Tíminn - 07.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. maí 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJtvæmdastjóri: Kiistjáii Benediitsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriól G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- mtofur Bamikastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. AOrar sikrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á máinuOi, innanlands. í lausasölu kr. 12,00 einit. — Prentsm. Edda hf. Framför alls landsins og allrar þjóðarinnar „Þetta blaS mun eftir föngum," segir í forustugrein- inni í fyrsta blaði Tímans, „beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu í landsmálunum. Þar þarf að gæta sam- ræmis, hvorki hlynna um of að einum atvinnuvegi á kostnað annars né hefja einn bæ eða eitt hérað á kostn- að annarra landshluta, því að takmarkið er framför aHs landsins og allrar þjóðarinnar.” Það varð hlutverk Framsóknarflokksins áratugum saman að vera eini flokkurinn, sem barðist fyrir fram- för alls landsins. Vegna þeirrar baráttu hans, voru reist- ir héraðs- oð gagnfræðaskólar víða um landið, mennta- skóli stofnaður á Akureyri, stóraukin framlög til hafna, nýir vegir lagðir, landbúnaðurinn efldur og bátaútvegur- inn styrktur á margvíslegan hátt. Vegna þessarar bar- áttu var Framsóknarflokkurinn úthrópaður og rógbor- inn sem andstæðingur höfuðborgarinnar og Framsókn- armenn taldir þar óalandi og óferjandi. Nú er viðhorf til þessara mála að ýmsu leyti breytt. Fleiri sjá nú en áður, að það er ekki síður mál höfuð- borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins að efla byggðina í öðrum landshlutum, þar sem góð afkomuskilyrði eru augljóslega fyrir hendi. Þetta er sameiginlegur hagur landsmanha allra. En því miður hafa þessi sannindi. verið meira viðurkennd í orði en á borði síðasta áratug- inn. í tíð núv. stjómar hefur fólksflóttinn til höfuð- borgarsvæðisins orðið meiri en nokkru sinni fyrr. Hér þarf að myndast meira jafnvægi. En það þarf að gera meira en að vinna að framför alls landsins. Það þarf ekki síður að vinna að framför allr- ar þjóðarinnar. Högum manna er ekki eingöngu skipt eftir búsetu. Oft eru lífskjörin ójöfnust og aðstöðumun- urinn mestur í sjálfu fjölbýlinu. Þar er aðstaða æsku- fólks til menntunar oft ójöfnust og þar verða kjör gam- almenna oft erfiðust, ef efni bregðast. Það eru senni- lega óheppilegustu afleiðingar þeirrar stefnu gengisfell- ingar og dýrtíðar, sem ríkt hefur í landinu síðasta ára- tuginn, að tekjuskiptingin og eignaskiptingin hefur orðið ójafnari og hlutur ungs fólks og gamals fólks orðið sér- staklega útundan. Hér verður að gera stórt átak til leið- réttingar. í stj ómmálayfirlýsingu nýlokins flokksþings Fram- sóknarflokksins er sett hátt hið gamla vígorð flokksins, sem alltaf verður þó nýtt: Framför alls landsins og allr- ar þjóðarinnar. Undir því merki ganga Framsóknar- menn til kosninga í öruggri trú á réttan málstað. Sólnes og stjórnsýslan \ yf Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins skyldi taka eins kröftuglega undir -skrif Tímans um stjómsýsluna og raun varð á. En fleiri hafa orðið til að taka undir þessa gagnrýni Tímans. Meðal þeirra er meðframbjóðandi fjármálaráð- herra í Norðurlandskjördæmi eystra, Jón Sólnes. Mbl. segir 27. f.m., að Sólnes hafi sagt á landsfundinum, að „margt hefði áunnizt á liðnum áratug, sumt hefði farið úrskeiðis og oft væri sá vinur, er til vamms segði. Jón sagði síðan, að mörgum stæði nú ógn af þenslu í stjóm- kerfinu og vaxandi skriffinnsku.“ Vissulega er það rétt hjá Sólnes, að margt hefur farið úrskeiðis í stjómsýslunni á síðastl. áratug. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist verið valdir að því eða ekki getað spomað gegn því. Úr þessu verður ekki bætt, nema með nýrri stefnu og nýjum mönnum. Þ.