Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. ágúst 1974. TÍMINN 3 Þriggja daga þjóð- hótíð í Reykjavík OÓ—Reykjavik. — Reykvikingar minnast landnáms Ingólfs fyrir 1100 árum með veglegum hátiða- höidum um næstu helgi. Hefjast hátiðahöldin laugardaginn 3. ágúst og standa yfir fram á mánudagskvöld. Dagskrá verður fjölbreytt alla dagana, enda stendur nú mikill undirbúningur yfir. Hátiðin hefst þegar á laugar- dagsmorgun með barnaskemmt- unum við nokkra skóla borgar- innar. Visast til auglýsinga um, hvar og hvenær barnaskemmtan- irnar verða. Klukkan 1.30 hefst hátiðasam- koma við Arnarhól, en þar er ver- ið að koma fyrir miklu útileik- sviði. Þar leika lúðrasveitir ætt- jarðarlög og kl. 14.00 hefst sam- hljómur kirkjuklukkna höfuð- borgarinnar og hátíðin verður sett. Hlaupari kemur siðasta spölinn með eldinn, sem tendrað- ur var á Ingólfshöfða og hlaupið er með til Reykjavikur, og tendr- ar bál við styttu Ingólfs á Arnar- hóli, og þar mun loga fram að Kleppsmólið óleyst enn — 30 sjúklingar sendir heim — heilbrigðisráðherra beitir sér fyrir lausn —hs—Rvik. Gæzlumenn á Kleppsspitalanum munu hefja störf á ný kl. 3.30 i dag, ef gengið verður að ákveðnum skilyrðum, nokkurs konar gagntilboði, sem þeir hafa sent heilbrigðisráð- herra. Ráðherra fór fram á það i gær við gæzlumenn, eða réttara aðstoðarmenn við hjúkrun, að þeirynnu fram að næstu mánaða- mótum, en hann myndi beita áhrifum sinum til að koma launa- málum þeirra i lag. Ef það hefði ekki tekizt fyrir 1. september, gætu þeir hætt störfum og upp- sagnafrestur yrði ekki fram- lengdur frekar. Algjört neyðarástand rikti á Kleppsspitalanum i gær vegna fjarveru þessara 25 gæzlumanna, sem lögðu niður vinnu vegna óánægju með launakjör sin, svo sem áður hefur verið sagt frá hér i blaðinu. Að sögn Þórunnar Páls- dóttur, forstöðukonu spitalans, voru strax sendir heim 30 sjúklingar, en i fyrrinótt gegndu sérfræðingar i geðsjúkdómum störfum gæzlumannanna. Ef áframhald verður á þvi, verður kostnaður við rekstur spitalans liklega nokkuð mikill, þvi ekki eru þeir i 14., hvað þá 12. launa- flokki, sérfræðingarnir. Vegna uppsagna starfsmannanna hefur hlotizt talsverður kostnaður að auki, svo ekki sé minnst á óþæg- indin og hversu óæskilegt það er fyrir alla aðila að nauðsyn beri til að senda sjúklingana heim áður en þeir hafa jafnvel náð fullum bata. 1 viðtali við Höskuld Jónsson, ráðuneytisstjóra i fjármálaráðu- neytinu i gær, kom það fram, að telji menn sig ranglega flokkaða, sé hægt að kæra til kjaranefndar. Sagði hann engan ágreining vera mtlli starfsmannafélags rikis- stofnana og ráðuneytisins, og þvi væri málið ekki rekið á þann veg. Einstaklingar eða einstakir starfshópar geta hins vegar ekki rekið mál fyrir kjaranefndinni. Hrafn Magnússon hjá starfs- mannafélagi rikisstofnana sagði, að þeir væru ekki opinber aðili fyrir gæzlumenn, þar sem ekki hefði verið haft samráð við þá, auk þess sem litið væri svo á að samningurinn milli starfsmanna- félagsins og ráðuneytisins væri gildur. Sagði hann að starfs- mannafélagið væri tilbúið til við- ræðna um þetta mál, ef