Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 47
14 ■■■■ { tækniblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ tækið mitt } Sparar heilar fimm mínútur á morgnana Söngfuglinn Guðrún Gunnarsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana enda ný plata á leiðinni. Hún var hins vegar fljót að svara því hvert væri hennar uppá- haldsheimilistæki. ,,Það er kaffivélin mín. Við fengum hana í brúðargjöf í sumar og hún hefur verið rosalega mikið notuð síðan þá. Þetta er mjög fín kaffivél sem gerir venjulegt kaffi, cappuccino og fleira. Ég hafði haft fordóma fyrir svona kaffivélum í mörg ár en þetta er algjör lúxus enda voða góð og fín kaffivél. Það er samt ekki nóg að hafa bara góða kaffivél, baunirnar skipta rosalega miklu máli, þær eru lykilatriði.“ Guðrún segir að áður en hún hafi fengið kaffivélina hafi hún notast við ítalska kaffikönnu sem hún setti á helluna. Hún segir samt sem áður að kaffið sé ekkert endi- lega betra í nýju vélinni. ,,Þetta er bara svo þægilegt. Að geta vaknað á morgnana og þurfa bara að ýta á einn takka spar- ar manni alveg heilar fimm mín- útur og þær eru mjög dýrmætar á morgnana,“ segir Guðrún að lokum. Heildarlausn fyrir smærri fyrirtæki Í mörg ár hafa smærri fyrirtæki kvartað yfir því að Microsoft sinni einungis hagsmun- um stærri fyrirtækja. Microsoft hefur nú komið til móts við þessar gagnrýnisraddir og hefur sett á markað heildarlausn fyrir lítil fyrirtæki. Guðmundur Aðalsteinsson, starfs- maður Microsoft á Íslandi, segir að aðalástæðan fyrir komu þessa hug- búnaðs sé sú að minni fyrirtæki þurfi meira á því að halda en áður að straumlínulaga rekstur sinn með það að meginmarkmiði að hagræða með lækkandi kostnaði og auknum afköstum. Ástæðan er aukinn fjöldi og vaxandi samkeppni meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Staðan er sú að nú verða fleiri smærri fyr- irtæki annaðhvort undir í sam- keppninni við keppninautana eða að þau eru keypt af stærri sam- keppnisaðilum sem geta náð betri hagræðingu í krafti stærðar og þekkingar. Hugbúnaðurinn sem um ræður er í raun og veru tveir aðskildir hlutir. Annars vegar er það server sem nefnist Microsoft Small Business og hann vinnur síðan með hugbúnað sem nefnist Microsoft Office Small Business. ,,Hugbúnað- urinn gerir þér kleift að starfa eins og stórfyrirtæki. Það er að segja þú ert að deila gögnum innan fyrir- tækisins, samnýta dagatalið og bókað fundi þannig. Þetta tengist einnig svokallaðri SmartPhone þjónustu þar sem þú færð allar upplýsingar í gegnum síma. Þetta er samþætting á öllum samskiptum innan fyritækisins og við aðra sam- starfsaðila. Þetta er heildarlausn fyrir smærri fyritæki enda eru um 95% af öllum fyrirtækjum á land- inu sem falla undir þann flokk. Ís- lendingar er alltaf svo stórhuga og þetta ætti að reynast mörgum þeirra vel,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að Microsoft hafi sett á laggirnar sérstakt námskeið fyrir fólk sem getur þá sérhæft sig í hug- búnaðinum. Nokkrir slíkir séu hér á landi og geta þeir þjónustað fyrir- tæki sem noti slíkan búnað enn frekar. - sha Guðrún við kaffivélina góðu áður en hún heldur í stúdíóið. Margir kannast við að hafa látið sig dreyma um að eiga sitt eigið vélmenni. Nú getur þessi draumur orðið að veruleika, eftir að Robo- sapien kom á markaðinn. Robo- sapien er leikfanga vélmenni sem lítur út eins og Storm trooper úr Star Wars á sterum, og minnir jafnvel á vélmennið í myndbandi Bjarkar við lagið All is Full of Love. Það er hannað af eðlisfræð- ingi sem er sérfræðingur í vél- mennum og vann hjá NASA. Aðeins þarf að ýta á svarta takkann á bakinu á vélmenninu og þá lifnar það til lífsins með geispa. Robosapien er stýrt með fjarstýringu sem lítur út eins og sjónvarpsfjarstýring. Hægt er að láta vélmennið gera um áttatíu ótrúlegar kúnstir, eins og að taka karatespörk, ropa, dansa og hlusta eftir óboðnum gestum; augun lýs- ast upp og blikka rauðum lit þeg- ar vélmennið tekur við nýrri skip- un. Liðamótin eru afar sveigjanleg og getur vélmennið hreyft sig auðveldlega. Það er með inn- byggðum skynjara, þannig að það stoppar ef það gengur á vegg. Auk þess sem hægt er að ýta á stopp takkann hvenær sem er á fjarstýr- ingunni, ef maður fær leið á lát- u n u m . Robosapien fæst í leik- fangaversl- unum og er ekki ólík- legt að það verði eitt af v i n s æ l l i jólagjöfun- um í ár. Robosapien kemur með fjarstýringu sem lítur út eins og sjónvarpsfjar- stýring. Tekur karatespörk og ropar Vélmennið Robosapien er leikfang bæði fyrir börn og fullorðna. 14-15 tækni lesið 27.10.2005 15:25 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.