Tíminn - 15.03.1977, Side 17

Tíminn - 15.03.1977, Side 17
Þriðjudagur 15. marz 1977 17 Fálmi Pétursson skrifstofustjóri í þessum fáu orðum er ekki ætl- un min að rekja æviferil Pálma Péturssonar, skrifstofustjóra hinnar sameiginlegu skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveg- anna. Ég minnist hans fyrst og fremst sem eins mins nánasta samstarfsmanns þau ár, sem ég hef starfað hjá Rannsóknaráði rikisins. Pálmi Pétursson var fæddur á Akureyri 20. april, 1909. Hann réðist til Atvinnudeildar háskól- ans 1. janúar, 1946, en hafði áður m.a. stundað sjálfstæð verzlunar- störf á Siglufiröi. Atvinnudeildin, sem var eins konar uppeldisstöð islenzkrar rannsóknarstarfsemi, var aðeinsfárra ára þegar Pálmi kom þangað. Pálmi Pétursson var bókari og gjaldkeri Atvinnudeildar, sem var undir stjórn Rannsóknaráðs rikisins. Með lögum frá 1965 var Atvinnudeildinni skipt og 5 sjálf- stæðar stofnanir settar á fót, auk Rannsóknaráðs. Þá þótti þó sjálf- sagt, að þessar stofnanir hefðu sameiginlega skrifstofu, sem annaðist fjármál þeirra almennt. Pálmi Pétursson varð skrifstofu- stjóri þeirrar skrifstofu. Þessi samvinna er ef til vill gleggsti vitnisburðurinn um það traust, sem forstjórar rannsóknastofn- ananna og aðrir opinberir aðilar báru til Pálma Péturssonar. Pálmi gegndi þannig yfir 31 ár ábyrgðarmiklu starfi i þágu rannsóknarstarfseminnar og var nátengdur þeirri'þróiin' séni oröið hefur á þvi sviði nánast frá upp- hafi Atvinnudeildar háskólans. Starf Pálma var ekki auðvelt. Atvinnudeild háskólans var I upp- hafi að sjálfsögðu litil og fjár- magnið ekki ýkjamikið. Það hef- ur hins vegar' aukizt allhröðum skrefum og er nú farið að nálgast milljarðinn, sem hin sameigin- lega skrifstofa ber ábyrgð á. Það var heldur ekki auðvelt að vera á- byrgur gagnvart forstjórum 6 stofnana, sem allir hafa að sjálf- sögðu sinar skoðanir á þvi, hvern- ig verja beri fjármagninu. Pálmi hikaði aldrei við að gera sinar at- hugasemdir, ef hann taldi ráð- stöfun fjármagns ekki i samræmi við opinberar reglur eða ofvaxið fjárhag viðkomandi stofnunar. Sjálfur réðist ég tiI'Kannsókha- ráðs rikisins árið 1957. Pálmi var þvi lengi einn minn nánastí samstarfsmaður. Stundum skarst i odda eins og gengur og gerist, en málin leystust ávallt, þvi mér varð fljótlega ljóstað fyrir Pálma vaktialdreiannað en að hafaþað, sem réttast er og heilbrigðast i fjármálum stofnunarinnar. Stundum slæddust villur inn i bókhaldið, eins og mannlegt er, en mér lærðist einnig fljótlega að hafa litlar áhyggjur af sllku, þvi i meðferð fjármagns átti Pálmi fáa sina lika að heiðarleika og ráð- vendni. Oft er sagt að maöur komi I manns stað, og svo verður ef til vill enn. Þó getur nú vel svo farið að við fráfall Pálma verði breyt- ing á þvi samstarfi um fjármál og bókhald, sem verið hefur hjá rannsóknastofnunum atvinnu- veganna, þvi ég hygg að skarð það, sem Pálmi skilur eftir, veröi vandfyllt. Pálmi kvæntistárið 1952 eftirlif- andi eiginkonu sinni, önnu Lisu Berndtsen frá Gautaborg. Votta ég henni og bömunum dýpstu samúð mina. SteingrlmurHermannsson. f Atorkumaður og góður þegn er genginn. Pálmi Pétursson, skrif- stofustjóri Rannsóknarstofnana atvinnuveganna var snögglega brott kallaður hinn 2. marz 1977. Hann var fæddur á Akureyri hinn 20. april 1909, sonur hjónanna Péturs Péturssonar, kaupmanns á Akureyri og Siglufirði, og Þór- önnu Pálmadóttur. Þau