ráðuneyt- ið vildi en svo virtist hins vegar ekki vera. Vegna þess, að samningur starfsmannafélagsins og fjár- málaráðuneytisins er gildur, þrátt fyrir prentvillupúkann við vélritun samninganna, er það ekki þeirra mál að leysa þennan hnút. Hins vegar hefur heilbrigðisráðuneytið tekið að sér að reyna að leysa þetta, og spurningin er hvort það getur gengið að skilyrðum gæzlu- manna, sem þeir samþykktu að setja eftir fund sem þeir héldu i gær. Það kemur væntanlega i ljós i dag. miönætti á mánudag, er hátiðinni lýkur. Við Arnarhól flytur borg- arstjóri ræðu og flutt verður sam- felld söguleg dagskrá er Berg- steinn Jónsson tók saman, og flutt verður tónverk, er Jón Þórarins- son samdi I tilefni þjóðhátiðarinn- ar. Biskup minnist aldarafmælis þjóðsöngsins. Kl. 20.00 hefst kvöldskemmtun viö Arnarhól, og verður þá flutt margskonar efni i tali og tónum. M.a. munu leikarar LR flytja at- riði úr gömlum revium, Gunnar Thoroddsen minnist aldar- gamallar stjórnarskrár og þjóð- dansar verða sýndir, svo eitthvað sé nefnt. Siðar um kvöldið verður dansað við nokkra skóla borgar- innar. A sunnudag verða hátiðamess- ur i öllum kirkjum borgarinnar, og kl. 14.00 verður helgistund i Grasagarðinum i Laugardal. Kl. 15.00 hefst síðan samkoma á Laugardalsvelli þar sem fram fer hljóðfæraleikur, iþróttakeppni Qg sýnt verður fallhlifastökk, en hvað forvitnilegast af þvi, sem þar fer fram, verður sjálfsagt skákkeppni með lifandi taflmönn- um, en fótboltavöllurinn verður notaðursem skákborð. Þar eigast við þeir Friðrik Ólafsson stór- meistari og skákmeistari Noregs, Svein Jóhannessen. Um kvöldið verður knattspyrnukeppni milli Reykjavikur og Kaupmanna- hafnar og jafnframt hátiðasam- koma I Dómkirkjunni i tilefni aldarafmælis þjóðsöngsins. M.a. flytja þar erindi Andrés Björns- son útvarpsstjóri og Jón Þórarinsson tónskáld. A mánudag verða enn barna- skemmtanir við skólana og sið- degisskemmtun verður við Arnarhól. Þar flytur Vilhjálmur Þ. Gislason minni Reykjavikur, kórsöngur verður þar og einsöng- ur og flutt verða atriði úr gömlum revium. Um kvöldið verður enn skemmtun við Arnarhól til að stytta fólki stundirnar fram á kvöldið, en þá verður dansað á Lækjartorgi, i Austurstræti og Vonarstræti. Kl. 1.00 um nóttina verður hátiðinni slitið með mikilli flugeldasýningu sem verður skot- iö upp frá Arnarhóli. Sýningar verða i leikhúsum borgarinnar i tilefni þjóðhátiðar- innar. Á sunnudag heldur Kammerhljómsveit Reykjavikur hljómleika i sýningarhúsinu á Klambratúni, og á föstudags- kvöld, verða sýndir þjóðdansar i Þjóðleikhúsinu og I Fossvogs- skóla verður sýning á vinnu nem- enda úr sögu þjóðarinnar I 1100 ár. Handritasýningin í Árnagarði Troðfullt á hverjum degi OÓ—Reykjavik. — Vegna mikill- ar aðsóknar að handritasýning- unni i Árnagarði hefur verið ákveðið að fjölga sýningardög- um, og verða handritin til sýnis dagiega kl. 2 til 4. Eftir að sýning- in var opnuð var aðsókn heldur treg fyrst i stað, jafnvel þótt ekki væri opið nema þrjá daga i viku hverri, en undanfarið hefur að- sóknin aukizt svo að sýningarsal- urinn er troðfullur