Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 26
Svo virðist sem Reykjavíkurlistinn hafi komið nokkurn veginn stand- andi niður úr loftfimleikum borg- arstjóraskipta. Æfingin skapar meistarann. Óvænt innkoma Stein- unnar Valdísar og miðað við að- stæður stórmannleg útganga Þór- ólfs Árnasonar hafa farið fram með ótvíræðum pólitískum tígu- leik, sem fær menn ósjálfrátt til að taka undir með talsmönnum fram- boðsins um að það „sé ótrúlega seigt límið í R-listanum“. Sérgrein Reykjavíkurlistans í gegnum árin hefur verið að neita Sjálfstæðis- flokknum um að notfæra sér þau pólitísku sóknarfæri sem komið hafa upp. Einmitt það virðist hafa gerst einu sinni enn, Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki náð að nýta sér til framdráttar það kreppu- ástand sem uppi hefur verið hjá R-listanum. En þrátt fyrir að lausn borgar- stjórakreppunnar sé að mörgu leyti smart og hinn nýi borgarstjóri frambærilegur pólitískur leiðtogi er hér um augljósa skammtíma- lausn að ræða. Lausn sem miðast við að tryggja samstarfið út þetta kjörtímabil. Í ljósi þess að forustu- menn bæði framsóknarmanna og vinstri grænna á landsvísu lögðu blessun sína yfir að gera samfylk- ingarkonuna Steinunni Valdísi að borgarstjóra er afar ólíklegt að verið sé að reikna með framhaldi á samstarfi Reykjavíkurlistans. Sárin frá því að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir yfirgaf borgarstjórastólinn eru enn ekki að fullu gróin og það bæri nýrra við ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknar- flokkurinn hygðust eftir þá reynslu stíga það skref að bera fram yfir- lýstan flokksmann Samfylkingar- innar til forustu fyrir flokkum sín- um undir endurnýjuðu merki Reykjavíkurlistans. Þá undirstrikar það enn frekar að hér er um bráða- birgðalausn að ræða, að miklar efa- semdir voru um að þessi leið við val á borgarstjóra – jafnvel til skamms tíma – myndi yfirhöfuð vera fær. Ákall stjórnar kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi norður um að utanaðkom- andi aðili yrði settur í borgarstjóra- stólinn er yfirlýsing um að þeir eigi erfitt með að sætta sig við að lúta pólitískum foringja og borgar- stjóra, sem opinberlega tilheyrir öðrum flokki. Þeir virðast þó hafa sætt sig við það um stundarsakir, en nær útilokað er að þeir muni fallast á það sem uppstillingu inn í næstu kosningar og kjörtímabil. Nákvæm- lega sömu efasemdir eru uppi í bak- landi Vinstri grænna, enda væri annað í raun óeðlilegt í fullburða stjórnmálaflokkum. Þessi sama hugsun hefur raunar verið uppi á borðum allt frá því fyrir síðustu helgi þegar umræðan var hvað háværust um að hinn óháði Dagur B. Eggertsson gæti leyst Þórólf Árnason af hólmi eða þá að Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar, tæki að sér þetta hlutverk. Allan þann tíma sem þeir tveir voru nefndir til sög- unnar heyrðust sömu andmælin úr baklandi Framsóknar og Vinstri grænna. Þau andmæli fólust í því að fráleitt væri að þessir tveir flokkar tækju þátt í því að búa til og byggja upp nýja leiðtoga fyrir Samfylkinguna. Augljóst var að þrátt fyrir hinn óháða stimpil Dags B. Eggertssonar var hann almennt talinn Samfylkingarmaður af áhrifamönnum Framsóknar og VG. Hafi Dagur hins vegar verið hallur undir bæði Framsókn og Samfylk- ingu, eins og sumir hafa haldið fram, þá er ljóst að afstaða fram- sóknarforustunnar