Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 30. júni 1974. Afmælisrabb við AA-mann Þörf samtök, sem hafa mörgum hjólpað 1 APRILMANUÐI siöast liðn- um áttu AA-samtökin á Islandi tuttugu ára afmæli. Það var sagt frá afmælinu i útvarpi, en blöðin komu ekki út um þær mundir, sökum prentaraverkfallsins, og gátu þvi hvorki sagt tiðindin né samglaðzt afmælisbarninu. Til þess aö gera nú ofurlita bragarbót, þótt seint sé, höfum viö fengið hingað ágætan liös- mann þessara þörfu samtaka, — mann sem þekkir þau mjög vel — og ætlum aö biöja hann aö segja okkur frá starfi þeirra hér á landi. Vestur-í s lendin gur átti frumkvæðið. — Mig langar þá að spyrja fyrst: Hvert var upphaf þess, að AA-samtökin náðu fótfestu á Is- landi? — Upphafið var það, að hingað til lands kom Vestur-lslendingur, sem kynnzt haföi þessum sam- tökum i Amerfku, vegna þess að sjálfur hafði hann verið mikill drykkjumaöur, en haföi einmitt komizt yfir sina óreglu fyrir kynni sin af AA. Þegar nú þessi ágæti maður var hingað kominn sá hann, aö ekki myndi veita af slikri starfsemi einnig hér á landi, svo hann fékk nokkra menn i lið með sér, og þar með voru samtökin stofnuð hér á landi. En það var fjarri þvi aö allir, sem þátt tóku i stofnun þessara sam- taka hér, væru þá yfirkomnir af drykkjuskap. Sumir þeirra höfðu ekki bragðað vin árum saman, en töldu sig engu að siður alkóhól- ista, og gripu nú fegins hendi þetta tækifæri, þvi að þeir voru þess fullvissir, að félagsskapur- inn gæti hjáipað þeim til þess að halda áfram að vera án áfengis. — Voru þetta ekki fáir menn, svona i upphafinu? — Jú, þeir voru ekki margir. En félagsskapurinn varð fljótt mjög vinsæll, og eftir þvi sem mér hefur verið sagt, þá leið ekki á löngu, unz fjölgað hafði i skák- inni. Þegar frá leið, varð það ekki óalgengt, að um og yfir hundrað manns væru á hverjum fundi. En auðvitað átti félagsskapurinn við ýmis vandamál að etja, ekki sízt framan af árum, Mönnum gekk misjafnlega vel að halda sér frá áfenginu, og sitthvaö fleira varð til þess aö draga kjarkinn úr fé- lögunum. Húsnæöisvandræði sneiddu ekki heldur hjá garði, einkum eftir að félagsskapurinn missti ágætt húsnæði, sem hann hafði á Hverfisgötunni. Eftir það hröktust samtökin úr einu húsinu I annaö, og á þeim tíma held ég að þau hafi komizt næst þvi að logn- ast út af. Þó voru alltaf nokkrir menn innan samtakanna, sem voru það bjartsýnir og þrautseig- ir, að þeir gáfust ekki upp, enda liföi félagsskapurinn alla erfið- leika af sér, og nú held ég að ó- hætt sé að segja, að hann sé mjög sterkur og að styrkur hans fari vaxandi. Peningar valda sundr- ungu — Var aldrei nein óeining um stefnu samtakanna, eins og oft vill verða, þegar einhver félags- skapur er að stiga sin fyrstu spor? — Jú, ekki er vist þvi að neita, en ég þekki ekki þá sögu af eigin raun, þvi þeir erfiðleikar voru all- ir um garð gengnir, þegar ég kynntist þessum samtökum fyrst. Mér hefur skilizt, að þar hafi und- irrótin verið peningamál, eins og oft endranær i mannlegum sam- skiptum, en það hefur aldrei verið til þess ætlazt, að félagar AA- samtakanna væru að vasast i peningamálum. Samtökin taka ekki afstöðu til neinna opinberra mála, og eru