Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 70
54 18. desember 2004 LAUGARDAGUR R enée Jaworski kemur fráLong Island í New York.Hún hefur stundað dansinn síðan hún var lítil og hóf að dansa með Pilobolus árið 2000. „Ég er svo spennt að koma til Íslands og hef aldrei komið þangað. Ég hef líka heyrt af ýmsu skrítnu eins og jarðhitaböðunum,“ segir Renée. Byrjaði sem auðfengin eining Aðspurð um hvað sé mest spenn- andi við Pilobolus segir hún: „Ég held að við séum að gera einstakan hlut. Þessi angi af dansinum er að- gengilegri en til dæmis klassískur dans á svo margan hátt og ég held að Pilobolus hafi í gegnum árin haft mikil áhrif á nútímadans.“ Renée heldur að hennar hópur sé þrettánda kynslóð Pilobolus. Upprunalegu meðlimirnir hittust árið 1971 í Dartmouth-háskóla. Þeir tóku danstíma einungis til þess að fá auðfengnar einingar en vissu ekkert hvað þeir voru að fara út í. „Kennarinn, Alison Chase, vissi ekki hvað hún átti að gera við strákana því þeir kunnu ekki neitt. Þeir enduðu á því að hengja sig hver á annan eingöngu vegna hræðslu við að standa einir á sviði. Úr þessu urðu margs kon- ar form og nýjar hreyfingar.“ Mikil samvinna Pilobolus er ólíkur öllum öðrum dansi og byggist mikið upp á spuna og samvinnu dansaranna. „Við gerum ekki klassísk dans- spor heldur snýst allur dansinn um að finna út leið til þess að framkvæma einhvern hlut saman. Höfundarnir nota okkur í raun- inni eins og leir og mynda ýmis form úr okkur. Orðaforðinn okkar er einnig orðinn ansi myndarleg- ur. Við notum engin klassísk ball- ettorð heldur höfum við búið til okkar eigin hreyfingar sem heita ýmsum skemmtilegum orðum. Við eigum til dæmis fullt af nöfn- um sem tengjast sjónum og eitt dansspor heitir kolkrabbinn.“ Neistafullt kvöld Aðspurð hvort hún haldi að einn daginn muni Pilobolus verða kenndur í dansskólum eins og hvert annað dansform segir hún: „Já, það vona ég í það minnsta inni- lega. Þessi danstegund hefur upp á allt annað að bjóða en nokkur önn- ur. Að mínu mati ætti að kenna þetta fyrst af öllu. Aðalatriðið í Pilobolus er að brjóta reglurnar og ég held að flestir hlutir sem brjóta reglurnar njóti velgengni. Ég held að það sé ástæðan fyrir velgengni Pilobolus. Upphafsmönnunum var í rauninni hent út í dansheiminn og þeir vissu ekkert hvað þeir voru að fara út í. Þeir leggja mikið upp úr því núna að dansararnir sínir séu allir með ólík áhugamál og vilja ekki að þeir séu bara dansarar heldur vilja þeir að við séum gáfuð og að við stundum aðrar íþróttir eða eigum að minnsta kosti fleiri áhugamál en bara dansinn. Það gefur listinni svo miklu meira.“ Renée er mjög spennt fyrir Ís- landsheimsókninni og hlakkar til að sjá viðbrögð áhorfenda. „Það er alltaf mismunandi eftir lönd- um hvernig viðbrögð við fáum. Ameríkanar vilja sjá amerísk áhrif og á Ítalíu voru áhorfendur greinilega hrifnastir af tilfinn- ingaþrungnum og ástríðufullum dansi. Þarna skín mismunandi menning í gegn. En ég hlakka til að koma og Íslendingar mega bú- ast við neistafullu kvöldi og sjón- rænni og tilfinningaþrunginni sýningu.“ ■ Renée Jaworski og Mark Fucik eru dansarar hjá danshópnum Pilobolus sem er væntanlegur hingað til lands á næsta ári. Borghildur Gunnarsdóttir tók þau tali og fræddist um uppruna þeirra, samvinnuna og innblásturinn. Getur verið hættulegt Mark Fucik er einn dansaranna sex og byrjaði ekki að dansa fyrr en um tvítugt. Hann hefur nú verið með Pilobolus-hópnum í þrjú ár. Mark þekkti Pilobolus-danshópinn ekki mikið áður en hann hóf að æfa með hópnum. „Ég hafði aðeins séð mynd- bandsupptökur af þeim en ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í samt sem áður. Maður veit ekki fyrr en maður prófar. Þetta reynir mjög mikið á líkamann og er oft ansi hættulegt. Ég hef hins veg- ar ekki lent í miklu en fyrsta árið mitt rann ég und- ir ljós og brenndist á öxl,“ segir Mark. Aðalatriðið er traust Danshópurinn notar sérstaka aðferð við danssmíð sína og stunda dansararnir það að hengja sig hver á annan og mynda skemmtileg form á sviðinu. „Við dansararnir erum sex talsins og erum orðin ansi vön því að vera í mikilli nálægð hvert við annað. Við þurfum virkilega að knúsast á sviðinu og grípa í hina ýmsu staði á líkama hinna. Dansarar í svona hópi kynnast að sjálfsögðu mjög vel og við verðum að geta treyst hvert öðru. Öll vinnan byggist á trausti og ef það er ekki fyrir hendi verða slys. Maður getur ekki unnið með fólki sem maður treystir ekki. Það sem er líka gott við þetta dans- fyrirtæki er að það leyfir dönsurunum að koma við sögu í því að semja dansinn. Ekkert annað dans- fyrirtæki gerir það. Þeir gefa okkur kannski byrj- un, koma okkur af stað og þannig fáum við sex mis- munandi sjónarmið á hverja hreyfingu. Stundum er erfitt að komast að niðurstöðu því við erum svo mörg en við höfum þetta frekar lýðræðislegt og leyfum meirihlutanum að ráða.“ Innblástur alls staðar frá „Við höfum sótt innblástur í veðrið, rigningardag til dæmis, og kvikmyndir. Fyrir nokkrum árum kom myndin Crouching Tiger Hidden Dragon og hafði mikil áhrif á okkur sem og The Matrix. Í rauninni sækjum við innblástur í allt sem er sjón- rænt. Núna erum við að gera dans sem er byggð- ur á hafinu.“ Mark þakkar fjölskyldunni og stuðningi hennar velgengni sína og einnig nefnir hann uppreisnar- gjarnt eðli sitt og þá staðreynd að hann fylgdi hjartanu þegar hann valdi dansinn. Hann er mjög spenntur að koma til Íslands og hefur mikinn áhuga á því að tryggja það að blaðamaður komi nú örugglega á sýninguna. „Ég er spenntur að koma til Íslands og kynnast menningunni og fólkinu. Vonandi fæ ég einhverjar hugmyndir að dansi á meðan ég er þarna, til dæmis úr kynngimagnaðri náttúrunni sem ég hef heyrt mikið af.“ Tilfinningaþrungin & sjónræn dansverk 70-71 (54-55) acrobatar lesið 17.12.2004 13.40 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.