Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 45
12 ■■■■ { tækniblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Vökvakristals- og rafgasskjáir, hvað er það eiginlega? Gífurleg aukning hefur orðið á sölu risavaxinna flatskjáa á undanförnum misserum. Það er svo sem ekki skrítið, þeir eru örþunnir, taka lítið sem ekkert pláss og gefa yfir- leitt mun betri myndgæði en gamla góða kassasjónvarpið. Það sem fólk hefur hins vegar rek- ið sig á þegar það hefur ætlað að fá sér flatskjái er að þeir koma á tveimur mismunandi formum, LVD og Plasma. Hver er þá munurinn á þessum tveimur gerðum flatskjáa? Því er reyndar ekki auðsvarað, því síður hvor gerðin sé betri. Eftir að hafa talað við nokkra starfsmenn verslana og reynda eigendur er ekki hægt að fá haldbærur niðurstöður um það hvor gerðin sé betri, þetta veltur allt á upplifun hvers og eins. Munurinn á LCD og plasma felst í uppbyggingu þeirra. LCD skjár er svipaður þeim og er í fartölvum. Skjárinn er byggður upp á vökva- kristöllum sem halda lausn vökva- kennds kristals milli tveggja þunnra laga af skautuðu gleri. LCD-skjáir virka sem ein heild á meðan Plasma-skjáir byggast upp á fjölda smærri hólfa sem eru fyllt af gas- blöndu. Þegar rafstraumi er hleypt í gegnum hana fer í gang flókið efnahvarf en við það byrjar þessi efnablanda að geisla sýnilegu ljósi. Plasma byggist því á mörgum smærri einingum á meðan LCD sjónvörp eru samhæfð heild. Fyrir ekki svo löngu síðan buðu plasma-sjónvörpin upp á mun betri myndgæði. LCD-sjónvörpin hafa hins vegar verið að sækja mjög á og gefa þau nú svipuð myndgæði og plasma-sjónvörpin, í sumum tilfell- um betri. Ástæðan fyrir að LCD- sjónvörpin eru mun dýrari en plasma er sú að þau kosta meira í framleiðslu en aftur móti eru þau endingarmeiri en plasma-sjónvörp- in. Hér verður ekki gert upp á milli LCD og plasma því eins og áður segir fer það eftir upplifun hvers og eins hvor skjárinn þeim finnst betri. Því er best að skoða málin vel áður en flatskjáir eru keyptir og reyna að finna það út sjálfur hvort LCD eða plasma verði fyrir valinu. Háupplausnar-sjónvarp Undanfarin ár hefur verið leiðinni á markað svokallað hágæða sjónvarp eða HDTV (High-Definition Tele- vision). Slík sjónvörp sem styðja HDTV eru nú þegar komin til lands- ins en þau bjóða upp á byltingu í myndgæðum. Myndgæðin eru slík að þau eru margföld á við það sem til dæmis gerist hjá DVD-diskum og þau bjóða upp á fimm sinnum meiri skerpu en hefðbundin sjónvörp. Myndgæðin felast í mun betri upp- lausn en áður hafa þekkst og hafa sumir lýst því að gæðin séu svipuð og á góðri ljósmynd. Enn hafa ís- lenskar sjónvarpsstöðvar ekki byrj- að að senda út sínar útsendingar á þessu formi en brátt mun breyting verða þar á. Þá munu aðeins sjón- vörp sem styðja þetta HDTV-form geta tekið við þeim sendingum en auðvitað geta venjuleg sjónvörp náð útsendingum, bara ekki í sömu gæðunum. Hraði og erill í nútíma viðskiptalífi kallar sífellt á nýjungar í sam- skipta- og tölvulausnum. Nokia Business Center er ein slík nýjung. Fljótlega mun Nokia bjóða við- skiptavinum nýja lausn í tölvu- póstsamskiptum. Þessi lausn er sniðin að þörfum þeirra sem treysta mikið á tölvupóst í sínum samskiptum. Hátækni ehf. er þjónustuaðili fyrir Nokia á Íslandi, Magnús Viðar Skúlason er þjónustu- og fræðslu- fulltrúi þar. ,,Við bindum miklar vonir við þessa þjónustulausn enda kemur hún til með að bjóða upp á þægilegar samskiptalausnir sem við teljum