á hverjum degi ; og er þvi gripið til þess ráðs, að fjölga sýningardögunum. Sýningin er sérstaklega helguð landnámi lslands og sögu þjóðar- innar á fyrri öldum og gefur þarna að lita mörg fögur og merkileg handrit sem nýlega eru komin heim frá Danmörku.Kom- in er út sýningarskrá á þrem tungumálum, en fyrst i stað var skráin eingöngu á Islenzku. Um miðjan mánuðinn kemur út á vegum stofnunar Arna Magnús- sonar hátiðarútgáfa af Land- námu. I þeirri bók sem er 710 bls. að stærð eru öll handrit Land- námu, sem máli skipta. Fornt skinnhandrit, sem notað hefur verið I fatasnið. Einmenningskjördæmi eru bezt A Þjóðhátlðardaginn birti Mbl. útdrátt úr ræðu, sem Bjarni Benediktsson flutti 21. janúar 1953. Ræða þessi fjallaði um endur- skoðun stjórnarskrárinnar. 1 ræðunni sagði Bjarni m.a.: „Þvi lengur sem ég hef setið á þingi og þvi betur sem ég hef virt fyrir mér gang mála hér og annars staöar, þar sem ég hef reynt að fylgjast með, er ég sannfærðari um, aö bezta skipanin i þessum efnum eru einmennings- kjördæmi með meirihlutakosningu. Segja má að visu, að hlutfallskosningar hafi reynzt skaplega á Norðurlöndum, en viöast hvar annars staðar hafa þær reynzt mjög illa, og iþeim iöndum, þar sem lýöræði hefur staðið lengst og náð mestum þroska, eins og i hinum engilsaxnesku löndum, hafa ætið verið meiri- hlutakosningar, og tiliögur um breytingar á þvi fyrirkomulagi aldrei náð aimennu fylgi. Flest samtök almennings hér á landi hafa meirihlutakosningu um val stjórnenda sinna. Verkalýösfélögin, og Alþýöusambandiö hafa með öllu reynzt ófáanleg til þess að taka upp hlutfallskosningar, óg er þvi borið viö, að of mikil ringuireiö og stjórnleysi mundi leiða af slikri kosningaaðferö. Gefur það þá auga leið, af hverju þeir, sem standa fastast á móti þessari kosningaaðferð I verkalýösfélögunum, viija einmitt koma henni á og viðhalda henni um kosningar til Alþingis. Eins er um kosningar i samvinnufélögum og flestum öðrum félagsskap hérlendis. Ef menn vildu almennt taka upp hlutfalls- kosningar og einnig þar, sem þeir sjálfir eru sterkastir, væri skiljanlegt, að þeir vildu einnig hafa sömu aðferð um skipan Alþingis. Hitt er nánast óskiljanlegt, nema um skemmdarverk sé að ræða, að þeir, sem berjast meö hnúum og hnefum á móti hlut- failskosningum I þeim félagsskap, sem þeir sjálfir hafa ráðin I og er annast um, að einmitt þeir skuli heima hlutfallskosningar viö skipan sjálfrar löggjafarsamkomu þjóðarinnar”. Samstæðari meirihluti Bjarni Benediktsson sagði ennfremur: „Það er að vísu mikilsvert, aö sem flest sjónarmiö komi fram á Alþingi. Hinu má ekki gleyma, að ein aðalskyida þingsins er að sjá landinu fyrir rikisstjórn og löggjöf, svo aö stjórnin geti fariö skap- lega úr hendi. Þetta verður ekki gert til frambúöar. svo að vel fari, nema samstiiltur meirihluti sé að baki rikisstjórnarinnar á Alþingi. Minnihlutastjórn er mesta neyöarúrræöi og samsteypustjórnir eiga aö visu stundum rétt á sér, en eru ekki hollar til lengdar. Bezta stjórnarfarið verður, ef við ákveðna er aö sakast um þaö, sem miður fer. Liklegast er, aö svo veröi, ef