Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. júni 1972. TIMINN 15 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson AKURNESINGAR FÆRÐUST I AUKANA EFTIR AÐ EYLEIFUR SKORAÐI ÚR VÍTASPYRNU - sem dæmigerður heimadómari leiksins, Baldur Þórðarson, dæmdi á Breiðabliksliðið, á óskiljanlegan hátt. Eftir það bættu Skagamenn við tveimur mörkum og sigruðu 3:0 Það þurfti vitaspyrnu til að koma Akurnesingum á bragðið gegn Breiðablik upp á Skaga s.l. laugardag i eitthverjum daufasta leik, sem sézt hefur i sumar. Stóð 0:0 þar til á lO.mín. siðari hálf- leiks, að Skagamenn fengu vitið. Jón Alfreðsson nálgast vitateig með knöttinn, og allt i einu gefur hann góða sendingu á Hörð Jóhannesson, sem kemur á fullri ferð inn i vitaleiginn. Þarf Hörður að leika á Helga Helgason, bak- vörð Breiðabliks, til að komast i markfæri — vippar hann knettinum fram hjá Helga og ætlar svo að bruna fram úr honum út við markteigshorn, þeir hlaupa samhliða, þegar Hörður dettur allt i einu. Viti, Viti..hrópa áhorfendur og viti menn, þeir fengu það sem þeir heimtuðu, dæmigerður heimadómari leiksins Baldur Þórðarson, benti á vftapunktinn. En hvar var Baldur staðsettug þegar hann dæmdi? Jú á sinum uppáhaldstað, miðjuhringnum. Er óskiljanlegt, hvernig hann hefur getaö séð, að það hefði átt að dæma viti, þar sem hann var svo langt i burtu frá þeim stað, sem atvikið skeði. Lét hann áhorfendur hafa áhrif á sig,þegar hann dæmdi vitið? „Við hlupum samhliða, ég og Hörður — hann var búin að spyrna boltanum fram fyrir okkur og ætlar svo að stinga sér fram fyrir mig, en honum tókst ekki betur til en það, að hann rakst i lærið á mér og hélt ekki jafnvægi og datt. „Þetta var alls ekki vitaspyrna” þetta sagði Helgi bakvörður Breiðabliks eftir leikinn, ég skil ekki, hvernig dómarinn gat dæmt viti, þar sem hann stóð út á miðju, sagði hann ennfremur. Ekki má deiia við dómarann, vitið var staðreynd og skoraði Eyleifur Hafsteinsson úr þvi. Þar með tóku Skagamenn leikinn i sinar hendur, það var eins og Breiðabliksliðið hafi gefizt upp við mótlætið. Teitur Þórðarson skoraði annað mark Skagamanna á 38. min. Hann kemst með knöttinn inn i vitateig, skaut þaðan — knötturinn hrökk i úthlaupandi markvörð Breiðabliks og i netið. Ódýrt mark það. Fjórum min. siðar, eða tveim min. fyrir leikslok skorar Eyleifur svo þriðja mark Skaga- manna með stórglæsilegu skoti skot hans frá vitateig hafnaði neðst i hliðarnetinu fjær. Akranessliðið var eitthvað miður sin i leiknum, þvi aö aldrei tókst að ná leikköflum, sem skapaði hættu, og er það ólikt liðinu, sem getur leikið oft svo skemmtilega og góða knatt- spyrnu. Beztu menn i liðinu voru Benedikt Valtýsson, Eyleifur Hafsteinsson og Hörður Jóhannesson. Matthias lék ekki með liðinu vegna meiðsla og Jón Guðlaugsson var i keppnisbanni. Breiðabliksliðið var mjög dauft' i leiknum og náði aldrei að sýna baráttu eins og gegn Vestm.ey ingum og Valsmönnum. Fram- linan er ekki nærri þvi nógubeitt, sérstaklega vinstra megin. Geta heldur en tengiliðs, liggjandi útherja. Dómari leiksins Baldur Þórðarson var hreint út sagt mjög iélegur og greinilega i engri æfingu, enda þetta hans fyrsti leikur i ár, sem hann dæmir. Hann hreyfði sig litið úr miðju- hringnum og þar að auki leyfði hann heimamönnum að leika leiðinlegan leik hvað eftir annað — sérstaklega Teiti, sem er að verða leiðilegasti sóknarmaður okkar. Hann er alltaf hangandi, utan i markvörðum og hrindandi leikmönnum til og frá. Þar að „Þetta var alls ekki vitaspyrna” sagði Helgi bak- vörður Breiðabliks — „Við hlupum samhliða, ég og Hörður, hann var búinn að spyrna boltanum fram fyrir okkur og ætlaði svo að stinga sér fram fyrir mig, en honum tókst ekki betur til við það en það, að hann rakst i lærið á mér