hefur endan- lega sent hann yfir til Samfylking- ar. Einfaldasta skýringin á því að samstarfsflokkar Samfylkingarinn- ar gátu fallist á Steinunni Valdísi sem borgarstjóra liggur þá í því að menn telja hana nægjanlega burð- uga til að valda starfinu, en ólíklega eða ólíklegri en þá Stefán Jón og Dag B. Eggertsson til að nýta sér ljómann og áhrif borgarstjóraemb- ættisins sem frambjóðandi og for- ingi fyrir Samfylkinguna – hvort heldur sem væri í borginni eða í landsmálunum. Steinunn Valdís - hefur ekki verið í hlutverki oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þessi nýja staða mun hafa áhrif á innbyrðis valdahlutföll hjá Samfylkingunni í borginni, þ.e. hver staða Steinunnar Valdísar verður annars vegar og Stefáns Jóns Haf- stein hins vegar. Sú staða virðist því uppi að eftir vel heppnaða lausn á borgarstjóra- kreppu R-listans í vikunni hafi tvennt gerst. Annars vegar hafa líkurnar á að Reykjavíkurlista- samstarfið haldi út kjörtímabilið stóraukist. Hins vegar hafa líkurn- ar á að Reykjavíkurlistasam- starfið haldi áfram inn í næstu kosningar og næsta kjörtímabil stórminnkað. ■ Jasser Arafat tókst aldrei það ætlunarhlutverk sitt að stofnasjálfstætt ríki Palestínuaraba, en það var hugsjón hans ogmarkmið um árabil. Nú er hann allur, og leitun að jafn sterk- um og litríkum foringja til að vera leiðtogi Palestíuaraba. Þótt Arafat hafi á stundum verið umdeildur innan raða eigin manna var hann tákn Palestínumanna út á við, tákn þeirra í heiminum í baráttunni fyrir eigin landi. Jafnframt var hann sá maður sem Ísraelsmönnum stóð mestur stuggur af, minnugir fortíðar hans. Ísraelar héldu Jasser Arafat í einangrun í Ramallah á Vestur- bakkanum frá því í lok árs 2001. Þaðan gat hann ekkert hreyft sig og bjó við ömurleg skilyrði í höfuðstöðvum sínum eftir miklar árásir á þær. Hann gat ekkert farið og var eiginlega fangi Ísraela í eigin húsi . Arafat er sagður hafa stundum haldið því fram að hann hafi verið fæddur í Jerúsalem. Staðreyndin er sú að hann fæddist í Kaíró í Egyptalandi, en fluttist á unga aldri til Jerú- salem sem þá var undir stjórn Breta. Hann hlaut svo verkfræði- menntun sína í Egyptalandi og fljótlega eftir það fór hann að láta að sér kveða varðandi málstað Palestínuaraba. Það tók hann mörg ár að fá Frelsishreyfingu araba, PLO, viðurkennda, enda stóð mörgum þjóðarleiðtogum stuggur af hryðjuverkum samtakanna. Arafat vann mikinn sigur þegar hon- um hlotnaðist sá heiður að ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1974 og tæpum 20 árum síðar viðurkenndu PLO-sam- tökin Ísrael. Í kjölfar þeirrar viðurkenningar skrifuðu þeir Ara- fat og Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, undir Óslóarsamkomulagið svonefnda og komu svo fram á flötina fyrir framan Hvíta húsið í Washington með Bandaríkjaforseta á milli sín. Myndirnar af handabandi þeirra vöktu mikla athygli og vonir manna um frið í Mið-Austurlöndum jukust, en þær brugð- ust eins og svo oft áður. Miklar vonir voru svo bundnar við stofn- un heimastjórnarinnar, en enn sér ekki fyrir endann á ófriðnum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, heimsótti Arafat ásamt fylgarliði í höfuðstöðvar hans í Túnis vorið 1990. Sú heimsókn var nokkuð umdeild, ekki síst í ljósi þess að Íslendingar höfðu löngum stutt Ísrael frá stofnun þess ríkis. Davíð Oddsson fór svo í