Tíminn - 16.11.1973, Side 23

Tíminn - 16.11.1973, Side 23
Föstudagur 16. nóvember 1973. TÍMINN 23 O Ályktanir sómasamlegt til löndunar á afla og öryggis skipa. Þá má benda á, við erum vanbúnir að tækjum og tækni og langt á eítir i gerð hana miðað við það, sem þekkist i ná- grannalöndunum.” Skattamál sjómanna og verka- fólks. I þvi efni taldi Fiskiþing nauð- synlegt, að sjómenn og fisk- vinnslufólk væri undanþegið tekjuskatti. I greinargerð segir, að Fiskiþing telji eðlilegra að skattleggja eyðslu fremur en vinnu og sparsemi. Vinnuaflsskortur. Þar gerði Fiskiþing að tillögu sinni, að færa fram kennslutima sjómannaskólanna þannig, að þeim lyki ekki siðar en 1. marz, og ennfremur, að skólafólki væri gert mögulegt að vinna að sjávarútvegi, þegar brýnust væri þörfin fyrir mannafla. Ennfrem- ur skoraði þingið á opinbera aðila að hefja ekki fólksfrekar fram- kvæmdir á mesta annatfma sjávarútvegsins. Sildarrannsóknir. Fiskiþing lagði til, að þær yröu auknar og friðun héldist til haustsins 1974, og ef þá verði talið, að óhætt sé að hefja sókn i stofn- inn, þá verði veiðarnar miðaðar við framleiðslu matvöru og beitu. Þingið lagði einnig til, að þegar fyrir lægi örugg vissa um hvar aðalhrygningarstöðvar sildar væru á hverjum tima, þá væru þau svæði friðuð fyrir botnvörpu,, meðan hrygning og klak stæði yf- ir. Þingið beindi þeirri áskorun til skipstjóra á loðnuflotanum að hafa sérstaka gát á veiðum sin- um, þegar smásild væri á loðnu- miðunum. Verðjöfnunarsjóöur fiskiðnaðar- ins. Þingið taldi, að þessi sjóður væri óumdeilanlega eign fiski- manna, útgerðar og fiskvinnslu og mótmælir þvi hugmyndum, sem fram hafa komið um aö verja fé sjóðsins til annarra aðila. Fræðslu og tæknimál. Þetta var einn mest rædcu málaflokkurinn á þinginu og það samþykkti tillögu i 14 liðum og fylgdi henni itarleg greinargerð. Meginefni tillögunnar i fræðslu- og tæknimálum er: að það sé tek- ið upp i fræðslulöggjöfina, að ung- lingar á skyldu- og gagnfræða- stigi fái verklega kennslu i hag- nýtum greinum fiskiðnaðar og sjómennsku. Að aukin verði fræðsla um hinar ýmsu greinar sjávarútvegs i fjölmiðlum. Efld verði sú starfsemi að halda námskeið i verklegri sjóvinnu i sjávarplássum og bæjum og þá jafnframt haldið námskeiö fyrir kennara i sjóvinnu. Kennaraskólinn veiti kennara- efnum sinum fræðslu nægjanlega til þess, að kennarar geti upplýst nemendur um helztu þætti sjávarútvegsins. Að yfirvöld fræðslumála endurveki starfs- fræðsludagana og sérstök áherzla verði lögð á aö kynna unglingum möguleikana i sjávarútvegi. Að unnið verði ötullega að frekari uppbyggingu tæknideildar Fiski- félagsins, enda hafi það nú sann- azt, að tækniþjónusta víð sj'ávarút veginn eigi hvergi betur heima en á vegum Fiskifélagsins. Að hlut- azt verði til um aö auka mögu- leikana á viögerðarþjónustu siglinga- og fiskileitartækja, sem víöast i sjávarplássum og mönn um gert kleift að hafa til reiðu varahluti til tækjanna. Fiskræktarmál Um þennan málaflokk var fjallað mjög itarlega og sam- þykkt tillaga um, að Fiskifélagið beitti sér fyrir innflutningi á svo- nefndri vatna- og pokarækju til þess að bæta úr fæðuskorti i djúp- um og köldum fjallavötnum og búa þannig silungi betri lifsskil- yrði og stórauka arðsemi hans. Einnig taldi þingið, að ekki mætti dragast lengur, aö hafið væri hér lendis fiskklak og fiskeldi ýmissa fisktegund-, sem lifa i sjó. Þá taldi Fiskiþing, að klak og fiskrækt i ám og vötnum væri alltof skammt á veg.komið hérlendis. Þá harm aði Fiskiþing, að tillögur siðasta þings hefðu ekki enn verið teknar til greina