Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 56
Á síðustu vikum hefur mikið ver- ið fjallað um útgáfu erlendra að- ila á skuldabréfum í íslenskum krónum fyrir tugi milljarða. Um- fjöllunin um þessa þróun hefur verið á neikvæðum nótum. Marg- ir virðast óttast að aukin stöðu- taka erlendra spákaupmanna í ís- lenskum krónum auki hættuna á gengisóstöðugleika og jafnvel hruni á gengi krónunnar. Sem dæmi um þetta var sagt í fréttum Bylgjunnar 13. október: „Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslenska hagkerfinu að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. ... Ef er- lendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf, myndi íslenska krónan hríðfalla, líklega í stærri stökkum en nokkru sinni fyrr.“ Er þetta virkilega svona nei- kvætt og hættulegt? Þvert á móti. Það er í raun fagnaðarefni að viðskipti með skuldabréf í ís- lenskum krónum hafi aukist og að fleiri aðilar en áður séu nú virkir á íslenskum gjaldeyris- og skuldabréfamörkuðum. Tilkoma erlendu fjárfestanna dýpkar markaðina og ætti því að minnka líkurnar á stórum ástæðulausum sveiflum í gengi krónunnar. Frétt Bylgjunnar gefur í skyn að erlendir fjárfestar stjórnist af duttlungum. Að þeir geri bara það sem þeim „dettur í hug“. Þetta er undarlegur ótti. Það sem hefur gerst er að erlendir aðilar hafa tekið eftir því að hagnaðar- tækifæri leynist í íslenskum skuldabréfum. Hagnaðartæki- færið er til komið vegna þess að vextir í íslenskum krónum eru háir og gengi krónunnar hefur ekki hækkað nægilega mikið til þess að vænt gengislækkun á næstu misserum vegi upp vaxta- muninn milli Íslands og annarra landa. Ef gengi krónunnar tæki allt í einu kipp niður á við myndi þetta sama hagnaðartækifæri verða enn álitlegra og erlendu fjárfest- arnir myndu auka enn stöðu sín- ar í krónum og þannig vinna gegn gengislækkuninni. Hættan á ástæðulausum sveiflum er mun meiri þegar örfáir aðilar eiga viðskipti á gjaldeyrismarkaðin- um. Þá eru fáir til staðar til þess að taka á móti því þegar einhver einn aðili breytir stöðu sinni verulega af einhverjum orsök- um. Síðar í sömu frétt Bylgjunnar segir: „Nú streymir erlendur gjald- eyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krón- urnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúf- ar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati.“ Þessi röksemd er einnig kol- röng. Hagnaðartækifærið sem erlendir fjárfestar eru að nýta sér er einmitt til komið vegna þess að gengi krónunnar hefur ekki hækkað nægilega mikið til þess að vænt gengistap á næstu misserum vegi á móti núverandi vaxtamun við útlönd. Hagnaðar- tækifærið er með öðrum orðum til komið vegna óskilvirkni á gjaldeyrismarkaðinum sem hef- ur leitt til þess að aðgerðir Seðla- bankans hafa ekki miðlast út í gengi krónunnar sem skyldi. Til- koma erlendu fjárfestanna leiðir til þess að aðgerðir Seðlabankans munu hafa meiri áhrif á gengi krónunnar en áður (ekki minni eins og frétt Bylgjunnar virðist telja). En vaxtahækkunum Seðla- bankans er einmitt ætlað að hækka gengi krónunnar til þess að slá á þenslu. Aukin viðskipti erlendra fjár- festa með íslenskar krónur hefur því þau jákvæðu áhrif að Seðla- bankinn mun ekki þurfa að hækka vexti eins mikið og hann annars þyrfti að gera þar sem vaxtahækkanir bankans munu miðlast betur út í gengið en áður. Þetta gerir það að verkum að við munum ekki þurfa að búa við jafn gríðarlega háa vexti á Ís- landi og við annars þyrftum að gera. Spákaupmennska er iðulega litin hornauga og ríkjandi sjón- armið varðandi