Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003 verk sem eru fimm til sex. Og verið er að hugleiða að fá stór- stjörnu í hlutverk móðurinnar. Þegar bókin kom út höfðu bæði Annette Bening og Meryl Streep samband við höfundinn og vildu leika það hlutverk. Síðan eru nokkur ár liðin og mér finnst þær vera orðnar full gamlar í þetta. Hlutverkið er æðislegt þannig að ég geri ráð fyrir því að ekki verði mikið mál að fá góða leikkonu í það.“ Baltasar hafnar því að það vaxi sér í augum að leikstýra kvik- myndastjörnum og það á ensku. „Það er ákveðin áskorun. 101 var að stórum hluta á ensku og með stórleikara innanborðs, Victoríu Abril. Það gekk bara ágætlega. Versta sem gerist er að ég fæ rosalega vonda dóma og fer að temja hesta í Skagafirðinum. Ég get hugsað mér ýmislegt verra en það. Maður verður bara að tefla, tefla djarft.“ Fyrirhugað er að myndin verði tekin til sýninga í byrjun árs 2005. Hafið undirstaðan Ýmsum þætti þetta ærinn starfi en það virðist ekki eiga við Baltasar. Hann er nú einnig að leggja drög að kvikmynd sem heitir Larry Bird on Broadway sem er kómedía sem Hallgrímur Helgason er að skrifa. „Hún fjall- ar um uppistandara sem á við það að stríða að allir hans brandarar snúast um fjölskyldu hans sem svo orsakar það að fjölskyldan vill ekki tala við hann. Ákveðin tog- streita og ég hef trú á að sú mynd geti náð langt. Við erum komnir með þróunarstyrk frá Kvik- myndasjóði til að ganga frá hand- riti.“ Baltasar er jafnframt að leggja drög að kvikmyndun sjálfrar Njálu og er að vinna handrit í samstarfi við Ólaf Egilsson leik- ara. „Hana vildi ég helst gera á ís- lensku. Miramax og fleiri fram- leiðendur hafa sýnt henni áhuga.“ Baltasar hefur haft í mörg horn að líta við að fylgja Hafinu eftir en því starfi er nú að mestu lokið. Hafið er sú íslensk mynd sem hefur farið hvað víðast. „Haf- ið hefur farið til 30 landa, hlaut frábærar viðtökur hér og í aðal- atriðum góð viðbrögð þó einstaka gagnrýnanda hafi fundist hún full harkaleg. En Hafið hefur aukið trú á mér sem leikstjóra og er undirstaða fyrir það sem koma skal.“ Kotungsháttur Talið berst að umdeildri ímynd Íslands eins og hún á til að birtast í íslenskum kvikmyndum. Baltasar segir þá umræðu til marks um kotungshátt. „Það gleymist oft í þessari umræðu að Íslendingar velja ekki þær mynd- ir sem teknar eru til sýninga er- lendis. Þær myndir sem hafa far- ið út til sýninga eru þær sem hafa vakið áhuga erlendra aðila. Eina leiðin til að koma í veg fyrir það væri þá að banna alla kvikmynda- gerð sem ekki væri tekin í fögru landslagi að sumri til. Þetta er svona svipað og að eina tónlistin sem styrkt yrði til útflutnings væri ‘Ísland er land þitt’! Þetta er náttúrlega banöl smáþorps- umræða, hræðsla við það hvernig fólk lítur á okkur. Mér finnst oft ferlega leiðinlegt hvernig fólk hérna er tilbúið að leika það sem útlendingar ætla okkur að vera. Þegar þeir koma til landsins setja margir upp skrýtnar húfur, hlau- pa til fjalla og fara að tala um álfa og dverga. Af því að það er sú ímynd sem Frakkar og Banda- ríkjamenn hafa af okkur. Fæstir sem ég þekki eru að spá í álfa hérna á Íslandi. Það er minnimátt- arkennd ef þú þorir ekki að standa á þínu, að vera þú sjálfur. Vera krúttlegur Íslendingur í stað þess að vilja láta taka sig alvarlega. Þetta finnst mér leiðinlegur kvilli, mein á þjóðarsálinni.