Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 1971 TIMINN 3 Ræða forseta íslands í veizlu Ólafs Noregskonungs í gærkvöldi „FUNDUM STRAX VIÐ KOMUNA AÐ VIÐ ERUM MEÐAL VINA“ Yðar hátign. Ég þakka hlý ávarpsorð yðar til konu minnar og mín og viðurkenningarorð yðar um íslenzku þjóðina. Við fundum það undir eins £ morgun, þeg- ar við komum til Noregs, að við vorum meðal vina, við höf um fundið það alls staðar í dag, við finnum það þó bezt nú, er við höfum hlýtt á ræðu yðar hátignar. Það sem við áður vissum hef ur verið staðfest, að samkennd og vinátta milli Norðmanna og íslendinga er svo sem sjálfsagð ur hlutur, enda örugg staðreynd. Mikið haf skilur að vísu lönd vor, og fjarlægðin milli þeirra hefur komið í veg fyrir náin samskipti. En hafið, sem er báðum þjóðunum sameiginlegt, sameinar um leið og það skil- ur. Það hefur um aldir verið alfaraleiðin milli landa vorra, það hefur verið báðum þjóð um sami raunveruleiki og sama lífsuppspretta og er það enn. Það er auðvelt fyrir norskan og íslenzkan sjómann að skilja hvor annan. Og hnattstaða landanna sam- einar. Vér búum í norðlægum og nokkuð harðbýlum löndum. Náttúruskilyrðin krefjast þraut seigju og harðfylgi við að afla lífsnauðsynja. Þetta hefur sett sitt mark á þjóðir vorar. Norski og íslenzki bóndinn eiga margt sameiginlegt. Lífsbarátta þeirra að ýmsu leyti svipuð. Hvorugur þeirra hefur mátt liggja á liði sínu í timanna rás. Og sagan sameinar. fslenzka þjóðin er frá hinni norsku runn in, ísland byggðist af Noregi. Það vekur oss því aðeins gleði og stolt, þegar Noregur er nefndur feðraland fslands. Orð in norskt og íslenzkt hafa ekki alltaf haft nákvæmlega sömu merkingu báðum megin hafs- ins, þegar um fornan norrænan menningararf er að ræða.Stund um er ekki heldur auðvelt að orða nákvæma skilgreiningu. En einmitt þetta sýnir, hve samanofinn forn menningararf- ur þessara þjóða er. f stórum dráttum eru lífs hættir líkir í löndum vorum. Vér erum hvorir um sig hluti af sama menningarsvæði. Vér aðhyllumst sömu hugsjónir um mannréttindi og lýðræði, þjóð félagslega og stjórnmálalega eigum vér margt sameiginlegt. Vér eigum einnig að nokkru leyti við svipuð vandamál að etja. Úr norðrinu er sjónarhorn ið til hins stóra heims álíka, hvort sem er frá Noregi eða ísiandi. Ég nefni þetta allt til þess að leggja áherzlu á, hve eðli legt það er, að samkennd sé með þjóðum vorum. En vináttu skal rækja, meðal annars með gagnkvæmum heimsóknum, svo segir í Hávamálum, sem bæði eru norsk og íslenzk. Ég minni á það með gleði, að þér, herra konungur, hafið heimsótt land vort, fyrst sem krónprins, fremstur í flokki margra ágætra Norðmanna úr stjórnmála- og menningarlífi, er til landsins komu á Snorrahá- tíðina' 1947, seinna sem kon ungur 1961, fyrsti og eini norski konungurinn, sem sótt hefur land vort heim. Þessi heimsókn, norska konungskom an 1961, vakti óblandna gleði og áhuga íslenzku þjóðarinnar. Hinir fornu norsku konungar, sem sumir voru um leið kon ungar íslands, komu þangað ekki sjálfir. Áhugi á þeim var þó ef til vill hvergi meiri, og það var einmitt á íslandi að um þá vom skrifaðar miklar bækur. Norðmenn hafa oft lát ið í ljós þakklæti til íslendinga fyrir þessar fornu sögur, sem íslenzkir lærdómsmenn mið- alda skráðu, en hefðu annars ef til vill aldrei verið skráðar. Á vorum dögum hafa svo norsk ir lærdómsmenn dregið fram í dagsins ljós þá árþúsunda löngu sögu, sem þjóðstofn vor átti í Noregi áður en fsland byggðist og þar með gefið ís- lendingum forsögu sína. Ég þakka yðar hátign fyrir að bjóða okkur til þessarar opinberu heimsóknar til Nor- egs. íslendingar hafa fagnað þessu vináttubragði sjálfs þess vegna, en einnig af því að íslenzka þjóðin vill taka þátt í samstarfi þjóðanna. Hið unga lýðveldi vort leggur í það metn að sinn, þótt vér séum á ýms- an hátt í sérstöðu. Þér hafið ætíð, herra konungur, skilið þetta, og sýnilegt tákn þess skilnings er þetta boð. Með mikilli virðingu fyrir hinni norsku grannþjóð, sem er tengd þjóð minni svo mörg- um böndum lífs og sögu, óska ég Noregi allra heilla og skála fyrir yðar hátign, norsku kon ungsfjölskyldunni og Norðmönn um öllum. Forsetahjónin kvödd á Keflavíkurflugvelli, er þau voru aS leggja upp í Noregs- og Svíþjóðarferðina. (Tímamynd Gunnar) Flestir munu sammála um að skáldsagan Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarsson, sé ein stórbrotnasta skáldsaga, sem rituð hefur verið á íslenzka tungu. Sagan hefur verið þýdd á 14 tungumál og hlotið mikl- ar og verðskuldaðar vinsældir í öll- um þeim löndum, sem hún hefur