hjón voru af merkum skagfirzkum óg hún- vetnskum ættum, sem ekki verða raktar hér. Þau voru vinsæl og vel metin eins og þáu áttu kyn til. Pétri kynntist ég persónulega, er hann var kominn á efri ár. Fann ég, að þar fór maöur friður sýn- um, góðum gáfum gáfum gædd- ur, háttvis og hlýr. Pálma Péturssyni kynntist ég fyrst i Gagnfræðaskólanum á Akureyri, sem þá var að verða menntaskóli. Vorum við skóla- bræður þar veturinn 1928-’29. Var það fyrsta ár mitt þar, en Pálma siðasta. Urðu kynni okkar þar ekki náin, en þvi meiri siðar. Ég leit upp til hans og bekkjarfélaga hans, sem verðandi stúdenta, en taldi mig i hópi fákunnandi byrj- anda. Pálmi var I fyrsta hópnum, sem leyfi fékk til að þreyta stúdentspróf við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri þar á staðnum, en áður höfðu þeir, sem öfluðu sér þekkingar við þann skóla til að ganga undir stúdentspróf, orðiö að fara til Reykjavikur til að þreyta prófið, stundum fótgang- andi aðra leið, vegna lélegra samgangna. Námsferill Pálma varð ekki lengri vegna fjárhagsörðugleika. Hann stundaði verzlunarstörf o.fl. á Siglufirði frá 1930 til 1941. Eftir það vann hann- við skrif- stofustörf hjá Höjgaard & Schultz til 1944 og á árunum 1944 og 1945 hjá byggingarnefnd sildarverk smiðjanna á Siglufirði og Höfða- kaupstað. Hinn 1. janúar 1946 var Pálmi ráðinn skrifstofustjóri og aðalbókari Atvinnudeildar Há- skólans og gegndi þvi starfi til hinztu stundar, að visu undir breyttu skipulagi og sjálfstæðari, eftir að lögin um Rannsóknar- stofnanir atvinnuvegana voru samþykkt 1965. Pálmi annaðist auk aðalstarfs sins, bókhald fyrir verktakafyrirtækið E. Phil & Sön og fleiri verktaka. Með vaxandi rannsóknarstarfsemi, fjölgun rannsóknarstofnana og eflingu Rannsóknarráðs rikisins uxu viðfangsefnin gifurlega, enda hafði Pálmi allfjölmennt starfslið undir sinni stjórn siðustu árin. Er Pálmi réðst til Atvinnu- deildar Háskólans 1946, var sá er þetta ritar, yfirmaður Land- búnaöardeildar þeirrar stofnunar og gegndi þvl starfi til ársloka 1962. Attum við Pálmi því náið samstarf i 17 ár. Samstarf okkar var ágætt frá upphafi, enda var Pálmi ágætlega fær i starfi, ham- hleypa duglegur og skyldurækinn og samvizkusamur svo að af bar. Hann var örgeðja og tilfinninga- rikur. Atti hann þvi stundum örð- ugt með að stilla skap sitt, þegar honum mislikaði við þá eða þann, sem hann átti samskipti við, einkum ef um vanrækslu eða kæruleysi, að hans dómi var að ræða hjá viðkomandi. Þeir, sem ekki þekktu Pálma kunnu þessu stundum illa i svipinn, en jafnan var sá ágreiningur skjótt úr sög- unni, af þvi að Pálmi var I senn sáttfús, drengur góður og hafði ó- venju hlýtt hjartaþel. Pálmi kvæntist 1940 Láru Gunnarsdóttur frá Botnastöðum i Húnavatnssýslu. Þau skildu barnlaus. Hinn 22. marz 1952 kvæntist Pálmi öðru sinni sænskri konu, Anna-Lisa, fædd Berndtsson. Hún átti tvö börn frá fyrra hjóna- bandi, stúlku að nafni Guðrúnu og dreng, er Guðmundur heitir. Pálmi unni þessum börnum hug- ástum og gekk þeim I föðurstað. Ekki eignuðust þau hjónin börn saman, en voru samhent um að veita börnum Önnu-Lisu hið bezta uppeidi. Frá þvl Guðmund- ur var smádrengur og til ungl- ingsára var hann á hverju sumri á Hesti i Borgarfirði. Geðfelldari og betri ungling er vart hægt að hugsa sér, og fáir eða enginn þekkja betur hverja laut og hæð i Hestslandi en Guðmundur Pálma son, sem smádrengur