þar af leiðandi ekki með nein fjármál á sinni könnu. Þau geta ekki styrkt menn fjár- hagslega, sent þá á spitala eða veitt læknishjálp, einfaldlega vegna þess, að þau hafa ekki neina aðstöðu til sliks. Alls staö- ar, þar sem peningar eru annars vegar, koma upp deilur. Menn greinir á um, hvernig eigi að nota féð, hver eða hverjir eigi aö ráöa, hvernig þvi er variö og hver eigi að varöveita þá sjóði, sem til eru. — Allt þetta er einu nafni kallað valdastreita, og við vitum öll, hvert hún getur leitt, um það eru alltof mörg dæmi úr heimi stjórn- málanna. Þetta verða AA-menn að foröast, ef þeir vilja vera þvi hlutverkni vaxnir að hjálpa sjálf- um sér og öðrum og losna undan áþján áfengisins. — Koma þá peningar hvergi viö sögu i störfum ykkar? — A hverjum fundi er karfa eða pottur, eins og við köllum það. 1 fundarlok láta menn aura þar I, og fyrir þá er keypt kaffi og mjólk, sem við drekkum, þegar fundi er lokið. Það er hverjum i sjálfsvald sett, hversu mikiö hann lætur af hendi rakna, með þeim fyrirvara þó, að við viljum ekki aö neinn greiöi hærri upphæð en hundrað krónur. Ef eitthvað gengur af þessum peningum, not- um við það til þess að styrkja út gáfustarfsemi okkar. — Njóta samtökin ekki neinna opinberra styrkja? — Samtökin hafa fengið styrki — aö visu ekki háa — frá rikinu og Reykjavikurborg, og það er sann- ast að segja, að við höfum neyðzt til þess að veita þeim viðtöku, þvi að annars hefðum við ekki getað staðið undir nauðsynlegri útgáfu- starfsemi samtakanna. En við viljum að samtökin séu fjárhags- lega óháð, og þvi er okkur þaö á- hugamál, að þau rit sem við gef- um út, geti borið sig og þannig staðið á eigin fótum. — Hvað um áheit og gjafir? — Við verðum, þvi miður, að neita þeim. Ef það kemur fyrir, aö okkur berast peningar, sem við vitum ekki, hvaðan eru komn- ir, höfum við látið þá renna beint inn i útgáfusjóöinn, og litum þá svo á, að við höfum ekki tekið við fé inn I sjálf samtökin, þvi að út- gáfan á i framtiðinni að vera sjálfstæður aðili, en ekki hluti af AA-samtökunum. tJtgáfustarfsemi AA-samtakanna. — Hvaða rit eru þetta, sem þiö gefið út? — Það eru aðalléga litlir bækl- ingar, eins og til dæmis Hvað er AA? Er AA fyrir þig? AA i samfé- laginu, og fleiri. — Eru þarna upplýsingar um samtökin? — Já, það eru sumpart upplýs- ingar um það, hvernig samtökin vinna, en svo eru þar lika spurn- ingar, sem lesandinn einn getur svarað, þvi að þar er spurt um háttu manna og umgengni þeirra við áfenga drykki. Svo gefum við út „Sporin” okk- ar, það eru „12 reynsluspor”, sem við köllum, en þau eru i raun og veru grundvöllur AA-samtak- anna. Aftan á þessum bæklingi eru skráðar „erfðavenjur” sam- takanna, það er að segja sá rammi, sem samtökin starfa eft- ir. Þá má nefna, að við gefum út litið spjald, sem heitir Dagurinn i dag. Þar er að finna eins dags á- ætlun um hugsunarhátt og breytni. Þær lifsreglur eru ekki á neinn hátt einskoröaðar við drykkjumenn, heldur eru þær hverjum manni þarfur leiðarvis- ir. Þá eiga samtökin prentaða bæn, sem að vlsu er ekki upp fundin af AA-mönnum, en hefur það til sins ágætis, að hún er ekki skorðuð við nein ákveðin trúar- brögð. Menn geta jafnvel haft hana