hana byggja á alls kyns gamaldags fordómum. Þetta er miður því spákaup- mennska er afskaplega mikil- væg fyrir eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum. Útgáfa er- lendra aðila á skuldabréfum í ís- lenskum krónum er dæmi um já- kvæða spákaupmennsku sem mun að líkindum leiða til rök- réttari verðmyndunar á íslensk- um gjaldeyris- og skuldabréfa- mörkuðum og því koma okkur Íslendingum vel. MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Afturhaldshugmyndir um atvinnulífið eru tímaskekkja. Frjálslyndið skapar auðlegðina Hafliði Helgason Alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja og uppbygging þeirra heldur áfram af fullum krafti. Actavis undirritaði á mánudag samning um kaup á samheitalyfjastarfsemi Alpharma og tvöfaldar með því veltu sína. Kaupverðið er fimmtíu milljarðar króna og eru kaupin í hópi þeirra stærstu sem íslensk fyrirtæki hafa gert. Sama dag keypti Bakkavör fyrirtækið Hitchen Foods fyrir 4,7 milljarða króna. Þau kaup féllu nokkuð í skuggann af þeim fyrri, en Bakkvör er einn glæsilegra fulltrúa alþjóðavæðingar íslenskra fyrirtækja. Útrásin heldur áfram og mikill kraftur einkennir atvinnulífið um þessar mundir. Þessa hefur eðlilega gætt á hlutabréfamarkaði. Í því hækkunarferli sem verið hefur á markaðnum koma reglulega upp áhyggjur af því að markaðurinn hafi náð hápunkti sínum og lækkanir hljóti að vera framundan. Slíkt er vissulega vel hugsan- legt, en ef litið er yfir síðustu þrjú ár og hvernig til hefur tekist er ljóst að hækkanirnar eiga sér sterkar rætur í farsælli uppbyggingu nokkurra lykilfyrirtækja á markaði. Fyrirtæki sem hafa náð at- hyglisverðum árangri í rekstri og nýtt þekkingu sína til frekari landvinninga. Útrásin hefur fram til þessa gengið vel og íslensk fyrirtæki í ólíkum greinum hafa verið að byggja upp starfsemi á mismunandi mörkuðum. Sú staðreynd að íslenska útrásin er af margvíslegum toga minnkar hættu á verulegu bakslagi. Kaup Actavis eru ágætt dæmi um markvissa uppbyggingu fyrirtækis. Með kaupunum hefur fyrirtækið tryggt fjölbreyttar stoðir, bæði hvað varðar framleiðslu sína og starfsemi á mis- munandi mörkuðum. Hagstætt um- hverfi hefur verið nýtt til þess að auka fjölbreytni í rekstrinum og minnka áhættu af ástandi einstakra markaða og því að vonbrigði í sölu einstaks lyfs hafi afgerandi neikvæð áhrif á rekstur- inn. Sama má segja um fjármálafyrir- tækin sem aldrei hafa verið minna háð innlendri hagsveiflu. Sú uppbygging sem verið hefur í atvinnulífinu á sér rætur í því að Íslendingar innleiddu frelsi í fjármagnsflutningum og einka- væddu ríkisfyrirtæki. Aukið frelsi leysti úr læðingi krafta sem skapað hafa mikil verðmæti. Niðurstaðan er sú að aldrei hafa verið fleiri sterkir aðilar á íslenska markaðnum sem hafa styrk til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Fylgifiskur þess að fyrirtæki vaxa úr nánast engu í verðmæti sem nemur tugum milljarða hefur þann óhjákvæmilega fylgifisk að einstaklingar verða mjög ríkir. Það ætti ekki að halda vöku fyrir neinum. Með innleiðingu þess markaðshagkerfis sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar höfum við styrkt stoðir þjóðarinnar til fram- tíðar. Það ætti að vera okkur næg ástæða til þess að láta eiga sig hugmyndir um sérstakar reglur um hringamyndun umfram það sem tíðkast í viðskiptalöndum okkar. Það voru einmitt hugmyndir um það að hér giltu önnur lögmál i viðskipta- og efnahagslífi en í öðrum löndum sem drápu íslenskt samfélag í dróma stöðnunar og hugmyndaleysis. Það ákall sem lætur kræla