Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. júni 1972. TÍMINN 3 V-íslenzkur brúðgumi á tíræðisaldri Framhald af bls. 1. hafa þau brugðið sér i skemmtiferðir i góða veðrinu, meðal annars austur að Gull- fossi og Geysi. Geysir gamli sýndi þeim þá kurteisi að gjósa fyrir þau, þótt hann yrði með engu móti dekraður til þess að gjósa fyrir kónginn hér á árunum. — Við erum stórhrifin af landinu og fólkinu, sagði Jón, og Iva kinkaði kolli, þvi að enn fann hún á sér, hvað til um- ræðu var. Þeim hafði verið sagt, að hér væri fjarkalega kalt, og þau höfðu heilmikið með sér af skjólgóðum flikum. En það hefur þurft að gripa til þeirra. Enginn jafngamall fyrir austan Nú barst i tal, hvort þau ætluðu ekki að bregða sér austur á Hérað og lita kannski á Seyðisfjörð i leiðinni. En af þvi verður sennilega ekki. Veðrið hefur ekki alltaf verið sem hagfelldast þar eystra siðan hann kom á þá áttina, er verið hefur að undanförnu. — Og svo held ég bara, að það sé enginn lifandi fyrir austan svo gamall, að hann muni eftir mér, sagði Jón brosandi. Sure, það eru orðin mörg ár siðan maður fór það- an. Fransmennirnir og selurinn Þórunn hefur reynt að bæta bróður sinum upp, að ekki verður af austurferð. Þau systkinin hafa spjallað margt um heimaslóðirnar. Dýrð miðnætursólarinnar á Unaósi hefur birzt þeim i endurminn- ingunni i stofunni i litla húsinu við Vitastig, og bæði muna þau glöggt frönsku skúturnar, sem lónuðu með brúnbörkuð segl úti á Héraðsflóa. Úti við sjó- inn, stutt frá ósi Selfljóts er klettur hár, Selfljótsmegin, og hann er alsettur furðulegum rúnum, sem enginn botnar i. í vikunum undir bjarginu út með flóanum eru selir á stein- um með kópa sina. — Ó, hvað kóparnir voru fallegir, segir Þórunn og leggur hönd sina á hönd blaða- mannsins, likt og til áherzlu. Fransmennirnir voru ann- ars nokkuð viðsjálir. úti i þessum vikum gekk fé i fjöru, og þar var hægt um vik að króa það af og handsama það við klettana. Fransmennirnir voru ekki eins frómir og frek- ast hefði orðið á kosið. Það varð að vaka yfir fénu, þegar þeir voru þarna við land, ef sjór var kyrr, svo að þeir stælu ekki kindum. Heimilisannirnar kalla að Þau Jón og Iva eru búin að vera hér hálfan mánuð. En þó að þau hafi unað sér hið bezta, og bæði veður og fólk leikið við þau, liður senn að þvi, að þau snúi heim á leið. Þau búa á Bambrigdeeyju, og er þangað yfir sund að fara frá Seattle. Þar eiga þau sex herbergja hús, og þess vilja þau nú senn vitja. Húsbóndinn vill ekki slá slöku við, þvi að enn gripur hann i að smiða skemmtisigl- ingabáta, þótt langt sé orðið siðan hann gegndi föstu starfi. Og svo þarf húsmóðirin að sjóða niður til vetrarins. Það eru jarðarber og epli og fleirá, sem vex i garði þeirra, og hún verður að komast vestur áður en það ofþroskast. — Eiginlega þurfum við helzt að fara 23. júni, segja þau. Frændur og vinir vilja ekki sjá af þeim svo fljótt. En allt verður að hafa sinn gang i ver- öldinni. — Kannski komum við aftur að ári, segir Jón hressilega, alls ósmeykur við langferðir, þegar við kveðjum þau á hlaði Þórunnar, eftir siðustu myndatökuna úti i garðinum. Og þar standa þau, þegar við stigum inn i bilinn — Jón þéttur á velli og næsta keikur, frúin Iva nett og lagleg og Þórunn há og grönn eins og ösp i lundi. J.H. Þau halda innilega hvort utan um annað, þó að brúðguminn sé 91 árs og brúðurin sjötug. Hér standa þau undir hafnfirzkum reynitrjám, en heima i garðinum sinum á Brambridgeey eiga þau eplatré. Ætluðu að bjarga lambinu og lentu á Borgarspítalanum EB — Reykjavik. Sæmundur Guðmundsson skólastjóri á Laugalandi i Holtum, eiginkona hans Eyrún Oskarsdóttir og tvö börn voru á laugardaginn flutt á slysadeild Borgarspitalans, eftir að bifreið „Prinsessurnar" vatnslitlar Tvær „prinsessur” Laxá i Kjós og Þverá voru opnaðar nú um helgina. Um rosaveiði i þessum ám fyrstu dagana er ekki að ræða, enda hafa veiði- skilyrði ekki verið sérlega góð og árnar eru afar vatnslitlar vegna þurrkanna siðustu vikur. 