yfir, þótt þeir telji sig ekki trúa neinu. — Þetta er þá þaö sem þið gefið út? — Já, og nú stendur til að gefa út „Stóru bókina”, sem við svo köllum, — það er nokkurs konar Biblia AA-samtakanna. Þýðing bókarinnar er langt komin, og við vonum að hún geti komið út á þessu ári. Satt að segja hefur það veriö AA-samtökunum hér á landi nokkur fjötur um fót, að þessa bók hefur vantað, en erlendis er hún talin ómissandi. Þótt við sé- um að visu ánægðir með þann á- rangur, sem náðst hefur hér heima, þá er ég þess þó fullviss, að við hefðum náð lengra, ef við hefðum notið styrks þessarar á- gætu bókar. Þegar hún verður komin út á islenzku, vona ég að enn fleiri notfæri sér leiðir AA- samtakanna. Að vera ódrukkinn einn dag i einu. — Þú sagöir áðan, aö þið gætuð ekki útvegaö neinum læknishjálp eða styrkt hann fjárhagslega. Hvað gerið þiö þá fyrir það fólk, sem leitar á náðir samtaka ykkar I þrengingum sinum? — Við álftum, að hver maður verði að ráöa fram úr sinum vandamálum sjálfur. Það getur enginn hætt að drekka fyrir ná- unga sinn, hversu feginn sem hann vildi. Hitt er annað mál, að menn geta sótt um styrk og upp- örvun til félaga sinna, sem lfkt er ástatt um. Hver deild heldur fund einu sinni i viku, þar sem menn hittast og ræða saman, og þar fá margir styrk og kjark til þess aö halda baráttunni áfram. Ég segi stundum, að hið eina, sem við getum gert hver fyrir annan, sé að vera ódrukknir einn dag I einu til þess að geta talað við þá sem þurfa á þvi aö halda. Einhvers staðar þarf drykkjumaðurinn að eiga sér griðastað. — Einn dag i einu — er það ekki heldur lltill árangur? — Við reynum að lofa ekki meira en við getum staðið við. Hver dagur, sem við erum ó- drukknir, er dýrmætur, en það bannar okkur enginn að fram- lengja það góða áform til næsta dags. Dagarnir kunna að Verða að vikum, vikurnar að mánuðum, mánuðirnir að árum. — Þú minntist á griðastað. Er mikið um að fólk komi til ykkar, aðeins til þess að leita sér hvildar og hljóta skilning, þó ekki væri nema einn dag? — Jú, það er talsvert algengt. Margir halda lika, að við búum yfir einhverri töfralausn og að það þurfi ekki annaö en að koma til okkar, þá sé allur vandi leyst- ur. En þvi miður er nú þetta ekki alveg svona einfalt. Það, sem drykkjumaöur þarfn- ast ölíu öðru framar, er andleg lækning, og hana öðlast menn ekki sizt með samræðum við þá, sem likt eru á vegi staddir. Menn verða að öðlast þá hugarfars- breytingu, sem til þess þarf að sætta sig við þá tilhugsun að vera ódrukkinn og mega ekki bragða vin. Alkóhólisti má ekki drekka vfn, fremur en sykursjúkur mað- ur má borða sætindi. Þegar hver dagur varð sigurhátið. — Mér skildist áðan, aö menn gerðu stundum til AA-samtak- anna óeðlilegar kröfur. Er það þá fleira en sjálft drykkjuvandamál- ið, sem þið eigið að leysa? — Já, já, sumir halda jafnvel að samtökin geti læknað fjár- hagsvanda einhvers einstaks drykkjumanns, og einn af þeim var ég. — Svo? — Já, ég held nú það. Ég var svo flónskur, að ég hugsaöi mér að nú kæmu þeir AA-menn heim til min, skipulegðu með mér fjár- málin, sem komin voru I megn- ustu óreiðu, og að siðan myndu þeir gera framtiðaráætlanir og segja mér, hvernig ég ætti að haga mér