Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 43
Góð hugmynd – til að endurnýja lífsorkuna Frjó hugsun nærist best með góðri slökun í kraftmiklu umhverfi. Kynntu þér frábæra aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur í nærandi andrúmslofti Bláa Lónsins - heilsulindar. Nánari upplýsingar í síma 420 8806 og á radstefnur@bluelagoon.is www.bluelagoon.is Boðið upp á skíði og bretti eftir fund SÉRSTÖK FUNDAAÐSTAÐA ER Á SKÍÐAHÓTELINU Í HLÍÐARFJALLI. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli býður upp á góða möguleika til funda fyrir smærri og stærri hópa. Á efri hæð skíðahótelsins er sérútbúið fundaherbergi þar sem allt að 30 manns geta verið. Í aðalsal hótels- ins er einnig hægt að halda stærri fundi, eða fyrir allt að 70 manns. Aðrir möguleikar eru til dæmis þeir að fara upp með Fjarkanum, halda 5 mínútna fund á leiðinni upp eftir, og stíga síðan inn á stærri fund í vistlegum húsakynn- um í Strýtu þar sem komast fyrir allt að 45 manns. Boðið er upp á veitingar hvort heldur sem er á Skíðahótelinu sjálfu eða í Strýtu. Allur viðeigandi búnaður er til staðar á Skíðahótelinu, svo sem skjávarpi, netsamband, teikni- tafla, sjónvarps- og myndbands- tæki. Boðið er upp á skíða- og brettaleigu að fundahöldum loknum. Góður andi og sterk liðsheild skipt- ir sköpum ef fyrirtæki á að ná ár- angri. Góður starfsmaður gerir sér grein fyrir þessu og leggur sitt af mörkum. Hér eru nokkur atriði sem gera þig að góðum liðsmanni: 1. Sýndu ábyrgð Taktu ábyrgð, þegar tækifæri gefst, á einhverju sem er utan þíns verka- hrings. Sýndu að þú sért viljug/ur til að leggja þitt af mörkum og læra meira. Ef verkefni klúðrast sem féll þér í skaut, taktu ábyrgðina í stað þess að kenna öðrum um. 2. Leiðbeindu Ef þú ert góð/ur í einhverju, skaltu kenna það öðrum. Þekking eykst með því að dreifa henni. Þetta get- urðu gert með því að taka vel á móti nýjum starfsmanni og kenna honum tökin. Ef þú ert hjálpleg/ur, eru aðrir líklegir til að hjálpa þér. 3. Hafðu opinn huga Þú skalt hvetja til umræðna og gagnrýninnar hugsunar. Aldrei gera lítið úr eða gera grín að hugmynd- um annara. Taktu alla í hópnum al- varlega, og aldrei gera þér hug- myndir fyrirfram um vankunnáttu eða þekkingu annara. Varastu að veita of harða gagnrýni því þá er líklegt að það dragi úr fólki með að koma með nýjar hugmyndir. Það sem mestu skiptir þó, er að kunna að taka gagnrýni. Vertu opin fyrir gagnrýni á störf þín og hugmyndir og aldrei svara gagnrýni með af- sökun. 4. Vertu rausnarleg/ur Hrósaðu fólki þegar það á það skil- ið. Og ekki taka heiðurinn af starfi annara. Lærðu af mistökum annara, því það er mikilvægt fyrir heildina að sömu mistökin séu ekki endur- tekin. Sýndu samstöðu, og hjálpaðu til svo fólk komist heim fyrr þegar eitthvað kemur upp á, veikindi heima fyrir eða jafnvel þegar það heldur afmælisveislu. 5. Sýndu gott fordæmi Þú getur kvartað og vælt yfir því sem betur mætti fara, en ættir frek- ar að gera eitthvað til að bæta ástandið. Ekki bíða eftir að aðrir geri hlutina, heldur sýndu gott for- dæmi og taktu af skarið. Ekki losa þig undan leiðindavinnu og koma henni yfir á aðra. 6. Myndaðu tengsl Auðvelt er að fylgja öllum þessum atriðum hér að framan þegar þú myndar góð tengsl við samstarfs- fólk þitt. Við eyðum 8 til 10 tímum á dag í vinnunni með samstarfs- fólki okkar og því eðlilegt að vina- sambönd myndist. Hins vegar kem- ur það manni oft á óvart hversu lít- ið maður veit um samstarfsfélaga sína í raun og veru. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY I M AG ES Vertu góður liðsmaður Hópurinn er aldrei sterkari en veikasti liðsmaðurinn ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { Liðsheild } ■■■ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.