Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 16
Átta karlar, ein kona Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur dregið að skipa rektor við Landbún- aðarháskólann á Bifröst. Skömmu eftir að umsóknarfrestur um stöðuna rann út 1. júlí sendi ráðuneytið frá sér lista yfir um- sækjendur, fjórtán að tölu, og tilkynnti þá að skipað yrði í stöðuna frá 1. ágúst. Nú þegar kominn er 24. ágúst bólar ekkert á nýjum rektor. Virðist málið vera ráðherr- anum erfitt og ganga sögur um mikla tog- streitu og samkeppni um stöðuna. Meðal umsækjenda eru all- ir þrír forstöðumenn þeirra stofnana sem sameinaðar voru í vor undir hatti Landbún- aðarhá- skólans. Þá eru fjórar konur í hópnum og velta ýmsir því fyrir sér hvort ráðherrann noti tækifærið til að lægja ólgu meðal kvenna í Framsóknarflokknum með því að velja konu í embættið. Ef marka má hvernig hann fór að þegar hann skipaði í stjórn skólans í síðasta mánuði er þó lítil ástæða til að vænta slíkrar framgöngu. Af níu mönnum sem völdust í háskólaráðið eru átta karlar og ein kona. Konan var til- nefnd af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra! Frú Blair smættuð Hildur Fjóla Antonsdóttir sendi okkur línu vegna skrifa hér í blaðinu um Íslands- heimsókn Cherie Blair. Segir hún að í grein Sverris Jakobssonar á laugardaginn hafi sama og ekkert „verið fjallað um Cherie Blair sjálfa heldur nánast einungis um Tony Blair en svo endar pistillinn á því að það eina sem hún hefur mögulega fram að færa sé að svara fyrir gjörðir eiginmannsins“. Þetta er Hildur Fjóla ekki sátt við: „Hér er því verið að eigna Cherie Blair skoðanir og pólitíska ábyrgð eigin- manns síns. Eins og við vitum þá er það afar klassísk gildra að smætta eiginkonur niður í framlengingu af eiginmönnum sínum“. Og hún bætir við: „Cherie Blair er talin ein gáfaðasta kona á Bretlandi og talin mun fremri eiginmanni sínum hvað gáfur varðar. Hún útskrifaðist úr lögfræð- inni með láði og var yngst af sinni kynslóð til að verða QC (Queen¥s Council). ... Hún gekk í Verkamannaflokkinn löngu á und- an eiginmanninum... Hún hefur lengi látið mannréttindi sig varða, sérstaklega í gegnum vinnu sína sem virtur mannrétt- indalögfræðingur“. Fæstum er mikið um það gefið að skipta um skoðun. Við erum einhvern veginn þannig gerð að við þurfum helst alltaf að hafa rétt fyrir okkur. Ég þurfti að skipta um skoðun á dögunum, bókstaflega endurskoða afstöðu sem ég hef haldið staðfastlega fram svo lengi sem ég man. Ég hef nefnilega haldið því fram að sumarið væri búið um verslun- armannahelgina, þá byrji að hausta. Þetta voru svo sem ekki erfið sinnaskipti, frekar gleði- legt að neyðast til að breyta þessari staðföstu skoðun, ein- hvern veginn er mér það samt mjög ofarlega í huga að ég varð að breyta viðhorfi mínu til upp- hafs og enda árstíðanna og er stundum minnt á það og spurð: „Hvað varð um kenningu þína um verslunarmannahelgina og haustið“? Stundum er sem sagt verulega gleðilegt að hafa haft rangt fyrir sér. En er það einhver sérstakur kostur að þykjast alltaf hafa rétt fyrir sér, endurskoða ekki af- stöðu sína, er það löstur að skipta um skoðun, jafnvel þó maður neyðist ekki til þess. Í stjórnmálum þykir stefnufesta kostur og svokallaðar U-beygj- ur taldar miður fínar og merki um staðfestuleysi „This lady is not for turning“, sagði Margrét Thatcher og átti það að sýna pólitískan styrk hennar og stefnufestu. Samt sem áður skipti hún meira að segja um skoðun. Þegar hún var forsætis- ráðherra Breta undirritaði hún samninginn um innri markað Evrópusambandsins fyrir hönd Breta, sem lagði grunninn að enn nánara samstarfi Evrópu- ríkjanna en áður hafði verið. Þegar hún var sett af sem for- maður Íhaldsflokksins breska og um leið sem forsætisráð- herra var hin nána