4 veiddir í Laxfossi Páll Jónsson sagði, er við röbbuðum við hann i gær, að á laugardaginn, fyrsta veiði- daginn, hefðu 8 laxar verið veiddir á Laxá i Kjós og 6 á sunnudaginn. Var hér um 7-15 punda fiska að ræða. Tveir þeirra voru veiddir á flugu, sem var heimatilbúin, liklega eina flugan enn sem komið er, sem hefur nú verið notuð við veiðar i ánni. 4 laxanna hafa veiðzt i Laxfossi og 2 i Bugðu. þeirra hafði lent út af veginum á móts við Fosshóla i Holtunum og stungizt ofan i djúpan vegar- skurð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarspitalanum i gærkvöldi var fólkið við sæmilega liðan og fer væntanlega fljótlega heim. Þegar við simuðum upp i veiðihúsið við ána siðdegis i gær, sagði Finnbogi mat- reiðslumaður okkur, að fyrir hádegi hefði enginn lax verið veiddur i ánni. Hann var ekki búinn að fá fregnir af gangi mála seinni partinn. 8 stangir eru nú i ánni, en verða 10 siðla i þessum mán- uði. Framkvæmdir við gerð laxastiga i Laxfossi eru hafn- ar, búið er að sprengja fyrir stiganum og moka út. Verður ekki gert meira i sumar, aö sögn Páls Jónssonar. Góðveiði á efra svæði Þverár Þverá i Borgarfiröi var opn- uð á sunnudagsmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum Hólmars Kristmundssonar á Guðna- bakka veiddust fyrsta daginn 24 laxar á efra svæðinu og 5 laxar á þvi neðra. Hins vegar hafði Hólmar litiö að segja um Skömmu fyrir hádegi á laugar- dag var Sæmundur, kona hans og þrjú börn á ferð i bifreiö fjöl- skyldunnar., A móts við Fosshóla i Holtum hljóp lamb fyrir bifreiðina. Bifreiðarstjórinn ætlaði að sneiða hjá lambinu, en veiðina i gær. Sól og hiti var rikjandi þar uppfrá i gær. 65 laxar komnir á land úr Norðurá Sigurrós Kristinsdóttir i veiðihúsi þeirra Norðurár- manna sagði okkur, að veiði- hópurinn, sem lauk tima sin- um á hádegi i gær, hefði fengið 23 laxa. 65 laxar alls eru þá komnir á land úr Norðurá Bæjarlækurinn að fyllast Geir Hallgrimsson borgar- stjóri má reikna með þvi að fá nokkra góða i soðið, þegar hann fyrstur manna, rennir i Elliðaárnar seinna i mánuð- inum, verði hann viðlátinn og hefðir i heiðri hafðar. Fregnir berast nefnilega um,að þegar sé mikið af laxi kominn i ána. „Allt að fyllast” eins og menn orða það. __fr lenti við þaö i lausamöl við veg- brúnina. Fdr bifreiðin við það út af veginum og stakkst á endann i djúpan vegarskurð. Eitt barnanna slapp ómeitt. Sveinn tsleifsson, lögreglu- maður á Hvolsvelli, sagði Timanum, að starfsfólk i Alafoss- verksmiðjunni, sem var á skemmtiferð, hefði fyrst komið á slysstaðinn og veitti það hinum slösuðu fyrstu hjálp. Óskaði Sveinn eftir þvi að fram kæmi,að þetta fólk heföi sýnt sérstaka hjálpsemi. Sæmundur kona hans og tvö börn voru siðan flutt á slysadeild Borgarspitalans, þar sem þau eru nú sem fyrr sagði. Grímsstaðir: Hlakka til að fá póstinn tvisvar f viku SB-Reykjavik Vorið hefur verið alveg framúrskarandi gott og má segja, að þetta árferði sé ein- stakt, sagði Kristjan Sigurðs- son bóndi á Grimsstöðum i viðtalivið Timann. Gróðrinum fer vel fram, en þó getur dregizt eitthvað að menn fari að slá. Aburður er kominn á öll tún og sauðburði lokið. Gekk hann vel og var mikið um tvilembinga. Póstur berst til Grimsstaða einu sinni i viku, en tvisvar, þegar áætlunarferðunum fjölgar. Þykir þó varla nógu ört, en við þvi er vist ekkert að gera. Starfsmenn í stjórnum 1 5. tölublaði Hlyns birtist viðtal við Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóra I Keflavik. 