Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 29
29SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003 „Ég elska Ísland og ég tala um Ísland og Selfoss í hverju einasta við- tali sem ég fer í. Fólkið er frábært, maturinn dásam- legur og vatnið er betra en annars staðar. Meira að segja gosið er betra á bragðið á Íslandi. Fjölskyld- an mín öll elskar Ísland og foreldrar mínir ætla að reyna að koma á forsýningu myndarinnar í Reykjavík.“ ,, Með flugi heim fyrir jól ! Vörur sem þú finnur aðeins á Netinu - Verð sem aðeins býðst á Netinu. Við opnum þér þúsund verslanir í Bandaríkjunum. Þú veist nákvæmlega hvað varan kostar komin í þínar hendur. Keyptu jólagjafirnar á Netinu og við fljúgum þeim heim. Nánar á ShopUSA.is Harley-Davidson.com VictoriasSecret.com RestorationHardware.com Amazon.com Sears.com ebay.com PetsMart.com AutoTrader.com AgAutos.com WalMart.com Yamaha.com og er mjög virtur í sínu fagi. Hon- um var boðið að halda fyrirlestur á Íslandi og í kjölfarið kenndi hann við Háskóla Íslands um stund. „Ég frétti fyrst af Íslandi hjá pabba en hann fór á hestbak á Ingólfshvoli og vildi endilega koma aftur með okkur strákana. Hann sýndi okkur myndir frá Ís- landi og talaði mikið um hestana en það sem gerði endanlega úts- lagið var að hann sagði við mig: Eli, þetta land er yfirfullt af fal- legustu stelpum sem ég hef séð á ævinni. Þú verður að fara þang- að.“ Ég var búinn að pakka niður áður en hann lauk setningunni. Það er alveg á hreinu að mig langar að gera mynd í fullri lengd á Íslandi. Ég sá Vatnajökul í Tomb Raider í bíó og hugsaði með mér „ah, Ísland“. Ég verð alltaf óróleg- ur þegar ég sé að aðrir eru að filma hérna og gætu orðið á undan mér. Þetta er bara alltaf sama svæðið sem er notað á Íslandi. Ég vil til dæmis kvikmynda við Selja- landsfoss og á Akureyri. Ég er að skrifa sögur og handrit núna og velti því stöðugt fyrir mér hvern- ig ég geti tekið þær á Íslandi.“ Hryllingssaga frá Selfossi Cabin Fever er sögð koma með ferska strauma inn í staðnaða hryllingsmyndagreinina og breska kvikmyndatímaritið Empire geng- ur svo langt að fullyrða að með Eli hafi hryllingsmyndin eignast nýja von og þessi von kviknaði á Sel- fossi. „Mig dreymdi um að gera mynd eins og Evil Dead eftir Sam Raimi en hún er ein af mínum uppáhalds- myndum. Ég var ákveðin í því strax þegar ég var átta ára að ég ætlaði að gera hryllingsmyndir og eftir að ég fékk þessa sýkingu í andlitið fannst mér eins og eitthvað hefði tekið yfir líkama minn. Maður get- ur lent í því að vera fullkomlega heilbrigður þangað til að það ræðst eitthvað á mann allt í einu og byrj- ar að éta mann upp að innan. Eins og maður sé bara hýsill. Ég skrifaði sögu um þetta strax eftir sumarið á Íslandi og þar með var grunnurinn að Cabin Fever kominn. Það er svalt að Empire kunni að meta myndina. Ég hef líka fengið viðurkenningu frá mönnum sem ég met mikils og það skiptir mig miklu máli. Peter Jackson leyfði mér að vitna í sig á auglýs- ingaplakati fyrir myndina en hann hefur aldrei gert það áður fyrir nokkra mynd. Náungar eins og Jackson, David Lynch og Quentin Tarantino skilja nákvæmlega hvað ég er að gera og hafa veitt mér mikinn stuðning.“ Mynd fyrir þá sem vilja sofa hjá Eli segir að það skemmtileg- asta við kvikmyndagerðina sé þó að sitja og horfa á myndina í bíó með áhorfendum og hlusta á fólk öskra og hlæja. „Það liggur líka alveg ljóst fyr- ir að Cabin Fever á eftir að verða besta stefnumótamynd sem sögur fara af og strákar sem bjóða stelpu á myndina eiga pottþétt að fá að sofa hjá. Stúlkan ætti að sitja í kjöltu þinni áður en myndinni lýk- ur. Eftir á er hún auðvitað dauð- hrædd og þá ferðu með hana heim. Þið fáið ykkur smá Svarta dauða og gerið það og allir vinna. Þetta er grunnhugmyndin að baki Cabin Fever. Henni er ætlað að láta fólk stunda kynlíf. Þetta virkar. Fólk hefur sagt mér það. Þannig að þeir sem vilja sofa hjá ættu að fara á Cabin Fever.“ thorarinn@frettabladid.is Pollýönnutýpa Mér finnst hún framúrskarandiskelegg, með fremstu konum sem hafa hér komið í þjóðmála- umræðuna. Fylgin sér og með ríka réttlætiskennd. Hún nýtur virðing- ar samherja sem andstæðinga ólíkt mörgum þeirra sem hún hefur sam- neyti með,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður um þá konu sem um er spurt að þessu sinni. Egill var með henni í skóla á sínum tíma - kynntist henni ekki mikið þá en ör- lítið betur nú í seinni tíð. „Hún kemur mér fyrir sjónir sem afskaplega rösk og opinská. Hún hefur greinilega sterka rétt- lætiskennd. Svo er hún mjög kát og skemmtileg,“ segir Margrét Kr. Gunnarsdóttir hjá Vinnumálastofn- un en leiðir þessara tveggja ágætu kvenna hafa legið saman. Margrét Kr. er á svipuðu róli og Egill. Anna Þóra Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri Gleraugnaverslunarinnar Sjáðu við Laugaveginn þekki þá konu sem um er spurt mæta vel og hún bætir verulega við myndina. Anna Þóra á síðasta orðið: „Hún er svona Pollýönnutýpa. Mjög fjöl- skyldurækin og ber hagsmuni litla mannsins í þjóðfélaginu fyrir brjósti. Svo er hún einnig mikill dýravinur. Hún hefur gömul og góð gildi í hávegum. Svo hikar hún ekki við að ganga í karlmannsverk ef því er að skipta.“ Nú er spurt: Hver er konan? Svar á næstu síðu. ■ Hver er maðurinn? STERK RÉTTLÆTISKENND Þeir sem þekkja konuna sem um er spurt lýsa henni sem skeleggri, opinskárri og skemmtilegri. Pollýönnutýpa sem veður í verkin og ber hag litla mannsins mjög fyrir brjósti. Keikó með falsað vegabréf Keiko var í hópi var í hópi kín-versku ríkisborgaranna sem handteknir voru, með fölsuð vegabréf, á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Keiko Myata framvís- aði japönsku vegabréfi við kom- una til landsins en þegar betur var að gáð kom í ljós að vega- bréfið var falsað og Keiko var alls ekki Keiko heldur Li Xiao Hua búsett í Guan Zhou í Canton í Kína. Li Xiao er fædd 1978 og gekkst við yfirheyrslur við því að hún vissi að vegabréfið væri falsað en það fylgir ekki sögunni hvort hún hafi gert sér grein fyr- ir því að hún gekk undir nafni ástsæls háhyrnings sem hafði ís- lenskt ríkisfang um árabil. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.