Fréttablaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 69
)(( 29FIMMTUDAGUR 20. október 2005 EBAY Uppboðsvefurinn eBay þykir vinsæll þegar neytendur leita að vörum til kaups á netinu. fi‡sk net- verslun mest Alls hafa um 97 prósent Þjóð- verja, sem hafa aðgang að netinu, keypt vörur á netinu einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta eru niðurstöður könnunar sem fyrir- tækið ACNielsen gerði nýverið. Strax á eftir Þjóðverjum koma Ástralir og Bretar. Netverslun eykst víða um heim en mikill upp- gangur virðist ekki síður vera í Asíu og Suður-Ameríku eftir því sem fram kemur í könnuninni. Mest er þó netverslun í Evrópu enn sem komið er en hin löndin sækja fast á forystu Evrópubúa. - hb Kalla inn milljón bíla Japanski bílaframleiðandinn Toyota ákvað í gær að kalla inn 1,27 milljón bifreiða vegna gruns um rafmagnsbilun í ljósabúnaði bifreiðanna. Alls er um að ræða 17 tegundir Toyota-bifreiða en við- gerðakostnaður er áætlaður um 6.000 íslenskar krónur á hverja bifreið eða um 7,62 milljarðar króna. Bifreiðarnar eru flestar í Jap- an, Ástralíu, Singapore, Taílandi og Malasíu. Engin slys vegna gall- ans hafa verið tilkynnt eftir því sem forsvarsmenn Toyota segja. - hb Uppgangsár í byggingum Útlit er fyrir að árið í ár verði mesta uppgangsár fyrir nýbygg- ingar í Bandaríkjunum frá því árið 1975. Frá september árið 2004 og þangað til í september í ár voru byggðar 2,11 milljónir nýrra húsa í Bandaríkjunum. Á tímabil- inu ágúst árið 2004 til ágúst í ár var byggð 2,01 milljón nýrra húsa þannig að búist er við að aukning- in verði enn meiri þegar árið í heild verður talið saman. Bandaríkjamenn búast við miklum uppgangi í byggingar- iðnaðinum á næsta ári. - hb Hlutur KB banka í Somerfield er meiri en tali› var. Nái› er unni› me› Tchenguiz-bræ›rum. KB banki hefur ásamt nokkrum fjárfestum lagt fram tilboð í bresku verslunarkeðjuna Somerfield og hefur stjórn fyrirtækisins lagt blessun sína yfir það. Tilboðið hljóð- ar upp á 115 milljarða króna, 197 pens á hvern hlut. „Við erum hluti af fjárfestahópn- um. Annars vegar eigum við sjö prósent beint og síðan eigum við fé- lagið R-20, með Robert Tchenguiz, sem mun eignast um þriðjungshlut í Somerfield,“ segir Ármann Þor- valdsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs KB banka. Svo virðist sem að nafn KB banka hafi gleymst í umfjöllun um yfirtöku á verslunarkeðjunni og öll athyglin beinst að öðrum fjárfestum. „Upphaflega voru tveir við- skiptavinir okkar að skoða kaup á Somerfield. Annars vegar Baugur, og hópur í kringum hann, og síðan Robert Tchenguiz sem við höfum unnið talsvert með. Við áttum ein- hvern þátt í því að leiða þessa hópa saman á sínum tíma en þegar Baugur datt út þá héldum áfram að vinna með R-20 eins og alltaf stóð til. Það kom hins vegar upp á seinni stigum að kaupa hlut beint.“ Aðrir í fjárfestateyminu eru Apax Partners og Barclays-bank- inn. Ármann segir að KB banki komi eingöngu að verkefninu sem fjár- festir en ekki lánveitandi. Bankinn vann ráðgjafavinnu fyrir Baug á sínum tíma og fær hlutdeild vegna þeirrar aðildar. Þrír fjórðu hlutar eigenda Somerfield verða að ganga að til- boðinu fyrir 28. nóvember. Það skýrist öðru hvoru megin við ára- mótin hvort yfirtakan gangi eftir. Fastlega er búist við að M&G In- vestment Mangagement, sem held- ur utan um ellefu prósenta hlut í Somerfield, gangi að tilboðinu. John Lovering tekur við stjórnarformennsku í Somerfield gangi kaupin eftir en hann gerði til- raun til að yfirtaka keðjuna fyrir 120 pens á hlut fyrir tveimur árum síðan. Hann leiddi einnig hóp fjár- festa sem keyptu Debenhams-versl- unarkeðjuna. KB banki kemur einnig að kaup- um Bakkavarar Group á matvæla- fyrirtækinu Hitchen Foods með því að veita svokallað brúarlán að upp- hæð 4,7 milljörðum króna. Áreiðan- leikakönnun er lokið og kaupverðið greitt. eggert@frettabladid.is Skaut skyndilega upp kollinum YFIRTAKAN HAFIN KB banki er meðal þeirra fjárfesta sem vilja yfirtaka Somerfield- verslunarkeðjuna. Fjárfestahópur, með þá innanborðs, hefur lagt fram 115 milljarða króna tilboð í keðjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/KARL TOYOTA COROLLA Toyota hefur innkallað 1,27 milljón bifreiðar vegna galla í ljósabúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.