Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 24
24. mars 2003 MÁNUDAGUR Mér hefur alltaf gengið ágæt-lega að stilla líf mitt eftir sjónvarpsdagskránni, ekki síst í vetur. Úrval þátta á stöðvunum þremur hefur dugað til þess að ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur af því hvernig ég eigi að eyða þeim fáu klukkustundum á sólarhring sem ég er ekki í vinnunni eða sof- andi. Miðvikudagskvöldin voru sér- staklega góð þegar ég gat horft á meinafræðinginn snjalla Sam Ryan á Stöð 2 á meðan ég tók upp The Office á RÚV og var samt að missa af Law & Order á Skjá Ein- um. Þá hefði verið gott að eiga tvö myndbandstæki. Eða kannski bara líf? Ég hef lítið horft á sjónvarp í nýliðinni viku og hef því þurft að eyða óhóflega miklum tíma með sjálfum mér og líður því ekkert of vel. Ég er að vísu búinn að lesa eina bók, slatta af tímaritum, fara í bíó og tefla tvær skákir við dótt- ur mína. Þetta gæti líklega vanist. Dagskrá sjónvarpsstöðvanna er greinilega farin að þynnast með hækkandi sól. Það hlýtur að vera. Ég tók í það minnsta ekki meðvitaða ákvörðun um að minnka glápið og lausleg athugun mín bendir til þess að það séu að- eins þrír fastir liðir á dagskrám stöðvanna sem ég nenni að missa ekki af. Og þó, það er eiginlega bara Sópranós. Ég held þó að ég sé að festast í 24 en nenni varla leng- ur að eltast við Law & Order þó það sé alltaf gott að kíkja á krumpufésið Briscoe ef maður nennir ekki að hugsa eða tala við konuna eftir vinnu. ■ Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ finnur lítið áhugavert í sjónvarpinu þessa dagana og er fyrir vikið í til- vistarkreppu. Lifað eftir dagskránni 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 15.20 NBA (SA Spurs - LA Lakers) Útsending frá leik San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers. 17.50 Ensku mörkin 18.50 Spænsku mörkin 19.50 Enski boltinn (Bolton - Tottenham) Bein útsending frá leik Bolton Wanderers og Tottenham Hotspur. 22.00 Gillette-sportpakkinn 22.30 Sportið með Olís Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 23.00 Ensku mörkin 23.55 Almost Dead (Hálfdauð) Hrollvekjandi spennumynd. Sál- fræðingurinn Katherine Roshak hefur sérhæft sig í rannsóknum á tvíburum. Hún þykir standa sig ágætlega í starfi og hefur getið sér gott orð meðal starfsbræðra sinna. Katherine virðist þó þurfa á hjálp þeirra að halda því undarlegir at- burðir hafa komið henni í uppnám. Og móðir hennar, sem lést fyrir nokkru, á þar greinilega mesta sök. Aðalhlutverk: Shannen Doherty, Costas Mandylor, John Diehl, Willi- am R. Moses, Steve Inwood. Leik- stjóri: Ruben Preuss. 1994. Strang- lega bönnuð börnum. 1.25 Spænsku mörkin 2.20 Dagskrárlok og skjáleikur 16.35 Helgarsportið 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið e. 18.30 Spanga (20:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Lífshættir spendýra (1:10) (The Life of Mammals) Breskur heimildarmyndaflokkur þar sem David Attenborough fjallar um fjöl- breyttasta flokk dýra sem lifað hefur á jörðinni. 20.55 Vesturálman (1:22) (West Wing) Bandarísk þáttaröð um for- seta Bandaríkjanna og samstarfs- fólk hans í vesturálmu Hvíta húss- ins. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Alison Janney, Bradley Whitford. 21.40 Nýjasta tækni og vísindi Umsjón: Sigurður H. Richter. 22.00 Tíufréttir 22.20 Soprano-fjölskyldan (5:13) (The Sopranos IV) Aðalhlutverk: James Gandolfini, Edie Falco, Jamie Lynn Siegler, Steve Van Zandt, Michael Imperioli, Dominic Chi- anese, Joe Pantoliano og Lorraine Bracco. 23.15 Spaugstofan 23.40 Markaregn 0.25 Kastljósið 0.45 Dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi (Styrktaræfingar) 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið. 12.00 Neighbours (Nágrannar) 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Just Shoot Me (12:22) 13.05 Wings of the Dove Aðal- hlutverk: Helena Bonham Carter, Elizabeth McGovern, Linus Roache. Leikstjóri: Iain Softley. 1997. 15.00 Ensku mörkin 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.40 Neighbours (Nágrannar) 18.05 Spin City (5:22 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Friends 3 (2:25) (Vinir) 20.00 Smallville (7:23) 20.45 American Dreams (3:25) 21.30 Óskarsverðlaunin 2003 Út- sending frá afhendingu Ósk- arsverðlaunanna sl. nótt. 23.00 Wings of the Dove (Vegir ástarinnar) Aðalhlutverk: Helena Bonham Carter, Elizabeth Mc- Govern, Linus Roache. 