Fréttablaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 42
4 ■■■ { Hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Rígurinn milli íþróttafélaganna FH og Hauka er sögufrægur og samof- inn menningunni í bænum. Bæjar- stjórarnir í Hafnarfirði hafa margir hverjir verið áberandi í starfi þessara félaga. Við ræddum við tvo af þeim, Guðmund Árna sem er fyrrverandi bæjarstjóri og þann sem nú situr í stólnum, Lúðvík Geirsson. Báðir vilja þeir meina að rígurinn milli fé- lagana sé á góðu nótunum og hatr- ið sem einkenndi hann áður sé nú nánast horfið þó samkeppnin sé til staðar. Guðmundur Árni Stefánsson, FH- ingur og fyrrverandi bæjarstjóri: „Þessi rígur er umfram allt mjög heilbrigður en það fer algjörlega eftir því hver á í hlut hve sterkur hann er. Ef ég tala bara fyrir sjálf- an mig þá kemur það oft fyrir að Hafnarfjarðartilfinningin komi upp í mér og ég haldi með Haukum í leikjum gegn öðrum andstæðing- um. Þegar bæði lið hafa verið í ákveðnum lægðum þá hefur sú um- ræða komið upp að sameina félög- in en það yrði ansi slæmt að missa þessa grannaslagi, það er þó leiðin- legt að geta ekki keppt við þá í fót- boltanum en vonandi fara þeir bráðum að komast upp í úrvals- deildina svo við getum unnið þá þar! Stjórnmálaflokkarnir í bænum þurfa að huga að því að það séu svipað margir sem styðji Hauka og FH þegar þeir raða niður í sæti. Það voru örugglega einhverjir Hauka- menn óánægðir með það að FH- ingur væri bæjarstjóri þegar ég gegndi því hlutverki og öfugt núna með Lúðvík. Á heildina er þessi ríg- ur milli félagana tveggja þó bara á góðu nótunum og er mjög heil- brigður bara.“ Lúðvík Geirsson, Haukamaður og núverandi bæjarstjóri: „Haukar og FH eru hreyfiaflið í Hafnarfirði og menn komast ekki hjá því að taka afstöðu. Áður fyrr var mikil togstreita og heift, menn máttu kannski þola tap sem erfiðleika dög- um saman. Þetta hefur mikið breyst síðan þá og menn eru orðnir miklu umburðalyndari þó keppnisandinn sé auðvitað alltaf til staðar. Það eru ekki lengur sömu drottninsvikin þó menn fari núna á milli klúbba eins og það var. Hafnarfjörður væri ekki þessi góði íþróttabær ef samkeppnin væri ekki til staðar. Þessi tvö félög hafa haft heilmikil áhrif á bæjarpóli- tíkina í gegnum tíðina og munu hafa það áfram. Menn minnast enn fyrsta handboltaleiksins milli FH og Hauka sem fór fram rétt fyrir 1940, þá var það Hafsteinn Hinriksson sem fór fyrir liði FH. Boðað var til hand- boltaleiks í litla íþróttahúsinu og átti að tryggja að það væru engir áhorf- endur. Um miðjan leikinn varð allt vitlaust og einn lá rotaður eftir á gólfinu. Hafsteinn harðneitaði að láta endurtaka hann, þessi lið skyldu ekki spila aftur saman. Alveg síðan þessi leikur fór fram hefur verið deilumál hver staðan var þegar leik- urinn var blásinn af. Ekki sama hatrið og áður Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Geirsson fjalla um ríginn fræga milli FH og Hauka. Konan úr Hafnarfirði GUNNAR HELGASON BÝR Í HAFNARFIRÐI AF HVERJU FLUTTIR ÞÚ Í HAFNARFJÖRÐ? „Ég flutti í Hafnarfjörð því konan mín er þaðan og hún vildi flytja þangað. Þar líður mér vel, æðis- legt að búa þar.“ Fann draumahúsið í hrauninu ÓLI PALLI, ÚTVARPSMAÐUR Á RÁS 2 BÝR Í HAFNARFIRÐ- INUM AF HVERJU FLUTTIR ÞÚ Í HAFNARFJÖRÐ? „Það er vegna þess að konan mín á svo margar vinkonur úr Hafnar- firði og þá er bærinn mjög falleg- ur. Við fundum draumahúsið í hrauninu og stundum þegar ég horfi út um stofugluggann á góðviðrisdögum sé ég bæjarstjór- ann vera að grilla. Ég er með toppfélagsskap og get ekki haft það betra.“ Upphaf Hafnarfjarðarbrandara Leikarinn góðkunni, Magnús Ólafsson, vann á Vísi í gamla daga þar sem hann samdi brandara. Margir af ástsælustu gamanleikur- um þjóðarinnar hafa komið úr Hafnarfirðinum og bærinn oft tengdur við grín og gamanmál. Landsþekktir eru hinir svokölluðu Hafnarfjarðarbrandarar sem allir þekkja en færri vita að þeir eru komnir upprunalega frá Magnúsi Ólafssyni leikara. „Þetta var þegar ég var að vinna á Vísi í gamla daga. Ég byrjaði að semja þessa brandara um Akureyringa en því var tekið mjög illa þar og menn fóru að segja blaðinu upp fyrir norðan villt og galið. Þá tók ég á það ráð að snúa þessu bara yfir á Hafnfirðinga þar sem ég var búsettur í bænum,“ sagði Magnús, en sumir Hafnfirð- ingar tóku því ekki vel. „Fyrst til að byrja með varð ég fyr- ir nokkru aðkasti vegna þess hér í Hafnarfirðinum, sérstaklega af eldri íbúum sem fannst þetta ekkert fyndið. Það er þó ekki hægt að neita því að með þessum hætti komst Hafnarfjörður á kortið,“ sagði Magnús. Eru Hafnfirðingar fyndnir eða halda þeir bara að þeir séu það? „Þeir eru stundum fyndnir en geta líka verið leiðinlegir. Ef vel liggur á þeim þá eiga þeir til að segja Hafn- arfjarðarbrandara.“ Magnús Ólafsson er upphafsmaður Hafnarfjarðarbrandaranna frægu. „Haukar og FH eru hreyfiaflið í Hafnarfirði og menn komast ekki hjá því að taka afstöðu. Áður fyrr var mikil togstreita og heift, menn máttu kannski þola tap sem erfiðleika dögum saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.