Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 38
2 ■■■ { Liðsheild } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Fólk talar um þegar það kemur á svona stað úti í sveit, að það sé svo lítil truflun og það verður mikið úr vinnunni,“ segir Egill Kristjánsson á Sveitasetrinu Grímsá, sem leigir út aðstöðu til fundahalda, nám- skeiðshalda, fyrir ráðstefnur, hvata- ferðir og ýmsar samkomur. „Fólk er að komast burt frá skarkalanum í borginni og fer í annan gír. Um- hverfið hefur þau áhrif að fólki líð- ur ósköp vel hérna,“ segir Egill. Góð aðstaða er á staðnum til funda- halda, auk þess sem þar er góður veitingasalur og góð gistiaðstaða. Umhverfið í kringum húsið er ein- stakt, þar sem það stendur við Grímsá í Borgarfirði og hægt er að sjá Laxfoss út um gluggann. Á kvöldin er hægt að sitja í heita pottinum, njóta norðurljósa eða horfa á fossinn upplýstan yfir vetr- artímann, en húsið stendur alveg upp við ána. „Húsið var mjög umdeilt á sín- um tíma,“ segir Egill. Helst segir hann staðsetninguna hafa lagst illa í menn þegar til stóð að reisa hús- ið, og Steingrími Hermannssyni hafa bæði þótt það of stórt og standa of nálægt ánni. Húsið reis þó árið 1973 og er afar glæsilegt. Þetta er stærsta veiðihús landsins, með 22 herbergjum fyrir utan stofu og fundasal. Sveitasetrið sinnir eingöngu hópum og fyrirtækjum. Hann segist jafnframt vera í samstarfi við fyrir- tæki sem skipuleggur ráðstefnur og einnig afþreyingu. „Hvort sem það er farið upp á jökul, í hellaskoðun, hestaferðir eða á fjórhjól. Svo er að sjálfsögðu hægt að veiða í ánni,“ segir Egill. Norðurljósin dansa ofan við húsið „Við höfum langa reynslu og hópefli og erum með margar teg- undir af hópefli fyrir fyrirtæki. Síð- ustu ár höfum við verið að sérhæfa okkur og aðskilja frá þessu hefð- bundna hópefli og þróa nokkuð sem við köllum fjörefli,“ segir Friðrik Bjarnason hjá Ævintýrasmiðjunni Eskimos sem hann rekur ásamt Ingólfi Stefánssyni. Hann segir þá sérhæfa sig í að aðstoða fyrirtæki við að byggja upp góðan liðsanda og styrkja liðsheildina. „Fjörefli er ákveðin útgáfa af hópefli, þar sem lögð er áhersla á skemmtun en hin hefðbundu hópeflisnámskeið hafa oft þótt frekar þung og leiðinleg. Við náum miklum árangri í hópefli með því að búa til skemmtilegan dag þar sem fólk leysir þrautir og keppir í skemmtilegum leikjum,“ segir Friðrik. Hann segir þá til að mynda fara með fólk í ættbálkaleiki, hálanda- leiki, bændaleiki og ratleiki og margt fleira. Til frekari útskýringar segir hann til dæmis ættbálkaleiki byggjast á því að skipta hópnum í lið sem keppa sín á milli. Þá eru lagðar fyrir hópana skemmtilegar þrautir eins og axarskaft, gladiatior, sumo-glíma, klifurveggur, blindra- þrautir og fleira í þeim anda. „Áhersla er lögð á skemmtilega keppni og æsingur er í hópnum þegar fólk tekst á við keppnina. Markmiðið er að efla andann og brjóta niður varnir manna á milli og auka samskiptin,“ segir Friðrik og bætir við að oftast sé farið með fólk út úr bænum þar sem um- hverfið er líflegt og skemmtilegt. „Það er mjög dýrmætt þegar starfs- menn upplifa eitthvað skemmtilegt saman utan við vinnustaðinn. Það brýtur niður hindranir og eykur samskiptaflæðið manna á milli,“ segir Friðrik. FRIÐRIK BJARNASON hjá Ævintýraferðum Eskimo, segir það mjög dýrmætt þegar starfsmenn upplifa eitthvað skemmtilegt saman utan við vinnustaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sveitasetrið Grímsá stendur við Grímsá í Borgarfirði, sem hef- ur verið ein eftirsóttasta laxveiðiá landsins. Setrið, sem er stærsta timburhús landsins, stendur alveg við ána og býður upp á einstaklega fagurt útsýni og náttúrufegurð og er tilvalið fyrir fundi, samkomur, hvataferðir og námskeið. MIKILVÆGT ER AÐ SÝNA SÍNAR BESTU HLIÐAR OG MISSA SIG EKKI Í DRYKKJU Hvataferðir enda oft á góðum kvöldsverði þar sem áfengi er haft um hönd. Mikilvægt er að hafa það í huga að þá er mað- ur að skemmta sér með vinnu- félögunum, og því á maður að haga sér vel. Varastu að drekka of mikið, því þú gætir sagt eða gert eitthvað sem þú sérð eft- ir. Fljótt flýgur fiskisaga og næsta dag munu flestir í vinn- unni vita af afglöpum þínum. Klæddu þig á viðeigandi máta, og ekki vera í of ögrandi fatn- aði. Gerðu þér far um að spjalla við sem flesta, ekki bara þá sem þú talar við á hverjum degi í vinnunni. Til- gangurinn með kvöldinu er að þjappa hópnum saman og fá fólk til að kynnast betur. Spjallaðu við fólk sem þú færð nánast aldrei tækifæri til að spjalla við. Ekki daðra. Saklaust daður getur komið í bakið á þér í vinnunni næsta dag. Það er óviðeigandi á vinnuskemmt- un. Ferðir sem þessar eru kjörnar til að sýna þínar bestu hliðar. Sýndu að þú getir verið glaðlynd og skemmtileg manneskja og átt í vitrænum og skemmtilegum samræðum við fólk. Hafðu vit á því að fara ekki of seint heim, og sýndu með því að þú sért manneskja sem berð ábyrgð á sjálfri þér. Hvernig á að haga sér í vinnupartíinu Brýtur niður varnir manna á milli Ævintýraferðir Eskimo vinna að því að efla liðsandann með fjörefli sem samanstendur af skemmtilegum leikjum og spennandi afþreyingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.