Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 2. ágúst 1974. Föstudagur 2. dgúst 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þú mátt búast við þvi, að góður vinur þinn sýni þér eitthvað i dag, sem verður til þess, að það ^ álit, sem þú hefur haft á honum, breytist að ein- hverju leyti. Kvöldið verður ánægjulegt. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú ert eirðarlitill i dag, en af þvi að þú veizt mætavel af hvaða orsökum það er, skaltu reyna að taka lifinu með ró, þvi að vitanlega hefur þetta ekkert gott i för með sér. Alltaf er hollt að taka málin til rólegrar yfirvegunar. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það er eitthvað að angra þig núna, og liklega verður skapið i dag talsvert undir veðrinu kom- ið. Þú skalt að minnsta kosti alls ekki leggja i ferðalag, nema veður sé þvi betra. Litur út fyrir ánægjulegt kvöld i skemmtilegum félagsskap. Nautið: (20. april-20. mai) Nautskonurnar ættu aö forðast allt óhóf i dag, einkum i mat og drykk. Það er útlit fyrir, að þessi dagur verði hálf-þunglamalegur framan af, en það rætist vel úr honum, og kvöldið veröur afskaplega hressilegt. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Getur orðið fyrirtaks dagur, en þó eru ljón á veg- inum, eins og til dæmis þau, að þú farir að gera of miklar kröfur til umhverfis þins, svo að stappi nærri ósanngirni. Þetta gæti haft þó nokkur áhrif á framtiðina. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þetta er dagur heimilisins um leið og allt útlit er fyrir, að hann verði þér reglulega ánægjulegur. Kvöldinu slaltu eyða með fjölskyldunni, heima eða annars staðar. Smáferð gæti verið upplögð. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Nú þarftu aö vera snöggur I tiltektum. Þú færð einhverja hugmynd, og þú verður aö vera fljótur aö koma henni i framkvæmd, þvi að annars hefur þú hvorki ánægju eða gagn af henni. Kvöldið verður gott. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Fyrirtaks dagur og ekkert útlit fyrir ööru en allt gangi I haginn i dag. Það eru svona dagar, er maður á að færa sér i nyt. Varast skyldi þó að tefla of djarft, þvi að gæfan er ekki komin undir vanhugsuðum skyndigerðum. Vogin: (23. sept-22. oktj Þú hefur mikið áð gera I dag, en það breytir engu með það, að dagurinn verður hinn ánægju- legasti. Þó litur út fyrir, að einhvers konar fjár- málaáhyggjur skyggi á gleðina á einhverju stigi málsins. Sporðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú litur tilveruna björtum augum I dag, enda ekki miklar ástæður til annars. Það getur nú samt vel verið, að eitthvað það komi fyrir i kvöld, sem skyggir á gleðina, en þú skalt ekkij vera að ergja þig út af þvi. Þetta eru smámunir. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það litur út fyrir, að þessi dagur veröi anzi tilbreytingarlaus. Þó má vera,sað einhver hafi samband við þig, en það gengur erfiðlega, og má vera, að það hafi áhrif á erindið. Hafðu augun opin i sambandi viö það. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Það er i dag og einmitt i dag, sem rétti timinn er til aö koma i kring verki, sem hefur dregizt um of á langinn. Þess vegna skaltu nota daginn vel og taka rækilega á, — og nota svo kvöldið til aö slappa af. ^ / AUSTUR- FERÐIR Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — Gullfoss Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa — Gullfoss. Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Daglega frá BSl — Simi 2-23-00 — Ólafur; Ketilsson. Þjóðdansafélagið sýnir í Þjóðleikhúsinu í kvöld ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavik- ur var stofnað 17. júni 1951. Megin hlutverk þess er að kanna og kynna þær menningarerfðir, sem þjóðin á I þjóðlögum, þjóð- búningum og þjóðdönsum. Þessir þættir menningarilfsins eru stöð ugt að breytast I timanna rás, en margvislcgar heimildir er að finna i máli og myndum, munum og minjabrotum. Sumt er þó aðeins I geymd eldra fólks vlðs- vegar um landið, og hvergi nema þar. öllu þessu er æskilegt að bjarga frá glötun, og félagið hefur stöðugt unnið að þvl, meðal annars með útgáfu bóka og dans- lýsinga, endurgerð gamalla búninga eftir fyrirmyndum af þjóðminjasafni og vlðar, en fyrst og fremst með sýningum fyrir al- menning og einstaka hópa inn- lenda og erlenda. Félagið hefur tekið þátt i norrænum þjóðdansamótum og boðið til sin erlendum gestum. Það heldur námskeið á veturna, þar sem félagar á ýmsum aldri læra að stiga fyrstu sporin. Þar eru iðkaðir jöfnum höndum inn- lendir og erlendir dansar, og ávöxtur vetrarstarfsins birtist á vorsýningum félagsins, sem haldnar eru fyrir styrktar- meðlimi