Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 84
Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Báru- dóttir vöktu mikla og verðskuldaða at- hygli í fyrra með teiknimyndasög- unni Blóðregn sem byggði á frá- sögn Njálu af eftirmálum brenn- unnar á Bergþórshvoli. Þar var Kári Sölmundarson í forgrunni þar sem hann leitaði hefnda á brennumönnum. Blóðregn hlaut Barnabóka- verðlaun Fræðsluráðs Reykjavík- ur, sérstaka viðurkenningu Dimmalimm myndskreytiverð- launanna og var ein þeirra bóka sem var fékk Bóksalaverðlaunin 2003. Ingólfur og Embla hafa nú fylgt velgengni Blóðregns eftir með sjálfstæðu framhaldi, Brenn- unni. Eins og nafnið gefur til kynna er hér í raun um forleik Blóðregns að ræða og hér er það einn helsti töffari Íslendingasagn- anna, Skarphéðinn Njálsson, sem drífur örlagaríka atburðarásina áfram en henni lýkur eins og al- þjóð veit með því að eldur var borinn að Bergþórshvoli. Ingólfur segir að það hafi alltaf verið hugmyndin að gera fleiri bækur og Embla bætir því við að þau séu þegar farin að huga að þriðja bindinu sem mun að öllum líkindum segja frá Þráni Sigfús- syni sem endaði ævidaga sína við Markarfljót. Það er óhætt að segja að með myndasögum sínum séu þau hjón- in að nema ný lönd í íslenskum bókmenntum þar sem myndasögu- hefð Íslendinga er fremur fátæk- leg. „Það er í raun óvenjulegt að jafn rótgróin útgáfa og Mál og menning skuli gefa út myndasögu og það er líka ánægjulegt hversu vel bókunum hefur verið tekið af lesendum þar sem það er engin hefð fyrir þessu hér,“ segir Ingólf- ur. „Við höfðum þó alltaf trú á að þetta myndi ganga en það kom okkur samt á óvart hversu fólk var opið fyrir þessu. Hugmyndin var meðal annars að færa alvöru- bókmenntir til ungu kynslóðarinn- ar,“ segir Ingólfur og leggur áherslu á að með þessum orðum sé hann ekki að tala niður til mynda- sögunnar sem bókmenntagreinar enda séu Blóðregn og Brennan sjálfstæðar sögur. „Þetta eru sjálf- stæðar sögur og ekki hugsaðar sem dyr að Njálu þótt þær geti vissulega nýst sem slíkar.“ Þegar talið berst að litskrúðugu persónugalleríi Njálu er óhjá- kvæmilegt að spyrja höfundana hver sé eftirlætispersóna þeirra. „Ég hélt mest með Kára þegar við vorum að gera Blóðregn en núna finnst mér Skarphéðinn vera aðal,“ segir Ingólfur og það er greinilegt að hann á erfitt með að gera upp á milli manna. Embla skýtur því svo inn að skúrkurinn Mörður Valgarðsson sé þeim einnig hugleikinn. „Hann er mjög flottur eins og við sjáum hann og þótt hann sé svolítið svört týpa reyndum við aðeins að bera í bætifláka fyrir hann.“ Ingólfur og Embla segast alls ekki geta flokkað sig sem alvöru myndasögunörda og þau séu ekki öllum stundum að skoða það nýjasta í myndasögubransanum í hillum verslunarinnar Nexus. „Ég hef auðvitað kynnt mér það sem flýtur ofan á í því sem er að gerast í dag,“ segir Ingólfur. „En annars hef ég alltaf verið meira í evrópsku myndasögunum, Tinna, Ástríki, Lukku-Láka og Prins Valiant.“ thorarinn@frettabladid.is 18. desember 2004 LAUGARDAGUR úrval gólflampa á frábæru verði Margar gerðir. Verð frá: nú opið til kl: 22.00 á laugardaglau.: 11 - 22 / sun.: 13 - 1 8 lampi á mynd verð: 9.980,- Opið laugard. 10-18 og sunnud. 10-17 SKJÓTIÐ SAMAN Í Í GJÖF Fyrir ungu stúlkuna Fyrir mömmuna Fyrir ömmuna Fyrir langömmuna Pelskápur Pelsúlpur Dúnúlpur Leðurjakkar Kasmír Ullarkápur Hattar, húfur og kanínuskinn Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 INGÓLFUR ÖRN BJÖRGVINSSON OG EMBLA ÝR BÁRUDÓTTIR Eru að gera það gott með Njálumyndasögum sínum. „VIð höfum aldrei reynt að vera meðvitað á einhverri línu og velt því sérstaklega fyrir okkur hvort það sé hægt að gera myndasögu sem hægt væri að kalla íslenska en hluti af því er auðvitað val á efni,“ segir Ingólfur. Forleikur Skarphéðins Njálssonar að blóðregni 84-85 (68-69) Folk 17.12.2004 18:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.