Tíminn - 16.11.1973, Qupperneq 20

Tíminn - 16.11.1973, Qupperneq 20
20 TÍMINN Föstudagur 16. nóvember 1973. I Komin tími til að gera eitthvað rót- tækt í dómaramáluml 1 i Handknattleiksdómarar leika allt of stór hlutverk í 1. deildarleikjum Frammistaöa Islenzkra handknattleiksdómara und- anfarin ár hefur langt frá þvi verið lofsverö. Það hefur komið fyrir leik eftir leik, aö islenzkir dómarar hafa hreinlega skemmt leiki I 1. deildarkeppninni, S.l. miö- vikudagskvöld gerðist það að dómarar skemmdu leik Vals og ÍK, meö alls konar dómum, sem cnginn skildi I. Þetta er ekki fyrsti leikurinn á kcppnistlmabilinu, sem dómarar hafa látið Ijós sitt skina og veriö meira I sviðs- Ijósinu en sjálfir leik- mennirnir, sem voru að kcppa. Það verður að fara að taka dómamálin fastari tökum og jafnvel að setja dómara i leikbann. Það er greinilegt, að túlkun sumra dómara á leikreglum eru fyrir neðan allar hellur. i Jafntefli á Hampden Park V-Þjóðverjar jöfnuðu SKOTAIt og Vestur-Þjóð- verjar gerðu jafntefli I vin- áttuleik i knattspyrnu á mið- vikudagskvöldiö. Leikurinn, scm fór fram á Ilampden Park I (ílasgow, lauk 1:1. Jim Ilolton, miðvörðurinn snjalli hjá Manchester United, skoraði fyrir Skota strax á 4. min. leiksins við mikinn fögnuð áhorfenda. Það var ekki fyrr en fjórum minútum fyrir leikslok að V-Þjóð- verjum tókst að jafna, en markið skoraði hinn 21 árs gamli leikmaöur Bayern Múnchen, Uli Iloeness. Fróðir menn telja að lands- lið Skota og Vestur-Þjóðyerja, séu þau sterkustu i Evrópu i dag og þetta eru landsliðin, sem heimsmeistararnirfrá Brasiliu hræðast mest i loka- keppni HM i knattspyrnu i 00 JIM IIOLTON... skoraöi mark Skota gegn Vcstur- Ujóðverjum 1:1 rétt fyrir lok Vestur-Þýzkalandi næsta sumar. Búlg- arar í HM BÚLGAKAK tryggðu sér rétt til að lcika i 16-liða úrslitunum i IIM i knattspyrnu I Vestur-Þýzka- landi á miðvikudagskvöldið, þegar Fortugal og Norður-irland gerðu jafntefli 1:1 i Lissabon. Staðan i riðlinum er nú þessi: Bulgaria 5 3 2 0 11:3 8 Portugal 5 2 3 1 10:5 7 N-trland 5 1 3 2 5:5 5 Kýpur 5 10 4 1:12 2 Italir unnu Englendinga á Wembley Italir hafa ekki fengið á sig mark í síðustu 10 landsleikjum sínum ENN ein sprengjan sprakk á Wembley-leikvanginum á miö- vikudagskvöldið. þegar hinu snjalla landsliði ttala tókst aö tryggja sér sigur yfir Englend- ingum I vináttulandsleik I knatt- spyrnu. Sigurmark ttala var skoraö þegar aöeins fjórar minútur voru til leiksloka, en það skoraði Fabio Capello. Um 90 þúsund áhorfendur yfirgáfu von- sviknir leikvöllinn fræga i Lundúnum , þvi að þetta var I fyrsta skiptið, sem ttalir vinna Englendinga I Englandi. Leikurinn var mikill sigur fyrir markvörð ttaliu, Dino Zoff, en hann hefur haldið marki ttaliu hreinu i tiu leiki i röð, hann hefur nú leikið með italska landsliðinu i 917 minútur, án þess að fá á sig mark. ítalska liðið er mjög gott um þessar mundir, leikur hraða og skemmtilega knattspyrnu, og hefur unnið hvern leikinn á fætpr öðrum i sumar og vann einnig riðil sinn i undankeppni HM mjög