Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 68
52 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Ég fékk það sterkt á tilfinn-inguna í sumar þegar skipt-ing á verðlaunafé milli karla- og kvennaliða í efstu deild var í umræðunni. Ég fann að það fór fyrir brjóstið á forystu Knatt- spyrnusambandsins að ég tjáði mig um málið. Allavega sáu þeir ástæðu til að kalla mig inn til sín og ræða þetta mál nokkrum klukkutímum fyrir mikilvægan leik gegn Frökkum. Svo þegar ég óskaði eftir að vita um framhald- ið gátu þeir ekki svarað mér. Báru fyrir sig að leikirnir gegn Norðmönnum, sem voru fram- undan, væru svo mikilvægir,“ sagði Helena ÓIafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, um hvað hún héldi að hefði vegið þyngst í ákvörðun um að endur- ráða hana ekki til starfsins. „Ég ákvað að bíða og sjá hvort þeir myndu ekki kalla mig á sinn fund eftir seinni leikinn við Noreg. Ekkert gerðist fyrr en ég óskaði eftir fundi. Ég tel að þeir hafi verið löngu búnir að ákveða þetta og skil ekki í dag hvers vegna þeir voru að draga að láta mig vita.“ Gagnrýnin sem Helena setti fram, ásamt öðrum, varð til þess að skiptingu milli kynja var breytt og báðum gert jafn hátt undir höfði, þrátt fyrir að KSÍ hafi áður sagst ekkert hafa með málið að gera. Ásakanir sem ekki standast „Ég hef ekki verið í miklu sam- bandi við formann KSÍ eða fram- kvæmdastjóra. Mér fannst samt þeirra framkoma gagnvart mér breytast eftir þetta tiltekna mál og mér var ekki einu sinni heils- að. Aðrir starfsmenn KSÍ reynd- ust mér mjög vel og ég hef í raun ekkert út á þá að setja.“ Eitt af því sem sagt var, var að Helena nyti ekki trausts leik- manna. „Ég kannast ekki við það. Eftir að það fór í umræðuna að ég nyti ekki lengur virðingu leikmanna þá hafði stór hluti stelpnanna sam- band og þær sögðust ekki kannast við þetta og að þær hefðu aldrei rætt það í sínum hópi. Ég held líka að þjálfari finni það ef hann hefur misst virðingu leikmanna“. Er söknuður af starfi lands- liðsþjálfara? „Já, ég sé mikið eftir starfinu. Ég sé margt óunnið í landsliðs- málum kvenna og tel mig hafa margt gott fram að færa. Samt er það þannig að það er alltaf nóg að gera. Ég held áfram að vinna þá vinnu sem ég hef unnið samhliða því að vera í landsliðsþjálfara- starfinu, sem er sem betur fer skemmtileg vinna. Mögulega fer ég í meira starf hjá KR, en þar þjálfa ég einn flokk. Ég ætla bara að hafa það gott um jólin með mínum nánustu og svo er á stefnuskránni að fara í gott frí til útlanda með soninn. Eitthvað sem ekki hefur verið tími til til þessa. Hugsanlega fer ég í nám og hver veit nema núna sé ég á góðum tímapunkti til þess, en eitt er víst að sonurinn er feginn að ég skuli vera meira heima.“ Valtað yfir mig Helena átti von á að verða endur- ráðin sem landsliðsþjálfari kvenna, en alls ekki að það yrði gengið framhjá henni með eins afgerandi hætti, sem raun varð á. „Það var hreinlega valtað yfir mig,“ sagði Helena og segist óhrædd að tjá sig um málið. Henni var tilkynnt það á fundi hjá KSÍ, fundi sem hún hafði ítrekað beðið um, til að ræða stöðu sína og landsliðsins. Helena var landsliðsþjálfari í tuttugu mánuði. Undir hennar stjórn lék landsliðið fjórtán leiki og gerði tapleikurinn