Tíminn - 13.06.1972, Síða 7

Tíminn - 13.06.1972, Síða 7
Þriðjudagur 13. júni 1972. TÍMINN 7 Hver tollir lengst á staurnum. 1 litlu þorpi, sem heitir Roelofarendsveen og er i Suður- Hollandi fer fram á hverju ári keppni um það, hver getur húkt lengst á staur úti i miðju vatni. Siðast þegar þessi keppni fór fram, tileinkuðu þátttakendurn- ir hana baráttunni gegn meng- un. Ekki er hægt að segja, að það hafi verið að ástæðulausu, þvi t.d. mengun vatns i Hollandi er ótrúlega mikil. Flestar upp- sprettur drykkjarvatns Hol- lendinga eru upphaflega komn- ar langan veg að allt frá Þýzka- landi, Frakklandi og Belgiu. Arnar hafa runnið i gegn um iðnaðarhéruð, þar sem mengun er orðin eitt mesta vandamálið. Já, og eitt af slagorðum kepp- endanna var: „Hver verður þyrstur, eftir að hafa hugsað út i það, að drykkjarvatniö hans hefur verið drukkið fimm sinn- um áður en það kemst inn fyrir varir hans sjálfs?” Heldur óhugguleg staðreynd, sem við Islendingar getum varla gert okkur fulla grein fyrir, enda megum við vera þakklátir fyrir okkargóða vatn, þótt mengunar sé farið að verða vart hér á landi, þótt ekki sé það i miklum mæli. En svo við snúum okkur aftur að keppninni, þá getum við skýrt frá þvi, að það var Hannes de Jong, sem fór með sigur af hólmi. Hann tolldi á staurnum sinum i 85 klukku- stundir. En það er þó annar, sem á heimsmet á þessu sviði, Bretinn John Stokes, sem árið 1966, sat i 32 daga og 14 klukku- stundir i körfu ofan á 45 feta há- um staur i Birmingham. En sé athugað, hver á metið frá upp- hafi vega,þá hlýtur það að vera munkurinn Simon Stylites, sem var uppi i Sýrlandi á fimmtu öld. Hann eyddi hvorki meira né minna en 37 árum lifs sins á 66 feta háum staur, sem var 3 fet i þvermál. l Grásleppan gáfnasljóa Freysteinn Gunnarsson skólastjóri átti það til að yrkja neyðarlegar visur. A árunum fyrir heimsstyrjöldina siðari orti hann þessa kosningavisu: Grásleppan veiðist suður með sjó. Það sýnir, hvað hún er gáfnasljó, að alltaf fiskast þar nægtanóg i netin á hverjum vetri. En aðrir fiskar i öðrum sjó eru vist litlu betri. Gullfundur í Ukrainskum grafhaug Jarðýta á samyrkjubúinu Ukraina við Dnjepropetrovsk rakst á gulldjásn, hluta úr brynju, silfurskálar, gylt föt og fleira verðmæti i leifum af gömlum grafhaug. Fornminja- fræðingar, sem tilkvaddir voru telja, að gripirnir séu frá þvi 300-400 eftir Krist og gerðir á Bysans og Svartahafssvæðinu. ★ Land hækkar og lækkar i Sovétrikjunum. Svæðakort yfir hreyfingar jarðskorpunnar i Sovétrikjun- um hafa verið rannsökuð i Leningrad. A grundvelli nákvæmra mælinga hafa visindamennirnir komizt að þeirri niðurstöðu, að yfirborð jarðar sé á stööugri hreyfingu. Karpatafjöllin hækka um 2 sm á hverju ári, Krim um 4 sm og Ukrainusvæðið um 8 sm. Hrað- ast hækkar þó fjallakeðjan i Kákasus — rúma 11 sm árlega. Samtimis sigur bakkiPetjdra- fljóts, Úral og Suðuraustur- Karelia. 