komiö út í. Nú gefst íslenzkum leik húsgestum kostur á að sjá söguna á leiksviði Þjóðleikhússins, með mörgum af okkar þekktustu leik- urum í helztu hlutverkunum. Örn- ólfur Árnason hefur samið leikrit- ið eftir skáldsögunni, en Benedikt Árnason er leikstjóri. Leikurinn hefur verið sýndur 11 sinnum hjá Þjóðleikhúsinu. Sonarsonur skáldsins hefur teikn að myndir af flestum persónum sög unnar og er meðfylgjandi mynd af Kristbjörgu Kjeld og Erlingi Gísla- syni í hlutverkum Bjarna og Stein- unnar á Sjöundá. VR SAMÞYKKIR HEIMILD TIL YFIRVINNUBANNS Fimmtudaginn 29. apríl sl. hélt Verzlunarmannafélag Reykjavíkur félagsfund í Þjóðleikhúskjallaran- um, um vinnutíma í verzlunum. Var fundurinn fjölmennur. Formaður félagsins, Guðmundur H. Garðarsson, gerði grein fyrir þeirri þróun, sem undanfarið hefur átt sér stað, varðandi vinnutíma af- greiðslufólks, sem sífellt lengist, vegna þess, að reglugerð Reykja- víkurborgar um afgreiðslutíma verzlana hefur ekki um margra ára bil verið virt af ýmsum kaup- mönnum. Rakti hann gang málsins frá upphafi og þær aðgerðir, sem gerðar hafa verið til að fá viðun- andi lausn á málinu, en ekki borið árangur til þessa. Síðan gerði hann grein fyrir eftirfarandi tillögu: „Með tilliti til hins alvarlega ástands, sem hefur verið að skap- ast í lengd vinnutíma verzlunar- fólks, samþykkir félagsfundur í í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur, haldinn í Þjóðleikhúskjallaran-. um 29. apríl 1971, að veita stjórn félagsins heimild til að grípa til Framhaid a bis. 10. Merkjasala fyrir heyrnardaufa Ákveðið hcfur verið, að þriðju- daginn 4. maí nk. verði merkjasölu- dagur til ágóða fyrir styrktarsjóð til hjálpar heyrnardaufum börrum. Merkin, sem seld verða á 25 kr. geta börnin fengið afhent í Reykja- vík, á eftirtöldum stöðum: Heyrn- leysingjaskólanum, Stakkholti 3; Heyrnarhjálp, Ingólfsstræti 16; skrifstofunni, Hverfisgötu 44 og í Ásheimilinu, Hólsvegi 12. AVIÐA Wffl Við þá bindur íhaldið miklar vonir í síðasta hefti Stefnis, blaðs Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, ritar Styrmir Gunnars- son, aðstoðarritstjóri Mbl., grein um hugsanlcga stjórnar- myndun eftir kosningar. Þar segir hann m.a. eftir að hafa vikið að „þreytumerkjum“ í samstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks: „f Alþýðuflokknum hafa ýmis öfl verið á kreiki, sem liafa talið stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn óhag- kvæmt fyrir Alþýðuflokkinn og í Sjálfstæðisflokknum eru stórir hópar manna, sem telja að Alþýðuflokknum hafi verið hleypt til allt of mikilla áhrifa á stjórn landsins á undanförn- um árum og að hann hafi mis- notað þau áhrif á hinn herfi- legasta hátt. Sú skoðun hefur lengi verið uppi, að stefnt væri að því leynt og ljóst, bæði af hálfu núvcrandi forystumanna stjórn arflokkanna og forystumanna Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, að þau samtök kæmu til liðs við það stjórnar- samstarf, sem verið hefur við lýði s.l. 11—12 ár, ef svo illa færi að stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn. Slík endurnýjun stjórnarsamstarfs- ins væri að mörgu leyti eðli- leg. í fyrsta lagi er hér um að ræða stjórnmálasamtök, sem hafa lýst því yfir, að þau líti á sig'sem samtök jafnaðar- manna. í öðru lagi eru í for- ystu fyrir þessum samtökum menn, sem á málefnalegum grundvelli hafa gengið til sam- starfs við fulltrúa úr stjórnar flokkunum í vcrkalýðshreyfing unni á undanförnum árum og tekið ábyrga afstöðu til ýmissa erfiðra úrlausnarefna. Af þess- um sökum liafa mcnn þótzt sjá þess merki, að stjórnarflokk- arnir og Samtök frjálslyndra og vr'nstri manna hafa smátt og smátt verið að nálgast hverjir aðra.“ Hannibal og Björn yrðu vel samstarfs- hæfir í íhaldsstjórn Ennfremur segir Styrmir: „Rökin fyrir slíkri endurnýj- un núverandi stjórnarsam- starfs eru því mörg. Og því má bæta við, að slík sam- stjórn mundi hafa öflugan Istuðning innan verkalýðshreyf ingarinnar, en það er fyrir löngu komið í Ijós, að þessu landi verður ekki stjórnað nema traust ríki milli forystu- manna verkalýðshreyfingarinn ar og forystumanna í ríkis- stjórn, cn slíkt traust hefur óumdcilanlega skapazt á und- anförnum árum. Á móti þessu mælir annars p vegar áðurnefnd þreyta og spcnna milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem vissu- lega gctur horfið eins og dögg fyrir sólu, gangi báðum flokk- unum vel í kosningunum í vor, og hins vegar sú stað- l, reynd, að innan Samtaka frjáls lyndra og vinstri manna eru . Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.