Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 38

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 38
38 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Kertalog frumsýnt Miðvikudaginn 27. febrúar verður leikritið „Kertalog” eftir Jökul_ Jakobsson frúmsýnt hjá LeikfélagiReykjavikur. Kertalog er annað þeirra tveggja leikrita, sem fengu verðlaun i leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavikur i tilefni 75ára afmælis félagsins á s.l. ári. Var verðlaununum skipt milli höfundanna Jökuls Jakobssonar og Birgis Sigurðssonar. Verð- launaleikrit Birgis, „Pétur og Rúna” var sýnt hjá Leikfélaginu i fyrra. Astæðan fyrir, að Kertalog var ekki sýnt fyrr, er að hæfa þótti að skipta verðlauna- leikritunum milli leikára. Stefán Baldursson leikstýrir Kertalogi, en Sigurður Rúnar Jónsson gerði tónlist og Jón borláksson leikmynd. Leikendur i þessu leikriti eru fleiri en yfir- leitt hafa verið í leikritum Jökuls Jakobssonar. Eru þeir sextán alls. Aðalhlutverkin eru tvö. Það eru tveir táningar, leiknir af önnu Kristinu Arngrimsdóttur cg Arna Blandon, en hann hefur ekki áður leikiö hjá Leikfélaginu. Aðrir, sem fara með stór hlutverk eru Guðrún Stephensen, Karl Guðmundsson, Pétur Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Brynja Benediktsdóttir, Guðrún As- mundsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Leikritið gerist aðallega á sjúkrahúsi, og fjallar einkum um samskipti fólksins innbyrðis á hælinu og við ættingja þeirra. Að sögn leikstjóra er þetta leikrit mjög aðgengilegt og auðskilið og hæfir stórum hópi áhorfenda. Fyrst eftir að æfingar hófust, var höfundurinn sjálfur til aðstoðar leikstjóra. Vigdis Finnbogadóttir leikhús- stjóri sagði, að ætlunin væri að sýna eingöngu verk eftir islenzka höfunda hjá Leikfélaginu á Þjóð- hátiðarárinu og færi vel á að byrja á leikriti eftir Jökul, þvi hann hefði alltaf verið metskáld Leikfélagsins og aðsókn að verkum hans verið með eindæmum góð og engin ástæða til að ætla að öðruvisi verði með þetta leikrit. Aður hafa verið sýnd hjá Leik- félaginu eftirtalin leikrit eftir Jökul: Pókók, Hart 1 bak (sem var sýnt við metaðsókn) Sjóleiðin til Bagdad, Sumarið ’37 og Dóminó. Hið nýja leikrit Kertalog er að sögn Vigdisar og leikstjórans Stefáns Baldursson frábrugðið örðum leikritum Jökuls á margan hátt. Stefán varðist allra frétta um, hvort væri nektarsena i leik- ritinu, sagðist ekki ætla að afla leikritinu aðsóknar á þeim grund- velli, en vitaskuld væri fólk i mis- miklum fötum i leiknum, rétt eins og gengur og gerist. Næstu leikrit, sem sýnd verða hjá Leikfélagi Reykjavikur eru „Minkarnir eftir Erling Halldórs- son og „Islendingaspjöll” eftir Jónatan Rollingstón Geirfugl. Framlag Leikfélagsins til Lista- hátiðar I sumar verður leikrit eftir Birgi Sigurðsson, „Selurinn hefur mannsaugu”. Þann 7. marz n.k. verður svo Siðdegisstund I Iðnó. Verður hún helguð þjóðsögum, lesnar verða upp draugasögur og sungið. Vigdis sagði að samkvæmt skoöanakönnun, sem hún hefði gert áður en Leikfélagið byrjaði að hafa slikar siðdegisstundir, hefði fólk viljað slika þættr , en aðsókn hefði aftur á móti ekki verið sem skyldi. —gbk. Tímarit hlutverkum i