Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 18
24. mars 2003 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Franska liðið Paris St. Germain hefur hug á að fram- lengja samning sinn við Brasilíu- manninn Ronaldinho, sem sló í gegn á HM í Asíu síðasta sumar. Mörg félög hafa verið á höttun- um eftir kappanum, þar á meðal Manchester United, Arsenal, Int- er Milan og Juventus. Búist hafði verið við því að Ronaldinho yrði seldur frá franska félaginu í sumar eftir að hafa átt í deilum við þjálfarann Luiz Fernandez. Eftir að Fernand- ez lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta með liðið eftir þessa leiktíð og eru taldar meiri líkur en áður á að Brasilíumaðurinn verði áfram. „Við eigum í viðræðum og hann segist vera ánægður hér. Við vonumst til þess að geta komist að samkomulagi,“ sagði forseti PSG. Sjálfur hefur Ronaldinho lýst því yfir að hann verði hugsanlega áfram hjá liðinu komist það í Evr- ópukeppnina fyrir næstu leiktíð. ■ FORMÚLAN Finninn Kimi Räikkönen, ökumaður hjá Mc- Laren-Mercedes, sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í Sepang í Malasíu í gær. Räikkönen kom í mark 39,2 sekúndum á undan Rubens Barrichello (Ferrari) en Fernando Alonso (Renault) varð þriðji, rúmri mínútu á eftir Finn- anum. Þetta var fyrsti sigur Räikkönen en annar sigur Mc- Laren-Mercedes-liðsins í röð því David Coulthard sigraði í kappakstrinum í Ástralíu fyrir hálfum mánuði. Coulthard varð að hætta keppni í Sepang á þriðja hring vegna vélarbilunar en hann var þá í öðru sæti. Räikkönen sagði eftir keppn- ina: „Það er erfitt að útskýra hvernig mér líður núna. Á morgun veit ég hvernig tilfinning það er að sigra í fyrsta sinn í Formúlunni. Ég vona að þetta sé upphafið að velgengni McLaren-Mercedes í Formúlunni. Við erum efstir í keppninni og við erum í góðu formi. Ég vona að við verðum enn fljótari þegar við fáum nýja bíl- inn.“ Fernando Alonso varð þriðji og komst á verðlaunapall í fyrsta sinn. Hann leiddi fyrstu 12 hring- ina og tapaði að lokum 2. sætinu til Rubens Barrichello. Alonso getur verið sáttur við árangurinn því hann var með hita alla helgina og lenti í vandræðum með gírkassann á lokakaflanum. Michael Schumacher átti sök á árekstri í upphafi keppninnar þeg- ar hann reyndi að komast fram úr Jarno Trulli. Schumacher og Juan Pablo Montoya voru tímabundið úr leik í kjölfar árekstursins en Þjóð- verjinn náði samt sjötta sætinu af Jenson Button á lokahringnum. Trulli varð fimmti en Montoya endaði í 12. sæti. Ralf Schumacher hóf keppnina í 17. sæti og var það aftarlega þeg- ar áreksturinn varð að hann lenti ekki í kösinni. Hann varð að lokum fjórði, 24 sekúndum á eftir Fern- ando Alonso. Kimi Räikkönen er efstur eftir tvær fyrstu keppnirnar og David Coulthard í öðru sæti, þökk sé sigrinum í Ástralíu fyrir hálfum mánuði. McLaren-Mercedes er því efst bílasmiða. Næsta keppni verð- ur í Brasilíu 6. apríl.■ KÖRFUBOLTI Dirk Nowitzki og Steve Nash skoruðu 27 stig hvor þegar Dallas Mavericks lagði Phoenix Suns að velli með 102 stigum gegn 95 í NBA-deildinni um helgina. Dallas var sjö stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst en náði þriggja stiga forystu, 79-76, þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir. Dallas hélt forystunni allt til leiksloka og tryggði sér 52. sigur- inn á tímabilinu. Dallas er eina lið- ið sem hefur tryggt sér sæti í úr- slitakeppninni, hefur aðeins tapað 17 leikjum. Shawn Marion skoraði 21 stig fyrir Phoenix og tók 18 fráköst. Penny Hardaway átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 21 stig. Andrei Kirilenko skoraði 17 stig og var með sex skot varin þegar Utah Jazz lagði Los Angeles Clippers að velli 91-82. Peja Stojakovic skoraði 30 stig og Chris Webber 25 þegar Sacra- mento Kings sigraði Portland Trailblazers, 113-104. Juwan Howard skoraði 27 stig og tók sjö fráköst og tryggði Den- ver Nuggets sigur á Boston Celt- ics, 90-80. Þar með lauk fjögurra leikja taphrinu Denver. ■ Brasilíumaðurinn Ronaldinho: Í viðræðum við PSG RONALDINHO Samningur Ronaldinho við Paris St. Germain gildir til ársins 2006. Fyrsti sigur Räikkönen Finninn Kimi Räikkönen sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar. Michael Schumacher varð í 6. sæti. Næsta keppni verður í Brasilíu 6. apríl. STAÐAN EFTIR KEPPNIRNAR Í ÁSTRALÍU OG MALASÍU Ökumenn 1 Kimi Räikkönen (McLaren) 16 2 David Coulthard (McLaren) 10 3 Juan Pablo Montoya (Williams) 8 4 Rubens Barrichello (Ferrari) 8 5 Fernando Alonso (Renault) 8 6 Michael Schumacher (Ferrari) 8 7 Jarno Trulli (Renault) 8 8 Ralf Schumacher (Williams) 6 9 Heinz-Harald Frentzen (Sauber) 3 10 Jenson Button (BAR) 2 11 Nick Heidfeld (Sauber) 1 12 Jacques Villeneuve (BAR) - 13 Ralph Firman (Jordan) - 14 Jos Verstappen (Minardi) - 15 Cristiano da Matta (Toyota) - 16 Giancarlo Fisichella (Jordan) - 17 Antonio Pizzonia (Jaguar) - Bílasmiðir 1 McLaren-Mercedes 26 2 Renault 16 3 Ferrari 16 4 Williams-BMW 14 5 Sauber-Petronas 4 6 BAR-Honda 2 7 Jaguar-Cosworth - 8 Jordan-Ford - 9 Toyota - 10 Minardi-Cosworth - KIMI RÄIKKÖNEN Kimi Räikkönen fagnar fyrsta sigri sínum í Formúlu 1. NBA-deildin: Ekkert lát á sigur- göngu Dallas GÓÐIR Dirk Nowitzki og Steve Nash skoruðu 27 stig hvor þegar Dallas Mavericks lagði Phoenix Suns að velli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.