ákveðinn meirihluti er á Alþingi. Miklu meiri líkur eru fyrir siikum meirihluta, ef einmenningskjör- dæmi eru, heldur en ef hlutfallsskosningum er beitt, hver aðferö sem að öðru leyti kann aö vera við höfö. Sumir segja, aö bæta megi úr þessum ágalla hlutfallskosninga með listasamsteypum flokkanna. SHkar samsteypur eru þvert á móti óheppilegar. Hitt er miklu eðlilegra, að þeir sem saman ætla að vinna, gangi saman I einn flokk eða semji beinlinis um sameigin- leg framboö i tilteknum kjördæmum eða I heild, svo aö þjóðin geti fyrir fram séð og áttað sig á, hvaö Iboöi er og hvað til stendur. Það er rétt, að litlum flokkum er erfiðara um vik þar sem ein- menningskjördæmin eru, en ef á annaðborö er lifskraftur I þeim, þá munu þeir lifa þrátt fyrir örðugleika I bili, sbr. t.d. verkamanna- fiokkinn brezka, sem átti mjög örðugt um langa hriö, einmitt vegna einmenningskjördæmanna þar i landi, en er nú orðinn stór og öflugur flokkur, mjög andvigur þvl aö breyta til um hina brezku kjördæmaskipun. Þegar tii á að taka á Alþingi, verða smáflokkar að vinna með öðrum, ef þeir vilja hafa áhrif, og er þá eölilegra, að til slikrar samvinnu sé stofnað utan þings með sameiginlegum framboðum. Meö þvi móti á þjóöin sjálf hægara um aö marka stefnuna og velja á miili hinna mismunandi möguleika, sem eru fyrir hendi”. Hverjir myndu græða? Þá vék Bjarni Benediktsson aö þvf, hverjir myndu græöa á ein- menningskjördæmum. Hann sagði: „Ýmsir eru meö vangaveltur yfir þvl, hvaöa flokkur muni græöa á einmenningskjördæmum. Alþýðuflokkurinn og kommúnistar segja nú, aö samkvæmt þessum tillögum muni Sjálfstæöisflokknum vera tryggt meirihlutavald á Alþingi. Auðvitað er um enga slíka tryggingu aö ræöa. Enn fráleitara er þó hitt, sem heyrzt hefur, aö Framsóknarflokkurinn muni viö þessar tillögur fá meirihluta. Aöalatriöið er þó ekki, hvaöa flokkur græöir á þessu I bili. Hitt er víst, að flokkaskipun rnundi veröa nokkuð önnur I landinu. Að visu mundiekki I fyrirsjáanlegri framtlö fullkomið tveggja flokka kerfi komast á, en það mundi sækja I sllkt horf. Hugsanlegt er, aö það mundi leiða til þess um sinn, aö t.d. Sjálfstæöisflokkurinn fengi tiitölulega fáa þingmenn kosna, þvl aö meirihlutakosningar leiða til meiri sveiflu I þingmannafjölda til og frá en hlutfallskosningar, og slikt fyrirkomulag mundi e.t.v. greiða fyrir svokallaðri „vinstri samvinnu” I bili. En þeir, sem mest kvarta undan þeirri leiðu samsuöu og ábyrgöarleysi, sem leiðir af stjórnarsamvinnu sllkri, er verið hefur undanfarin ár, ættu allra slzt að kvarta undan þvl, þótt samstæður meirihluti mynaðist á Alþingi.” Þótt þessi ræöa Bjarna Benediktssonar sé oröin meira en 20 ára gömul, hefur þaö, scm hér er tekiö úr henni, fulit gildi enn Idag. Þ Þ r Vestur Skaftafellssýsla Héraðsmót Framsóknarmanna I Vestur Skaftafellssýslu verður haldið að Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 10. ágúst og hefst það kl. 21. Avörp flytja alþingismennirnir Halldór Asgrlmsson og Jón Helgason. ^ Skemmtiatriði verða auglýst I næsta blaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.