Fréttablaðið - 07.10.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 07.10.2005, Síða 32
2 ■■■ { helgarferðir } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ uppáhalds flugvöllurinn } „Mér finnst Barselóna bera af. Flughöfnin þar er rosalega flott,“ segir Árni Pétur. Inntur nánar eftir því í hverju þau flottheit felist svar- ar hann: „Hún er bara svo listræn. Það hýtur að hafa verið einhver frábær arkitekt sem teiknaði hana. Hún er svo falleg og smekkleg.“ Árni Pétur segir líka margt snið- ugt í boði á Shiphol-flugvellinum í Amsterdam. „Þar eru góðar skrif- stofur sem útvega sniðugar ferðir ef maður er tilbúinn að skella sér í eitthvað óvænt næsta dag, eða jafnvel bara eftir klukkutíma,“ seg- ir hann og kveðst hafa keypt þar sólarlandaferðir á síðustu stundu fyrir lítið fé. „Það eru þessir tveir vellir sem ég er hrifnastur af. Svo finnst mér alltaf gaman að koma á Kastrup. Bara heimilislegt.“ Árni Pétur hefur lent í að bíða á flugvöllum og finnst það misjafnlega skemmtilegt.. Listræn flughöfn í Barselónu ÁRNI PÉTUR GUÐJÓNSSON LEIKARI ÞARF EKKI AÐ HUGSA SIG UM LENGI ÞEGAR HANN ER SPURÐUR HVAÐA FLUGHÖFN HON- UM FINNIST BERA AF ÖÐRUM. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 fe rð ir í a llt haust D ub lin ar- Lifandi borg með fjörugu mannlífi! ... Dublin bí›ur flín Helgarferðir 3 eða 4 nætur. Komdu með til Dublin. Sértilbo› Ferðir til Dublinar 30. sept., 4. nóv. og 2. des. Innifalið: Flug gisting 2 nætur á Camden Court hótelinu íslensk fararstjórn og allir flugvallar- skattar. M.v. 2 fullorðnir ferðist saman. 39.319 kr. Netverð The Merry Plaughboys Íslendingar verða seint sakaðir um að leiðast það að ferðast. Flugleiðir flytja út sem nemur 0,8% af íbúa- fjölda Íslands dag hvern, sem hlýtur að vera einhvers konar met, svo aðrir séu ekki taldir með. Í haust og vetur bjóða ferðskrifstofur landsins upp á fjölbreytt úrval borgar- og helgarferða og fólk innan ferða- bransans er allt á einu máli um að eftirspurn hafi aldrei verið meiri. Einstaklingar sækja mikið í heims- borgirnar og hópar eru sérstaklega virkir í utanlandsferðum nú um stundir. Alls konar hópar eru byrjað- ir að ferðast saman erlendis og er þá langvinsælast að fara í stuttar helg- arferðir. Oftast er farið út á fimmtu- dagsmorgni og komið heim á sunnudagskvöldi. Úrval borga er mikið og á það eftir að aukast mik- ið á næsta ári, til hagsbóta fyrir ís- lenska ferðalanga. Eftir að Austur-Evrópa opnaðist fyr- ir umheiminum hafa Íslendingar verið duglegir að ferðast þangað. Flogið hefur verið til Prag og Búda- pest síðastliðin ár en undanfarin misseri hafa borgir eins og Varsjá, Ljubljana og Kraká bæst í hópinn og notið geysilegra vinsælda. Tómas Gestsson, aðstoðarframkvæmdstjóri Heimsferða, segir að að Kraká hafi sem dæmi algjörlega slegið í gegn í ár og hafi þeir þurft að bæta við nokkrum ferðum þangað. Nokkrar ferðaskrifstofur buðu upp á flug til Varsjár í haust og var iðulega upp- selt í þær ferðir. Kraká og Varsjá eru báðar í Póllandi sem er eitt ódýrasta land Evrópu og hefur að geyma ótrúlega magnaða sögu. Ljubljana, höfuðborg Slóveníu sem áður tilheyrði gömlu Júgóslavíu, er einnig borg sem hefur verið afar vinsæl að undanförnu. Þangað sæk- ir fólk sem vill sjá eitthvað nýtt