hláturs- kasti yfir einhverju sem kom út úr þér, Það sem var svo skemmtilegt var að alla tíð og alveg fram á síð- ustu stundu hafðir þú húmor á við ungling. Ég man að í síðasta skiptið sem við töluðum saman þá kvaddir þú skælbrosandi, þannig munum við minnast þín. Við eigum eftir að sakna þess að hitta þig og hlæja með þér. Takk fyrir allar stundirnar og megi Guð geyma þig. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson.) Þín barnabörn Anna Lísa, Sigurjón Atli og Marjón Pétur. Minn gamli góði vinur Benedikt Kjartansson málarameistari hefur nú kvatt þennan heim. Benedikt missti ungur móður sína en ólst upp á heimili móðurforeldranna Mar- jóns og Jóhönnu sem bjuggu á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Að hætti Hafnfirðinga gekk hann ávallt undir nafninu Benni Mar. Sem ég skrifa þetta verður mér hugsað til æsku- áranna til þess tíma er við Benni vorum báðir ráðnir í málningar- vinnu hjá þeim ágæta manni Emil Randrup. Við vorum þá 14 ára. Randrup hafði víða komið við en var málari í Hafnarfirði á þessum tíma. Randrup var af norsk-dönskum ættum og náði aldrei tökum á ís- lenskunni. Á þessum tíma var lítið að gera fyrir málara. Randrup var ekki að auglýsa í blöðum eftir verk- efnum. Í stað þess lét hann okkur hafa langan stiga sem við Benni bárum á milli okkar, klæddir hvít- um málningarbuxum með málning- ardósir í höndum og sagði „gum moren“ við alla sem urðu á vegi okkar. Þannig gengum við fram og til baka um bæinn. Hann gaf sig á tal við alla og sagði: „Þetta eru sko dugleg strákar“. Svo taldi hann upp hús í bænum sem við áttum að hafa málað, mun fleiri en við könnuð- umst við. Við Benni stóðum eins og sýningargripir og reyndum að vera alvarlegir uns göngunni var lokið, en þá brast stíflan og hláturinn fékk útrás. Þannig byrjuðu okkar kynni og síðan unnum við saman um árabil uns leiðir skildu. Ég fór á önnur mið en Benni réð sig til Halldórs Magn- ússonar málarameistara í Reykjavík og lauk sveinsprófi hjá honum. Það fór strax orð af Benna sem afburða fagmanni, vandvirkum og með góð- an smekk í litavali. Það var þess vegna fengur fyrir okkur að fá hann norður til Sjafnar mér til aðstoðar við val á litum í nýja litabók sem við gerðum fyrir okkar viðskiptavini. Þetta var bók með tæplega 100 lit- um og þótti mikið framtak á sínum tíma. Meðan við unnum saman að gerð litabókarinnar gafst tími til að rifja upp margt sem henti okkur er við vorum að mála saman á fyrri árum. Eitt sinn vorum við að mála stiga- hús í fínu húsi í Reykjavík, þegar vinnupallurinn hrundi og við húrr- uðum niður í tröppurnar fyrir neð- an. Málningin sem notuð var í þá daga var olíumálning og slettist hún yfir okkur og upp um alla veggi. Við vorum ómeiddir, litum skelfdir hvor á annanum stund uns hláturinn náði tökum á okkur. Og eins og við mátti búast fór allur sá dagur í þrif. Benni giftist ágætri konu Soffíu Haraldsdóttur og átti með henni 5 myndarbörn, tvær stúlkur og þrjá drengi. Soffía og Benni skildu um síðir. Er svo var komið fór einmana- leikinn að ná tökum á mínum gamla vini, og hann fór að halla sér að Bakkusi meira en gott var. Í þess- um erfiðleikum reyndust börnin honum vel og studdu hann á allan hátt sem þau gátu. Benni bjó lengst af einn eftir skilnaðinn en á síðustu misserum dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnar- firði uns yfir lauk. Ég mun sakna þess að fá ekki jólakveðju frá Benna vini mínum eins og verið hefur öll undanfarin ár, en ég geymi minn- inguna um góðan dreng og vin. Ég sendi börnum hans innileg- ustu samúðarkveðjur og bið þeim alls góðs. Aðalsteinn Jónsson. BENEDIKT KRISTINN GRÖNDAL KJARTANSSON Ástkæra móðir mín, tengdamóðir og amma, STEINUNN HAFSTAÐ hótelstýra, lést á Sólvangi að morgni fimmtudagsins 8. des- ember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 14.00. Guðmundur Jónsson, Sigrid Foss, Laufey Guðmundsdóttir, Steinunn Ruth Guðmundsdóttir, Þór W. Petersen, Jón Foss Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN SVEINA PÉTURSDÓTTIR frá Engidal, lést miðvikudaginn 7. desember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 15. desember kl. 13.00. Helga Herlufsen, Guðmundur Sigurðsson, Sólveig Guðnadóttir, Gunnar Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, GUÐRÚN RUTH G. BARKER, lést á heimili sínu mánudaginn 14. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Ragnar Carter Barker, Skúli Bruce Barker, Sigrún Cora Barker. Systir okkar og mágkona, GUÐRÍÐUR SVALA KÁRADÓTTIR frá Presthúsum í Vestmannaeyjum, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Kópavogi þriðjudaginn 13. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Jón T. Kárason, Bjarghildur Stefánsdóttir, Kári Þ. Kárason, Anna J. Eiríksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.