gegn Nor- egi hér heima útslagið, sam- kvæmt því sem Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, segir. Hann lét hafa eftir sér að úrslitin hefðu verið „algjörlega óásættanleg“ og því hefði Helena ekki verið end- urráðin. Margir hafa tjáð sig um málið og bent á að tveir þjálfarar starfi með karlalandsliðið og þeir hafi hrapað um tugi sæta á styrkleika- lista á einu ári. Ekki hefur heyrst orð um að þeir eigi að víkja. Við stöðu Helenu tekur Jör- undur Áki Sveinsson, sem stjórn- aði liðinu á undan Helenu. Áður óskaði hann að láta af starfinu þar sem hann þjálfaði samtímis annað lið. Í dag er hann nýráðinn þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ. Er starf landsliðsþjálfara ekki meira en svo að unnt sé að þjálfa félagslið samtímis? Helena Ólafsdóttir segir svo ekki vera. Það sé fullt starf að vera landsliðsþálfari, en hvort það sé tveggja manna starf, eins og hjá karlalandsliðinu, segist hún ekki geta sagt til um. Konurnar líklegri til árangurs en karlarnir Þegar Helena rifjar upp sinn tíma með liðið segist hún nokkuð sátt. „Fyrra árið gekk mjög vel. Við unnum Ungverja heima 4-1 og Pólverja 10-0 heima og úti unnum við þá 2-3, jafntefli við Rússa úti 1-1 og töpuðum fyrir Frökkum úti 2-0. Þannig að árið í heild var gott. Seinna árið byrjaði svo á sigri á Skotum í æfingaleik, 5-1. Tap gegn Englandi 1-0 í æfinga- leik, og sigur á Ungverjum úti 5-0. Síðan tóku við tapleikir gegn bæði Rússum og Frökkum hér heima sem kostuðu það að við fengum erfiðari mótherja í um- spili vegna þess að þriðja sætið í riðlinum var okkar. Við fengum Noreg í umspili og töpuðum heima 2-7 en úti 2-1. Rétt fyrir umspilsleikina fórum við í góða æfingaferð til Bandaríkjanna og töpuðum fyrri leiknum þar 4-3 og seinni 3-0. Árangurinn var ágæt- ur en auðvitað hefðum við viljað gera betur. Við unnum í raun þau lið sannfærandi sem eru fyrir neðan okkur í styrkleika, en náð- um ekki þeim þröskuldi að sigra liðin fyrir ofan okkur í styrkleika. Hinsvegar var liðið mikið breytt þegar ég tók við og ákveðin end- urnýjun í gangi. Liðið hafði misst út margar reyndar landsliðs- konur og ungar komu inn, en það tekur alltaf tíma að móta lið eftir miklar breytingar. Hins vegar byrjaði verkefnið vel hjá nýjum hópi og kannski settum við svolitla pressu á okkur sjálfar með góðum úrslitum fyrra árið. Sem var samt besta mál.“ Nú hefur liðið tvisvar komist í umspil um sæti á stórmótum. Opið laugardag 10-22 sunnudag 12-20 mán. - miðvikud. 10-22 Þorláksmessa 09-23 Verslið jólagjafirnar frá Alessi hjá viðurkenndum söluaðila af Alessi og Cassina vörum laugardag og sunnudag 15% afsláttur S A M V E L D IÐ MIRALE Grensásvegi 8, er eina verslunin á Íslandi sem hefur leyfi til að selja vörur frá Alessi og Cassina. Af því tilefni bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Alessi og Cassina laugardag og sunnudag. Grensásvegi 8 Gagnrýnin kostaði starfið Helena Ólafsdóttir saknar þess að vera ekki lengur landsliðsþjálfari kvenna. Hún efast ekki um að gagnrýni hennar á mismunun karlaliða og kvennaliða hafi kostað hana starfið. Elma Guðmundsdóttir ræddi við Helenu. 68-69 (52-53) Helgarefni 17.12.2004 13.37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.