Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 4
4 28. október 2005 FÖSTUDAGUR UMFERÐ Fjórir bílar ultu með skömmu millibili á Reykjanesbraut milli Voga og Straums snemma í gærmorgun vegna ísingar. Einn maður meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans. Miklar skemmdir urðu hins vegar á bifreiðunum og varð að fjarlægja þær með krana. Lögreglan bendir ökumönnum á að skoða hitaskilti Vegagerðarinnar áður en ekið er um Reykjanesbraut- ina og búa sig undir hálku ef hita- stig er kringum frostmark. ■ Hálka á Reykjanesbraut: Fjórar bílveltur á stuttum tíma SAMGÖNGUR Vestnorræna ráðið ræðir hvernig megi koma í veg fyrir að flug frá Íslandi til Græn- lands leggist af, en samningur um flugsamgöngur við Grænland rennur út nú um áramót. Þórður Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri ráðsins, segir mikla hagsmuni í húfi fyrir ferðaþjónust- una á Íslandi og Suður-Grænlandi. Svæðið sé markaðssett sem ein heild. Því geti það haft í för með sér tekjumissi og fækkun á ferðamönn- um verði flugleiðin lögð niður. Íslensk stjórnvöld ætla að styrkja flugið, en beðið er eftir svari frá grænlensku landsstjórn- inni. ■ Flug til Grænlands: Miklir hags- munir í húfi DÓMSMÁL 26 ára gamall Akureyr- ingur, Hákon Örn Atlason, hefur verið dæmdur í átján mánaða fang- elsi, en hann barði mann í höfuðið með hafnaboltakylfu á Öxnadals- heiði í ágúst í fyrra. Sá höfuðkúpu- brotnaði og hlaut heyrnarskaða. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúma millj- ón króna í bætur. Þá var Hákon dæmdur fyrir að hafa haft í fórum sínum 63 grömm af hassi og fyrir að hóta lögreglu- manni og fjölskyldu hans lífláti. Árásin með hafnaboltakylfunni átti sér stað laust eftir klukkan tvö um nótt, en kona kallaði til lög- reglu með því að hringja í Neyðar- línu. Hún kvaðst stödd í Öxnadal og mátti ráða af samtalinu að eitt- hvað væri að. Þegar lögregla var á leiðinni hringdi hún aftur og var þá ljóst að einhver var meðvitundar- laus eftir barsmíðar. Fórnarlambið virtist að sögn lögreglu undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og var uppstökkur, en hann var kominn til meðvitundar þegar lögreglu bar að. Hann var með mikinn áverka á höfði. Börn mannsins höfðu mátt horfa upp á atburði næturinnar, en maður- inn hafði verið ásamt konu, börn- um og fleira fólki í sumarbústað á Hólum. Þar reifst hann við konuna og lamdi fyrir framan börnin. Árás- armaðurinn var kvaddur til að keyra fólkið til Akureyrar, en í bílnum hélt parið áfram að rífast. Árásarmað- urinn stöðvaði bílinn eftir að hafa sjálfur lent í útistöðum við manninn og hringdi í tvær konur sem komu á móti þeim í bíl. Aðra þeirra bað hann að hafa kylfuna með. Sonur fórnarlambsins lýsti því hjá lögreglu hvernig önnur konan færði manninum kylfuna og hvern- ig hann og önnur konan hafi svo dregið pabba hans út úr bílnum. Eftir sátu börnin hrædd með móður sinni. Eftir einhverjar stympingar úti við var maðurinn svo barinn með kylfunni. Þegar lögreglu bar að sagði fólk- ið að höfuðáverkann hefði maður- inn fengið við fall í götuna. Daginn eftir höfðu hins vegar ættingjar mannsins samband og upplýstu að hann hefði verið barinn með kylfu. Var fólk þá boðað til frekari skýrslu- töku. Tæpri viku eftir atburðinn vísaði önnur konan svo á kylfuna þar sem hún var falin. Hákon sætti einnig ákæru fyrir að hafa verið með 63 grömm af hassi í bíl sem lögreglan á Blöndu- ósi stöðvaði í júlí í fyrra. Hann sagð- ist hafa verið beðinn um að flytja efnið frá Reykjavík til Akureyrar gegn greiðslu. Lögreglumanninum hótaði Hákon þegar honum var til- kynnt um gæsluvarðhaldsúrskurð vegna kylfumálsins. Hákon var hins vegar sýknað- ur af því að hafa sparkað í andlit liggjandi manns á Kaffi Akureyri í októberlok í fyrra, en einungis eitt vitna bar um árásina. Hákon var sakaður um að hafa barið mann- inn niður, en fórnarlambið sagðist ekki geta greint um málavexti þar sem allt hefði gerst svo hratt. Hann sagðist ekki þekkja til Hákonar. olikr@frettabladid.is