þessari frásögn, en einnig koma þar við sögu Noregur, Sviþjóð og Sovétrikin. Þá eru hér rakin afskipti danskra sendimanna af sam- bandsmálinu”. Þetta er allt rétt. Greinin er byggð á frumheimildum, sem eru óvéfengjanlegar. Og hún ætti að geta glöggvað skilning einhvers á þvi, hvað lagt er til grundvallar i millirikjamálum. Ég held, að þetta sé i fyrsta sinn, sem við fáum skjallegar sannanir frá fyrstu hendi á borð við þessi orð Cummings deildarstjóra, þar sem hann var að færa rök að þvi, að Bandarikin ættu að hafa sér- stakan erindreka forseta sins við lýðveldisstofnunina: „Ég er þeirrar skoðunar, að núverandi samskipti okkar við island, sem byggist á dvöl hers okkar i landinu o.s.frv. auk hagsmuna okkar eftir striö, svo sem beiðni um flota- og flug- bækistöðvar i samræmi við áætlanir, sem hlotið hafa sam- þykki yfirherráðsins og forset- ans. krefjist þess, að við látum sérstaklega til okkar taka i til- efni þessa sögulega atburðar i islenzku þjóðlifi.” Það lá mikið við og að visu dugði ekki hinn sérlegi sendi- maður forsetans til að Banndarikin fengju 99 ára samning um Keflavikurflugvöll, flotastöð i Hvalfirði og sjóflug- vélar á Skerjafirði, svo sem þeir fóru fram á og ýmsir góðir menn vildu orðalaust fallast á. En þægilegheitin höfðu sin áhrif samt. Bretan þorðu i hvoruga löppina að stiga við lýðveldis stofnunina eða aðdraganda hennari þar sem þeir vildu hvorki stggja fslendinga né Kristján konung. Rússar voru með hundshaus og þóttust sjá.að hér væri verið að stofna ame- rikst leppriki, og þvi bönnuðu þeir fulltrúa sinum að bera fram kveðjur eða óskir frá stjórn rikisins en leyfðu honum þó að óska okkur góðs frá eigin brjósti. Þeir, sem halda að ástir takist milli þjóða, svo að viðskipti þeirra ráðist og mótist af slikum kærleika, hefðu gott af að lesa þessa ritgerð. Bandarikin höfðu ráð á að brosa og vera elskuleg, þvi að þau treystu aðstöðu sinni til að hafa gott af okkur. Rússar fóru i fýlu, þvi að þeir sáu enga leið til að geta notað okkur. Bretar tvistigu, þar sem þeir vissu að: Svo stopult er margt i venslum og vild, — vinnirðu einn, þá týnirðu hinum. Og þeir vildu auðvitað engu tapa. í viðskiptum þjóða gildir það eitt, i hverju hagsmunirnir sjást, og það á jafnt við um verslunarviðskipti sem önnur skipti. Hins vegar eiga eðlileg samskipti og viðskipti að geta verið báðum góð og leitt til vin- áttu, svo sem kynning sæmi- legra manna gerir yfirleitt. Ýtarleg heimildaskrá fylgir þessari ritgerð bórs. Enn er i Skirni skemmtileg ritgerð eftir Peter Hallberg um sildarsögu Halldórs Laxness, Guðsgjafaþulu. Ég er vist i hópi þeirra, sem þykir sumt, sem skrifað er um bókina skemmti- legra en þulan sjálf. En grein sina endar Hallberg með tilvitn- un og segir siðan: „Þannig enda Guðsgjafaþula. Sögufólk Halldörs Laxness hef- ur áur leitað að slikum tón. Það er sá tónn sem á að gefa okkur lausn á leyndardóm lifsins, veita okkur innsýn i „Hið eina” bak við hina marglitu „ásýnd hlutanna,” bakvið alla atburðii allar vaxmyndir. Það er sá tónn, sem aldrei verður fund- inn”. Það er erfitt að vera skamm- sýnn og breyskur maður og þvi er von að menn þrái algilt lausnarorð. Menn hafa leitað þess i trúarbrögðum — bæði kirkjulegum og pólitiskum. Sumum fullnægir það — stund- um takmarkaðan tima — stundum til lokadægurs. Það þarf manndóm til að vita um smæð sina og takmörk en halda þó áttum, þola óvissuna og efa semdirnar. Trúr sinni lifsstefnu og lifsköllun. Sem betur fer hefur þó margur skyn til að greina mun á réttu og röngu án þess að halda sig alvitran eða heimta lausn á öllum gátum i einu. Hvað væri þá eftir? Þá er enn i Skirni andmæla- ræða Bjarna Guðnasonar við doktorsvörn Jónasar Kristjáns- son og nokkrir ritdómar. And- mælaræðan er eins konar rit- dómur lika, þó að hún sé samin og flutt.áður en doktorsitgerðin nær til almennings. Ég álit, að efni þessa siðasta Skirnis sé mikill umræðugrund völlur fyrir áhugamenn um is- lenska menningu, og þá einkum islenskar bókmenntir, sem jafn- an eru veigamikill þáttur þjóð- menningar og spegla aðra þætti hennar. Það fer auðvitað sitt á hvað,að hve miklu leyti menn eru sammála þvi.sem þar stend ur, en lestur þessarar bókar leiðir okkur til skilnings á þvi, sem er að gerast. Þvi verð- skuldar Skirnir að vera almennt lesinn. F’yrir mitt leyti get ég sagt um hverja sem er af greinum þessa árgangs, að betur þykir mér lesið en ólesið. Vonandi heldur Skirnir áfram sem stefnir. Þá verður hann bæði skemmtilegur og menntandi.svo sem vera ber. li.Kr. Æþjóðleikhúsið KÖTTUR ÚTI i MVRI i dag kl. 15. DANSLEIKUR 5. sýning i kvöld kl. 20. Rauð aðgangskort gilda. Ath. aðeins 3 sýningar eftir vegna brottfarar Róberts Arnfinnssonar. KLUKKUSTRENGIR þriðjudag kl. 20. Næst siðasta sinn. DANSLEIKUR 6. sýning miðvikudag kl. 20. Næst siðasta sinn. LEÐURBLAKAN fimmtudag kl. 20. LIÐIN TÍÐ fimmtudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20. Simi 1—1200. FLÓ A SKINNI i kvöld. — Uppselt. Næst fimmtudag. KERTALOG eftir Jökul Jakobsson. Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson. Leikmynd: Jón Þórisson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Frumsýning miðvikudag kl. 20,30. SVÖRT KÓMEDÍA föstudag kl. 20.30. VOLPONE laugardag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. ISLENZKUR TEXTI Aðalhlutverk: Malcoim McDowell. Heimsfræg kvikrnynd, sem vakið hefur mikla athygli og umtal. Hefur alls staðar verið sýnd við algjöra met- aðsókn, t.d. hefur hún ver- ið sýnd viðstöðulaust i eitt ár i London og er sýnd þar ennþá. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9 Hækkað verð. Barnasýning kl. 3. Teiknimyndasafn. Engin sýning vegna verkfalls V.R. Engin sýning vegna verkfalls V.R. TIMINN ER TROMP r MICHAEL CURT CRAWF0RD • JURGENS GENEVIEVE GILLES “Hetto- Goodbye” Bráðskemmtileg amerisk gamanmynd. Leikstjóri: Jean Negulesco Sýnd kl. 5, 7 og 9. Víkingarnir og dansmærin. Hörkuspennandi sjóræn- ingjamynd. hafnarbíó sfmi IB444 Ekki núna elskan Not now darling Sprenghlægileg og fjörug, ný, ensk gamanmynd i lit- um, byggð á frægum skop- leik eftir Ray Cooney. Aðalhlutverk: Leslie Philips, Ray Cooney, Moria Lister. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Barnasýning kl. 3: Fjársjóður múmíunnar Tónabíó Simi 31182 Engin sýning vegna verkfalls V.R. sími 3-20-75 Engin sýning vegna verkfalls V.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.