og hélt ekki jafnvægi og datt”. tengiliðir liðsins haft þau áhrif á hana, því að þeir hjálpa henni ekki nógu mikið i sóknum. Beztu leikmenn liðsins voru: Ólafur Hákonarson markvörður, sem varöi oft glæsilega í leiknum, Hinrik Þórhallsson, en hann ætti frekar heima i stöðu fram- auki hafði hann forgangsrétt til . aö nöldra i leiknum. Með réttu átti Baldur að vera búinn að áminna hann — sérstakiega þegar hann spyrnti knettinum út af vfdlinum, eftir aö það hafi verið búið að flauta rangstööu á hann. sos- llinn sókndjarfi bakvöröur Brciöabliksliösins, Helgi llelgason. (Tímamynd Róbert). Vestmannaeyingar unnu fyrsta leik sinn f 1. deildinni á laugardag 2:0 fórnardýr þeirra voru Víkingarnir, sem ekki hafa skorað mark í síðustusex leikjum Skagamenn: Setja upp auglýsingaspjöld Hvað er nú þetta? spurðu áhorfendur á Akranesi, s.l. laugardag, þegar þeir komu til að horfa á leik heima- manna gegn Breiöablik i I. deild. „Þetta eru auglýsinga- spjöld” sagði þá ungur piltur og hafði hann rétt fyrir sér, þvi að það sást greinilega þegar nær dró., að Skaga- menn eru búnir að setja upp auglýsingarspjöld á völlinn hjá sér. Þau eru beint á móti áhorfendapöllunum, og eru fest á þar til gert grindverk. Spjöldin eru niu talsins, enn sem komið er og eru allt frá 2 upp i 6 metra löng og einn og hálfur metri á hæð. Setja þau skemmtilegan blæ á völlinn og hindra einnig.að knötturinn eigi greiöan aögang niöur i fjöru. Mjög snjöll hugmynd hjá Skagamönnum. Eru nú auglýsingaspjöld komin á þrjá velli á landinu, Keflavik, Akureyri og Akranes. Og vaknar þvi sú spurning: Hvenær verða sett upp auglýsinga spjöld á vell- ina i Reykjavik? SOS. Loks kom að þvi,aö Vestmann- eyingar sigruöu leik i 1. deildinni — fórnardýr þeirra I Eyjum s.l. laugardag var botnliðið I fyrstu deild, Víkingur, sem hefur ekki tekizt að skora mark i sex siðustu leikjum sinum, sem er öruggiega nýtt tslandsmet hjá 1. deildarliöi. Veöur var þurrt og bjart i Eyjum og 4. vindstig, þegar leikurinn fór fram og kusu Eyjarmenn að Ieika undan vindinum. Sóttu þeir mjög stift að marki Vikinga og áttu aragrúa af tæki- færum. A 3. min átti Valur Ander- sen gott skot, sem rétt strauk slá. Rétt á eftir á, Óskar Valtýsson skalla, sem Diðrik Ólafsson, markvörður Vikings bjargar meistaralega i horn. Stuttu siðar bjargar Diðrik aftur, þá hörku- skoti frá Erni Óskarssyni. Um helgina fór fram opin golfkeppni á velli GS fyrir sunnan Keflavik. Var það Bridge- stone/Camel-keppnin, sem heild- verzl. Rolf Johansen gefur verð- laun til, og var þetta i sjöunda sinn, sem þcssi keppni fer fram. Leiknar voru 36 holur og voru þátttakendur 84 talsins, viðvegar að af landinu, þar á meðal allir Einar Guðnason GR sigur- vegari án forgjafar Á 17. min. kemur svo skot, sem Diðrik ræður ekkert við. Óskar tekur knöttinn á brjóstið inn i vitateig, lætur knöttinn detta niður og spyrnir honum viðstöðu- laust i netið, — gjörsamlega óverjandi. Vestmanneyingar bæta svo öðru marki sinu viö á 29. min Asgeir Sigurvinsson átti „súper skot”, sem Diðrik hélt ekki — knötturinn hrekkur til Tómasar Pálssonar og sendir hann knött- inn i netiö. Eftir þetta sækja Eyjamenn stift, en koma knettinum ekki i mark Vikings- liðsins—-þó var Óskar nálægt þvi að skora á 40. min, en knötturinn hrökk i þverslá. Eina færið, sem Vikingsliðiö átti i fyrri hálfleik, kom á 43. min. en þá átti Gunnar örn Kristjáns- beztu kylfinga landsins. Yfirleitt gekk mönnum vel að spila, enda veður gott og völlurinn í nokkuð góðu standi, þó að hann sé samt ekki eins góöur og hann var i fyrra. 