við afgreiðslu frum- varpsins um fiskrækt á Alþingi. Fiskiþing gerði fjölmargar aðrar ályktan- ir, svo sem um loðnulönd- unina, fiskvinnsluskólann og námskeið kyrir mats- menn á vegum hans, markaösmál, þar sem þingið taldi stór sölusam- tök heillavænlegri þjóð- hagslega en mörg smá, rannsóknarstofnanir sjávarútvegsins, þar fagn- aði þingið því, að komið væri upp starfsútibúum, sjómannastof ur, öryggis- málin, sem alltaf er mikið ræddur málaflokkur á Fiskþingum, mengunar- mál og margar tillögur um sérmál Fiskifélagsins og starfssvið þess sérstak- lega. 0 SUF-síðan muna. Þess vegna eru einsýn viðhorf til umheimsins orðin úr- elt. Svart og hvitt er ekki lengur hinir rikjandi litir. Riki skipa sér saman i sveitir með marg- vislegu móti. Samvinna kemur æ oftar i stað öfgafullrar and- stöðu. Þessi þróun heimsmál- anna skapar smárikjum meiri möguleika en áöur. Þau eru ekki eins bundin á ákveðinn bás. Viðhorf þeirra og afstaða i al- þjóðamálum mótast af viðum sjóndeildarhring. Þjóðfélagsþróunin siðustu áratugi hefur að verulegu leyti brotið niður þann grundvöll, sem hefðbundin verkaskipt -og þjóðfélagsstaða kynjanna hefur hvilt á. Konan sættir sig ekki lengur við að vera háð karl- manninum, bæði efnahagslega og félagslega. Hún krefst sömu möguleika til menntunar og jafnrar aðstöðú til starfa. Mótun heimilis og uppeldi barna á að vera hiutverk beggja. Persónu- legar aðstæður og frjálst val hvers og eins á að ráða verka- skiptingu kynjanna. Hún á ekki að vera knúin fram með þjóð- félagslegum þvingunum eða ýmiss konar hindrunum. Karlar og konur eiga að vega jafn- frjálsar manneskjur, en ekki sérstakar kynverur. Hinn miklu fólksstraumur til borganna á siðustu áratugum hefur reynzt hinum dreifðu byggöum mikil blóðtaka. Hin hraða þéttbýlisþróun hefur skapað félagslegt, efnahaglegt og menningarlegt misrétti á fjölmörgum sviðum. Aður fyrr var þessi byggðaröskun talin nauðsynleg forsenda aukins hagvaxtar. Nú hefur hins vegar æ fleirum orðið ljóst, að hún hef- ur i för með sér hættu á tortim- ingu margs þess, sem talið er til dýrmætustu eiginleika þjóðar. Þess vegna ris nú sifellt hærri alda andófs gegn frekari byggðaröskun. Jafnvægið milli héraða er að verða almennt viðurkennt markmið. Jarðir i sveitum og þorp við sjávarsiðu skulu haldast i byggð. Fólk á ekki að þola þjóöfélagslegt mis- rétti vegna búsetu sinnar. Þessi nýju viðhorf hafa þegar á margvislegan hátt mótað stjórnmál samtimans. Meðal ungs fólks á tslandi hefur Sam- band ungra framsóknarmanna á siðustu árum verið i farar- broddi baráttunnar fyrir brautargengi þeirra. Árangur þeirrar baráttu hefur orðið tölu- verður, þótt enn sé mörg orrust- an óunnin til þess að gera hin nýju lifsviðhorf að rikjandi hug- sjón okkar tima. Langstærsti liðurinn i opinber- um framkvæmdum er hafnar- gerðin. Slikt mannvirki mun að sjálfsögðu hafa þýöingu fyrir aðra starfsemi en þangverk- smiðjuna. Má i þvi sambandi nefna fóður- og áburðarflutninga til sveitanna við noröanveröan Breiðabjörð. Ekki er óhugsandi að i framtiðinni gæti einhver út- gerð átt sér stað frá Reykhólum, þar sem t.d. mætti auðveldlega sækja skelfiskmið á Breiðafirði frá Reykhólum. 