i framtiðinni. Auövitað voru þetta allt eintómir hugarór- ar, eins og nærri má geta. Ég haföi byggt mér ágætt hús. Siðan seldi ég það til þess að geta byggt mér annað ennþá stærra og finna, (þvi að drykkjumaður þarf að reyna aö sýnast meiri maður en hann er). Þetta hefði svo sem veriö nógu erfitt, þótt ég hefði varið öllu þvi lánsfé, sem mér tókst að herja út, til byggingar- innar, en auðvitað fór ekki nema hluti af þvi til þeirra nota, fyrir hinn hlutann keypti ég áfengi. Svo var það einn góðan veður- dag, að ég fór á fund i AA-sam- tökunum með þá fávislegu hugs- un i höfðinu, að þau gætu bjargað fjárhag minum á þurrt land. Auð- vitað rættist sú von ekki, en aftur á móti heyrði ég mann tala um fjármál sjálfs sin fyrsta kvöldiö sem ég kom á fund. Reynsla hans var svo nákvæmlega hliðstæð minni, að mér fannst hann vera aö tala um mig, þótt I rauninni væri hann auðvitað einungis aö lýsa eigin reynslu. Þetta varö mér langtum notadrýgra en þótt ég hefði fengið fjármálaráðu- nauta og jafnvel hagstætt lán. Vafalaust hef ég aldrei á ævi minni gert jafnarösama fjárfest- ingu og þegar ég leitaði á vit AA. Nú tók ég upp nýja stefnu. Ég sagði við lánadrottna mina, að hingað til hefði ég alltaf lofað öllu fögru og svikið það jafnharöan )það voru þeir nú vist fyrir löngu búnir að reka sig á), en nú kvaðst ég ætla að hætta að lofa. Ég sagð- ist vera að gera tilraun með sjálf- an mig, en ég vissi ekkert hvort hún tækist. Siðan fór ég þess á leit, aö þeir gæfu mér frest á með- an tilraunin stæði. Mér til undr- unar tóku allir þessu vel, ekki einn einasti lánardrottinnjieitaði. Svo fór ég að reyna. Ég var ó- drukkinn, og i hvert einasta skipti sem ég fékk einhverja peninga i hendurnar, gekk ég á milli þeirra sem ég skuldaði og lét þá hafa sina ögnina hvern. Við það létti mér stórum. — óx þá ekki lika sjálfstraust- iö? — Jú, mikil ósköp, það óx hröð- um skrefum. Aö visu var ég var- aöur við, ég skyldi ekki vera svo bjartsýnn og hreykinn af sjálfum mér, aö ég færi að trúa þvi, að mér væri óhætt að fara aö bragða vin aftur. Þetta lét ég mér að kenningu verða og setti markið aldrei hærra en að vera ódrukk- inn einn dag i einu, þótt ég að visu framlengdi það frá degi til dags. Og nú hófst ánægjulegur timi. Ég er ekki i neinum vafa um það, að sex til sjö fyrstu mánuðirnir, sem ég var i AA-samtökunum, eru langskemmtilegasti kaflinn i lífi mlnu. Hver einasti dagur sem ég var ódrukkinn, var sigurdagur. Aö finna, hvernig sjálfstraust mitt kom aftur, jafnt og þétt, finna, hversu traust annarra á mér óx með hverjum degi sem leið. Allt þetta kitlaði hégóma- girnd mina, en veitti mér jafn- framt aðhald, nú mátti ég ekki bregðast eða spila út úr höndun- um á mér þeim árangri, sem náðst hafði. Og ég hélt áfram að vera ódrukkinn — einn dag I einu, og þaö var nóg. Hvorki refsing né ákúr- ur, þótt út af beri. — Þú talar um að vera ódrukk- inn einn dag i einu. Er það þá ekki alltaf annað slagið að koma fyrir, að félagar ykkar „falli” sem kall- aö er, það er að segja lendi á fylli- rii? — Jú vitanlega er það alltaf að koma fyrir, þvi að það er nú einu sinni svo, að menn ná misjafnlega miklum og misjafnlega skjótum árangri, svo á