Börnin horfðu upp á ofbeldisverk um nótt Maður sem barði annan með hafnaboltakylfu í höfuðið um nótt í Öxnadal fer í fangelsi. Fórnarlambið hafði áður barið konu sína á fylleríi í sumarbústað á Hólum. Ung börn þeirra urðu vitni að atburðunum. Reynt var að leyna árásinni. EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Jacques Chirac Frakklandsforseti krafð- ist þess á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins sem haldinn var í grennd við Lundúnir í gær að ráðamenn hinna aðildarríkjanna sýndu landbúnaðarstyrkjakerfi sambandsins „algjöra virðingu“. Margir innan sambandsins þrýsta hins vegar á um að kerfið verði stokkað alveg upp í tengslum við gerð fjárlagaramma sambandsins fyrir tímabilið 2007 til 2013. Chirac varaði líka við því að Frakkar myndu beita neitunar- valdi gegn nýjum samningum um heimsviðskipti sem gengju of langt í frjálsræðisátt hvað varð- ar viðskipti með búvörur. Á vett- vangi Heimsviðskiptastofnunar- innar WTO er verið að vinna að slíkum samningum. Frakkar hafa lengi staðið vörð um niðurgreiðslukerfi landbúnað- arins í ESB sem franskir búvöru- framleiðendur njóta sérstaklega góðs af. Landbúnaðarkerfi ESB tak- markar einnig innflutning á búvör- um frá löndum utan sambandsins. Chirac neitaði því samt að Frakkar fylgdu nú verndarstefnu sem svari við hattvæðingunni. - aa Chirac á leiðtogafundi Evrópusambandsins: Stendur vörð um styrkina BRÚNAÞUNGUR FORSETI Jacques Chirac á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn í Hampton Court utan við Lundúnir í gær. MAÐUR MEÐ HAFNABOLTAKYLFU Í byrjun ágúst í fyrra var maður höfuðkúpubrotinn með hafnaboltakylfu um nótt í Öxnadal, en dómur féll nýverið í málinu. Myndin er sviðsett. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H A R I GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 27.10.2005 Gengisvísitala krónunnar 60,44 60,72 107,8 108,32 73,27 73,67 9,818 9,876 9,374 9,43 7,701 7,747 0,5236 0,5266 87,65 88,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY DR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,7486 LÖGREGLA „Staða rannsóknarinnar er óbreytt enn,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, um íkveikjur í borginni fyrstu helg- ina í september. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í að minnsta kosti fjórum stöðum í borginni þá helgi. Þar á meðal eru tvær íkveikjur sem áttu sér stað með um sólarhrings- millibili á sama stað í skemmu við Fiskislóð. Ómar Smári segir að ekki hafi komið fram nýjar vísbendingar en rannsókn lögreglu haldi áfram.- óká Rannsókn á íkveikjum: Lögreglan er engu nær DÓMSMÁL Maður sem viðhafði kyn- ferðislegt og klámfengið tal í fjöl- mörgum smáskilaboðum í farsíma tveggja ungra stúlkna í Stykkis- hólmi þarf að greiða þeim 400.000 krónur í bætur og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær fangelsisdóm Héraðsdóms Vestur- lands yfir manninum, en hækkaði bótagreiðslur til hvorrar stúlku um 150.000 krónur. Þrír mánuðir refs- ingar mannsins eru skilorðsbundn- ir í þrjú ár. Brotin voru framin á árunum 2003 og 2004. Maðurinn var kennari í grunn- skóla heimabæjar stúlknanna og lék með körfuknattleiksliði bæjar- ins. - óká Sendi dónaskilaboð í farsíma: Situr inni í tvo mánuði STYKKISHÓLMUR Ungi kennarinn sendi annarri stúlkunni 1.276 smáskilaboð og hinni 2.444. VIÐSKIPTI Hagnaður Trygginga- miðstöðvarinnar hf. nam 2.554 milljónum króna á þriðja fjórð- ungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 127 millj- ónum króna minni. Samanlagður hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 5.435 milljónum króna. Hagnaður af vátrygginga- starfsemi var 89 milljónir króna. Langstærsti hluti hagnaðarins er af fjármálastarfsemi en að stór- um hluta til er um að ræða mark- aðshækkun á hlutabréfum, sem færð eru sem rekstrartekjur, og því ekki um innleystan hagnað að ræða. - hb Uppgjör TM á 3. ársfjórðungi: Hagnast um 2,5 milljarða HÚS VÁTRYGGINGAFÉLAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.