Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 17
árangri hans. Hann hefur lagt mikið á sig til að ná þessum ár- angri.“ Allt í einum manni Mike hefur unnið mikið fyrir ýmsar auglýsingastofur. Einn af viðskiptavinum hans er Jónas Ólafsson, framkvæmdastjóri Ís- lensku auglýsingastofunnar. „Jónas fékk mig í þularstarf. Ég fór að fikta í textanum, laga hann til og gera athugasemdir við ýmis efnisatriði. Jónas var mjög hrif- inn og sagði: „Ég réð þig til að lesa, en þú leiðréttir textann og kemur með markaðsráðleggingar. Þú getur þetta allt!“ Þannig hófst samstarf okkar og síðan hef ég unnið með honum og fjölda við- skiptavina hans.“ Mike Handley segir miklar breytingar hafa orðið í markaðs- málum og íslensku viðskiptalífi frá því hann fór fyrst að fylgjast með því. „Fyrir áratug, ef maður mælti sér mót við íslenskan kaup- sýslumann var nánast öruggt að hann kæmi of seint. Maður sendi fax eða hringdi og mátti þakka fyrir ef maður fékk einhvern tím- ann svar. Ég var undrandi yfir áhugamennskunni í íslensku við- skiptalífi. Ég kynntist reyndar líka fólki sem var mikið fagfólk, en almenna tilhneigingin var þessi. Fólk í sjónvarpinu var líf- laust og stirðbusalegt.“ Mike stendur upp og sýnir og leikur stirðbusa í sjónvarpi með köntuð- um handahreyfingum. „Það var eins og vélmenni,“ segir hann og hlær. „Mér fannst eins og þetta færi að breytast um miðjan tí- unda áratuginn. Allt í einu fór maður að taka eftir líflegri og af- slappaðri framkomu fólks í fjöl- miðlum. Fólk fór að mæta á rétt- um tíma á fundi. Ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega, en ég held að innkoma nýrrar kynslóðar hafi haft mikið með þetta að gera.“ Mike segir að fyrirboða þessa hafi mátt greina meðal íslensks markaðsfólks. „Þeir sem vinna á því sviði eru margir yngri en ann- ars staðar í viðskiptalífinu. Þetta er vel menntað fólk sem hefur búið og menntað sig í útlöndum. Það hefur nægjanlega mikla kunnáttu í ensku til þess að geta rökrætt við mann um enskan texta. Það er fullt af frábærum hugmyndum. Hæfileikaríkt og fágað og mér finnst unun að vinna með því. Eini vandinn er að þegar búið er að vinna úr frábærum hugmyndum, stoppa þær stund- um á íhaldssömum forstjórum. Þeir eru sprottnir úr öðrum jarð- vegi og hafa sumir ekki tileinkað sér nýja hugsun. Eru stundum fastir í klisjum um framsetningu og tungumál. Þetta er synd, því margar góðar hugmyndir ná ekki alla leið vegna þessa. Þeir sjá hlutina of mikið með íslenskum augum.“ Evrópa er sexí orð Glöggt er gests augað og Mike segir Íslendinga oft hrædda við að líta út sem montnir og hrokafullir í því sem þeir senda frá sér. Texti sem þannig líti út í augum Íslend- inga líti til dæmis Bandaríkja- menn á sem sjálfsagðan talanda. Það sem Íslendingar telji gott og gilt þyki flatt og óspennandi og nái engri athygli hjá þeim ensku- mælandi. Íslensku augun eru ekki bara að gera minna úr sér en efni standa til. Mike segir að við eigum líka til að ofmeta þætti sem okkur þykja merkilegir, en hafa enga sérstaka skírskotun annars stað- ar. „Gott dæmi um þetta er þús- und ára afmæli kristnitöku á Ís- landi. Menn voru að ræða það við mig að hér yrði mikið af erlendum fréttamönnum vegna hátíðarinn- ar. Ég reyndi að segja mönnum að það yrði ekki. Fólk horfði á mig eins og ég væri antikristur. Málið var að umheimurinn hafði engan áhuga á þessu, kannski Vatíkanið, en engar erlendar fréttastofur. Menn voru kurteisir við mig, en maður sá að þeir hugsuðu; þessi maður er algjör vitleysingur.