Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 8
8 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Draumasonur „Hreiðar er sonur eins og alla foreldra dreymir um að eign- ast, á allan hátt.“ Sigurður Arnór Hreiðarsson faðir Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings Búnaðarbanka, í DV 22. nóvember. Pólitík og hjátrú „Líkt og annað eru stjórnmál þáttur í sálarlífinu, oft í bland við hjátrú.“ Guðbergur Bergsson, í Fréttablaðinu 22. nóvember. Hækkun á húsaleigu „Það þarf engan snilling til að sjá að stór hluti borgarbúa hefur ekki lengur efni á að leigja eða kaupa sér íbúð í Reykjavík.“ Margrét Einarsdóttir varaborgarfulltrúi, í Morgunblaðinu 22. nóvember. Orðrétt Ástralskar kindur bíða í óvissu: Skinku blandað í fóðrið ÁSTRALÍA Heill skipsfarmur af áströlsku sauðfé, sem ætlunin var að flytja á fæti til Mið-Austur- landa, bíður nú örlaga sinna í Ástralíu eftir að dýraverndunar- sinnar blönduðu svínaskinku í fóður kindanna, sem af trúarleg- um ástæðum gerir afurðir þeirra óætar fyrir múslíma. Að sögn talsmanns ástralska útflutningsráðsins er ekki vitað hve margar þeirra 50.000 kinda sem biðu útflutnings voru fóðrað- ar með fóðrinu, en samkvæmt áströlskum lögum er einnig óleyfilegt að selja afurðir dýra til manneldis, sem fóðruð hafa verið með kjötafurðum. Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, grunað- ur um að hafa blandað skinkunni í fóðrið, en hann er félagi í dýra- verndarsamtökum sem berjast gegn útflutningi á lifandi sauðfé. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem áströlsk stjórnvöld lenda í hremmingum vegna slíks útflutn- ings, en í haust þurfti skip með 50.000 kindur innanborðs að bíða í ellefu vikur í Mið-Austurlöndum eftir að þarlend stjórnvöld höfðu bannað innflutning. Að lokum sam- þykktu stjórnvöld í Eritreu að taka við farminum án greiðslu en ekki fyrr en hátt í 4000 kindur höfðu drepist. ■ Átökin í Kasmír: 1.980 fallnir á þessu ári Stjórnarmaður Tanga: Sakar um svik VIÐSKIPTI Ólafur Ármannsson, stjórnarformaður Tanga hf. Vopnafirði, sakar fyrrum fram- kvæmdastjóra, Friðrik Mar Guð- mundsson, um að hafa svikið munnlegt samkomulag sem gert var við hann við starfslok hjá Tanga. Samkomulagið snýst um að við gerð starfslokasamnings þá hafi Friðrik Mar lofað aðstoð sinni við að tryggja áframhaldandi við- skipti við þau færeysku skip sem landað höfðu afla á Vopnafirði. Þess í stað segist stjórnarformað- urinn hafa beitt sér fyrir vegleg- um starfslokasamningi. Friðrik Mar neitar að tjá sig um ummæli stjórnarformannsins, að því er segir í Austurglugganum. ■ Óvenjulegt dómsmál: Farþegi dæmdur ÓSLÓ, AP Nítján ára gamall Norð- maður var fundinn sekur um ölvunarakstur þó hann hefði að- eins verið farþegi og ekki haft í höndum lykla til að setja bílinn sem hann sat í, í gang. Norðmaðurinn Oysten Haakanes var á leið heim úr veislu ásamt vini sínum þegar þeir ákváðu að koma við á bens- ínstöð. Á meðan vinurinn fór inn að kaupa sér mat rakst Haakanes, að eigin sögn, í gírstöngina með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Honum tókst að stöðva bílinn með því að grípa í handbremsuna. Lögreglumaður sem varð vitni að atvikinu hélt því fram við dómara að Haaka- nes hefði sjálfur tekið bílinn úr handbremsu. ■ Þegar þig langar frá kr. 3.800 á mann Næturgisting með morgunmat frá aðeins 3.800 kr.