1 stofnkostnaðaráætlun þang- verksmiðjunnar er ekki gert ráð fyrir, að verksmiðjan reisi ibúðar- hús yfir alla þá starfsmenn, sem þurfa að flytja að Reykhólum vegna verksmiðjunnar. Eðlilegra er talið, aö opinberir aðilar veiti hér einhverja fyrirgreiðslu á fyrstu árunum, t.d. i formi lána, þannig að starfsmenn geti eignast sin eigin ibúðarhús eða sveitar- félagið komi upp leiguhúsnæði. Til álita kæmi, að verksmiðjan tæki á sig einhverjar skuld- bindingar til þess að greiða fyrir þessu máli fyrstu árin, en hafa verður i huga, að hér er ekki um bráðabirgðaaðgerðir að ræða, heldur er verið að leggja grund- völl að þróun varanlegs byggða- kjarna og er þvi eðlilegt að byggðin verði i sam mestu sam- ræmi við það, sem nú gerist hér á landi.” Hér lýkur tilvitnun i skýrslu Undirbúningsfélags þörunga- vinnslu h.f., en um nánari skýringar á einstökum liðum vis- ast til hennar. 1 skýrslu undirbúningsféiagsins er lagt til, að rikisstjórnin gangist fyrir stofnun nýs hlutafélags til að koma á fót og reka þangþurrkstöð á Reykhólum og standi að nauð- synlegum opinberum fram- kvæmdum. Með frumvarpi þessu leitar rikisstjórnin heimildar til þessara aðgerða. Lög þessi eru að mestu sniðin eftir lögum nr. 107/1972 um Undirbúningsfélag þörunga- vinnslu og lög nr. 80/1966 um kisilgúrvinnslu. Fóstur 1) Til að koma i veg fyrir fæðingu gallaðs afkvæmis, þ.e. vegna erfðahættu eða annarrar tilsvar- andi hættu. 2) Til að létta fávitum og sjúkl- ingum lifsbaráttuna, án tillits til þess hvort slikt gangi i erfðir. 3) Fóstureyðingar. Þriðja tegund aðgerða, samkvæmt þessum lögum, eru fóstureyðing- ar framkvæmdaf i hliðstæðum tilgangi og vönun. Fóstureyð- ingalögin miða eingöngu að heil- brigðishag konunnar sjálfrar, en þessum lögum er að miklu leyti ætlað að miða við ástand af- kvæmisins. Þá er heimiluð fóstureyðing af mannúðarástæðum, ef konunni hefur verið nauðgað og orðið fyrir þungun. Konan verður að hafa kært ofbeldisverkið. Reglur um framkvæmd: Höfuðreglan er, að viðkomandi æski aðgerðarinnar sjálfur af frjálsum vilja, Fyrir ófullveðja fólk, fávita eða geðveika, stilar lögráðamaður eða sérstaklega skipaður tilsjónarmaður umsókn um aðgerðina. Auk þess skal læknir kynna sér ástand viðkom- anda og fylgi greinargerð hans umsókninni. Loks er ætlast til, að maki fái að skýra sina afstöðu. — Óheimil er vönun heilbrigðs maka vegna hins. — Opinbert lcyfi. Þriggja manna nefnd sérfróðra manna skal samkvæmt lögunum vera landlækni til aðstoðar við framkvæmd laganna. Landlækni er ætlað að gefa út fyrir sína hönd og nefndarinnar leyfi til aðgerða. Einnig hvar og af hvaða lækni hún skuli framkvæmd og má g?ra ráö fyrir, að yfirleitt verði visað til opinberra sjúkrahúsa. Læknar skulu gefa landlækni skýrslur um allar aðgerðir, sem þeir framkvæma samkvæmt lögum þessum. Fyrstir á morgnana Þokuluktir Verð kr. 560 hf. Ármúla 24 • Sími 8-14-30 Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Álfheimar, Skipholt, Bólstaðarhlíð, Birkimelur, Hagamelur, Eskihlíð, Mávahlíð SÍMI 1-23-23 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður við Kleppsspítalann: Tvær stöður SÉRFRÆÐINGA i geðlækningum er veitast frá 1. janúar n.k. AÐSTOÐARLÆKNISSTAÐA, er veitist frá 1. janúar n.k. Um- sóknum, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að skila til stjórnarnefndar rikisspitalanna, • Eiriksgötu 5, fyrir 15. desember n.k. LÆKNARITARASTAÐA, er veitist frá 1. janúar n.k. Umsóknarfrestur til 15. desember n.k. MEINATÆKNISSTAÐA, er laus til umsóknar nú þegar. StaðaAÐSTOÐARMANNS FÉLAGSRÁÐGJAFA er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að skila til skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðu- blöð til staðar á sama stað. Reykjavik 14. nóvember 1973 SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA EIRIKSGÖTU 5, SÍM111765 KONI stillanlegir höggdeyfar sem hægt er að gera við — ef bila. Nýkomnir i margar gerðir bifreiða. ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.