Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 6
I —• -J'V TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 1071 ASalstö'ðvar kostnaðarsam- asta og hættulegasta rannsókn- arleiðangurs núlifandi dýra fræðinga voru bandaríska rad- araðvörunarstöðin á Kap Lis- bume í Norður-Alaska. Þetta er herstöð við jaðar stærsta jök- uls í heimi, Norðurheimskauts- landsins. 1 sjö vikur varð hóp- ur vísindamanna undir forystu bandaríska líffræðingsins Jim Brooks að dvelja þama í fyrra til þess að fá níu daga af góðu flugveðri. En erindið var að telja ísbimi. Kuldinn fór allt niður í 45 stiga frost. Flogið var allt upp í 300 km. vegalengd í átt til Síberíu í flugvél, sem búin er útbúnaði, sem til þessa hafði aðeins verið notaður til njósna. Tæki þessi greina með infrarauðum geislum þann hita, sem vélknúið farartæki eða líf- vfirur skilja eftir sig á leið sinni um kalt landið, í þessn tilfelli ísbimir. Samkvæmt loftmyndum vora vísindamennirnir fluttir nálægt ísbjörnunum, sem sézt höfðu. Þeir skutu hylkjum með deyfi- lyfi í líkama bjamanna og lögðu þá að velli í stundarkom til þess að geta rannsakað og merkt þessi sterknstu rándýr jarðarinnar án áhættu. t fyrra merktu leiðangursmenn 28 ís- bimi. Alls hafa 400 ísbirnir á þenn- an hátt orðið „fómardýr1 vísind anna — eftir að nágrannaþjóðir Norðurheimskautslandsins héldu með sér ráðstefnu 1965. Þar hófst umfangsmesta sam- starf, sem nokkra sinni hefur verið efnt til, til þess að rann- saka og stuðla að viðhaldi dýra- tegundar, sem hætta er á að verði útrýmt. Sovétmenn friðuðu ísbirnina 400 ísbirnir voru merktir. Númerin vara veiðimenn viS. Þessi dýr eru helguS vísindunum. Það líður ekki á löngu unz ísbirnir Norðpr- heimskautslandsins deyja út ef hvítabjarna- veiðar verða ekki takmarkaðar. Nokkur í: eru síðan alþjóðlegar aðgerðir hófust í þvi skyni að viðhalda þessari stórvöxnustu rán- dýrategund í heimi. Vísindamenn kanna nú viðkomu hvítabjarna og tölu veiddra dýra. En þetta eru kostnaðarsömustu aðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið til viðhalds nokkurri dýrategund. þegar 1955 — en enn þann dag í dag era hins vegar snobbar í hópi veiðimanna í Evrópu og Ameríku sólgnir í að geta látið ísbjarnarfeld hanga yfir arnin- um heima hjá sér, en slíkir gripir gerast nú æ sjaldséðari. Á síðasta áratug voru um 5000 ísbirnir skotnir áðéins í Norður- Kanada og í Noregi urðu á sama tíma 2800 hvítabimir að láta lífið vegna feldarins. ísbirnirnir hafa lítið verið rannsakaðir Ekki er vitað um heildarvið- nám ísbjarnastofnsins né hve mikil viðkoma þeirra er, og þess vegna er ástæða til að ótt- ast að honum kunni að stafa mikil hætta af þessum veiði- mönnum. Lítið er einnig vitað um lifnaðarhætti ísbjama vegna þess hve háskaleg heimkynni þeirra eru mðnnum. Það, sem við vitum er þetta: ísbirnir era stærstu kjötætur í hópi landdýra og lifa einkum á selum. Þeim lætur jafn vel að fóta sig á sprungnum meginís jökulsins og að syndá á opnu hafi með um það bil göngu- hraða manns. Þeir lifa .einn og einn. Meðgöngutíminn er átta mánuðir, og birnurnar eignast oftast tvö afkvæmi í senn, á kaldasta tíma ársins. Húnamir eru tvö ár með móðurinni — en hún verður að því er virðist ekki þunguð á þeim tíma. Kæruleysir veiSimenn valda dýravinum áhyggjum Það, sem við vitum ekki, er þetta: Hve margir húnar deyja ófullvaxta, tíðni dauðsfalla Á kortinu sjást heimkynni hvífa. bjarnanna innan punktalínunnar. vegna sníkjudýra eða drukknun ar á löngum sundferðum. Há- marksaldur og viðkoma eru einnig ókunn. Nýjustu rannsókn ir leiddu í ljós, að allir ísbirnir fara eins og hafísinn alltaf rang- sælis umhverfis norðurpólinn. Samkvæmt talningum „fs- bjamarráðstefnunnar" era nú til um 10.000—15.000 hvítabim- ir. En fjöldinn 12.000 er talinn lágmark ef þessi dýrategund á að viðhaldast. En þeir, sem græða á ís- bjamaveiðiferðum telja áhyggjufullum dýravinum trú um að hvítabimimir séu enn um 70.000. Ahyggjulaus auglýs- ir þýzkur kaupmaður og veiði- maður í þýzku sporttímariti 14 daga íshafsferð fyrir næstum 200.000 ísl. krónur nú í siímar. Þátttakendum er tryggt að þeir veiði ísbjöm í ferðinni. „ís- bjamaveiðar með ms. Isola, enn era pláss laus í ferðina — sá, sem pantar snemma hlýtur beztu veiðisvæðin og bezta veiðileiðsögumanninn!*1, svo segir í auglýsingunni. Þeir vita ekki hvað þeir gera. (Þýtt úr þýzku). Höfum ávallt fyrirliggjandi aliar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Sklpholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI: 19523 Eftir hálftíma á hvítabjörninn a5 vakna eftir deyfinguna. En vísindamennirnir flýta sér viS starf sitt, ef svo færi aS bangsi hrykkl upp fyrr. Dregin er úr honum tönn tll aldursákvörðunar. Hann fær látúns- merki i eyrað og ioks er málað á hann númer stórum stöfum með endingargóðum lit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.