þessu sviði sem öðrum? — Hvað gera samtökin, þegar slikt hendir félaga ykkar? —■ Ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut. Auðvitað þykir öllum það mjög leiðinlegt, þegar slik óhöpp henda vini okkar og fé- laga, en það er hvorki beitt ákúr- um né neins konar refsiaðgerð- um. Við vitum það, sumir af af- spurn og aðrir af eigin reynslu, að þetta getur komið fyrir, og er allt- af annaö slagið að koma fvrir. en við þvi er ekkert að segja eða gera, nema að taka þráðinn upp aftur að nýju, og það gerir sá sem fyrir óhappinu varð lika oftast. Aðalatriðið er að ná betri árangri næst. Allir vita, að þetta getur komiðfyrir hvern sem er, og þess vegna hefur enginn rétt til þess að áfellast þá, sem fyrir slikum ó- höppum verða. Menn eru jafnvel- komnir á fundi okkar, þótt þeir hafi nýlega oröið fyrir þvi óhappi að drekka sig fulla, það heimtar enginn af þeim nein loforð, enda eru þau óþekkt hjá okkur. Menn reyna aöeins að gera sitt bezta, og svo er ekki meira um það. Við er- um boðnir og búnir til þess að gera allt sem við getum fyrir fé- laga okkar, hvort sem óhöpp þeirra hafa orðiö fyrir ásetning eða hreina vangá. ,,Allt,...sem gerir okkur að betri og nýtari mönn- um...” — Hvernig eru AA-samtökin byggð upp formlega séð? Haldið þið félagaskrár? — Samtökin eru I fyrsta lagi eingöngu byggð upp af fólki sem telur sig eiga við vandkvæði að striöa sökum áfengisneyzlu. Fé- lagaskrár eru engar, og ekki heldur nein félagsgjöld, fólk kem- ur og fer eftir þvi sem hver vill, þaö eru allir fullkomlega sjálf- ráðir að þvi, hvort þeir sækja fundi okkar eða láta það ógert. Félagsskapurinn er byggður upp með deildum, sem innbyrðis eru allar sjálfstæðar, hver um sig. Hver deild heldur fundi einu sinni I viku. Hér I Reykjavik eru sex deildir, en auk þess eru deild- ir i Vestmannaeyjum, Keflavik, Selfossi og Akureyri. Hver deild er sjálfstæð heild, sem ræður sin- um málum sjálf, kýs einn fulltrúa I sameiginlega samstarfsnefnd, sem siðan kemur saman einu sinni i mánuöi að vetrinum. Þessi sameiginlega nefnd sér um að jafna ágreining, ef einhver er, sker úr vafamálum, veitir upp- lýsingar, þeim er þess óska, kem- ur fram fyrir hönd samtakanna á opinberum vettvangi, meöal ann- ars i blöðum. 1 öðrum félagsskap myndi þessi nefnd sjálfsagt vera kölluö yfirstjórn, en okkur er illa viö orðið „stjórn”, þvi að það samrýmist ekki okkar venjum, að einn sé settur yfir annan. Nefnd- irnar sem starfa innan deildanna eru kallaðar þjónustunefndir, og samkvæmt þvi mætti þessi þá heita yfir-þjónustunefnd, þótt það orö sé að visu heldur óþjált. A fundunum flytja menn mál sitt ýmist úr ræðustóli eða að þeir spjalla saman yfir kaffibolia aö loknum fundi. Enn fremur notum við simann mikið til þess að létta hver öðrum lifið. Það er ómetan- legur styrkur að vita af fólki i kringum sig sem á I sömu baráttu og við sjálf og er að reyna að lifa eðlilegu lifi, eins og við sjálf erum aö reyna að gera. Þetta yljar okk- ur um hjartaræturnar og hjálpar okkur til þess að halda áfram að lifa lifinu án áfengis. Og allt, sem stuðlar að þvi að gera okkur að betri og nýtari mönnum, á fullan rétt á sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.