* á mann. *Tilboðið miðast við tvo í herbergi og gildir í nóvember og desember. • Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur • Selfoss • Sími: 444 4000 www.icehotels.is Í ÓVISSU Um 50.000 kindur bíða nú örlaga sinna eftir að hafa étið skinkublandað fóður. KASMÍR, AP Yfirvöld á Indlandi segja að 1.980 manns hafi fallið í átökum í indverska hluta Kasmír á fyrstu tíu mánuðum ársins. Mikill meirihluti fórnarlambanna voru óbreyttir borgarar. Á sama tímabili á síðasta ári létust 2.334. Flestir hinna látnu voru múslim- ar sem féllu fyrir hendi uppreisnar- manna eða indverskra öryggis- sveita. Alls hafa 65.000 manns farist í héraðinu síðan uppreisnarmenn hófu herferð sína árið 1989. Á annan tug uppreisnarhópa berst fyrir því að indverski hluti Kasmír fái sjálf- stæði eða sameinist Pakistan. Yfir- völd í Pakistan segjast styðja mál- stað þeirra en neita því alfarið að þau leggi þeim til vopn. ■ Álþynnuverksmiðja í athugun: Ákvörðun innan hálfs árs ÁLÞYNNUVERKSMIÐJA Fulltrúar jap- anska fyrirtækisins JCC, Japan Chemistry Capacity, hafa komið tvisvar hingað til lands en þeir hafa áhuga á að reisa hér álþétta- verksmðju. JCC rekur nokkrar slíkar verk- smiðjur í Japan en í þeim er fram- leitt hráefni eða uppistaðan í raf- eindaþétta, sem eru í öllum raf- magnstækjum. Álþynnurnar eða vafningarnir sem eru uppistaðan í þéttunum, yrðu framleiddar hér og fluttar út til verksmiðju sem smíðar svo þéttana sjálfa. Reikn- að er með að allt að 50 störf geti skapast í verksmiðjunni sjálfri. Framkvæmdakostnaður er tæpir fimm milljarðar króna. Þrír staðir koma til greina á Ís- landi, Helguvík á Reykjanesi, Straumsvík við Hafnarfjörð og Rangárvellir ofan Akureyrar. Út frá byggðapólitísku sjónarmiði þykir líklegast að Akureyri verði fyrir valinu, ef verksmiðjan á annað borð verður reist hér. Japanska fyrirtækið er að skoða staðsetningu í fleiri löndum en Ísland ku þó vera efst á blaði. Þar kemur meðal annars til ódýr raforka og vatn en af hvoru tveg- gja þarf töluvert. Umhverfisþætt- ir ráða líka miklu um staðarval. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á dögunum inn á álþynnuverk- smiðjuna. Halldór sagði að ef af yrði hefði sendiráðið í Japan sann- að tilvist sína enn frekar. Reiknað er með að ákvörðun liggi fyrir í upphafi næsta árs eða innan sex mánaða.■ Fjárfestar í píramída án eigin vitundar: Kæra misnotkun á nöfnum SÖLUKEÐJA „Þetta er gróf misnotkun á nafni mínu og ég mun kæra það mál til lög- reglu,“ segir Bjarni Tómas Sigurðsson, félagi í Sprink- leNetwork á Íslandi, sem segist hafa fengið plögg um að hann væri orðinn einn af þeim sem keypt hafa hluti í sænska píramídanum. Hann segist aldrei hafa verið spurður og ekki lagt neina peninga að mörkum. Hann segir að Birna Sig- fúsdóttir, æðsti maður á Ís- landi, hafi augljóslega skráð hann sem fjárfesti til að komast til auk- inna metorða. „Ég er búinn að ræða við lögreglu sem ráðlagði mér að fá mig afskráðan. En nú mun ég kæra því skattalegur hagnaður af þessu reiknast sem tekjur á mig,“ segir hann. Oddný Pétursdóttir hús- móðir segist hafa lent í því sama og verið skráð fyrir eignarhlut án eigin vitund- ar. Birna Sigfúsdóttir sagði að þetta hlyti allt að vera misskilningur. Hún ætti ekki hlut að máli þarna. Hún sagðist vilja sjá staðfestingu áður en hún tjáði sig frekar um málið. ■ RAFEINDAÞÉTTAR Þéttana er að finna í öllum rafmagnstækjum. Uppistaða í rafeindaþéttum er álþynnur og eru uppi hugmyndir um að reisa verksmiðju hér sem framleiðir slíkar þynnur. HERMAÐUR Í KASMÍR Indverskur hermaður skýlir sér á bak við brotinn veg í skotbardaga við uppreisnarmenn í Kasmír. BJARNI TÓMAS SIGURÐSSON Fjárfestir í Sprinkle en var aldrei spurð- ur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.