Tíminn - 28.12.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.12.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 2H. desembtM’ TÍMINN 9 V, Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. I Hráolíuverðið tvöfaldað Þau tiðindi hafa að vonum vakið mikla at- hygli og ugg, að helztu oliuframleiðslurikin samþykktu á fundi i Teheran i siðustu viku að tvöfalda hráoliuverðið. Sú hækkun mun koma til viðbótar þeim hækkunum á oliuverði, sem áður voru orðnar. Ljóst er af þessu, að oliuverð mun enn halda áfram að stórhækka á næstu mánuðum og hafa ófyrirsjáanleg áhrif til verð- hækkunar og samdráttar á mörgum sviðum. í flestum löndum eru efnahagsmálin til nýrr- ar endurskoðunar vegna þeirra afleiðinga, sem fylgja hækkun oliuverðsins og oliuskortinum. Fyrirsjáanlegt er, að mjög viða verður gripið til hinna róttækustu aðgerða. Hjá þvi verður vitanlega ekki komizt, að Is- lendingar taki efnahagsmál sin til endurskoð- unar með tilliti til þessara atburða. Verðbólga hefur verið hér mikil á siðasta ári, og eiga er- lendár verðhækkanir stærstan þátt i henni. Þvi er þó ekki að neita, að sumar orsakirnar hafa verið af innlendum toga spunnar. Það er til dæmis óhjákvæmilegt, að þessir nýju atburðir hafi veruleg áhrif á þá kaup- gjaldssamninga, sem nú er unnið að. Það er ekki ofsagt, að þeir hafi gjörbreytt viðhorfinu, siðan samningaviðræður hófust. Opinberir starfsmenn hafa gert sér þetta ljóst, og bera nýir samningar þeirra og rikisins þess ljósan vott. Þeir taka fullt tillit til þess nýja ástands, sem hér hefur skapazt. Þess vegna er aðal- áherzla lögð á það að bæta kjör hinna lægst- launuðu, en vitanlega eiga þeir að hafa for- gangsrétt, eins og nú er ástatt. Fyrir launafólk skiptir nú tvimælalaust mestu máli að reyna að tryggja það, sem hefur áunnizt siðustu árin, jafnhliða þvi, sem stefnt er að þvi að bæta hlut hinna lægstlaunuðu. Þetta verður bezt gert með þvi að reyna að halda verðbólgunni sem mest i skefjum. Al- menn veruleg kauphækkun nú, myndi aðeins verða vatn á myllu verðbólgunnar. Hún myndi ekki veita launþegum neinar raunhæfar hags- bætur, en gera erfiðleikana vegna oliumálanna enn örðugri viðfangs. Sú var tiðin, að forustumenn núverandi stjórnarandstöðuflokka bentu óspart á það, að verðbólgan væri ekki öðrum en bröskurum til hags. Nú keppast þeir hins vegar við að auka hana af öllum mætti. Morgunblaðið ræðst dag- lega á opinbera starfsmenn fyrir að hafa ekki samið um meiri almennar kauphækkanir. Jafnframt reynir það að knýja aðra launþega til sem mestrar kröfuhörku. Forráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa það ekki sér til af- sökunar, að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Ofstæki þeirra er hins vegar svo mikið, að þeir hika ekki við að reyna að magna verðbólgueld- inn, ef það gæti orðið til þess að gera rikis- stjórninni örðugra fyrir. Að óreyndu verður þvi ekki trúað, að þessi áróður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins beri til- ætlaðan árangur. Almenningur sér, hér eins og annars staðar, að oliumálin hafa skapað nýjan og mikinn vanda, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Þess vegna verður nú að sýna gætni og ábyrgð. Þannig getur þjóðin bezt mætt þeim erfiðleikum, sem biða framundan. En jafn- hliða hvetur þetta til þess, að reynt sé að gera tekjuskiptinguna réttlátari með þvi að bæta hlut þeirra, sem verst eru settir. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ráðstefna Araba og ísraelsmanna ** Erfitt sáttastarf risaveldanna Hinn 21. þess mánaðar hófst i Þjóðabandalagshöllinni i Genf friðarráðstefna Arabarikjanna og tsraels. Ráðstefnan stóð að þessu sinni ekki nema i tvo daga. en þá var ákveðið að fresta henni fram yfir áramót, m.a. með tilliti til þingkosninganna, sem fara fram i tsrael 31. þ.m. Sá árangur náðist strax. að skipuð var nefnd herforingja frá Israel og Egyptalandi. sem fjalla skal um brott- flutning þessara aðila frá Súezskurði. en fullt samkomu- lag hefur enn ekki náðst um svokallaða vopnahléslinu, eins og siðar verður vikið að. Þrátt fyrir þetta samkomulag verður ekki sagt, að friðsam- legur blær hafi hvilt yfir þess- um fyrsta þætti ráðstefn- unnar. Eitt væntanlegra þátt- tökurikja, Sýrland, neitaði á siðustu stundu að senda fulltrúa, og mun ástæðan m.a. hafa verið sú, að lsrael hafi borið fram körfur um lista yfir herfanga.sem Sýrland neitaði að afhenda. Liklegt er þó taliö, að Sýrland taki þátt i fram- haldi ráðstefnunnar. Fulltrúar viðstaddra deiluaðila fluttu allir ræðu og var tónninn ekki með neinum sáttablæ. Eink- um var Ebba Eban, utan- rikisráðherra tsraels, ósveigjanlegur i málflutningi sinum, þvi að hann gaf óspart til kynna, að tsrael myndi aldrei láta öil herteknu svæðin af hendi. Þá myndi ísrael ekki veita neinum hlutdeild að stjórn Jerúsalem. Utanrikis- ráðherra Egyptalands, Ismail Fahmy, stimplaði ræðu Ebans sem kosningaræðu og taldi hana afsakanlega frá þvi sjónarmiði. Nokkurt dæmi um andrúmsloftið á ráðstefnunni er það, að utanrikisráðherra tsraels neitaði að sitja við hliðina á hinum auða stóli Sýrlands, en fulltrúarnir sitja við hringborð. Niðurstaðan varð sú, að breytt var um sætaröðun, og varð hún endanlega þessi: Sameinuðu þjóðirnar, tsrael, Sovétrikin, Sýriand, Jórdania, Banda- rikin, Egyptaland. Eins og þessi upptalning ber með sér, verða þátttökuaðilar i ráð- stefnunni sjö, en aðeins sex mættu að þessu sinni. Siðar er hugsanlegt, að fleiri bætist við, eins og Libanon, sem á landamæri að tsrael, og frelsishreyfing Palestinu- Araba. Fyrst um sinn verður ráðstefnan aðeins bundin við þau riki, sem hafa átt i hernaðarátökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, ásamt risaveldunum tveimur og Sameinuðu þjóðunum. FRIÐARRÁÐSTEFNA Arabarikjanna og ísraels var kölluð saman á grundvelli ályktunar Oryggisráðsins frá 22. október siöastl,, en hún gengur venjulega undir nafninu ályktun 338. Ályktun þessi var samþykkt sam- hljóða eftir að Bandarikin og Sovétrikin eru búin að koma sér saman um efni hennar að tjaldabaki. Efni ályktunar- innar var þriþætt. t fyrsta lagi voru striðsaðilar hvattir til að hefja vopnahlé tafar- laust. t öðru lagi voru þeir hvattir til að framfylgja fyrir- mælum ályktunar öryggis- ráðsins 242 frá 22. nóvember 1967. 1 þriðja lagi voru þeir svo hvattir til að hefja viðræður á framangreindum grundvelli um varanlega lausn deilunnar. Deiluaðilar urðu við þeim tilmælum, að hefja vopnahlé, en þó dróst það i 2-3 daga að það kæmist á til fuilnustu. Astæðan var sú, að tsraels- menn töldu sig þurfa að styrkja stöðu sina á vestari bakka Súezskurðarins, og héldu þvi áfram hernaðarað- gerðum þar. Egyptar hafa siðan krafizt þess, að vopna- hléslinan verði miðuð við vig- linuna 22. október, þegar umrædd ályktun var sam- þykkt, en tsraelsmenn hal'a talið.aðhún eigi að miðast við þann tima, þegar l'ullt vopna- hlé komst á, Viðræður hófust um þetta milli herforingja frá báðum aðilum, en þegar þær báru ekki árangur, hættu Egyptar þátttöku i þeim. Þær hafa nú verið hafnar að nýju á vegum ráðstefnunnar i Genl', eins og áður sgir. Mikið þóf hefur verið um það, hvaða aðili ætti að kalla ráðstefnuna saman. Arabar hafa viljað láta Sameinuðu þjóðirnar, eða nánar tiltekið Oryggisráðið, veita ráðstefn- unni forustu. ísraélsmenn hafa verið þvi mótfallnir, þar sem þeir telja Araba og fylgisrfki þeirra ráða yfir Sameinuðu þjóðunum. Ilinn 15. þ.m. samþykkti Oryggis- ráðið að boða til ráðstefn- unnar, en allir fulltrúar rikjanna, sem eiga fast sæti i Oryggisráðinu, sátu hjá við þá atkvæðagreiðslu og taldi framkvæmdastjóri S.