32 þúsund rúmmetra timburfloti. Dráttarbáturinn Kuzma Minin hefur flutt 32 þúsund rúmmetra timburflota 300 km niður fyrir Norra Dvina alla leiö til Archangelsk. Þetta er fyrsti stóri timburfioti þessa árs. Nýir málmfundir i Kasakstan. Jarðfræðingar i sovétlýðveid- inu Kasakstan hafa fundið nýjar stórar járnnámur. Þær geta gefiö af sér á ári 40 milljónir tonna af þakjárni i allt að heila öld. A „o 1 i u s k a g a n u m ” Mangisjlak á austurströnd Kas- piahafs hafa ennfremur fundizt ný oliusvæði. Með þessari viðbót getur lýðveldið aukið oliu- vinnsluna upp i 30 milljónir tonna árið 1975, sem þýðir skjót- ari framþro'un i oliu- hreinsunariðnaðinum og i efna- iðnaðinum i Kasakstan. Allur leir samfrosta Guðmundur, bróðir Ölafar skáldkonu Sigurðardóttur á Hlöðum, bjó um skeið á Sauða- nesi. Hann var mikill gáfumað- ur, og komst Þorsteinn Erlings- son svo að orði um hann, að „væri mannvit gjaldgengt i kaupstað, þá væri Guðmundur einn af þeim, sem gætu meira lagt inn en presturinn og hálf sóknin.” Baldvin skáldi skrifaðist á við Guðmund og bað hann senda sér nokkrar stökur i næsta bréfi, þvi að hagmæltur var Guðmundur. Guðmundur svaraði á þessa leið: „Það er nú þvi miður ekki hægt i þetta sinn, Baldvin minn góður, þvi að nú er allur leir frosinn á Sauðanesi.” ólíkt hlutskipti. Séra Sigfús Finnsson i Hof- teigi var hispurslaus maður. Hann kom úr kirkju frá messu- gerð á sólbjörtum sunnudegi og sá þá, að bróðir hans á Skeggja- stöðum handan Jökulsár var að binda og reiða hey i garð. Við þessa sjón brá presti. Hvessti hann augun yfir ána og hreytti út úr sér: ,,0-já, Gvendur bróöir að bjarga sér, en ég stend i þessum andskota.” ,,Þeir skilja það fyrir sunnan" Jón á Akri og Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum voru i fram- boöi i Austur-Húnavatnssýslu og hart barizt. 1 Langadal var maður að nafni ölafur Bjarnar- son, handgenginn séra Gunnari Arnasyni, sem þá var prestur á Æsustöðum. Að kosningunni lokinni lét Ólafur svo um mælt við kunningjana, að sér heföi heldur skilizt á séra Gunnari að hann vildi fá Hafstein á þing. „Af gömlum vana”, sagði hann, „setti ég þó litinn kross við Jón, en miklu stærri kross við Hafstein. Þeir hljóta aö skilja það fyrir sunnan”. „Éta má það" Jón umboðsmaður i Suður-Vik var nýtinn, þótt veglundar- maður væri. Eitt sinn rak á fjöru hans hvalbrot, þvælt og úldið. Þó var það hirt, flutt heim og soðið af þvi til reynslu. Held- ur var ókræsileg lyktin úr pott- inum, og óaði Guðlaugu hús- freyju við að bjóða fólki þetta. Leitaði hún úrskurðar bónda sins um það, hvað gera skyldi. Jón skar sér nú bita af hvaln- um og stakk upp i sig, en hrækti fljótt út úr sér aftur. „Ekki er það gott”, sagði hann, „en é.ta má það.” Hreinsitæki koma i veg fyrir mengun. Hinn frægi oliuborunar „bær” i Kaspiahafi, sem myndaður er af mörgum borpöllum, er hvila á stólpum, sem reknir eru niður i hafsbotninn, hefur fengið mjög afkastamikil hreinsitæki, er fjarlægja óhreinindi úr 10 þús- und rúmmetrum vatns á sólar- hring. Tækin hreinsa vatn þaö, sem kemur upp með oliunni við borunina. Þegar vatnið hefur verið hreinsað, er það aftur leitt til botns. Tækin geta einnig hreinsað oliubátana, sem áður fyrr losuðu kjölvatnið i s.jóinn, er þeir lágu viö bryggju. Stuðlar þetta allt að þvi að gera sjóinn hreinni á þessum slóðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.