opinbera heimsókn til Ísraels árið eftir. Eftir að Arafat veiktist alvarlega í höfuðstöðvum sínum í Ram- alla í lok síðsta mánaðar hófust miklar vangaveltur um eftirmann hans og áframhaldandi friðarumleitanir. Arafat hefur ekki viljað deila völdum með sínum mönnum, og svo virðist sem enginn sé sjálfsagður eftirmaður hans. Það fer svo líka svolítið eftir því hver sest í stól hans, hvernig framvinda mála verður. Afstaða Banda- ríkjamanna til eftirmannsins vegur líka þungt, en nú hefur Banda- ríkjaforseti tækifæri til að gera eitthvað róttækt í málinu þegar síðsta kjörtímabil hans hefst í byrjun næsta árs. ■ 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Myndirnar af handabandi þeirra vöktu mikla athygli og vonir manna um frið í Mið-Austurlöndum jukust, en þær brugðust eins og svo oft áður. Að Arafat gengnum FRÁ DEGI TIL DAGS Arafat vann mikinn sigur þegar honum hlotnaðist sá heiður að ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. ,, Í DAG BORGARSTJÓRASKIPTIN Í REYKJAVÍK BIRGIR GUÐMUNDSSON Einfaldasta skýringin á því að þessir flokkar gátu fallist á Stein- unni Valdísi sem borgar- stjóra liggur þá í því að menn telja hana nægjan- lega burðuga til að valda starfinu, en ólíklega eða ólíklegri en þá Stefán Jón og Dag B. Eggertsson til að nýta sér ljómann og áhrif borgarstjóraembættisins sem frambjóðandi og for- ingi fyrir Samfylkinguna. ,, Tjaldað til loka kjörtímabils Umdeild ævisaga Einhver umtalaðasta og umdeildasta ævisaga síðustu aldar hér á landi var saga Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson (1898-1989) sem út kom í þremur bindum í upphafi sjöunda ára- tugarins og var síðan endurútgefin fyrir um tuttugu árum. Ástæðan fyrir því að bókin varð umdeild var sú að Kristján tók mjög ein- dregna afstöðu með sögu- persónu sinni og skilgreindi stöðu hans í íslenskum stjórnmálum og sjálfstæð- isbaráttu afdráttarlaust og má segja að þá hafi hallað á ýmsa sem áður höfðu verið í sviðsljósinu. Þegar bókin kom upphaflega út voru enn margir á lífi sem mundu og lifðu heimastjórnartímabilið og vildu túlka persónur og atburði með öðrum hætti en Kristján gerði. Af þessu spruttu heit- ar ritdeilur. Hitt var ekki ágreiningur um að höfundurinn hafði listatök á efnivið sínum, enda einn snjallasti rithöfundur þjóðarinnar. Vasabrotsútgáfa Þetta er rifjað upp hér vegna þess að nú hefur Jakob F. Ásgeirsson rithöfund- ur, sem eignaðist vináttu Kristjáns Al- bertssonar á efri árum hans og skrifaði með honum samtalsbók, tekið sér fyrir hendur að endurútgefa Hannesar sögu Hafstein í vasabrotsútgáfu. Tilefnið er hundrað ára afmæli heimastjórnar. Um er að ræða verulega styttingu á efni ævisögunnar en samt virðist Jakobi hafa tekist að halda þræðinum vel, enda þótti ýmsum Kristján hafa verið býsna margorður á köflum í uppruna- legu útgáfunni. Er ekki að efa að marg- ir munu sýna þessu verki áhuga í ljósi þeirra miklu umræðna sem orðið hafa um heimastjórnina og hlut einstakra manna í þeim áfanga sjálfstæðisbarátt- unnar. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan Jón Þ. Þór sagn- fræðingur sendi frá sér ævi- sögu helsta keppinautar Hannesar, Valtýs Guðmunds- sonar, og er fróðlegt að lesa þessar tvær bækur saman. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS 26-27 Leiðari 11.11.2004 16:00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.