1997. 0.40 Twenty Four (9:24) 1.20 Ensku mörkin 2.15 Spin City (5:22) (Ó, ráðhús) 2.35 Friends 3 (2:25) (Vinir) 2.55 Ísland í dag, íþróttir, veður Þau Guðrún Gunnarsdóttir og Snorri Már Skúlason kryfja málefni líðandi stundar í myndveri Stöðvar 2. Sendu póst: islidag@stod2.is 3.20 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 10.05 Rain Man (Regnmaðurinn) 12.15 Pay It Forward 14.15 Moonstruck (Fullt tungl) 15.55 The Legend of Bagger Vance (Bagger Vance) 18.00 Rain man (Regnmaðurinn) 20.10 Pay It Forward 22.10 Traveller (Flökkulíf) 0.00 Stigmata (Sár Krists) 2.00 Deep Blue Sea 4.00 Traveller (Flökkulíf) 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 20.30 Geim TV 21.00 Is Harry on the Boat? 22.03 70 mínútur 23.10 X-strím 0.00 Lúkkið 0.30 Meiri músík 17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 18.30 Leap Years (e) 19.30 Malcolm in the middle (e) 20.00 Survivor Amazon 21.00 CSI Miami - Nýtt Hinn eini sanni David Caruso fer með hlutverk Horatio Cane, liðs- stjóra í Réttarrannsóknadeild lög- regunnar í Miami. Deildin sem hann stýrir fæst við rannsóknir á sérlega erfiðum og ógeðfelldum málum. Þættirnir eru systurþættir hinna geysivinsælu CSI: Crime Scene Investigation, þátta sem Skjáreinn hefur sýnt við miklar vin- sældir undanfarin misseri. 22.00 Philly Kathleen er fyrsta flokks verjandi, sannur riddari hringborðsins í leit að hinum heilaga kaleik réttlætis- ins. Spennandi réttardrama. 22.50 Mótor 23.20 Jay Leno 00.10 The Practice (e) 01.00 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Sýn 19.50 Stöð 2 21.30 Stjörnurnar í Hollywood Það var mikið um dýrðir þegar Óskarsverðlaunin voru afhent sl. nótt. Allar stærstu stjörnurnar í Hollywood boðuðu komu sína á hátíðina, sem þykir sú merkasta í þessum geira. Þeir sem hafa skarað fram úr við gerð kvik- mynda fengu viðurkenningar en hátíðin var nú haldin í 75. sinn. Kynnir á hátíðinni var leikarinn Steve Martin. 24 Guðni Bergsson verður í eldlín- unni þegar Bolton Wanderers mætir Tottenham Hotspur í mánu- dagsleiknum í ensku úrvalsdeild- inni þessa vikuna. Guðni, sem verður 38 ára í sumar, er nú að leika sitt síðasta keppnistímabil með Bolton. Hann hefur verið í herbúðum þess um árabil en áður lék hann með Tottenham. Guðni, sem er fyrirliði Bolton, mun því örugglega ekki láta sitt eftir liggja við að krækja í þrjú stig gegn sín- um gömlu félögum. Þess má geta að Guðni er átrúnaðargoð í aug- um stuðningsmanna Bolton en í vetur var frumsýnd heimilda- rmynd um þennan sterka varnar- mann frá Íslandi. Varnarjaxlinn Guðni Bergsson Hótel á miklu athafnasvæði færi! Af sérstökum ástæðum býðst rótgróið hótel nánast í túnfæti álversframkvæmda á Austurlandi. Álversframkvæmdum fylgja mikil umsvif sem kalla á mikla þörf fyrir gistiaðstöðu, veitingastað og bar. Þetta er til staðar hér. Um er að ræða 7 ágætlega búin tveggja manna herbergi, veitingasal og bar. Hótelið er til afhendingar strax. Seljandi skoðar ýmis skipti og greiðslukjör. Fjöldi mynda á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Ásett verð er 15 millj og áhvílandi eru 8 millj. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. FÓLK Leikkonan Elizabeth Taylor segist vera hætt í skemmtanaiðnað- inum. Hún segist ætla að helga sig baráttunni gegn útbreiðslu alnæm- is. Síðasta árið hefur hún lagt sitt af mörkum til þess að safna fé fyrir alnæmissjúka. Taylor, sem er 71 árs, segir að framkoma hennar á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hafi verið í síðasta skiptið sem hún taki þátt í skemmtanaiðnaðinum. Hún steig á svið undir lokin ásamt öðrum leikurum sem unnið hafa Óskarsverðlaun. „Ég er hætt að leika, ég hef eng- an áhuga á því lengur,“ sagði hún í viðtali við Access Hollywood. „Mér fyndist það óheiðarlegt af mér að gera það þar sem líf mitt snýst um alnæmi núna, ekki leiklist.“ Hún segist ánægð að hætt hafi verið við forhátíðina á rauða tepp- inu í ár. „Mér finnst það hégómlegt og hef aldrei tekið þátt í því. Það er ætlast til svo mikils af fólki þar.“ Taylor vann fyrst Óskarsverð- laun árið 1960 fyrir leik sinn í myndinni „Butterfield 8“ og svo aftur fyrir „Who’s Afraid of Virginia Woolf?“ árið 1966. ■ ELIZABETH TAYLOR Segist ekki geta leikið lengur þar sem líf hennar snúist um baráttuna gegn alnæmi. Elizabeth Taylor: Hætt í skemmtana- iðnaðinum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.