Fréttablaðið - 20.10.2005, Page 69

Fréttablaðið - 20.10.2005, Page 69
)(( 29FIMMTUDAGUR 20. október 2005 EBAY Uppboðsvefurinn eBay þykir vinsæll þegar neytendur leita að vörum til kaups á netinu. fi‡sk net- verslun mest Alls hafa um 97 prósent Þjóð- verja, sem hafa aðgang að netinu, keypt vörur á netinu einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta eru niðurstöður könnunar sem fyrir- tækið ACNielsen gerði nýverið. Strax á eftir Þjóðverjum koma Ástralir og Bretar. Netverslun eykst víða um heim en mikill upp- gangur virðist ekki síður vera í Asíu og Suður-Ameríku eftir því sem fram kemur í könnuninni. Mest er þó netverslun í Evrópu enn sem komið er en hin löndin sækja fast á forystu Evrópubúa. - hb Kalla inn milljón bíla Japanski bílaframleiðandinn Toyota ákvað í gær að kalla inn 1,27 milljón bifreiða vegna gruns um rafmagnsbilun í ljósabúnaði bifreiðanna. Alls er um að ræða 17 tegundir Toyota-bifreiða en við- gerðakostnaður er áætlaður um 6.000 íslenskar krónur á hverja bifreið eða um 7,62 milljarðar króna. Bifreiðarnar eru flestar í Jap- an, Ástralíu, Singapore, Taílandi og Malasíu. Engin slys vegna gall- ans hafa verið tilkynnt eftir því sem forsvarsmenn Toyota segja. - hb Uppgangsár í byggingum Útlit er fyrir að árið í ár verði mesta uppgangsár fyrir nýbygg- ingar í Bandaríkjunum frá því árið 1975. Frá september árið 2004 og þangað til í september í ár voru byggðar 2,11 milljónir nýrra húsa í Bandaríkjunum. Á tímabil- inu ágúst árið 2004 til ágúst í ár var byggð 2,01 milljón nýrra húsa þannig að búist er við að aukning- in verði enn meiri þegar árið í heild verður talið saman. Bandaríkjamenn búast við miklum uppgangi í byggingar- iðnaðinum á næsta ári. - hb Hlutur KB banka í Somerfield er meiri en tali› var. Nái› er unni› me› Tchenguiz-bræ›rum. KB banki hefur ásamt nokkrum fjárfestum lagt fram tilboð í bresku verslunarkeðjuna Somerfield og hefur stjórn fyrirtækisins lagt blessun sína yfir það. Tilboðið hljóð- ar upp á 115 milljarða króna, 197 pens á hvern hlut. „Við erum hluti af fjárfestahópn- um. Annars vegar eigum við sjö prósent beint og síðan eigum við fé- lagið R-20, með Robert Tchenguiz, sem mun eignast um þriðjungshlut í Somerfield,“ segir Ármann Þor- valdsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs KB banka. Svo virðist sem að nafn KB banka hafi gleymst í umfjöllun um yfirtöku á verslunarkeðjunni og öll athyglin beinst að öðrum fjárfestum. „Upphaflega voru tveir við- skiptavinir okkar að skoða kaup á Somerfield. Annars vegar Baugur, og hópur í kringum hann, og síðan Robert Tchenguiz sem við höfum unnið talsvert með. Við áttum ein- hvern þátt í því að leiða þessa hópa saman á sínum tíma en þegar Baugur datt út þá héldum áfram að vinna með R-20 eins og alltaf stóð til. Það kom hins vegar upp á seinni stigum að kaupa hlut beint.“ Aðrir í fjárfestateyminu eru Apax Partners og Barclays-bank- inn. Ármann segir að KB banki komi eingöngu að verkefninu sem fjár- festir en ekki lánveitandi. Bankinn vann ráðgjafavinnu fyrir Baug á sínum tíma og fær hlutdeild vegna þeirrar aðildar. Þrír fjórðu hlutar eigenda Somerfield verða að ganga að til- boðinu fyrir 28. nóvember. Það skýrist öðru hvoru megin við ára- mótin hvort yfirtakan gangi eftir. Fastlega er búist við að M&G In- vestment Mangagement, sem held- ur utan um ellefu prósenta hlut í Somerfield, gangi að tilboðinu. John Lovering tekur við stjórnarformennsku í Somerfield gangi kaupin eftir en hann gerði til- raun til að yfirtaka keðjuna fyrir 120 pens á hlut fyrir tveimur árum síðan. Hann leiddi einnig hóp fjár- festa sem keyptu Debenhams-versl- unarkeðjuna. KB banki kemur einnig að kaup- um Bakkavarar Group á matvæla- fyrirtækinu Hitchen Foods með því að veita svokallað brúarlán að upp- hæð 4,7 milljörðum króna. Áreiðan- leikakönnun er lokið og kaupverðið greitt. eggert@frettabladid.is Skaut skyndilega upp kollinum YFIRTAKAN HAFIN KB banki er meðal þeirra fjárfesta sem vilja yfirtaka Somerfield- verslunarkeðjuna. Fjárfestahópur, með þá innanborðs, hefur lagt fram 115 milljarða króna tilboð í keðjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/KARL TOYOTA COROLLA Toyota hefur innkallað 1,27 milljón bifreiðar vegna galla í ljósabúnaði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.