Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 24. mars 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 2 05 26 03 /2 00 3 hjá okkur. Þú ert Sérhver viðskiptavinur og allt, sem tengist fjármálum hans, hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum. Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers viðskiptavinar. Við stöndum þétt við bakið á viðskipta- vinum okkar því velgengni þeirra skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar er traust og örugg fjármálaþjónusta sem þú getur nýtt þér til vaxtar. Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1, eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is SELFOSS Menningar- nefnd Sveitarfélags- ins Árborgar situr nú yfir fjölda tillagna um nafn á menning- arhátíð sem halda á í sveitarfélaginu í lok maí. Alls bárust 36 tillögur að nafni og meðal þeirra má nefna: Flóagleði, Maístjarnan, Ár- menning, Maísól, Vorblót og Sólarhátíð. Auk þess að velja nafn á hátíðina bíður nefndarinnar að raða niður tug- um dagskráratriða sem menn vonast til að eigi eftir að draga að gesti víða að. Menningarhátíðin mun standa frá fimmtudegi og fram á sunnudag. ■ Menningarhátíð: Leitað að nafni SELFOSS Menningarhátíð í maí. 46 ÁRA „Ég geri nú aldrei neitt með þessi afmæli mín nema bara þeg- ar ég varð fertugur,“ segir afmæl- isbarn dagsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri. „Á fertugsafmælinu frestaði ég veislunni fram að Jónsmessu og bauð 140 manns upp í sumarbústað. Nú þekkir maður orðið svo marga að maður leggur ekki í að standa í því. Ég vil bara hafa það rólegt með fólk- inu mínu.“ Það eru samt ekki miklar líkur á því að borgarstjórinn nái því. Dagurinn byrjar með fundi klukk- an hálf níu og tekur svo einn við af öðrum fram eftir degi. Í kvöld fer hann á spænsku- námskeið með Rósu dóttur sinni, sem verður 15 ára á árinu. „Ég er búinn að vera í því í vetur. Hún er duglegri en ég. Þetta kom nú til af því að systurdóttir mín og hún fara til Spánar í sumar og ætla að kunna spænsku til þess að geta bjargað sér. Ég fór nú bara meira með til þess að dingla með.“ Þórólfur leikur stundum fót- bolta í hádeginu með hópnum Lunch United og vonast til að komast í dag. „Það er samt tæpt að það náist,“ segir hann með yfir- vegaðri röddu. „Það er nú sjaldan sem ég næ að komast eftir að ég fór í nýja starfið. Það er allt of mikið af hádegisfundum.“ Þórólf- ur spilar að sjálfsögðu í sókninni. „Í aðal hasarnum. Þeir eru þarna með mér, Ásgeir Sigurvinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Það er tekist á og þetta er mjög gaman.“ Heitasta ósk borgarstjórans á afmælisdeginum getur ekki ræst fyrr en hann kemur heim í kvöld. „Ég hugsa að kvöldmaturinn verði bara það sem er til í ísskápnum. Yfirleitt er konan nú passasöm að hafa eitthvað sérstakt á afmælis- daginn. Þá er uppáhaldið hjá mér írsk kjötkássa eins og heima hjá mömmu. Það getur vel verið að það verði til afgangur af því þeg- ar ég kem heim,“ segir borgar- stjórinn og vonar. biggi@frettabladid.is Fótbolti og kjötkássa Þórólfur Árnason borgarstjóri verður 46 ára í dag. Hann segist ekki ætla að gera neitt til þess að halda upp á það. Vonast samt eftir afgöngum af írskri kjötkássu í kvöld. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON „Þetta er nú umfangsmeira og með stífari stundaskrá en ég bjóst við,“ segir Þórólfur Árnason um borgarstjórastarfið. Ég hef tilhneigingu til að borðaplokkfisk á mánudögum,“ seg- ir Egill Helgason sjónvarpsmað- ur. „Kaupi hann í fiskbúðinni á Freyjugötu, sem er frábær búð og hefur alltaf selt mér hágæðavöru. Ég hita plokkfiskinn í ofni og borða með rúgbrauði. Annars eru mánudagar hjá mér líkari laugar- dögum því ég vinn alltaf um helg- ar. Þess vegna freistumst við kon- an stundum til að fá okkur steik á mánudögum. En plokkfiskurinn hefur yfirleitt vinninginn.“ ■ Mánudagsmatur ■ Tímamót JARÐARFARIR 13.30 Eyja Pálína Þorleifsdóttir, Há- teigsvegi 15, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Gestur Ólafsson, Víðilundi 24, Akureyri. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Haraldur Arnason, Sæviðarsundi 92, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju. 13.30 Sigríður Hansdóttir, Seljahlíð, verður jarðsungin frá Áskirkju. 13.30 Þorgeir Jónsson, læknir, Sunnu- braut 29, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. 14.00 Dagmar Einarsdóttir, frá Kapp- eyri, Fáskrúðsfirði, verður jarð- sungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju. ANDLÁT Elín Þorbjarnardóttir, Nesvegi 58, Reykjavík, andaðist 20. mars. Óskar Sigurðsson, fyrrum verkstjóri, til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, andað- ist 20. mars.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.