glæsilega. Of snemmt er að fara að skrifa ttali efsta á blað sem næstu heimsmeistara, þvi að liðið hefur ekki leikið gegn sterkum þjóðum i sumar. Þeir voru i riðli með Sviss, Luxemborg, og Tyrk- landi i undankeppni HM. Bobby Moore lék sinn 108. landsleik fyrir England á mið- vikudaginn og vilja margir halda þvi fram, að það hafi verið siðasti leikurinn sem hann klæðist ensku landsliðspeysunni. Annars var enska liðið skipað þessum leik- mönnum: Shilton (Leicester), Madley (Leeds), McFarland (Darby), Moore (West Ham), Hughes (Liverpool), Bell (Manchester City), Currie (Sheffield United), Channon (Southam p t on) , Osgood (Chelsea), Clarke (Leeds), og Peters (Tottenham). Lið ttaliu var skipað þessum leikmönnum: Zoff, Fachetti, Benetti, Bellugi, Burnich, Causio, Capello, Chinaglia, Rivera og Riva. SOS í mörg horn verð- ur að líta Búið að ákveða leikdagana í NM í golfi, sem fer fram á Grafar- holtsvellinum í ágústlok 1974 Golfsambönd Noröur- landanna hafa nú endanlega samþykkt að Islendingar féi að halda Norðurlandamótið í golfi 1974. Þegar er búiö að ákveða leikdaga, og fer mótið fram dagana 31. ágúst og 1. septem- ber. i sambandi viö mótið er búizt við á milli 30 og 40 kepp- endum og forráðamönnum frá öðrum Noröurlöndum, en vitað er að mikili áhugi er meðal þeirra á þessari ferð og er talið, að háð verði hörð keppni i þessum löndum næsta vor og sumar til að komast i landsliðiö og þar með að komast i íslandsferðina. Mótið mun verða haldið á velli GR i Grafarholti, þar sem er eini 18 holu goifvöllur- inn á islandi. Þegar eru Að lokinni golfvertíð.... Arsþing Golfsambands istands veröur haldið á morgun, laugardag- inn 17. nóvembcr, I fundasal Hótel Holts, Þingholti.og hefst kl. 10,00 f.h. Búast má við miklum umræöum á þinginu um hin ýmsu mál,er varðar golfíþróttina. Má þar t.d. nefna aukna þátttöku I opnum mót- um hjá golfklúbbunum, en hún virðist hafa fariö I taugarnar á sum- um framámönnum fþróttarinnar. Þetta er allviðkvæmt mál, sem varðar bæöi fjárhag golfklúbbanna, GSÍ og einnig hina félagslegu hlið golfsins, enda mætast I þessum keppnum oft á annaö hundraö keppendur. Þessar myndir hér eru frá einu af stærstu opnú mótum sumarsins, BEA-keppninni hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Efri myndin sýnir hinn Irska forstjóra BEA hér á landi, Joe Kennedy, slá fyrsta höggið i keppninni, en neðri myndin er af fulltrúum BEA, verðlaunahöfum I einstökum flokkum keppninnar, en þarna náðist mjög góður árangur i einstökum flokkum. Vonandi verða keppnis- málin svo og önnur viðkvæm og vandasöm mál til lykta leidd á farsælan hátt á þinginu á morgun enda þarf aö huga vel að fram- gangi þessarar iþróttar eins og annarra. hafnar þar framkvæmdir i sambandi við mótið, en mesta vinnan verður i sambandi viö að fá flatirnar nógu sléttar og góöar, og veröur það einn aöalhöfuðverkur þeirra sem sjá um undirbúning mótsins. í mörg horn verður þó að lita, enda ekkert smáræði að halda svona mót.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.