þ. sér ekki mögulegt að hefjast handa undir þeim kringum- stæðum, Niðurstaðan varð sú, að tsraelsmenn fengu þvi framgengt, að Bandarikin og Sovétrikin boðuðu sameigin- lega til ráðstefnunnar og veittu henni forstöðu, en Sam- einuðu þjóðunum væri boðin aðild að henni og fram- kvæmdastjóri þeirra setti hana. Forustan hvfldi hins vegur iill á risaveídunum tveimur. Það mun hafa verið ósk Araba, og einnig Breta og Frakka, að öll rfkin, sem eiga fast sæti f Oryggisráðinu, ættu aðild að ráðstefnunni. tsraels- menn voru hins vegar mót- fallnir þátttöku Breta og Frakka. Kfnverjar munu ekki hafa látið uppi neina ósk i þessum efhum, ALYKTUN Oryggisráðsins frá 22. nóv. 1967, sem venju- lega gengur undir nafninu ályktun 242, myndar eins konar dagskrá fyrir ráðstefn- una, enda var þessi tillaga samþykkt af báðum aðilum á sinum tima. Aðalefni hennar er þetta: tsraelsmenn skili aftur landsvæðum, sem þeir hertóku i styrjöldinni 1967. Palestfnu-Arabar fái réttláta lausn mála sinna. Sjálfstæði allra rikja i þessum heims- hluta skal viðurkennt og þeim tryggður friður innan öruggra landamæra. Kins og búast mátti við, hafa deiluaðilar túlkað þessa ályklun mismunandi. Það hef- ur ekki dregið úr ágreiningn- um, að tillagan var samþykkt á fjórum tungumálum, og ber textum ekki saman. Sam- kvamit l'ranska og rússneska textanum ber tsraels- mönnum að skila öllum her- teknum , svæðum, en sam- kvæmt enska lextanum ber þeim að skila svæðum, sem þeir hertóku, en þar vantar, að greinilega sé tekið Iram, að um öll svæðin sé að ræða. 1 þetta orðalag hengja Israels- menn^ig og segjast ekki þurl'a að skila öllum svæðunum samkvæmt ályktun 242. Þetta verður áreiðanlega eitt mesta deilumálið á ráð- stefnunni. Arabarikin munu krefjast þess, að Israel skili öllum herteknu svæðunum, en tsrael mun aðeins vilja skila nokkrum hluta þeirra. Þessa afstöðu mun tsrael m.a. byggja á þvi, að það þurfi að fá verjanleg landamæri, en um slikt sé ekki að ræða, ef öllum herteknu landsvæðun- um verði skilað. Annað mikið deiluefni verða yfirráðin yfir Jerúsalem. Fram að júnistyrjöldinni 1967. heyrði arabfski hlutinn af Jerúsalem undir Jórdaniu. Arabarikin munu krefjast þess, að þau fái yfirráð þess hluta borgarinnar f sinar hcndur. Ekki sizt mun Feisal konungur Saudi-Arabiu fylgja þessari kriilu fram af trúar- legum ástæðum. Þriðja deiluefnið verður svo framtiðarlausn á málum Palestinu-Araba. Ef til vill mun það reynast vanda- samast. Sú hugmynd virðist eiga talsverðu fylgi að fagna, að Palestinu-Arabar, fái að stofna sérstakt rfki i þeim hluta Palestinu, sem féll Jórdaniu i skaul, þegar tsraelsrfki var stofnað, en tsrael hertók i júnistyrjöldinni 1967. Bæði tsrael og Jórdanfa munu þó andsnúin þessari hugmynd. Jórdania gerir til- kall til að fá þetta land aftur. Mikili agreiningur virðist vera um þetta efni milli Jórdanfu annars vegar og flestra annarra Arabaríkja hins veg- ar. Af hálfu Arabarikjanna er nú minni fyrirstaða en áður varðandi viðurkenningu á tsrael, ef samkomulag næst um framangreind atriði. Þá munu þau einnig fús til að fallast á, að gæzlulið frá Sameinuðu þjóðunum verði staðsett beggja megin þeirra landamæra, sem samið verður um, og öryggi þeirra tryggt á þann hátt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.