á sér nú um að hverfa aftur til slíks hugsunarháttar verður vonandi skammvinnt. Menn ættu að muna að það hefur oft ekki tekið langan tíma fyrir þjóðir og einstaklinga að brjótast af heimskunni einni til sárrar fátæktar. Brother DCP-7010 Laserprentari Stafræn ljósritunarvél Litaskanni • Prentar allt að 20 bls. á mínútu • Upplausn 2400×600 dpi • 8 MB ram & USB 2.0 • 250 bls. pappírsskúffa • Windows og MacOS • Ljósritun (fl atbed) • Ljósritar allt að 20 bls. á mínútu • Stækkar/minnkar: 25-400% • Litaskanni: Allt að 9600 dpi • Aðeins 25,3 cm á hæð Verð kr. 26.900 Laserprentarar... ... og ljósritunarvélar! Brotherlasertæki eruöll með 3ja ára ábyrgð ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Traustið hvarf Financial Times | Fyrir viku lék allt í lyndi hjá Refco, einum stærsta miðlara heims með afleiðu- og hrávörusamninga. Félagið fór í frumútboð í ágúst og fátt benti til annars en að framundan væru bjartir tímar líkt og áður. Nú er Refco að hrynja til grunna. Þá kom í ljós að 26 milljarða skuld vogunarsjóðs við Refco var í raun og veru skuld framkvæmda- stjórans Steves Bennett. Hann greiddi skuldina á mánudaginn og fyrir vikið var félagið í betri málum en á föstudaginn. Það sem olli hruninu var það að félagið gat ekki útskýrt fyrir fjárfestum með full- nægjandi hætti hvað hafði raunverulega gerst. Þar sem endurskoðendur höfðu ekki tekið eftir þessum mistökum þá lýsti fyrirtækið því yfir að rekstrar- tölur undanfarinna fjögurra ára væru ómarktækar. Refco er algjörlega háð trausti viðskiptavina og sjóða, sem lána eða fá lánaða milljarða dala, og gátu ekki beðið eftir skýrum svörum frá stjórnendum félagsins og stukku frá borði. Hlutabréf félagsins kolféllu og stór hluti af starfsemi félagsins liggur niðri. Aldrei langt í verðbólgudrauginn The Sunday Times | Sunday Times fjallar um vandann í bresku efnahagslífi. Verðbólga mælist nú í átta ára hámarki í Bretlandi og er búist við að hún mælist um 2,7 prósent í vik- unni sem er vel yfir tveggja prósenta markmiði stjórn- valda. Ytri þættir valda þessum hækkunum og þá fyrst og fremst hækkun á eldsneytisverði. Margir telja að hún fari ekki hærra og vonast til að breski seðlabankinn taki til við að lækka vexti. Fleiri eru þó þeirrar skoðunar að bankinn lækki ekki vexti fyrr en skýr merki sjáist um minnkandi verðbólgu. Á sama tíma er ljóst að verulega hefur kólnað í breska hagkerfinu en allt stefnir í það að hagvöxt- ur verði rétt um helmingur af upphaflegum áætl- unum. Smásöluverslun hefur dregist verulega saman og atvinnuleysi fer hækkandi. OECD hvetur stjórnvöld til að hækka skatta um eitt þúsund millj- arða króna til að mæta halla á fjárlögum. U M V Í Ð A V E R Ö L D Það voru einmitt hugmyndir um það að hér giltu önnur lögmál i viðskipta og efnahagslífi en í öðrum löndum sem drápu íslenskt samfélag í dróma stöðnunar og hugmyndaleysis. Það ákall sem lætur kræla á sér nú um að hverfa aftur til slíks hugsunarháttar verður vonandi skammvinnt. bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is Jón Steinsson Doktorsnemi í hagfræði við Harvard-háskóla O R Ð Í B E L GSögurnar... tölurnar... fólkið... Þurfum við að óttast spákaupmennina? Það er í raun fagnaðarefni að viðskipti með skuldabréf í íslenskum krónum hafi aukist og að fleiri aðilar en áður séu nú virkir á íslenskum gjaldeyris- og skuldabréfamörkuðum. Tilkoma erlendu fjárfestanna dýpkar markaðina og ætti því að minnka líkurnar á stórum ástæðulausum sveiflum í gengi krónunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.