Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 12
24. mars 2003 MÁNUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 B il lu n d B il lu n d DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 2 9 . m a í - 4 . se p t. 21 .6 52 21 .6 52 V er › fr á kr. á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman, 24.950 kr á mann. Takmarkað sætaframboð FÆREYJAR Færeyska þingið lýsir yfir andstöðu sinni gegn árásum Bandaríkjamanna og Breta á Írak. Þar með ganga Færeyingar þvert gegn ákvörðun danska þingsins, sem lýsir yfir stuðningi við árás- irnar. Eftir snörp orðaskipti var ályktunin samþykkt með 20 at- kvæðum gegn níu, en tveir sátu hjá. Í ályktun færeyska þingsins segir að „allar aðgerðir til að fá Íraka og Saddam Hussein til að gangast við ályktunum Samein- uðu þjóðanna eigi að vera sam- þykktar af SÞ.“ Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyinga, hefur greint dönsku ríkisstjórninni frá ályktun þings- ins og að það sé ekki sátt við þá ut- anríkisstefnu sem Danir hafa rek- ið. Danska þingið samþykkti fyrir skömmu, með naumum meiri- hluta, að styðja árásirnar á Írak. Færeyingar telja margir hverjir að færeyska þingið sýni tvískinn- ung með ályktun sinni því þrátt fyr- ir ályktun þess hafa Bandaríkja- menn fengið leyfi þess til að nota færeyska loftsögu í árásunum. „Í slíkum málum verður lögmað- ur að ráðfæra sig við utanríkis- nefnd þingsins. Það hef ég gert og farið eftir því sem meirihluti nefndarinnar hefur ákveðið,“ sagði Anfinn Kallsberg lögmaður í sam- tali við Færeyska ríkisútvarpið. ■ FLUGMÁL Eigandi Flugskólans Flugsýnar ehf., Sigurður Hjalte- sted, segir einkaflugmanns- kennslu Flugskóla Íslands hf. vera brot á lögum. Ríkið á ríflega 40% í Flug- skóla Íslands. Afgangurinn er í eigu Flugleiða, Atlanta, Flugtaks og fleiri einkaaðila í flugrekstri. Sigurður Hjaltested keypti Flugsýn í haust sem leið. Í bréfi til Flugmálastjórnar, samgönguráðuneytis og fleiri yfirvalda segir Sigurður að lög kveði skýrt á um það að Flug- skóli Íslands eigi að mennta at- vinnuflugmenn, ekki einkaflug- menn. Hann krefst þess að Flug- skóla Íslands verði strax gert að starfa í samræmi við sett lög og halda sig frá einkaflugmanns- kennslu. „Kennslu til einkaflugs er vel sinnt af öðrum flugskólum og enginn flugskóli á Íslandi nýtur ríkisstyrkja annar en Flugskóli Íslands hf.,“ segir Sigurður. Guðlaugur Ingi Sigurðsson hjá Flugskóla Íslands segir mál- flutning Sigurðar á misskilningi byggðan. Fjárhagslegur aðskiln- aður sé á milli einkaflugmanns- kennslu skólans og ríkisstyrkts bóklegs þáttar atvinnuflug- mannskennslu. Sigurður efast hins vegar um þetta og krefst þess að ríkisendurskoðun rann- saki málið. Athuganir Sigurðar hafa leitt í ljós það sem hann kallar „furðulegan atvinnurekstur“ Flugskóla Íslands. Í nóvember 2000 hafi skólinn stofnað Flug- vélaverkstæði Flugskóla Ís- lands. Þrátt fyrir að útseld flug- virkjaþjónusta og vörunotkun verkstæðisins samkvæmt árs- reikningi hafi numið 21,7 millj- ónum króna á árinu 2001 eigi fé- lagið engin verkfæri eða laus- fjármuni. Það greiði hvergi húsaleigu. Málið sé „afar merki- legt fyrir þá sök að enginn þeirra aðila sem ég hef spurt veit af því að félag með þessu nafni hafi verið rekið á Reykja- víkurflugvelli,“ segir Sigurður. Guðlaugur segir Flugvéla- verkstæði Flugskóla Íslands að- eins annast innkaup á varahlut- um fyrir skólann. Viðhaldsþjón- usta sé keypt af Flugvélaverk- stæði Reykjavíkur. Þó voru 11,7 milljónir króna af veltu verk- stæðisins á árinu 2001 vegna