Tíminn - 24.02.1974, Síða 1

Tíminn - 24.02.1974, Síða 1
——■ 11 Áætlunarstaðir: Akranes Blönduós Flateyri - Gjögur Hólmavík - Hvammstangi i Rif - Siglufjörður Stykkishólmur Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Simi 40-102 - Rannsókn líffræðinga vegna vegagerðar yfir voga og firði: VEGUR UM BRYNJUDALS- VOG FÆRIST INNAR Engin spjöll að vegi yfir Borgarfjörð HHJ—Reykjavík — Liffræði- legum rannsóknum vegna vega- gerðaryfir Brynjudais- og Botns- voga og Borgarfjörð er nú að ljúka. Visindamenn þeir, sem önnuðust rannsóknina, hafa lagt til, að vegarstæði i Brynjudais- vogi verði breytt þannig, að vegurinn verði lagður yfir voginn allmiklu innar en ráðgert hafði verið. Hins vegar telja þeir, að fátt eða ekkcrt sé því til fyrir- stöðu að leggja veg yfir Borgar- fjörð á þeim stað, sem fyrirhugað var. Agnar Ingólfsson prófessor og Arnþór Garðarsson próffesor önnuðust þessar rannsóknir ásamt nemendum sinum. Kannsóknirnar voru hafnar að tilhlutan náttúruverndarráðs, en kostaðar af Vegagerð ríkisins, samkvæmt samningi á milli hennar og Háskóla isiands. — Þessar rannsóknir hófust i janúar 1973, sagði Agnar Ingólfs- son i viðtali við Timann. Þær beindust að þremur svæðum, þ.e. botni Hvalfjarðar, þar sem fyrir- hugað var að leggja veg yfir Brynjudalsvog og Botnsvog, Borgarfirði, þar sem einnig er ætlunin að legga veg, og i þriðja lagi var rannsakaður Hrauns- fjörður á Snæfellsnesi og hann hafðir til hliðsjónar. Hrauns- fjörður var tekinn til athugunar, af þvi honum var lokað með vegi fyrir allmörgum árum og þvi fróðlegt að skoða, hverjar breyt- ingar á dýralifi hefði af þvi leitt. Sá galli var þó á, að ekki höfðu farið fram neinar rannsóknir á dýralifi i Hraunsfirði, áður en honum var lokað, og við urðum þvi að styðjast við umsagnir kunnugra manna i þvi efni. Ætlunin var að safna upp- lýsingum um lifriki þessara fjarða, sagði Agnar, og meta gildi þess og segja fyrir um, hver áhrif væntanleg vegarlagning og brúarsmiði hefði. Nú er lokið rannsókn á Brynjudalsvogi og Borgarfirði, en rannsókn á Botnsvogi lýkur væntanlega á næstu mánuðum. Veg og vanda af rannsóknum i Brynjudalsvogi höfðu þeir Gisli Már Gislason og Jón Baldur Sigurðsson liffræðingar og Jón Gunnar Ottósson liffræðinemi. Þeir skiptu með sér verkum á þann hátt, að Gisli Már rannsakaði smádýralif i fjörunni og á leirunum, en þeir Jón Bald- ur og Gunnar rannsökuðu fugla- lifið. Fimmtíu tegundir dýra Rannsóknirnar hafa sýnt, að fjaran er mjög auðug að lifi. Þar er að finna um 50 tegundir dýra, og þá eru smásæjar lifverur ekki taldar. Fjöldi einstaklinga er lika mikill, þótt hann sé að sjálfsögðu mismunandi eftir tegundum. Rannsóknin á dýralifinu fór þannig fram, að tekin voru sýni og þau sigtuð með sigti, með hálfs annars millimetra möskvastærð. t ljós kom, að heildarfjöldi ein- staklinga var að meðaltali rösk- lega 4000 á hvern fermetra og þyngddýra af hverjum fermetra var hartnær eitt kilógramm. Mest bará einni tegund, þ.e. krækling, sem setur svip sinn á fjöruna. Þetta kom þó ekki alveg á óvart þviaðfyrrá tið, þegar krækling- ur var notaður i beitu, komu bát- ar tugum saman inn i Hvalfjörð hvert vor til þess að næla sér i krækling. Nú fékkst hins vegar glögg mynd af gildi kræklingsins fyrir lifrikið i heild. Samkvæmt sýnum eru um 1000 einstaklingar á hverjum fermetra i fjörunni i Brynjudalsvogi, og þyngdin á hvern fermetra er rösklega 800 grömm.-Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að þarna og i Botns- vogi séu einhverjar auðugustu kræklingsfjörur á landinu suð vestanverðu, sagði Agnar. Kræklingurinn er veigamikill Framhald á 22. siðu. Hún heitir Silja Rán Geirharðsdóttir og er þriggja ára. Eins og við sjáum.er hún mjög hugsi, og kannski eru það einhver tónverk, sem hún heyrir óma innra með sér, þvi aö hún er alin upp við söng og tóna. Þó að nafn hennar sé eins norrænt og orðið getur, þá er hún þýzkrar ættar. Faðir hennar hefur mörg undanfarin ár verið driffjöðrin I tónlistarlifi Siglufjarðar, eins og þeir vita, er lásu viðtaiið við hann i miðvikudagsblaði Timans. — Timamynd Róbert A.m.k. 9 verksmiðjur taka enn við loðnu —hs—Rvik. Heildarloðnuafl- inn á vertiðinni var i gær- morgun orðinn um 325 þús lestir, en frá miðnættiog fram til kl. 9 i gærmorgun tilkynntu 19 skip um 4.350 lestir. Heldur slæmt veður var þá á miðun- um við Vestmannaeyjar. Allar loðnuverksmiðjurnar á Suðvesturlandi eru nú hætt- ar loðnumóttöku vegna verk- falla, nema Grindavik. Tekið er á móti loðnu i Vestmanna- eyjum, ennfremur á Djúpa- vog, Breiðdalsvik, Stöðvar- firði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Stopp er vegna verkfalla á Hornafirði, i Þor- lákshöfn, á Eskifirði og i Nes- kaupstað, ennfremur á Raufarhöfn og Siglufirði, en tekið er á móti á Vopnafirði. Frestur til móttöku rennur út á Seyðisfirði kl. 22 i kvöld. Landsliðið fékk undanþógu -hs- Rvik. Allsherjarverkfallið, sem skall á um miðnætti aðfarar- nótt gærdagsins, er eitt hið viðtækasta, sem hér hefur orðið. Um 100 launþegafélög munu vera i verkfalli, eða fara i verkföll næstu daga ef ekki semst. Verkamannafélagið Dagsbrún og Verzlunarmannafélag Reykjavikur hafa bæði veitt leyfi til undanþágu, svo að landsliðið i handbolta komist til keppni á fimmtudaginn i Austur-Þýzka- landi. Fararstjórar, landsliðs- menn og fréttamenn munu taka eina af Fokker Friendship vélum Flugfélags íslands á leigu til fararinnar. Sáttafundinum i fyrrinótt lauk kl. 2.30, en hann hafði þá staðið frá þvi kl. 13 á fimmtudag. Annar fundur hófst kl. 13 i gær. Tvö rikisfyrirtæki, Áburðar- verksmiðjan i Gufunesi og Se- mentsverksmiðjan á Akranesi, •sömdu seint i gærkveldi við starfsmenn sina og hefur verk- falli við fyrirtækin veriö aflýst. LOKIÐ HÖNNUN VEGAR FRÁ SEL- FOSSI AUSTUR AÐ SKEIÐAVEGI FB—Reykjavik Hannaður hefur verið vegarkaflinn frá Sel- fossi austur að Skeiðavegamótum, og liggur hann i öllum ineginatriðupi á sama stað og núverandi vegur, samkvæmt upplýsingum Sigfúsar Arnars Sigfússonar, verkfræðings hjá Vegagerð rikisins. Sigfús Sagði, að rétt hefði verið úr veginum, þar sem hann er verstur, og hann hafður þar að öðru leyti þar sem bezt fer, en annars hefði verið reynt að nýta gamla veginn eins og mögulegt er. Þessi vegarkafli á að vera i beinu áframhaldi af vegi þeim, sem þegar hefur verið lagður frá Reykjavik og austur á Selfoss og i sama gæðaflokki. Ekki er vitað enn, hvenær hafizt verður handa um lagn- ingu vegarins. Samkvæmt gildandi vegaáætlun hefði átt að byrja á honum nú i sumar, en vegaáætlunin er nú i endur- skoðun, og er þvi ekki vitað fyrir vist, hvort einhverjar breytingar verða gerðar á verkefnaröð Vegagerðar- innar. Hægt væri að ljúka lagningu vegarins á einu sumri, ef snemma væri byrjað, en ekki er vist, hvort verkinu verður skipt niður á tvö sumur eða ekki. ■ Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir ennþá, en hennar er að vænta mjög fljótlega.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.