Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 4
 TÍMINN Föstudagur 2. ágúst 1974. Nú gengur betu 1 fyrsta skipti, sem prins af Wales varð ástfanginn af bandariskri konu, varð hann að neyðast til þess að segja af sér konungdómi vegna ástarinnar. Svo alvarlegt getur það ekki orðið i þetta skipti, og nú er það Karl prins sem er ástfanginn, ☆ ☆ Prinsessan sýnir börnum sínum Svíþjóð Birgitta Sviaprinsessa, sem gift er i Þýzkalandi, hefur lengi viljað sýna börnum sinum Sviþjóð, en það hefur ekki orðið af þvi þar til nú fyrir nokkru, er hún kom með alla fjölskylduna til þess að vera viðstödd brúð- kaup systur sinnar Christinar. Eftir brúðkaupið fengu Birgitta og Hansi, maður hennar, sér grænan station-bil og óku með börnin frá Stokkhólmi til Gauta- borgar. Þau komu einnig við á Koberg-slotinu og gistu þar eina nótt hjá Désirée prinsessu og fjölskyldu hennar. Hér sést Hohenzollern fjölskyldan á ferðalaginu. Börnin heita Kiki, Désirée og Miki ☆ ☆ en i fyrra skiptið var það her- toginn af Windsor, eins og allir ættu að muna. Hin bandariska vinkona prinsins er 20 ára gömul og heitir Laura Jo Watkins. Hún er ekki fráskilin, og það gerir gæfumuninn. Hún er auk þess lagleg stúlka og dóttir vellriks aðmiráls. Meira að segja Elisabeth drottning er hin ánægðasta með stúlkuna. Laura Jo hefur verið gestur bandariska ambassadorsins i London, og hefur þvi fengið gott tækifæri til þess að hitta vin sinn. Karl prins hitti Lauru Jo i fyrsta skipti i kokteilveizlu i marz sl. i San Diego. Nokkrum dögum siðar bauð hann henni til miðdegisverðar um borð i frei gátuna Jupiter. Þegar Laura kom svo til London, bauð prinsinn henni strax út með sér. Það kvöld höfðu þau bæði áttað vera i veizlu hjá ambassadorn- um, en þar sem hertoginn af Gloucester var nýlátinn, var ekki sæmandi, að prinsinn kæmi i veizlúná, og þar af leiðandi læddist Laura i burtu, og þau fóru út að aka saman. Laura Jo er sögð rólegheita- stúlka, og þar til hún hitti prinsinn hafði hún verið stað- ráðin i þvi að verða tizkuteikn- ari Ef ég fyndi konu eins og frú Wilson, þá gæti vel komið til greina, að ég gifti mig einn góðan veðurdag. v v v v Skagi ríkur af náttúruauðlindum Taimirskaginn er jarðfræðilega einstætt hérað. A engum stað i heimi er aö finna stórar járn- og málmnámur og gaslindir með jafn skömmu millibili. Þarna finnast I jörðu kopar, nikkel, kóbalt, brennisteinn, járn, zink, blý, kvikasilfur, skjásteinn, salt,kol,graflt, gas, olia og.m.fl. Þrjú meginsvæði, ólik að jarðfræðilegri gerð, er aö finna á skaganum. Hvert þeirra um sig er tengt sérstökum sam- stæðum náttúruauölinda. Þetta eru suðurhlutinn, semm.a.nær yfir Putiranahásléttuna og Akabarkristallabjörgin, Noröur-Siberiu láglendið og norðurhluti Taimirhálendisins. Hinar einstæðu kopar- og nikkelnámur, sem sjá Norilsk- málmvinnslunni fyrir hráefni, eru á suðurhluta skagans. Þau eru perla Taimir. Rannsókn er enn ekki lokið, en þó má full- yröa, aö mjög járnauðugt héraö liggur á milli Jenisei og Lena. Hálendi Taimir er minnst kannað, en þó hafa þegar fund- ist þar kol, járn, zink, blý, og kvikasilfurblanda. Þannig er bæði unnt að nýta auðlindir # V V V Taimir i málmiðnaði og efna- iðnaði. Leit að oliu og gasi hófst i Taimir um miðbik fjórða áratugsins. Aætlunin var að finna oliulindir, sem þá var þörf fyrir. Rannsóknir voru teknar upp að nýju 1961-1962. Að þessu sinni var ætlunin að finna gas- lindir til nota fyrir Norilskiðju- verið. Meira en 80 vænlegir staðir hafa fundizt á tiltölulega skömmum tima með þvi að nota „járðskjálfta” aöferðina við leitina. Fundizt hafa 10 gas- lindir, er munu nægja þörfum iðjuversins I marga áratugí. Nyrzta gasleiösla I heimi, Messojakaja-Norilsk pipuleiösl- an, hefur veriö lögð á mjög skömmum tima. Breytingin frá notkun kola til gasnotkunar hefur aukið verulega fram- leiðslu kopars og nikkels og andrúmsloftið er mun hreinna en áður. Oliu-og gaslindirnar i Jenisei- Kjatangahéraöi eru taldar mjög auðugar, og mjög liklegt er að fleiri oliulindir finnist. Skipgeng fljót eins og Jenisei, Piasina og Kjatanga og norðursjóleiðin tryggja flutninga oliunnar til allra héraða landsins og til útlanda. \ri DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.