Tíminn - 24.02.1974, Page 12

Tíminn - 24.02.1974, Page 12
12 iTÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Með ungu fólki „Tækninni flcygir fram, og þaö er ekki hægt aö gera þær kröfur til bænda, að þeir geti fylgst meö öllum nýjungum.” „Sveitalífið kallar meira á eðli mannsíns" r Rætt við ungan Reykvíking, Karl Óskar Hjaltason I vesturbænum býr ungur mað- ur, Karl Óskar að nafni. Hann býr i fötyirgarði, móti opnu hafi og reykvisku fjörugrjóti. Ég veit að eins þrennt um þennan mann: Hann hefur unun af hestum, hann málar og hefur verið túlkur með islenzkum bændum i Englandi. Og þá er að fylla upp i myndina: verkfærin eru penni og blað. Mér er visað i kjallara, þar sem viðtalandi minn hefur hreiðrað um sig. Hann situr gegnt mér, og ég kannast við svip hans frá þvi i gagnfræðaskóla. Það verður að samkomulagi hjá okkur að byrja á hestunum. Fæddist á hestbaki — Frá blautu barnsbeini hef ég umgengizt hesta umfram önnur dýr, segir Karl Óskar, og þar með ersamtalstónninn kominn. — Það liggur við, að ég geti sagt: Ég fæddist á hestbaki. Sagði Karl, að foreldrar sinir hefðu alla tið verið mikið hestafólk og haft hesta á fóðrum iReykjavik að vetrarlagi. Auk þess að stunda hesta- mennsku i fritimum, hefðu þau um langt árabil farið i einn lang- an reiðtúr á hverju sumri. Eitt sumar lögðu þau af stað úr Borgarfirði, þar sem hestarnir eru oft á sumrin, héldu norður og fóru siðan suður Sprengisands- leið. Sagðist Karl halda, að þetta hafi verið lengsta hestaferð þeirra. — Ég var mikið i sveit, allt til 15 ára aldurs, og komst þvi i allnána snertingu við allt sveitalif. Það heillaði mig svo, að það starf sem ég hef lært og valið til frambúðar, er einmitt tengt sveitinni. Hestarnir heilluðu mig þó mest. Eitt sinn fór ég i vikuleitir upp á Arnarvatnsheiði, og á þeim tima kynntist ég að sjálfsögðu hestin- um heilmikið, já, hvað getum við sagt, sálarlifi hans og skap- gerðareinkennum. Þá átti ég af- bragðsgæðing, sem hét Frosti. Annars er mjög erfitt aö tala um hesta, það verður að kynnast þeim. — Ferðu mikið á hestbak nú- orðið? — Ég nota mikinn hluta mins fritima til þess. Allflestum helg- um ver ég til að riða út, og á sumrin þræði ég hestamanna- mótin. — Tekurðu þá þátt i hesta- mannamótum? — Ég hef nokkrum sinnum verið knapi. Sumarið 1968 keppti ég nokkuð oft, og þá vann ég einu verðlaunin, sem ég hef hlotið á hestbaki. Raunar átti ég minnst- an þátt i þeim sigri. Það var hesturinn sem vann: hann hét. Nasi og varð þriðji i folahlaupi. — Attu þann hest ennþá? — Þegar ég fór i Samvinnuskól- ann á Bifröst, varð ég að selja hann. Fjárhagurinn leyfði ekki neinn munað. Nasi var seldur til Bandarikjanna og mig minnir, að ég hafi fengið fyrir hann 35 þús. krónur. Karl drýpur höfði um stund. Ég nota timann og lit i kringum mig. Spegilsléttur Skerjafjörðurinn dvelur augu min, það er óvanaleg þögn: ég horfi á höggmynd af hestum, sem hlaupa um i glugga- kistunni. Allt i einu rýfur Karl þögnina, — einmitt þegar ég var farinnaðlkunnavel við hana, hellir kaffi I bollann minn og segir: — Það er þroskandi að kynnast hestum, — öllum dýrum. Borgar- fólk hefur gott af þvi að komast af mölinni og lifa..náttúrlegu lifi. Sveitalifið kallar meira á eðli mannsins. Ástæðurnar fyrir þvi, að hestamennska á svona mikil itök i mér, er sú, að ég hef alizt upp með og á hestum, ég lit á hana sem heilbrigða og skemmti- lega iþrótt, og siðast en ekki sizt, þá hefur hestamennskan verið ómissandi hlutur af sjálfu heimilislifinu hjá okkur I fjöl- skyldunni. Sjálflærður málari. Karl Óskar er sifellt með pensla á lofti. Málverk hanga upp um alla veggi, þau eru á bak við stól- ana, og sennilega inni i skápum, þótt ég hafi ekki séð þar inn. — Þegar ég kom i Samvinnu- skólann, byrjaði ég fyrir alvöru að mála. Félagslif var i miklum blóma, og gott næði gafst til að mála á kvöldin. Sem barn teiknaði ég mikið, og hugur minn var opinn fyrir öllu.sem laut að málun og teikningu, — en á vissan hátt drápu teiknikennarar i barnaskóla þessa löngun mina. Karl Óskar sagði, að áhuginn hefði siðan aukizt aftur i gagn- fræðaskóla, og þegar hann kom i Samvinnuskólann, gaus áhuginn upp og varð ekki stöövaður. Hann sagðist hafa málað mjög mikið fyrri veturinn,og á sýningu sem listaklúbbar skólans sóð fyrir, hreppti hann tvenn verðlaun, sem um var keppt, önnur fyrir