“ Hin genetíska árátta Sem dæmi um anga af þessu nefnir Baltasar umræðuna um það hvort Ólafur Elíasson sé okk- ar eða ekki.„Við ættum frekar að hlúa að því sem hér er að gerast fremur en að eigna okkur eitthvað sem gerist annars staðar. Þessi til- hneiging er í versta falli rasismi. Það virðist skipta öllu máli hvaða gen menn hafa þegar það starfs- umhverfi sem menn velja sér hlýtur að leika stærra hlutverk í að ákvarða hver maðurinn er og hvað hann hefur fram að færa. Það er áhugavert hvað sprettur upp úr íslensku umhverfi. Það kemur okkur við. Ólafur Elíasson er frábær en hann er ekki sprott- inn upp úr íslensku umhverfi. Björk er aftur á móti sprottin úr íslensku umhverfi. Hér er gróðra- stía sem er athyglisverð og áhuga- verð sem hluti af Íslandi. Björk óx upp úr ákveðnum blómapotti og má ætla að fleiri blóm af svipuð- um toga komi þar upp úr ef mold- in er vökvuð. Hitt er eitthvað eins og að vilja vera við hliðina á ein- hverjum á mynd. Miklu mikil- vægara er að taka útlendinga sem koma hingað og velja sér Ísland sem starfsvettvang og hlúa frem- ur að þeim en að eltast við íslensk gen úti í heimi og eigna okkur það sem þau eru að gera. Það hefur ekkert með Ísland að gera. Um- hverfið mótar manninn. Það að Ólafi gangi vel er frábært en hef- ur ekkert með íslenskt listalíf og menningu að gera.“ Kaffibar til sölu Leikhúsið hefur setið hjá í þessari umræðu en Baltasar hef- ur þó ekki snúið baki við því. Hann segist ekki hættur að leika en sé orðinn áhugaleikari, eða leikari í hjáverkum. Leikur nú af áhuga og löngun. „Svo er ég reyndar að fara að leikstýra Þetta er allt að koma í Þjóðleikhúsinu, sýningu sem byggir á samnefndri bók Hall- gríms Helgasonar.“ Það var og. Óttast Baltasar ekkert að missa fókusinn og dreifa orkunni um of þegar hann er að argast í svo mörgu? Hann segir það hugsanlegt. Hins vegar sé þetta eðli kvikmyndagerðar. „Og ég stend ekki einn í þessu. Lykillinn er gott samstarfsfólk eins og ég bý að í fyrirtæki mínu, Sögn. Þar fer fremst í flokki Agnes Johansen sem annast utan- umhald. Ferli hvers verkefnis er mislangt og óþolandi að verk- efnastaðan hangi á einni spýtu. Verkefni geta alltaf dottið upp fyrir. Ekki þarf nema að einn framleiðandi dragi sig til baka og þá getur allt hrunið. Maður þarf að vera með nokkur járn í eldin- um. Það er bara hressandi. Pirr- andi að vera bara einu háður. Nú ætla ég að vera í kvikmyndagerð af heilum hug. Ég hef því ákveð- ið að draga úr öllum öðrum um- svifum mínum. Til dæmis að selja minn hlut í Loftkastalanum og svo Kaffibarinn sem ég hef átt árum saman. Ég hef áhuga á að einbeita mér að þróun verkefna og fylgja þeim eftir. Daglegur rekstur fyrirtækja og umsýsla fasteigna á síður við mig. Minn styrkleiki felst í að þróa verk- efni, skapa eitthvað og fylgja því úr höfn.“ jakob@frettabladid.is Maður þarf að vera með nokkur járn í eldinum. Það er bara hres- sandi. Pirrandi að vera bara einu háður. Nú ætla ég að vera í kvikmyndagerð af heilum hug. Ég hef því ákveðið að draga úr öllum öðrum umsvifum mínum. Til dæmis að selja minn hlut í Loftkastalanum og svo Kaffi- barinn sem ég hef átt árum saman. ,, Á KAFFIBARNUM Baltasar hefur ekki tölu á hversu mörg viðtöl hann hefur farið í einmitt á Kaffibarnum sínum. Hann hyggst nú einbeita sér að kvikmynda- gerðinni og liður í því er að selja Kaffibarinn. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.