Þ. GLEB SPIRIDENOV, FRÉTTAMAÐUR APN: Rétt komiö að því að mönnuð geimstöð verði send á loft Blaðamenn ræða við áhöfn Soyuz tíunda Soyuz 10. fyrir broftförlna. KLUKKAN 2 e.h. þann 26. apríl sl. lenti farþegaflugvél á flugvelli í nágrenni Moskvu. Innanborðs voru geimfaramir Vladímir Sjatalof, Alexei Yel- iseyef og Nikolai Rukavishni- kov, geimhetjur, áhöfn geimfars ins Soyuz 10. — sem höfðu lok- ið tveggja daga geimferð og voru nú komnir aftur á elskaða Moskvugrund. Á flugvellinum tóku á móti þeim opinber nefnd geimfara, ættingjar og blaða- menn. Valdimir Sjatalof, flug- stjóri Soyuz 10., gaf formanni nefndarinnar skýrslu um fram- kvæmd flugáætlunarinnar. Geimfararnir héldu siðan fund með sovézkum blaðamönnum f Stjömubænum. Þeim leið ðll- um mjög vel og voru fullir bjart sýni, eins og áður en þeir lögðu af stað og svöruðu spumingum okkar hreinskilnislega og undan dráttarlaust. HIN mannaða geimferð með Soyuzi 10. var fremur stutt, en geimfaramir inntu mikið starf ,af heridi: Fréttamaður frá Tass spurði Vladimir Sjatalof hvort þessi öíðáátft' ferð héffB •vetllfM flóknari en aðrar geimferðir hans. Vladimír Sjatalof: Allar geim ferðir hafa verið fremur erfið- ar og mörg vandamál hefur þurft að leysa í þeim öllum. Þessi geimferð krafðist mikill- ar vinnu, en reynslan úr fyni geimferðum sparaði okkur tíma. Við eyddum ekki tímanum í aðlögun eða í að virða íyrir okkur hið heillandi geimútsýnL Við hófum störf strax og við vorum komnir á loft FRÉTTAMAÐUR frá Moskvu útvarpinu bað flugstjórann að skýra nánar frá tengingu Soyuz- ar 10. við Saljút. Vladimir Sjatalof: Okkur var falið að reyna í ferðinni nýtt tengikerfi og athugun á starfs- hæfni sjálfvirks búnaðar til að tengja geimför. Sjálfstýring- in vann óaðfinnanlega í mikilli fjarlægð, en þegar um 180 metr i ar voru á milli faranna var hún i tekin af og aðflug fór fram með ] handstýringu. Leggja ber á- t herzlu á að Soyuz 10. lét mjög vel að stjórn. Aðflug og teng- ing fóru fram á mjög líkan hátt og tenging Soyuzar 4. og Soyuzar 5. Alexei Yeliseyef: Fylgzt var með sjálfvirka tengibúnaðinum á mælaborði. Ég og Rukavishni kov fylgdumst með honum og framkvæmdum ýmsar tækni- legar tilraunir og athuganir í sambandi við ténginguna. FRÉTTAMAÐUR frá APN spurði: Vestrænir fjölmiðlar halda því fram, að geimferð Soyuzar 10. hafi verið stytt vegna þess að geimfaramum Rukavishnikov hafi ekki liðið vel. Hvemig leið yður í raun- i inni úti í geimnum? Nikolai Rukavishnikov: Ég hélt að mér myndi líða verr í geimnum en raun varð á. Fyrri daginn leið mér ágætlega, nærð- ist og vann með eðlilegum hætti. Annan daginn hætti ég að taka eftir þyngdarleysinu. Mér þótti gott og jafnvel gam- an að vinna í þyngdarleysi. Það var t.d. hægt að grípa hluti úr lausu lofti. Vladimir Sjatalof: Nikolai Rukavishnikov vann ágætlega aUa ferðina. Ég held að honum hafi jafnvel liðið betur en mér og Yeliseyef.. Þessar niðurstöður flugstjór- ans koma fyllilega heim við línurit um verkhæfni geimfar- ans meðan á fluginu stóð. A vandasömustu augnablikum var hjartsláttur Rukavishnikovs jafnvel hægari en hinna geim- faranna. FRÉTTAMAÐUR frá Izvestíu orðaði spumingu sína á þessa leið: Nú er lokið einum áfanga í tilraunum með samhæfni mannaðra og ómannaðra geim- skipa. Hver er að yðar áliti framtíð geimstöðva á braut um jörðu? Alexei Yeliseyef: Geimstöð á jarðbraut er fyrst og fremst vísindaleg tilraunastöð, sem gefa myndi mikinn vísindaleg- an árangur og gera sitt til að leysa hagræn vandamál. Nú er rétt komið að því að mönnuð geimstöð verði send á loft. Margar af Soyuz-ferðunum voru ætlaðar til þess að minnka vandann í þessu sambandi og í þessari síðustu ferð vom mörg vandamál í sambandi við flug mannaðra geimstöðva á braut um jörðu, leyst. Að síðustu báðu geimfarar- arnir fyrir kveðju til allra þeirra lesenda og útvarpshlust- enda, sem höfðu fylgzt með ferðum þeirra. Nokkra næstu daga munu geimfaramir hvílast og ganga undir læknisskoðun. (APN)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.