einfaldari en margar þær sem eru á markaðnum í dag,“ segir Magnús, en einn helsti kost- urinn við þetta nýja kerfi er að ekki er nauðsynlegt að sá sem fyrirtæk- ið skiptir við í símþjónustu hafi þessa þjónustuviðbót, heldur er nóg að hún sé sett inn í tölvukerfi viðkomandi fyrirtækis. ,,Þetta mun vera mikill kostur fyrir alla þá sem þurfa að treysta mikið á tölvupóstinn við sín störf, en þessi lausn býður notendum ódýra og örugga leið til þess að vera ávallt með tölvupóstinn við höndina, en um leið og tölvupóst- urinn er aðgengilegur í tölvunni verður hann aðgengilegur í síman- um.“ Í tengslum við kynningu þjón- ustunnar mun Nokia kynna þrjá nýja síma í svokallaðri E-línu, hannaða með þarfir viðskiptalífs- ins í huga. Búnaðurinn kemur til með að virka í þeim símum en einnig í öðrum Nokia-símum sem keyra á Symbian-stýrikerfi. Notkun á núverandi tækjabúnaði er því möguleiki, ef vilji er fyrir því að nýta sér þjónustuna. Tæknin er í þróun hjá Nokia og mun líklega verða kynnt um miðjan nóvember. Nýjung í samskiptalausnum ,,Við bindum miklar vonir við þessa þjón- ustulausn enda kemur hún til með að bjóða upp á þægilegar samskiptalausnir sem við teljum einfaldari en margar þær sem eru á markaðnum í dag,“ segir Magnús Viðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eye Toy hefur nú sent frá sér nýjan „fitness“-leik fyrir Playstation, þar sem fólk gerir æfingar í gegnum myndavél og sjónvarpið heima í stofu. Leik- menn geta valið úr fjölda leikja eða tekið þátt í æfingar- prógrammi sem er sérsniðið að þörfum hvers og eins. Leikmenn geta valið milli tveggja einka- þjálfara, sem hvor fyrir sig hefur sína styrk- og persónuleika og leiðbeina þeir leikmönnum í gegnum þriggja mánaða æfinga- prógramm. Æfingarnar í leiknum eru hannaðar í samvinnu við Nike „fitness“-sérfræðinga. Leikurinn er hugsaður fyrir konur á aldrin- um 18-25 ára, en þó er leikurinn hannaður fyrir bæði kyn. Grafík- in í leiknum er mjög skýr og nú- tímaleg og færir nýja vídd í Eye Toy leikina. Hreyfðu þig heima í stofunni með Eye Toy Kinetic. Tónlistarspurningaleikur BUZZ!: THE MUSIC QUIZ Nú er kominn á markaðinn glæ- nýr spurningaleikur, aðeins fyrir Playstation 2 tölvur. Hann er settur upp eins og hinn frægi spurningaleikur Jeopardy og um 5.000 spurningar eru í leiknum auk þess sem hægt er að bæta við eigin spurningum. Með leiknum fylgir sérstakur Buzz- hnappur sem notaður er til að ýta á þegar maður vill svara. Val er um mismunandi spurninga- keppnisform og mismunandi keppendur. Sérstaklega hefur verið gælt við tónlistarhlið leiks- ins en lögin koma frá seinustu sex áratugum. Spurningarnördar landsins ættu því að gleðjast yfir þessari viðbót við það sem oft hefur verið kallað þjóðaríþrótt Ís- lendinga. Einnig er stefnt að því að gefa út Buzz spurningaleikinn í öðrum útgáfum með bæði sér- hæfðum og almennum spurn- ingum. Hægt er að velja á milli fjölda skraut- legra þátttakenda í leiknum. Æfingar í gegnum myndavél og sjónvarpið EYETOY: KINETIC Nýjir tölvuleikir: Fjöldi tegunda og gerða má finna af bæði LCD og Plasma-skjám. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNARSSON Nokia Business Center sér um að að þú fáir tölvupóstinn þinn örugglega þegar þú ert á ferðinni. Þegar tölvu- pósturinn er kominn í pósthólfið þitt, hvort sem það er í vinnunni eða heima þá er honum einnig ýtt áfram í símann þinn. 12-13 tækni lesið 27.10.2005 15:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.