1 keppni „þeirri stóru” var Einar Guðnason, GR beztur eftir fyrri daginn á 73 höggum (einn yfir par). Næstur kom gamli knattspyrnukappinn úr Keflavikurliðinu, Högni Gunn- laugsson á 75 höggum, en 2 höggum á eftir honum komu þeir Þorbjörn Kærbo, Loftur ólafsson, Jóhann Ó. Guðmunds- son og John Everett, sem er Bandarikjamaður af Keflavikur- flugvelli og er meðlimur i GS. Eftir fyrri hringinn á siðari deginum náði Kjærbo að minnka bilið á milli sin og Einars úr 4 höggum i 1 högg. Hélzt sá munur nokkuð fram eftir siöari hring- num eða þar til á siðustu hol- unum, að Einar tók á honum stóra sinum og náði 5 högga forustu, sem nægði honum til sigurs i mótinu- þriðji sigur hans i stórmóti i röð. Kjærbo og Bandarikja- son skot að marki. Leikurinn fór að jafnast i siðari hálfleik og skiptust liðin á að sækja, án þess þó að skora mark. Vestmanneyingar áttu mun meira i leiknum, og bjargaði góður markvöröur Vikingsliðsins, Diðrik, liðinu frá stór tapi i leiknum. Greinilegt var, að Vikingsliðið saknaði Hafliöa Pétursonar, hins mikla marka- skorara liðsins, þær fáu sóknit sem Vikingsliöið átti i leiknum, voru illa skipulagðar og ósam- stilltar. Beztu menn Vestmanneyja liðsins voru, Kristján Sigurgeirs- son, Páll Pálmason, markvörður og Valur Andersen og átti hann frábæran leik i fyrri hálfleik. Leikinn dæmdi Einar Hjartarson. - sigraði í Bridgestone/ Camel-keppninni hjá GS með nokkrum yfirburðum eftir hörkukeppni við Þorbjörn Kjærbo ------------------------------I maðurinn urðu jafnir i öðru og þriðja sæti, en Kjærbo sigraöi hann i aukakeppni um önnur verölaunin. t keppninni með forgjöf, sigraði Jóhann Jósefsson, GS á 135 höggum nettó. Jafnir i öðru og þriðja sæti urðu Helgi Hólm, GS og Siguröur Thorarensen, GK á 139 höggum. Sigurður, sem er aðeins 14 ára gamall sigraði i aukakeppni á milli þeirra. t fjórða sæti kom svo Siguröur Hafsteinsson GR á 140 höggum. Hann er einnig ungur og efnilegur eins og sigurvegarinn Jóhann Jósefsson, báðir nokkuð fyrir innan tvitugt. Úrslit i keppninni án forgjafar urðu annars bessi: Einar Guönason, GR 36:37-39:37 = 149 ) Þorbjörn Kjærbo, GS 40:37-36:41=154 Johan Everett, GS 38:39-39:38= 154 Björgvin, llölm, GK 40:40-39:38= 157 Júllus R. Júllusson, GK 40:38-40:39= 157 Jóhann Ó. Guömundsson, GR 39:38-39:42= 159 Loftur ólafsson, GN 39:38-42:40= 159 Siguröur Thorarensen, GK 40:42-37:40= 159 Pétur Björnsson, GN 38:41-38:42= 159 Helgi Hólm, GS 40:40-39:40= 159 Pétur Antonsson, GS 41:40-42:37= 160 Eyjakonur efstar Hjá GR fór einnig fram um helgína opin keppni. Var hún ein- göngu fyrir konur og mættu þær þar 16 talsins úr Reykjavik, Hafnarfirði, Keflavik og Vest- mannaeyjum Léku þær 18 holur án forgjafar og urðu úrslit þau, að i efstu sætunum tveim urðu konur i Vestmannaeyjum, en þar er harðsnúið kvennalið i golfi. Það var fyrrverandi tslands- meistari Jakobina Guðlaugs- dóttir, sem sigraöi og önnur varð silfurhafinn frá siöasta tslands- móti, Sigurbjörg Guðnadóttir. Úrslit urðu annars þessi: Högg Jakobina Guölaugsd., GV 84 Sigurbjörg Guönad., GV 90 Ólöf Geirsd., GR 91 Elisabet Möller, GR 95 Ágústa Guömundsd. • 96 -klp- Fram-Valur, 1-1 Alexander Jóhannsson skoraði 1:0 fyrir Val á 2. min. siöari hálf- leiks. Kristinn Jörundsson jafnaði fyrir Fram á 40. min. Nánar á morgun. Hvað gera ungu Ijónin? t kvöld kl. 20:00 leika ungu ljónin úr KR gegn Keflavik á Laugar- dalsvellinum. Má reikna með, að þar verði spennandi leikur eins og alltaf þegar liðin mætast. KR—ingar mæta með alla sina sterkustu leikmenn eða þá leik- menn, sem hafa verið á sjúkra- lista, þá: Magnús Guðmundsson markvörð, Þórð Jónsson og Gunnar Gunnarsson. Sundmót IR í kvöld kl. 20.00 t kvöld fer fram sundmót tR i Laugardalssundlauginni. Keppt verður i niu einstak- lingsgreinum og tveimur boð- sundum. Má búast vii^að það verði spennandi keppni á mót- inu eins og undanfarin ár. Einar Guðnason enn í ham

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.