“ Annað sem Mike telur mis- skilning í kynningu á landinu er að kynna landið sem stað miðja vegu á milli Evrópu og Ameríku. „Það kann að vera eitthvað já- kvætt við þetta, en neikvæðu hlið- arnar eru miklu fleiri. Íslendingar missa af gullnu tækifæri með þessu. Bandaríkjamenn taka ekki ákvörðun um ferðalög á grund- velli þess hvort flug tekur fjóra eða sex klukkutíma. Evrópa er mjög sexý orð í eyrum þeirra. Með því að senda skilaboðin um að landi sé á milli Evrópu og Am- eríku erum við að segja Ísland er ekki Evrópu. Það á að kynna land- ið sem Evrópuland og jafnvel sem táknmynd Skandinavíu. Það er búið að verja miklum peningum í sem ná ekki til stórs hóps fólks.“ Mike brosir og segir að sumir verði hissa og slegnir þegar hann setji fram skoðanir sínar. „Það er af nógu að taka. Fallegt fólk, nátt- úra og mannlíf. Mér finnst fólkið gleymast í kynningu á Íslandi. Hér er siðmenning á háu stigi. Kynnum fólkið og menninguna.“ Hann segist vera búinn að halda þessu fram lengi og finnst hann eiga svolítinn hlut í þeirri breyt- ingu sem sé að verða á kynningu landsins. „Næturlífið og orkan í mannlífinu í Reykjavík er sér- stök. Það voru mistök að breyta opnunartíma skemmtistaðanna. Borgin varð mögnuð þegar allt þetta fólk safnaðist saman í mið- bænum klukkan þrjú að nóttu. Maður hitti fólk og það bauð manni í partí. Þetta var sérstakt og við eigum að snúa aftur með þetta.“ Mike er sannfærður um að Ís- lendingar séu fljótir að læra og á réttri leið í markaðsmálum. Hugs- unarháttur framleiðandans sé yf- irsterkari hugsun sölumannsins í menningunni. „Breytingarnar eru geysilega örar. Ég hef komið inni í fyrirtæki sem ráðgjafi og menn hafa sýnt mér það sem þeir eru að gera og beðið um ráð. Í eitt skipti stóð ég upp og sagði: Þið eruð að gera þetta rétt, ég get ekkert gert fyrir ykkur. Menn urðu svolítið hissa. Ég hafði ekki mikið upp úr því verkefni,“ segir Mike Handley sem féll fyrir Íslandi og er óþreytandi við að kynna það öðrum. haflidi@frettabladid.is 17SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003 Ekki gleyma þínu fólki í útlöndum um jólin Jólapakkar með DHL á tilboðsverði – sama verð um allan heim* Lítill pakki: 3.950 kr. (33x31x17 sm – Hámarksþyngd 10 kg) Stór pakki: 9.950 kr. (42x35x26 sm – Hámarksþyngd 30 kg) Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa utan Evrópu er 15. desember. Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa innan Evrópu og til Bandaríkjanna er 18. desember. Pakkamóttaka opin alla virka daga frá 8.00 til 16.30. DHL á Íslandi, Skútuvogi 1e. Sími: 535 1100. Hafið samband við þjónustudeild DHL í síma 535 1122 fyrir sendingar utan höfuðborgarsvæðisins. *Verð miðast við staðgreiðslu og staðlaða stærð kassa sem DHL útvegar þér að kostnaðarlausu – Tilboðið gildir til 1. janúar 2004. D H L FÆR IR Þ ÍNUM JÓLIN UMALLAN HE IM ENGIN LETI Í LATABÆ Mike fann ensk heiti á margar af persónum Magnúsar Scheving í Latabæ. Þeir unnu saman í upphafi að erlendri kynningu á Latabæ. Mike segist gleðjast innilega yfir árangri Magnúsar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.