Evrópusam- vinna orðin henni ástæða mikils pirrings. Kannski hefði henni farnast betur ef hún hefði skipt um skoðun á fleiri sviðum eða kannski ef hún hefði skipt um skoðun á öðrum sviðum. Sem betur fer erum við samt líklega alltaf að skipta um skoð- un án þess að gera okkur grein fyrir því. „Heimurinn breytist og mennirnir með“. Kannski væri betra ef hægt væri að koma því viðhorfi á að það er síður en svo galli nokkurrar manneskju að skipta um skoðun, endurskoða hug sinn og komast að annarri niðurstöðu en áður. Fyrirtæki staðna, stjórnmála- flokkar staðna, er það ekki vegna þess að stjórnendur fyrir- tækja festast í sama farinu, breyta ekki aðferðum? Á sama hátt staðna stjórnmálaleiðtogar, hlusta ekki á umhverfið, og kannski sjá þeir ekki heldur breytingarnar í umhverfinu og fara því fremur að líkjast salt- stólpum en hugmyndafræðing- um. Breytingar sem verða á fyrirtækjum við eigendaskipti benda til þess að þau hafi fest í fari án þess að þeir sem höfðu stjórnað þeim um árabil hafi átt- að sig á og einfaldlega spólað í stað þess að komast áfram. Slík- ar breytingar eru nú að eiga sér stað hjá Eimskipafélaginu gamla, og verður spennandi að sjá hvernig til tekst, nú þegar geta allavega þeir sem eiga hlutabréf í fyrirtækinu glaðst því eign þeirra hefur hækkað heilmikið. Síðast þegar hluta- bréf í því fyrirtæki hækkuðu var það vegna þess að menn voru að berjast um völdin í fyrirtækinu, en ekki vegna þess að stjórnendurnir væru að gera eitthvað nýtt. Í pólitíkinni tekur lengri tíma að breyta en í fyrirtækjum. Póli- tískum flokkum er enn raðað eftir aldagömlum ágreinings- efnum, sem rekja má til frönsku stjórnarbyltingarinnar, og þess að í franska þinginu sátu rót- tæklingarnir til vinstri í þingsalnum en konungssinnar til hægri. Enn er talað um stjórnmálaflokka sem eru til hægri eða vinstri. Sú skiptingin þjónar þeim tilgangi einum að setja merkimiða á fólk. „Vinstri“ í mínum augum t.d er merkimiði á þá sem aðhyllast miðstjórnarvald. Þess vegna get ég ekki fallist á að nútíma jafn- aðarmannaflokkur sé „vinstri“ flokkur. Í augum annarra getur „vinstri“ svo verið merkimiði fyrir eitthvað allt annað, sem bendir til þess að um merking- arlausa nafngift er að ræða. Þessi skipting í hægri og vinstri heldur einnig við því sem kallað hefur verið átakastjórnmál, sem lýsir sér í því að menn ríghalda sér í það að þeir einir geti haft rétt fyrir sér og eiga því í eilíf- um útistöðum, með tilheyrandi upphrópunum um andstæðing- inn, í stað þess að viðurkenna að heimurinn er flóknari en svo að vera annað hvort svartur eða hvítur, og reyni frekar að komast að sameiginlegri niður- stöðu sem sæmileg sátt ríkir um. Er þá ekki átt við að tveir stjórnmálaforingjar og nokkrir ráðherrar uni glaðir við sitt, heldur að menn átti sig á því að það skiptir ekki megin máli hverjir eru ráðherrar, heldur hvað þeir sem fara með völdin gera og hvernig þeir gera það. ■ 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Framganga bófanna í Munch-safninu í Ósló minnir á ódýrt sjoppurán: Ópið Að skipta um skoðun ORÐRÉTT Hvílíkt hneyksli! Smyr sér nesti en býr í lúx- usvillu Stofnandi IKEA afhjúpaður sem aurasál. DV 23. ágúst . Heimspeki En það hleypur enginn frá sínum innri manni. Þröstur Helgason blaðamaður. Morgunblaðið 23. ágúst. Sér ekki og heyrir ekki Halldór kannast ekki við óá- nægju. Fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið 23. ágúst. Dýrkeypt Tjónið af því að veiða ekki hvali er tugir milljarða árlega. Kristinn Pétursson útgerðarmaður. Morgunblaðið 23. ágúst. Svo bregðast krosstré... Víkverji hefur seint getað talist framsóknarmaður en gæti vel hugsað sér að styðja sjálfstætt framboð vaskra framsóknar- kvenna sem greinilega standa á sínu. Víkverji Morgunblaðsins. Morgunblaðið 23. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG STJÓRNMÁLASKOÐANIR VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR „Vinstri“ í mínum augum t.d er merki- miði á þá sem aðhyllast miðstjórnarvald. Þess vegna get ég ekki fallist á að nú- tíma jafnaðarmannaflokkur sé „vinstri“ flokkur. ,, Framganga og árangur bófanna tveggja sem á sunnudaginn tókumeð byssu í hönd tvö listaverk Edvards Munch ófrjálsri hendi íMunch-safninu í Ósló minnir að sögn norskra blaða helst á ódýrt sjoppurán. Furða margir sig á því hve auðvelt virðist að láta greipar sópa um þjóðargersemar án fyrirstöðu. Þegar haft er í huga að mál- verkin sem um ræðir eru einhver hin frægustu og verðmætustu í norrænum löndum kemur á óvart að þau skuli ekki hafa verið varin með traustu og óbrjótanlegu glerskilrúmi eins og víða tíðkast á lista- söfnum. Hitt er aftur á móti eðlilegt og skiljanlegt að starfsfólk Munch-safnsins gerði ekki tilraun til að stöðva hina vopnuðu ræn- ingja þegar þeir voru komnir með verkin undir hendur. Fásinna er að leggja líf sitt í hættu við slíkar aðstæður. Og hafa ber í huga að Norð- menn eru ekki einir um að verða fyrir óhöppum af þessu tagi. Á und- anförnum árum hafa þjófar þannig náð verkum eftir Rembrandt, Picasso, Renoir, Chagall og Vincent van Gaugh og fleiri heimsþekkta listamenn úr evrópskum söfnum. Til sumra verkanna hefur síðan ekkert spurst. Ránið í Ósló minnir á mikilvægi öryggisgæslu í íslenskum söfnum. Hér á landi eru að vísu engin listaverk sem sambærileg eru að heims- frægð og þar af leiðandi verðmæti við Ópið eða Madonnu. En sum skinnhandritanna sem varðveitt eru í Árnastofnun og Þjóðmenning- arhúsinu eru þó í sama flokki. Það er ekki uppörvandi tilhugsun að Flateyjarbók eða Konungsbók Eddukvæða lendi í höndum misindis- manna. Og margir gripir í Þjóðminjasafninu og fornskjöl í Þjóð- skjalasafninu hafa svo sterka skírskotun til sögu okkar að það yrði verulegt áfall fyrir okkur ef slíkar gersemar hyrfu eða væru eyði- lagðar. Treysta verður því að yfirvöld menningarmála og lögregla hafi þessi mál stöðugt undir smásjánni. Atvikið í Ósló gefur tilefni til að láta athuga hvort hægt sé að leika sama leikinn í íslenskum söfn- um. Í því sambandi beinast áhyggjur öðru fremur að þeim skemmd- um á verkum sem bíræfnir ræningjar geta stofnað til fremur en að raunhæfur möguleiki sé á því að menn komist upp með að ræna verk- um og fá lausnargjald fyrir. Dýrmæt listaverk er raunar víðar að finna en á söfnum. Á sjöunda áratugnum var brotist inn í híbýli þekkts kaupsýslumanns í Reykja- vík og þaðan stolið einstöku málverki eftir Eduard Manet. Það kom aldrei í leitirnar. Fágætt er að verk eftir slíka höfuðsnillinga séu á einkaheimilum. Komið hefur fyrir að verkum íslenskra listamanna sé stolið á sýningum. En í slíkum tilvikum er það auðvitað hlutverk við- komandi einstaklinga að gæta eigna sinna en ekki samfélagslegt verkefni. Þjófnaður á listaverkum vekur gjarnan meiri athygli en þegar peningum, tækjum eða búnaði er stolið. Þótt góð listaverk hafi fjár- hagslegt skiptagildi liggur verðmæti þeirra ekki nema að hluta til í þeirri fjárupphæð sem fyrir þau er gefin eða þau eru metin til. Verð- mætið felst í því hvernig þau orka á okkur og eiga þátt í því hvernig við upplifum veröldina. Jóhannes Kjarval hitti naglann á höfuðið þeg- ar hann sagði: „List er ómetanleg en viðleitnin er borgunarverð.“ ■ Atvikið í Ósló gefur tilefni til að láta athuga hvort hægt sé að leika sama leikinn í íslenskum söfn- um. Í því sambandi beinast áhyggjur öðru fremur að þeim skemmdum á verkum sem bíræfnir ræningjar geta stofn- að til fremur en að raunhæfur möguleiki sé á því að menn komist upp með að ræna verkum og fá lausnar- gjald fyrir. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.