og aðra velunnara þess. Starfsemi þjóðdansafélagsins er borin uppi af áhugafólki, sem telur ekki sporin i þágu þess. Riki og borg hafa veitt þvi viðurkenn- ingu og fjárhagslegan stuðning Þetta þakkar félagið einlæglega, sem og alla vinsemd og hollustu annarra aðila. Starfsemi Þjóðdansafélags Reykjavikur er svo samofin þjóð- legum menningarverðmætum, að næsta óhugsandi var að halda þjóðhátið án þess að gera þessum þáttum nokkur skil I hátiöa- dagskrá. Félagið efnir þvi til viðamik- illar sýningar i Þjóðleikhúsinu föstudaginn 2. ágúst n.k. I sam- vinnu við Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur. Félagið hefur nokkrum sinnum áður efnt til svo stórra sýninga, t.d. á fimmtán ára afmælinu 1967, og i tengslum við listahátið 1970. Nú sem fyrr hvilir megin þungi J þessara sýninga á tveim einstaklingum, þeim Sigriði Valgeirsdóttur og Jóni G. Asgeirssyni. Samstarf þeirra hófst I Kennaraskólanum, þar sem bæði eru fastráðnir kennarar, og hefur þaö samstarf j borið rikulegan ávöxt fyrir þjóö- dansafélagið og raunar alþjóð, þvi að fyrsta kveikja að óperu Jóns G. Asgeirssonar um Þrym jötun varð til i sameiginlegri upp- færslu þeirra með kennaraskóla- nemendum. Þau leita bæði fanga I gömlum heimildum hvort á sinu sviði, en vinna siðan úr þessum heimildum til að skapa listræna og heilsteypta sýningu. Sigriður Valgeirsdóttir beitti sér fyrir stofnun þjóðdansa- félagsins og var formaður þess fyrstu árin. Hún kynntist þjóð- dönsum á barnsaldri, þegar umf. Velvakandi starfaði i Reykjavik, og áhugi hennar hefur æ siðan beinzt mjög að þvi viðfangsefni. Hún hefur jöfnum höndum unnið að söfnun og skráningu heimilda, rannsóknum á þeim og útfærslu dansanna við nútima aðstæður. Til þess hefur hún varið sumar- leyfum sinum og fritima, þvi að aðalstörf hennar hafa veriö á sviði kennslu og uppeldisvisinda. Sigriður lauk prófi i likams- og uppeldisfræðum frá University of California árið 1947. Einnig tók hún kennslupróf i dansi og Iþróttafræðum i Bretlandi og Bandarikjunum. Siöast liðið sumar lauk hún svo M.Ed. og Ph.D. prófum írá Staté University of New York. Jón Gunnar Asgeirsson þarf ekki að kynna. Hann hefur kynnt sér Islenzk þjóðlög af mikilli kost- gæfni og byggir tónverk sin i rikum m?eli á þjóðlegri tónlistar- erfð. Hann kynnti islenzk þjóðlög I útvarpinu fyrir allmörgum árum, og hefur raddsett fjölmörg lög fyrir einsöng, kóra eða hljóð- færi. Hann stundaði nám við Royal Scottish Academy of Music i Glasgow að loknu námi viö Tón- listarskólann i Reykjavik. Jón er nú tónlistarkennari við Kennaraháskóla Islands og stjórnandi karlakórsins Fóst- bræðra. Meginstef þessarar sýningar eru samskipti kynjanna, ástin i all fjölbreytilegum myndum, 'og er hvergi skafið utan af i lýsing- um kvæðanna á skemmtana- lifinu. Hugurinn hvarflar til hinna fornu gleðileikja, sem kirkjunnar mönnum þóttu bann- færingar verðir. Konur brigzla körlum um náttúruleysi, en karl- mennirnir saka þær um léttúð og vergirni. Konuriki, framhjáhald og drykkjuskapur er meira en góðu hófi gegnir. Inn á milli fléttast saklausari skemmtan eins og vikivakar,marsar og sam- kvæmisdansar fyrri alda. Þaö er von Þjóðdansafélags Reykjavikur, að þeir, sem á hlýða, hafi nokkurt gaman hér af. Þá munu allir, sem lagt hafa nokkuð af mörkum til sýningarinnar, hafa erindi sem erfiði. -c^^>Hitablásarar ILG WESPER hitablásararnir henta vlða, t.d. fyrir verzlanir, vörugeymslur og Iþrótta- hús. Þeir eru ekki einungis hljóðiátir, heldur iika fallegir og svo eru afköstin óuntdeilan- leg. Þeir eru fáanlegir fyrir gufu, mið- stöðvarhitun og svo „Type Islandais” sem er sérstakiega smlðuð fyrir hitaveitu. Pantanir, sem afgreiðast þurfa fyrir haustið, verða aö berast sem fyrst. — Vinsamlegast skrifið, vegna óstööugs viðtaistlma. HELGI THORVALDSSON Háagerði 29 — Reykjavlk — Simi 3-49-32. Tilboð óskast í Ford sendiferðabifreiö árgerð 1973 I núverandi ástandi eftir veltu. Bifreiðin verður til sýnis á bifreiöaverkstæði Bjarna Gunnarssonar, Armúla 28, Reykjavik I dag frá kl. 10-16. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga Tjónadeild, fyrir kl. 17 á föstudag 2. ágúst 1974. Varadekk í hanskahólfi! ARMULA 7 - SÍAAI 84450 Puncture Pilot skyndiviðgerð ef springur á bilnum — án þess að þurfa að skipta um hjól. sprautið Puncture Pilot, sem er fljótandi gúmmíupplausn, í hjól- barðann, Brúsinn er me slöngu og tengingu til að tengja við ventil hjólbarð- ans. Efnið lokar fyrir lekann og þér akið áfram. Tvær brúsastærðir og 2ja brúsa sett fyrir vörubíla. — íslenskar notkunarreglur fáanlegar með hverjum brúsa. Þér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.