Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 54
38 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég hef ákveðið að upp- ljóstra einu elsta leynd- armáli mannkynssög- unnar. Líf mitt hefur orðið þó nokkuð auð- veldara eftir að ég viðurkenndi þetta. Mig grunar að tæpur helm- ingur landsmanna eigi eftir að reyna að mótmæla þessu harkalega, en þeir eru bara að reyna að spyrna á móti náttúrunni. Karlmenn... það eru konur sem stjórna! Þeir karlmenn sem klæða sig upp í veiðigallann, vopna sig með rakspíra og fara út að veiða á laugar- dagskveldi eru í rauninni bara að gera sig að fýsilegra fórnarlambi. Það eru mjög fáir karlmenn sem byrja að spjalla við konu sem þeir hafa ekki fengið nein merki frá. Og yfirleitt ber slíkt lítinn árangur. Kannanir sýna víst að menn líta allt að 19 sinnum að meðaltali eftir sam- þykki kvenna áður en þeir láta til skarar skríða. Eftir það missa þeir þorið og drekkja nefi sínu í bjórnum. Þannig að þeir karlmenn sem monta sig af fjölda rekkjunauta eru í rauninni bara leikföng í lófum kven- þjóðarinnar. Þegar þær hætta að senda okkur merki neyðumst við til þess að stunda allt okkar kynlíf einir. Svo sá ég sjónvarpsþátt þar sem því var haldið fram að líkamslykt kvenna lokki okkur að þeim, án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Það eina sem við þurfum í rauninni að gera samkvæmt þessum kenning- um er að ganga inn á veiðisvæðin reglulega, bíða og ekki hika þegar tækifærin gefast. Þetta er ráða- brugg sem hófst löngu áður en við fæddumst. Ef það eru konur sem velja sér maka, en ekki öfugt, þá er hægt að segja að þær stjórni hringrás lífsins. Þær velja hvaða DNA-kóðar bland- ast saman þegar getnaður á sér stað, og þannig hvaða einstaklingar fá að líta dagsins ljós. Er þá ekki sann- gjarnt að kenna þeim um allt heims- ins böl? Við karlmenn erum bara smákrakkar með sæðispoka hang- andi á milli lappanna á okkur. Fyrirgefðu mamma. Var bara að grínast, ég veit að þetta er bara bull í mér. Ég skal vera góður strákur... einhverntímann. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BIRGIR ÖRN STEINARSSSON FLETTIR OFAN AF ELSTA SAMSÆRI MANNKYNSSÖGUNNAR Kvendýrið veiðir M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Hæ Jói, þetta er Pondus... Ertu klár fyrir leikinn í dag, harðjaxlinn þinn? Flott! Ég pikka þig upp klukkan tvö! Adios, compadre! SÍMA- REGLUR: 1. Kynntu sjálfan þig 2. Kláraðu erindi þitt 3. Segðu pent Adios og leggðu á Svona á að gera þetta! Ég legg áherslu á 3. reglu! Hæ, Berta... Er það rétt sem ég heyri?? Pabbi, þetta er bara rokktexti! Má ég fá smá frí! Ég er orð- inn þreyttur á þessari nýju tónlist, sem fjallar bara um kynlíf og eiturlyf! Já, allt annað en „Purple Haze“, Lay Lady Lay“ og „Brown Sugar“? Nei, nei, það er allt annað! Það eru klassíkerar! AHA! Skilaboð til táninganna! Flær eru PLÁGA!!!!!!! Þær eru latar og lifa bara á öðrum! KISI MATARTÍMI! Reyndu að muna þetta! Hvað er þetta? Þetta er hnöttur! Dáldið flottur. Huh! En eru þau ekki of ung til að eiga sinn eigin hnött? Nei, sjáðu! Þau ætla strax að fara að kynna sér heiminn! Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Vestmannaeyjar Handverksmarkaður Garðatorgi í Garðabæ Alla laugardaga til jóla Ný verslun í miðbænum Heimadress • Náttföt • Pjónagarn Amerísk bútasaumsefni á opnunartilboði Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 54-55 (38-39) Skripo 11.11.2004 18:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.