út- seldrar flugvirkjaþjónustu: „Það er maður í kringum það að taka inn varahlutina og skrá þá á lagerinn. Það skýrir þetta kannski,“ segir Guðlaugur, sem vísar á að öðru leyti á skólastjór- ann, Baldvin Birkisson. Baldvin var erlendis fyrir helgi. gar@frettabladid.iss FLUGSKÓLI ÍSLANDS Guðlaugur Ingi Sigurðsson hjá Flugskóla Íslands segir málflutning Sigurðar Hjalte- sted á misskilningi byggðan. Þó ríkið styrki bóklegan þátt atvinnuflugmanns- námsins sé það fjárhagslega aðskilið frá öðrum rekstri. FLUGSKÓLINN FLUGSÝN Sigurður Hjaltested, eigandi Flugskólans Flugsýnar, krefst þess „að ólöglegur rekstur Flugskóla Íslands hf. í bóklegri og verklegri einka- flugkennslu, sem og rekstur flugvélaverkstæðis, verði þegar í stað stöðvaður. Til þess leita ég til Flugmálastjórnar, samgönguráðuneytis, ríkisendurskoðunar, samgöngunefndar Alþingis og Samkeppnisstofnunar,“ segir í bréfi Sigurðar til þessara yfirvalda. Flugskóli Íslands sagður lögbrjótur Flugskólinn Flugsýn segir Flugskóla Íslands brjóta lög með ríkisstyrktri einkaflugmanns- kennslu. Þá reki Flugskóli Íslands „furðulegt“ verkstæði sem enginn viti hvar er niðurkomið. Yfirmenn Flugskóla Íslands vísa þessu á bug. Færeyska þingið samþykkir ályktun: Tvískinnungur í ríkisstjórninni? Samið um menningar- hús í Eyjum: Kostar 500 milljónir MENNING Samningur um bygg- ingu menningarhúss í Vest- mannaeyjum var undirritaður á föstudaginn af Tómasi Inga Ol- rich menntamálaráðherra og forsvarsmönnum Vestmanna- eyjabæjar. Ráðgert er að menningarhús- ið verði staðsett á miðbæjar- svæði bæjarins og verði vett- vangur menningar-, safna- og listastarfsemi í Vestmannaeyj- um. Er gert ráð fyrir að undir- búningur framkvæmda hefjist nú þegar og standa vonir til að framkvæmdir við byggingu hússins geti hafist um mitt ár 2004. Kostnaður verður um hálf- ur milljarður króna. ■ EINKAVÆÐING S-hópurinn hefur tekið við 27,48% af hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Samkvæmt samkomulagi við ríkissjóð fær hópurinn í desember á þessu ári þau 18,32% sem eftir standa af hlut ríkisins í bankanum. Þá mun hópurinn endanlega hafa náð undirtökunum í bankanum með tæp 46% hlutafjár. S-hópurinn er myndaður af Vátryggingafélagi Íslands, Sam- vinnulífeyrissjóðnum, Eignar- haldsfélagi Samvinnulífeyris- sjóðsins og Eglu hf. Hluturinn sem S-hópurinn hefur nú fengið í Búnaðarbank- anum er að nafnvirði tæpur hálf- ur annar milljarður króna. Seinni hlutinn er tæpur einn milljarður króna að nafnvirði. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum er meðalgengi hinna seldu hluta- bréfa 4,81. Lokagengi á hluta- bréfum bankanna í Kauphöll Ís- lands var 5,40 á föstudag. Mark- aðsvirði hlutar S-hópsins er sam- kvæmt því 13,4 milljarðar króna. Kaupverðið er hins vegar um 11,9 milljarðar. Mismunurinn er 1,5 milljarður króna.Á aðalfundi Búnaðarbankans um helgina viku fulltrúar ríkisins úr stjórn bank- ans fyrir S-hópnum. Samþykkt var að greiða eigendum um 800 milljóna króna arð af yfir 2 millj- arða hagnaði ársins 2002. Fram kom að bankastjórarnir tveir fá hvor um 1,3 milljónir króna í mán- aðarlaun. ■ BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS S-hópurinn á nú tæplega 46% í bankanum. S-hópurinn tekur við hlutabréfum í Búnaðarbankanum: Bankabréfin 1,5 milljarði verðmeiri en kaupverðið ANFINN KALLSBERG Hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna og Breta á Írak en hefur á sama tíma leyft þeim fyrrnefndu að nota lofthelgi Færeyinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.