tré- skurð en hin fyrir málverk. Siðari veturinn fór á sömu leið, verð- launin fóru á Ægissiðuna, upp á vegg i herbergi Karls. — A timabili sá ég stöðnunar- merki i myndunum, og mér er það vel kunnugt, að án þekkingar næ ég ekki miklu lengra. Þess vegna hef ég ákveðið að nema eitthvað i þessari list, og ætlar Baltazar að gerast minn lærifað- ir. — Er einhver sérstakur málari eða málarastefna, sem er þér sérlega hugleikin? — Ég hef skoðað og grúskaö i flestum málarastefnum og tekið eitthvað úr öllum. Málverkin min eru kokteilblöndur, án þess ég geri mér grein fyrir uppruna blöndunnar. Kjarval hefur alltaf verið hátt skrifaður hjá mér, eins og hjá fleiri. Ég tel hann hiklaust i fremstu röð tuttugustu aldar málara. Við eigum eftir að læra mikið af honum, hann var svó langt á undan sinni samtið. Þegar ég spurði Karl Óskar að þvi, hvort hann hefði i hyggju að halda málverkasýningu I náinni framtið, yppti hann öxl- um, brosti litillega og skaut um leið tveimur litlum orðum út um hægra munnvikiö: Hver veit? Kaupfélögin of mörg Eitt sinn varst þú túlkur is- lenzkra bænda i heimsókn þeirra til Englands. Getur þú ekki sagt mér eitthvað frá þvi ferðalagi? — Jú, en áður verð ég að skýra frá nokkrum staðreyndum, svo lesandinn standi ekki á haus við lok lestursins. Ég vann hjá Sam- bandinu frá mai 1971 til febrúar 1972. Þá ákvað ég að sigla til Eng- lands og skoða þann hluta heims- ins. Ég sigldi með Dettifossi til hafnarborgarinnar Ipswich við austurströndina og fékk fljótlega vinnu hjá dráttarvélarfyrirtæki þar i borg. Enskukunnátta min Málverk eftir Karl Óskar. batnaði með hverjum degi og lifið hló við mér, — en þá rann vega- bréfið mitt úr gildi, og nú voru góð ráð dýr. En eins og áður, þá barst mér góð hjálp að heiman, og lifið tók aftur á sig rétta mynd. Ég fór til Skotlands, og Dráttar- vélar h.f.útveguðu mér vinnu hjá einu af hinum þekktu Massey Ferguson dráttarvélafyrirtækj- um. Þegar ég var búinn að vinna þar um tíma, þá kom bændur loks til sögunnar. A vegum Dráttarvéla fóru full- trúar kaupfélaga og bændur út að skoða landbúnaðarsýninguna Smith-Field Show i London, og ég var beðinn um að vera þeim innan handar. Landbúnaðar- sýningin var skoðuð rækilega og eins var farið i heimsókn til Masey Ferguson fyrirtækjanna i Coventry. — Var þetta ekki erfitt hlut- verk? — Ekki get ég sagt það beint. Eðlilega var enskukunnáttan misjöfn, og það varð að hjálpa þeim aðeins. Ef ég fór með einum einhverra erindagjörða þá varð ég að að svikja annan. 'Karl Óskar fór siðan heim til Is- lands með kaupfélagsmönnum og bændum rétt fyrir jól, en til Eng- lands lá leið hans aftur stuttu sið- ar, þá til náms I stjórnunarfræði. Þegar ég spurði i fávizku minni, hvað stjórnunarfræði væri, þá sagði hann mér, að það væri nokkurs konar meðalvegur hag- fræði og viðskiptafræði og gæfi góða innsýn i rekstur fyrirtækja- Karl Óskar hefur unnið um skeið sem sölufulltrúi hjá Dráttarvélum h.f. — 1 hverju er starf þitt fóigið? — Eins og komið hefur fram áður, þá á sveitin hug minn allan, og sölufulltrúastarf mitt hjá Dráttarvélum gefur mér tækifæri til þess að sinna þeirri stétt, sem mér er mjög kærkomin. Starf mitt felst ekki eingöngu i beinni sölu, það er einnig ráðgjafastarf. Tækninni fleygir fram, og það er ekki hægt að gera þær kröfur til bænda, að þeir geti fylgzt með öll- um nýjungum. Við verðum að vera mjög opnir i þessu starfi, viðskiptavinurinn býr við mis- munandi aðstæður, og það er er- fitt að ráðleggja, þegar vitneskj- an um hans ytri skilyrði er litil sem engin. — Nú hefur þú unnið hjá Sam- bandinu, og einnig lagt stund á stjórnunarfræði. Er ekki eitt- hvað, sem þér fyndist, að betur mætti fara? — Jú, þvi er fljótsvarað. Kaup- félögin eru of mörg, og þvi til staðfestingar get ég bent á, að um áramótin 1972 voru sambands- félögin 50 og höfðú 36.500 með- limi. 23 kaupfélög voru með minna en 200 félagsmenn, 9 með minna en 100, og 2 voru með færri meðlimi en 30. Það ætti að sam- eina kaupfélögin og hafa siðan verzlanir út um sveitirnar á þeirra vegum. Fimm stór kaup- félög væri sennilega bezta lausn- in, eitt i hverjum landshluta, — en þvi miður virðist þetta mál eiga langt i land: innansveitarpólitikin er allsráðandi. Ég kvaddi Karl Óskar, óskaði honum alls hins bezta og hvarf á braut.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.