Tíminn - 28.12.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.12.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 28. desember 1 !>7. Jólaglaðningur Tímans: Þessir höfðu heppn- með sér ina EINS og kunnugt er efndi Tíminn til happdrættis meöal áskrifenda, og birtist hér skrá um þá, er vinninga hlutu. Jafnframt má geta þess, aö eftir áramótin hefst getraunakeppni Timans, er allir kaupendur blaösins geta tekiö þátt í, og veröa verðlaunin páska- ferð tveggja til Majorka meö öllu uppihaldi. Vinningar nýrra áskrifenda aö Timanum i desember 1973. 1. Plötuspilari: Sverrir Halldór- son, Stóragerði 34, Reykjavik. 2. Saumavél: Guðmundur Stefánsson,Karfavogi 42, Reykja- vik. 3. tsskápur: Tryggvi Sigtryggs- son, Silfurgötu 11, tsafirði. 4. Flugferö á flugleiðum Vængja: Erlingur Gunnarsson, Gautavik, Djúpavogi, S.-Múl. 5. Fatnaður: Pétur Jónsson, Furugrund 36 Akranesi. Vinningar eldri áskrifenda Timans i desember 1973. 1. Flugferðtil Kaupmannahafnar fyrir tvo á komandi sumri: Þór- mundur Guðsteinsson, Artúni 17, Selfossi. 2. Bækur: Ragnheiður Guðbjarts- dóttir, Akurbraut 17, Akranesi. Fjóla Sigurðardóttir, Laufási, Skagaströnd. Þorgeir Þorsteins- son, Hörðalandi 14, Reykjavik, Hjörleifur Þórlindsson, Hraunbæ 156, Reykjavik. Einvarður Jósefsson, Frostaskjóli 13, Reykjavik. Ingvar Ingvarsson, Múlastöðum, Andakilshreppi, Borgarfiröi. Jón Þórðarson, Hátúni 10 A, Reykjavik. Sigurður Jóhannsson, Sólvangi, Hrisey, Eyjafiröi, Guöjón Gislason, Kolsholti, Villingaholtshreppi, Árnessýslu. Alfreð Eymundsson, Grófargerði, Völlum S-Múl. Plötuspilarinn kominn til vinningshafanna f Stórageröi 34. Eygló og Gunnlaugur draga úr vinningana. Menningarsjóður Norðurlanda Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda mun á árinu 1974 hafa til ráðstofunar 5 milljón- ir danskra króna til styrkveitinga úr sjóðnum. Sjóðnum er ætlað að styrkja norrænt menningarsamstarf á sviði vis- inda, skólamála, alþýðufræðslu, bók- mennta, myndlistar, tónlistar, leiklistar, kvikmynda og annarra listgreina, svo og upplýsingastarfsemi varðandi norræna menningu og menningarsamvinnu. Veita má styrki til afmarkaöra norrænna samstarfsverk- efna, sem stofnaö er til i eitt skipti. Styrkveiting til varan- legra verkefna kemur einnig til greina, en aö jafnaöi er styrkur til sliks samstarfs þó einungis veittur fyrir ákveö- iö undirbúnings- eöa reynslutlmabil samkvæmt ákvöröun sjóðsstórnar. Þá er yfirleitt þvi aöeins veittur styrkur úr sjóðnum, aö vcrkcfniö varði þrjár Noröurlandaþjóöir hiö fæsta. Varöandi umsóknir um styrki til hljómleikahalds er vakin athygli á sérstakri auglýsingu um þaö efni frá Norrænu samstarfsnefndinni um tónlistarmál (NOMUS). Umsókn- um um styrki úr sjóðnum til einstaklinga er ekki unnt að sinna. Um verkefni á sviði visinda er það yfirleitt skilyröi til styrkveitingar, að gert sé ráö fyrir samstarfi visinda- manna frá Norðurlöndum að lausn þeirra. Að jafnaði éru ekki veittir styrkir úr sjóönum til að halda áfram starfi, sem þegar er hafið, sbr. þó það sem áöur segir um sam- starf i reynsluskyni. Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sér- staklega standi á, veita fé til greiöslu kostnaðar við verk- efni, sem þegar er lokið. Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást i menntamálaráðuneytum Norðurlanda og hjá Nordisk kulturfond, Sekretariatet for Nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, 1205 Köben- havn K. Skulu umsóknirnar sendar beint til skrifstofu sjóðsins. Umsóknarfresti fyrir seinna helming ársins 1974 lýkur 15. febrúar 1974. Afgreiðslu umsókna, sem berast fyrir þann tíma, verður væntanlega lokið um miðjan júnimánuö. 1 mai 1974 verður auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir fyrra helming ársins 1975, og mun fresti til að skila þeim umsóknum ljúka 15. ágúst 1974. Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda. Fyrstir á morgnana ■ Hjónin í Karfavogi 42 meö saumavélina. ELLEFU BARNA- BÆKUR FRÁ BSE Bláskjdr í fjórðu útgáfu BÓKAVERZLUN Sigfúsar Ey- mundssonar sendi fyrir jólin frá sér 11 barnabækur, þar af eru 10 I samfelldum flokki, sem nefnist Litlu bibliusögurnar. Arið 1915 kom barnasagan BLASKJAR i fyrsta sinn út á RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Tvær stöður MEINATÆKNA eru lausar til umsóknar við BLÓÐ- BANKANN. Nánari upplýsingar- veitir yfirlæknirinn, simi 21511. SENDILL óskast til léttra starfa innanhúss á LANDSPÍTALANUM, nú þegar. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð á sama stað. Reykjavik, 27. desember 1973. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA EIRI'KSGÖTU 5,SÍMI 11765 islenzku hjá Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. Sagan, sem siðan hefur verið endurprentuð þrisvar 1943, 1955 og 1973, vann sér strax mikla hylli meðal yngstu lesendanna og segja má, að hún hafi fylgt hverri nýrri kynslóð þessarar aldar. Höfundur Bláskjás er Franz Hoffman, en Hólmfriður Knudsen islenzkaði söguna. t fjórðu útgáfu hefur broti bókarinnar og útliti verið breytt og Jóna Sigriður Þorleifsdóttir, ungur teiknari, hefur teiknað nýjar myndir i söguna. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar prentuð i Offset- myndum og bundin i Félagsbók- bandinu. t bókaflokknum Litlu bibliu- sögurnarkoma út 10 bækur: Guð skapaði heiminn, Fyrstu jólin, Drengurinn, sem gaf, Góði hirðirinn, Góðu vinirnir, Jesús hjálpar litlu stúlkunni, Góði faðirinn. Brúðkaupsveizlan, Maður uppi i tré, Miskunnsami Samverjinn. Allar bækurnar eru i litlu broti og skreyttar litmyndum. Sr. Bernharður Guðmundsson endur- sagði sögurnar úr ensku og samdi skýringar á bókarkápu, sem ætlaðar eru foreldrum og kennurum til að auðvelda þeim að skýra efni hverrar bókar fyrir börnum sinum og nemendum. Bækurnar eru gefnar út i samvinnu við brezka útgáfufyrir- tækið Saripture Union, sem sér- hæfir sig i útgáfu bóka um kristna kenningu. Bækurnar eru settar hér á landi af Prentstofu G. Benediktssonar en prentaðar i Bretlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.