1 viðtalinu er m.a. vikiö aö þvl, aö kaupfélagið hefur nýiega tekiö upp þann hátt, aö láta starfsfólk taka þátt i stjórn félagsins og stjórn hraöfrysti- hússins, sem félagiö rekur. Gunnar svarar þeirri spurn- ingu, hvernig þetta hafi gefist, á þessa leið: „Þetta hefur gefizt vel, en tillaga um þetta kom fyrst frant á einum af deilda- fundunum í fyrra. Siöan flutti stjórn kaupfélagsins tillöguna á siöasta aöalfundi, sem sam- þykkti hana, og eftir þaö var þetta tekið upp. Þetta var framkvæmt þannig, aö sendir voru út tveir iistar, annar til allra starfsmanna kaup- félagsins, en hinn til starfs- manna hraöfrystihússins, og voru á þessum listum nöfn allra starfsmanna hjá hvoru fyrirtæki um sig. Siðan kusu starfsmennirnir, og eftir aö listunum hafði verið safnaö saman, fór talning fram á skrifstofum beggja fyrirtækj- anna aö viöstöddum fulltrúum starfsmanna á báöum stööum. Þess má geta, aö atkvæöin dreifðust mjög mikið, svo aö ekki viröist hafa veriö um mikil samtök starfsfólksins aö ræöa, og i hraöfrystihúsinu uröu reyndar tveir jafnir og cfstir, svo aö þar varð aö varpa hiutkesti. Atkvæöa- hæstu mennirnir tóku slðan sæUhvor i sinni stjórn og hafa siöan setiö þar alla fundi meö málfrelsi og tillögurétti. Þetta hefur gefizt ágætlega, og er ætlunin aö kjör fari fram aftur nú aö loknum aöaifundi. Aö þvi er mér er bezt kunnugt, mun Kf. Suöurnesja vera fyrsta kaupfélagiö, sem tekur upp þann hátt aö veita fulltrú- um starfsfólks þannig rétt til setu i stjórn, enda eru starfs- menn félagsins ekki á annan hátt kjörgengir til setu i stjórninni. Hins vegar má geta þess, aö svipuð tilhögun var tekin upp hjá Keflavikurkaup- staö fyrir tveimur árum, er viðkomandi starfsmenn fengu aö kjósa sér áheyrnarfulltrúa i rafveitunefnd og sérleyfisbif- reiðanefnd, og þykir mér lik- legt, aö hugmyndin hafi komiö þaöan.” Fundir með starfsmönnum t siöasta blaöi Sambands- frétta, sem SÍS gefur út, er m.a. eftirfarandi frétt: „24. mai s.l. var i fyrsta skipti haldinn fundur fram- kvæmdastjórnar Sambands- ins og fulltrúa starfsmanna þess iReykjavik, og mætti þar stjórn Starfsmannafélagsins I Reykjavik. A fundinum gaf Erlendur Einarsson forstjóri stutt yfirlit yfir rekstur Sambandsins s.l. ár og fyrstu þrjá mánuöi þess árs ásamt framtiðarhorfum, Siguröur Markússon frkvstj. ræddi um námskeið fyrir starfsfólk samvinnufélaganna og starfsmenntun heima og erlendis, og Hjörtur Hjartar frkvstj. ræddi um starfsemina I Hamragöröum. Spunnust talsveröar umræöur á fundin- um um öll þessi mál og önnur, sem fram komu. Eins og SF hafa áöur skýrt frá, er fyrirhugað, aö slikir fundir veröi haldnir eigi sjaldnar en tvisvar á ári fram- vegis. t þessu sambandi má og minna á það, aö s.l. vetur héldu forstjóri og fram- kvæmdastjórar Sambandsins reglulega opna fundi i Hamra- göröum meö starfsfólki, þar sem þeir ræddu starfsemi ein- stakra deilda og Sambandsins I heild og svöruöu fyrirspurn- uni.” Hér cr vafalítið um æskilega nýbreytni aö ræöa. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.