og framandi en ekki spillir frábært verð og ótrúleg náttúrufegurð enda borg- in staðsett í dal sem er umlukinn Ölpunum. Menning og matur í stórborg- um Evrópu ,,Það er ekki spurning að það sem fólk er að sækjast eftir í borgum eins og Madrid og Róm er menningin, sagan og maturinn. Svo er andrúms- loftið í þessum borgum ákaflega að- laðandi,“ segir Laufey Jóhannsdótt- ir, framkvæmdastjóri Plúsferða. Þessir stórborgir ásamt öðrum margfrægum höfuðborgum eru sí- vínsælar meðal Íslendinga enda eiga þessar borgir engan sinn líka. Aðrar borgir í svipuðum dúr sem ávallt laða til sín marga eru Vín, Amster- dam, Barselóna og París en einnig hafa vinsældir Lissabon í Portúgal aukist. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Icelandair, segir að sífellt fleira fólk beini ferðum sínum til borga eins og til dæmis Parísar og Amsterdam. ,,Amsterdam er nátt- úrulega alltaf vinsæl, þar er gott að versla og næturlíf sérstakt. Það er einhver karakter og sjarmi sem fólk sækir þangað. Borgin er fjölþjóðleg og afþreying mikil.“ Gott að versla í Bandaríkjunum Icelandair hefur flogið til Bandaríkj- anna í mörg ár við góðan orðstír. Gunnar hjá Flugleiðum, segir að Or- lando, Boston og Minneapolis séu vinsælastar núna á þessu hausti en markaðurinn hafi fagnað komu New York aftur í vetrarferðabækling þeirra. New York sé borg sem komi gríðarlega sterk inn. ,,Ætli flestir fari ekki til Bandaríkjanna til að versla, enda er hvergi eins þægilegt að versla og þar. Sérferðir á tónleika og annað seljast einnig mjög vel,“ seg- ir Gunnar. San Fransiskó var nýr áfangastaður í sumar og verður aft- ur boðið upp á ferðir þangað næsta sumar. Ef vel gengur mun verða flogið þangað allt árið um kring. Gamlar góðar Það þarf engan að undra að lang flestir Íslendingar ferðast til Kaup- mannahafnar og London, enda flog- ið þangað oft á dag alla daga. Þess- ar borgir þarf vart að kynna enda virðast þær alltaf vera jafn vinsælar. Aðrir góðkunningjar íslenskra ferðalanga er borgin græna, Dublin á Írlandi. Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri Úrvals Útsýnar, tekur jafnvel svo djúpt í árina að hún segir að engin borg hafi verið jafn vinsæl og Dublin í gegnum tíð- ina. Andrúmsloftið þar sé eitthvað sem Íslendingar geta sótt í aftur og aftur. Borgir nágrannalanda okkar virðast því heilla þjóðina og í borg- um Norðurlandanna finna allir eitt- hvað við sitt hæfi. Iceland Express mun hefja flug til nokkurra borga Norðurlandanna í maí og Icelandair hefur einnig gert það um margra ára skeið. Nýr áfangastaður þessara flugfélaga, Frankfurt, var mjög vel sóttur í sumar og verða ferðir þang- að auknar á næstu misserum. Icelandair og Iceland Express munu þar að auki bæta við fleiri áfanga- stöðum á næsta ári og má þar nefna borgir eins og Manchester og Friedrichshaven. Það verður því ekkert lát á ferðum landans til stór- borga beggja vegna Atlantshafsins og ljóst að strax næsta haust lítur út fyrir að framboðið verði orðið mun meira en það er nú. Borgarferðir slá í gegn sem aldrei fyrr Prag hefur verið mjög vinsæl meðal íslenskra ferðalanga um árabil. Heimasíður: icelandair.is icelandexpress.is uu.is heimsferdir.is plusferdir.is terranova.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.