Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R 80%veðsetningarhlutfall Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f/ 90 40 44 2 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SMS LEIKUR VINNINGAR ERU: DOOM · AÐRIR TÖLVULEIKIR GEISLADISKAR · MARGT FLEIRA SENDU SMS SKEYTIÐ BTL LEIKUR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. 13. HVER VINNUR KOMINN í VERSLANIR ÞITT VERÐ: 199KR Ég, ráðherra Ástuðningsfundi hjá Frama-flokknum er hópefli í lok vinnu- dags. Þingmenn flokksins sitja í hring í lótusstellingu. Það er reyk- elsisilmur í lofti. Ég, ráðherra, ég, ráðherra, ég, ráðherra, kyrjar hóp- urinn í sífellu. Það er hiti í sumum sem sveifla höfði og hrópa, en aðrir kyrja eintóna. Djúp og letileg rödd umlar undir söngnum: Ég, forsætis- ráðherra. Að lokum gefur hópstjór- inn merki um að þessari hvatningar- stund sé lokið. Meðlimir spretta á fætur, leiðast og lyfta höndum um leið og þeir hrópa af lífs og sálar- kröftum svo það ómar út á Austur- völl: Hvað sem það kostar. Hvað sem það kostar. SVONA leiksýning hefði verið ein- lægt innlegg á mennningarnótt og má hugsa til næsta árs. Það kemur dagur eftir þennan dag, sagði ráð- herra sem varð óbreyttur yfir nótt. Hvað þýðir það? Það gæti þýtt: Bíðið bara! Ég verð aftur ráðherra. Þótt allt sé ömurlegt núna þá verð ég aftur ráðherra. Það gæti líka bara þýtt að það komi miðvikudagur á eftir þriðjudegi. Ætli þetta ástand skapist þegar hugsjónirnar eru löngu glataðar? Þá verður til undar- legt og ofurlítið hagsmunabandalag – framaflokkur fólks með vandlátan sætasmekk. Þar þykir þingmennska hallærislegt embætti og aðeins lítill stökkpallur til frekari metorða. Þar muldrar leiðtoginn með lokuð augun: hér eru allir vinir, allir vinir, á með- an félagarnir skylmast í kringum hann. EN HVERS VEGNA í ósköpunum lenti ráðherrann í þessu? Jú, leiðtog- inn vildi sjálfur skipta um stól og verða enn stærri ráðherra og svo þurfti að vernda krónprinsinn. Hvað skal gera? Konur, konur, það er út- kall. Nú skal berjast fyrir jafnrétti. Hér er kynjamisrétti á ferð. Er þetta rétta uppákoman? Hún virðist þó varla merkilegri en launamisrétti kynjanna, hópuppsagnir kvenna og alls ekki jafn ógnvekjandi og upp- stillingar á karlalegum framboðslist- um síðustu þingkosninga. ÞAÐ ER gömul saga og ný í mann- kynssögunni að kona sé notuð og hún svo send út í náttmyrkrið án þess að fá svo mikið sem takk eða tíkall. Þarna fer þó sá ráðherra sem þjónaði yfirboðurum sínum best, lét vel að stjórn og færði leiðtogum sín- um hálendið sjálft á silfurfati. Laun heimsins eru vanþakklæti. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.