reikaði þar um haga, með sinn hvita koll I leit að kúm eða hestum, en er nú húsasmiöameistari, kvæntur og búsettur i Reykjavik. Systir hans, Guðrún, er hjúkrunarkona hér I borg, ógift. Jónas Kristjánsson ritstjóri, systursonur Pálma, var fyrstu árin i fóstri hjá ömmu sinni, Þór- önnu, en eftir það til 15 ára aldurs hjá Pálma og konu hans, sem reyndust honum hinir beztu fóst- urforeldrar. Pálmi Pétursson var glæsi- menni að vallarsýn, innhverfur i skapgerð og þvi seinn til fyllstu kynna, en vinfastur og traustur. Hann skilaði þjóö sinni miklu starfi og reyndist skylduliði sinu öllu frábær drengur og hjálpar- hella i hverri raun. Hans er sárt saknað. Votta ég konu hans, fósturbörnum og öll- um öðrum aðstandendum innileg- ustu samúð. Halldór Pálsson Lokað í dag vegna útfarar Pálma Péturssonar, skrif- stofustjóra Rannsóknaráð ríkisins Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Rannsóknastofnun iðnaðarins Rannsóknastofnun landbúnaðarins Hafrannsóknastofnunin. Lokað í dag vegna útfarar Pálma Péturssonar, skrif- stofustjóra. Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnu- veganna. (Verzlun & Þjdnusta ) Y/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/^ - - J Psoriasis og Exemsjúklingar ^ phyris SNYRTIVÖRURNAR hafa hjálpað ótrúlega mörgum. Azulene-sápa, Azulene-cream, Cream Bath (furu- nálabað«f« shampoo). phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða. Fást í helztu snyrtivöruverzlunum. phyris UMBOÐIÐ VÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/a áÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J*. \ SEDRUS-húsgögn Súðarvogi 32 — Reykjavík Símar 30-585 & 8-40-47 J Sófasett á kr. 187.00 Staðgreiðsluverð kr. 168.300 Greiðsluskilmálar: Ca. 60.00 við móttöku og 15-20 þús. á mánuði I í V.6 k8'da'' W/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ í YÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆAm Einnig alls konar mat fyrir a!lar stærðir samkvæma eftir yðar óskum. Komið eða hringið í síma 10-340 KOKK \ HUSIÐT _ Lækjargötu 8 — Simi 10-340 t 7Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ ?---------^------------- ---------------------------------------------------I f 4 Hof um nú fyrirliggjandi orginal drátt- 1 oóstKr»Iu Þórarinn <4 arbeisli á flpsfár npr/iir ourðnckra h. , Kristinssi *ÆsjÆs^s^smsmsmsmSrm/msm/JÆ^//r/^/^/Jr/m/m/m/mS/Æ/msmSJÆ jÆsmsmsJÆsmsrnsmsmsmsjmsmsj ORdTIRRBEISLI-KERRUR r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J 'Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ// LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, borun og sprengingar. Fleygun, múr- brot og röralagnir. Pórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 'a arbeisli á flestar gerðir evrópskra 5 bíla. Útvegum beisli með stuttum fyr- 2 irvara á allar gerðir bíla. Höfum * einnig kúlur, tengi o.fl. m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ, m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/m 1 Kristinsson Klapparstlg 8 Simi 2-86-16 Heima: 7-20-87 VÆ/S/S/Æ/S/S/S/a Y/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ í i Blómaskreytingar pípulagníngámeistari i J . Simar 4-40-94 & 2 67 48 5 S VIO Oll tækltæri '4 4 t Blómaskáli Nýlagnir — Breytingar 2 .2 LSA„, Viðaerðir 2 2 MICHELSEN Viðgerðir r —T , y Hveragerði - Simi 99-4225 Vjíajt . y \s/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.